Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 Reykjavíkur- myndir RAX List og hönnun Bragi Ásgeirsson Litmyndir í Morgunblaðinu um helgar eru oft kapítuli útaf fyrir sig og vilja draga athyglina frá sjálfu lesmálinu jafn stemmningarríkar og þær geta verið. Þeir eru þannig ýmsir snjallir ljósmyndarar blaðsins og einn af þeim snjöllustu er tvímælalaust Ragnar Axelsson, sem flestir þekkja sem Rax. Hann hefur verið einn dugmesti Ijósmyndari blaðsins um árabil og starfsævi hans telst vera orðin þó nokkuð löng þrátt fyrir ungan aldur en hann er ein- ungis þrjátíu og þriggja. Auk þess hafa fréttamyndir eftir hann ratað á síður ýmissa virtustu mánaða- og vikurita heims eins og National Geographic, Life, Time, Stern og Le Figaro. Nú hefur Ragnar gefið út bók með ljósmyndum sínum, sem hann hefur tekið í Reykjavík og nágrenni og er hún 119 blaðsíður, með eina eða fleiri ljósmyndir á öllum síðum en lesmál í lágmarki. Formála og pistil um ljósmyndarann hafa þeir skrifað Matthías Johannessen og Einar Falur Ingólfsson en úgefandi er Hagall. Þetta er það sem menn geta nefnt fallega og stásslega bók, því að hér er einungis um litmyndir á glans- pappír að ræða og sumar æði skrautlegar og fyrir kemur að þær eða hluti þeirra sé úr fókus. Þegar maður skoaðr hinar ýmsu sýningar alþjóðlegra fréttaljós- mynda hefur maður stundum undr- ast hve vægi fréttarinnar er miklu meira en gæði ljósmyndanna, og minnist ég þess er hinn snjalli Ólaf- ur K. Magnússon leit á mig og hristi höfuðið á einni slíkri sýningu á Kjarvalsstöðum fyrir nokkrum árum. Þegar ég skoða þessa bók verð ég að viðurkenna að stundum lang- ar mig til að hrista höfuðið þótt góðar ljósmyndir og snjallar séu í yfirgnæfandi meirihluta. En hér fer Ragnar að mínu mati einmitt of oft leið fréttagildisins og auk þess er að mínu mati full troðið af myndum RAX í bókina og of oft skeður það að mynd heldur t.d. að einum þriðja áfram út á næstu blaðsíðu, sem yfirleitt alltaf er til lýta og einkum ef skiptingin á kilinum er jafn djúp og afmarkandi. Þá vil ég heldur biðja um minni mynd á einni síðu. Þetta breytir í engu þeirri staðreynd að Ragnar er afar snjall ljósmynd- ari og efalaust á heimsmælikvarða í sínum bestu myndum. En það er eitt að vera góður ljósmyndari og annað að hanna og gefa út bækur, því að útgáfa bóka reynir á allt aðra hæfileika. En þó getur það í senn verið skiljanlegt og réttlætanlegt að Rax vilji láta koma fram, að hann sé fyrst og fremst listamaður skyndi- mynda og standi og falli sem slík- ur, en að mínu viti er hann miklu meira og því gerir maður strangari kröfur til hans en margra annarra. Kröfur sem hann rís fullkomlega undir í sínum bestu myndum í bók- inni og það hefði átt að vera létt verk fyrir hann og hönnuðinn að fylla margfalt stærra rit af slíkum myndum. Sennilega hefði útkoman orðið heildstæðari ef myndirnar hefðu verið flokkaðar niður á skipulegan hátt og umfram allt þurfti að taka tillit til þess að ljósmyndir lúta svip- uðum lögmálum og ritmálið og tón- listin um eyður, kaflaskil og þagnir. Ég er mér þess vel meðvitandi að ýmsir kunni að vera mér ósam- mála, en það hefur alltaf farið í taugarnar á mér að fletta í ljós- myndabókum, sem án greinilegs skipulags eru úttroðnar myndum og það á jafnvel við um bækur frá hendi heimsþekkta ljósmyndara. Þegar ljósmyndirnar í bókinni eru skoðaðar ofan í kjölinn og bornar saman við myndir í blaðinu sjálfu, sem eru prentaðar á ódýran, mattan og þunnan pappír, þá er saman- burðurinn oft óhagstæður, einfald- lega vegna þess að mjúku og möttu blæbrigðin búa yfir svo mikilli feg- urð og nánd, þótt það sé yfirleitt mun meiri dýpt og íjarvídd í mynd- um á gljápappír. Það kemur líka fram, að þótt ætlunin hafi sennilega öðru fremur verið að gefa út sannverðuga myndabók um höfuðborgina, eins og hún er í dag, og kynna blaðaljós- myndarann snjalla Ragnar Axels- son, þá er listamaðurinn oftar en ekki að knýja á dyrnar, að segja má, og taka frammi fyrir fréttaljós- | myndaranum. En svo er það einnig þveröfugt, þannig að einungis virð- ist vera um heimild og tíðindaskrán- r inu að ræða. Einfaldar stemmning- aríkar og kristallstærar myndir hrifu mig mest, og stundum alveg ■ upp úr skónum, og þá einkum ef ™ þær fá að njóta sín til fulls. í þeim kemur fram hve gott auga Ragnar hefur fyrir mikilvægum eðlisþáttum ljósmyndunar. Jafnvel lítil mynd á síðu getur verið stórum áhrifaríkari tveimur myndum, sem auðvelt er áð benda á víðs vegar í bókinni. Reykjavík hefur á sér fleiri hliðar en fram koma og það hefur ljós- myndarinn Rax einnig og því sakn- ar maður t.d. svart-hvítra mynda og fjölbreytilegri áferðar, sem hefði t.d. fengist með mismunandi gerð- um af pappír. Hönnuður bókarinnar, Sigurþór Jakobsson, hefur unnið gott verk hvað útlit snertir en hins vegar hefði mátt vinsa úr myndunum, og hafa þær hnitmiðaðri í uppsetningu. Litgreiningu myndanna annaðist 1 Myndmót, filmuvinnu Litróf, en prentun og bókband Prentsmiðjan Oddi og er þá ekki að sökum að spyija um árangurinn. Stjómleysingjaborgin Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Eduardo Mendoza: Undraborg- in. Guðbergur Bergsson þýddi. Forlagið 1991. Undraborgin er saga Barcelona í formi skáldsögu um undirheima, svik og pretti, fjármálaóreiðu og glæpi og hvers kyns lausung eins og það er kallað. í upphafí bókar, 1886, ríkir byltingarástand í borg- inni og þá kemur þangað Onofre Bouvíla, aðalsöguhetjan. Skáldsag- an snýst mjög um heimssýninguna sem haldin var í borginni 1888, undirbúning hennar, hana sjálfa og afleiðingar; allt það sem hún hafði í för með sér í daglegu lífi Barcelonabúa og hver áhrif hennar urðu á þá. Onofre Bouvíla er skálkur eins og við þekkjum þá úr rótgrónum prakkarasögum Spánvetja. Hann er að drepast úr hungri og vesöld þegar hann kemst í kynni við stjórnleysingja og er ráðinn í vinnu til þeirra, hlutverk hans verður að dreifa áróðursgögnum fyrir þá. Stjórnleysingjar hafa löngum verið aðsópsmiklir á Spáni, ekki síst í höfuðborg Katalóníu, Barcel- ona. Skáldsaga Eduardos Mendoza imsMmnMEii Sími 67*90-90 - Síóiiiiniia 21 Sýnishorn úr skrá yfir atvinnuhúsnæði Verslunar- og skrifstofu- pláss. Vorum að fá í eink.asölu nokk- ur vönduð, fullbúin verslunar- og skrif- stofurými á eftirsóttum stað. Verslunarpláss 120 fm. Skrifstofupláss 500 fm. Skrifstofupláss 650 fm. Skrifstofupláss 140fm. Skrifstofupláss 150fm. Þetta er aðeins sýnishorn úr skrá yfir atvinnuhúsnæði. Sum af þessum plássum, sem hér eru auglýst, eru nú í útleigu og geta því ef til vill hentað sem fjárfesting. - \lnry |»jóim*la í úrulit;ri. f *»«-rrir kh-liu-*m. ••JiHjori 1'orWfur l.wVnunrl-^in. —duitt. Eduardo Mendoza sem er Barcelonabúi að uppruna er harðsvíruð ádeila á vinnubrögð stjórnleysingja eða að minnsta kosti ákveðinn hluta þeirra. Það er ljóst að meðal sumra forystu- manna var einskis svifist, glæpir taidir sjálfsagðir, bæði í þágu stefn- unnar og líka til að koma einstakl- ingum til valda og auðs. Undraborgin, sem getur minnt á hið margumtalaða töfraraunsæi Rómönsku Ameríku, hefur sagn- fræðilegan ramma, höfundurinn kappkostar að setja þráðinn í sam- hengi sögunnar, heima og erlendis. Best er þó líklega að Iesa hana sem skáidsögu eingöngu, uppspuna, láta sagnfræðina lönd og leið. Hlaut viður- kenningu Menton-borgar SIGURÐUR Haukur Lúðvíksson hlaut viðurkenningu Menton- borgar á alþjóðlegri málverka- sýningu, sem haldin var í Suður- Frakklandi fyrir skömmu. Þetta var í þriðja sinn, sem L’A- igle de Nice stendur fyrir alþjóð- legri listaverkasamkeppni í samráði við borgaryfiravöld í Nice. Á sýn- ingunni voru 200 listaverk eftir 109 listamenn frá 27 löndum, þar af voru þrjú olíumálverk eftir Sigurð Hauk. Frá þessu er skýrt í frétt frá Louisu Rögnu Sigurðardóttur í Nice. Eduardo Mendoza er hugkvæm- ur höfundur og skrifar afar skemmtilega. Undraborgin eins og svo margar „hópsögur" er á köflum dáiítið erf- ið að átta sig á. Höfundurinn fæ- rist of mikið í fang. Persónumar mörgu verða ekki allar sérstaklega minnisstæðar og vafasamt erindi sumra þeirra. Upp úr gnæfir Bouv- íla og konur og karlar sem koma að marki við sögu hans, hin iitríku feðgin, Braulío og Delfína og fleiri mætti vissulega nefna. Mér kemur í hug Húmbert Fíga í Morera sem gerir sér grein fyrir eftirfarandi og hefur vit á að hagnast á því eins og öðru sem hann tekur sér fyrir hendur: „Það versta hjá fátækling- um sem bijóta af sér er að þeir fá ekki hæfan lögfræðing sem leysir þá úr vanda.“ Unnendur reyfara- legra frásagna fá nokkuð fyrir snúð sinn hjá Mendoza hvað varðar þátt Húmberts í sögunni. Það er einkenni margra spænskra skáldsagna að þær fjalla á mög óvæginn hátt um mannfólk- ið. Þetta hefur verið kallað grimmd- arraunsæi og meðal hinna fræg- ustu slíkra höfunda er Nóbelsverð- launahöfundurinn Camilo José Cela. Grimmdarraunsæið náði há- marki í byijún fimmta áratugar, að lokinni borgarastyijöld á Spáni og í upphafi heimsstyijaldar. Ástandið var ekki glæsiiegt. Jarð- vegur raunsærra bókmennta beið höfunda sinna. Þá skorti ekki held- ur pæstu áratugina. Ólíkt Camilo José Cela (Býkúpan til dæmis) er Eduardo Mendoza iít- ið fyrir samtöl. Bein frásögn setur sterkastan svip á Undraborgina og er mælska höfundarins samfara nákvæmni með ólíkindum. Hinn góði sagnamaður, Mendoza, slakar þó hvergi verulega á spennunni, enda er þessi langa skáldsaga skemmtilegur lestur eins og fyrr segir. Lýsingar á andrúmslofti borgarinnar og furðulegum og öfg- afullum íbúum hennar hrífa mest. Gráglettni höfundarins ræður oft- ast ferðinni, beisk ádeila er víða tilgangur sögunnar, en kímnin blundar undir niðri, ósvikin kátína sagnamannsins. Undraborgina hefur Guðbergur Bergsson þýtt á lifandi og lipurt mál, bætir eins og ekkert sé þess- ari þykku skáldsögu við hið kynlega safn þýddra skáldsagna sem eftir hann liggur. I E I Stefán Aðalsteinsson Bók um litaafbrigði íslenska hestsins Friðþjófur Þorkelsson ÍSLANDSMYNDIR hafa gefið út bókina Islenski hesturinn - Iita- afbrigði eftir Stefán Aðalsteins- son og Friðþjóf Þorkelsson. I fyrsta kafla bókarinnar, sem heitir Litaafbrigði íslenska hestsins, eru 40 ljósmyndir Friðþjófs Þorkels- sonar, sem sýna hina ýmsu hesta- liti. Síðan tekur við texti Stefáns Aðalsteinssonar og skiptist hann í fimm meginkafla, sem heita: Ein- kenni og eiginleikar íslenska hests- ins, Litalýsingar, Erfðir - almennar reglur, Erfðir á einstökum litum og Leikur að litum. „Minn hluti fjallar um liti og lita- erfðir samkvæmt reglum, sem ég hef fundið við rannsóknir á íslenska hestinum og eru nú samþykktar um allan heim,“ sagði Stefán Aðal- steinsson í samtali við Morgunblað- ið. „í þetta kerfi geta menn sótt vitneskju um það, hvaða lit þeir megi búast við á folaldi út frá litun- um á þeim hrossum, sem æxlað er saman. Reglurnar um litaerfðir ís- lenska hestsins eru því komnar þarna á bók.“ Stefán sagði litamöguleikana geta verið allt frá einum Iit, eins og rauð- um, þegar rauðu væri æxlað við rautt, og upp í yfir þijátíu. En Stefán fjaliar um ileira en bara liti í texta sínum. „Ég fjalla iíka um uppruna hestsins, sögu hans í landinu, eðli hans, geðslag og gang- tegundir.“ Þetta gerir Stefán undir fyrirsögnunum Uppruni, Hesturinn í fornum sögum, „Þá riðu hetjur um héruð“, Reið Árna Oddssonar, Líf hestsins í landinu, Hrossakjötsát, Hestur og hestamaður og Gang- tegundir. I kaflanum Leikur að litum segir Stefán nokkur dæmi þess að menn fengu folöld öðru vísi á litinn, en þeir áttu von á og hvernig þær gát- ur ráðast samkvæmt reglum hans um litaerfðir. Bókin er 64 blaðsíður í stóru broti. Hún er gefin út í sérstakri öskju og þat' í eru einnig eftirprentanir af ljós- myndum Friðþjófs Þorkelssonar. Myndirnar tók Friðþjófur á árun- um 1976-1990. Hann sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að flestar myndirnar væru tekinar á Suður- landi, en hluti líka á fjórðungs- og landsmóti fyrir norðan. Myndirnar eru teknar á tímabilinu viku af júlí fram að viku af ágúst, en þá eru hrosshárin ferskust á litinn og kvið- hár og gömui hár horfin af búknum. „Vandamálin eru vindurinn og birt- an,“ sagði Friðþjófur. „Það má ekki vera of mikill vindur og birtan verð- ur að vera hæfileg. Það getur verið heilmikið trimm í kring um hestana, þar til fram kemur það sjónarhorn, sem hægt er að sætta sig við ,“ sagði Friðþjóf- ur, þegar hann var spurður hvernig fyrirsætur hestar væru. „Og það er oft er betra að hafa aðstoðarmann til að vekja athygli hestsins á öðru en ljósmyndaranum.“ Áður hefur komið út veggspjald með ljósmyndum Friðþjófs af hesta- litum. Hann sagði flestar myndirnar í bókinni nú nýjar. „Ég reyndi að endurnýja sem ég gat,“ sagði Frið- þjófur. „Og það eru bara fá sjaldgæf- ustu afbrigðin, sem ekki vannst tími til að taka nýjar myndir af.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.