Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 71
Kveðjuorð. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 Kjartan Guðnason Það kom mér á óvart er ég fletti síðum blaðsins hinn 3. desember sl. að þar gat að líta minningarorð um Kjartan Guðnason, en ég hafði ekki haft af því spurnir að hann væri allur. Það var svo stutt síðan hann lét af störfum hjá Tryggingastofn- un ríkisins kominn hátt á áttræðis- aldur eftir langan og óvenju heilla- dijúgan starfsferil hjá stofnuninni. Mér er ljúft og skylt að minnast þessa látna öðlings með nokkrum síðbúnum orðum. Ég kynntist Kjartani fyrst fyrir réttum 30 árum þegar þáverandi bæjarfógeti á Akranesi, Þórhallur Sæmundsson, réði mig á skrifstofu embættisins til þess að annast um tryggingaumboðið. Ég kom til þessa starfs beint frá prófborði í Samvinnuskólanum reynslulaus og fákunnandi um innviði þess marg- þætta málaflokks, sem ég átti að sinna. Ekki var þá, fremur en nú, völ á neinskonar undirbúningsnámi fyrir störf á þessu sviði. Það kom sér því vel fyrir nýgræðinginn að geta leitað til manns eins og Kjart- ans Guðnasonar, enda kom maður þar ekki að tómum kofunum og ljúf- mannlega brást hann ætíð við. Um þær mundir var einmitt verið að koma í kring meiriháttar breyting- um í almannatryggingum, rýmka bótarétt og stórauka við bóta- og lífeyrisgreiðslur. Samskipti umboðsmanna út um land við Tryggingastofnun ríkisins og starfsfólkið þar eru mjög mikil og getur þar reynt á ýmsa mann- lega eiginleika. Ekki er ofsögum sagt að í þeim efnum hafi Kjartan verið réttur maður á réttum stað. Mest voru samskiptin símleiðis og með tímanum urðu þau að nánu trúnaðarsambandi og vináttu og veit ég fyrir víst að svo var einnig um aðra, sem unnu við umboðin. Fyrir okkur var ómetanlegt að hafa sem tengilið hjá Tryggingastofnun- inni mann á borð við Kjartan Guðn- ason. Hugur starfsfólks umboðanna til Kjartans kom og vel fram á einu af reglubundnum náskeiðum á veg- um Tryggingastofnunar fyrir fáein- um árum er hann steig í pontu, orðinn nokkuð ellilotinn en glað- beittur að vanda, til að ávarpa við- stadda, og var hylltur vel og inni- lega. Kjartan var sérlega viðræðugóð- ur maður, glaðvær og skilningsrík- ur. Skopskynið var græskulaust, leiftrandi og lýsti vel næmi og nærfærni hans gagnvart þeim mannlegu vandamálum, sem sífellt eru viðfangsefni þeirra, sem við almannatryggingarnar vinna. „Kjartan hér,“ heyrðist í símum umboðanna og oft kvað við dillandi hlátur og spurt var hvað væri að frétta áður en komið var að alvöru tilefnisins. En þá var iðulega verið að fá skýringar eða upplýsingar til glöggvunar við úrlausn á málefni einhvers, sem leitað hafði til trygg- inganna. Þegar Kjartan Guðnason er fall- inn frá minnumst við, sem höfum starfað við tryggingaumboðin og sjúkrasamlögin utan Reykjavíkur, góðs samstarfsmanns. Kjartan var gæddur þeim persónulegu eiginleik- um að ekki var annað unnt en að láta sér þykja vænt um manninn. Hann átti að baki einn lengsta starfsferil að almannatryggingum hér á landi. 71 Er hann áreiðanlega í hópi þeirra manna, sem einna mest hafa af mörkum lagt í daglegri umsýslu til þess að tryggja að sá hlutur, sem almannatryggingunum hefur verið ætlaður til létta byrgðar þeirra, sem minnst mega sín, kæmist réttlát- lega í hendur þeirra. Ég er forsjóninni þakklátur að hafa fengið að kynnast Kjartani Guðnasyni og njóta handleiðslu hans og leiðbeiningar, er ég var að feta fyrstu skrefin á starfsbraut- inni. Fjölmargir skjólstæðinga al- mannatrygginganna áttu hauk í horni, þar sem hann var, ávallt reiðubúinn að líta með fullri velvild á hvert það vandamál, sem til kasta hans kom. Þeir eru því margir, sem eiga Kjartani þökk að gjalda við leiðarlokin. Ástvinum Kjartans Guðnasonar færi ég samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Guðmundur Vésteinsson t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát mannsins míns, sonar, bróður og mágs, PÁLS JÓHANNSSONAR, Hrafnhólum 6. Ragna Finnbogadóttir, Jóhann Pálsson, Guðmundur Jóhannsson, Steinar Jóhannsson, Ingibjörg Björgvinsdóttir, Arnfríður Aradóttir, Haukur Matthiasson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓSEFÍNU ÞORLEIFSDÓTTUR, Ægisgötu 17, Akureyri. Kristín Pálsdóttir, Sigurhelga Pálsdóttir, Erling P. Pálsson, Guðmunda Ingólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför, MARTEINS JÓHANNSSONAR, Bakkakoti. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Vífilsstaða- spítala fyrir góða umönnun. Bára Marteinsdóttir, Sigriður Þóra Reynisdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, Sigurgeir Jóhannsson, Guðlaug Jóhannsdóttir, Sigurður Jóhannsson, Margrét Bjarnadóttir, Erla Guðmundsdóttir, og fjölskyldur. Reynir Eggertsson, Jóhann Grétar Sigurðsson, Guðrún Gísladóttir, Páll Jóhannesson, Gunnar Pálsson, Pétur Björnsson, Sigurður Vilhjálmsson f Sigurður Kári Pálmason - Kveðja Fæddur 10. júní 1964 Dáinn 22. nóvember 1991 Með fátæklegum orðum langar okkur æskufélagana að minnast vinar okkar og félaga sem með svo sviplegum hætti fórst í hörmulegu sjóslysi með Eldhamri GK 13 þann 22. nóvember sl. Það er kannski ekki óeðlilegt að okkur sem rétt erum að byija að stíga fyrstu sporin í lífinu finnist eitthvað óréttlátt hafa gerst, eitt- hvað sem er ijarri hugsun okkar og þeim væntingum sem í lífinu hljóta að leynast. Við ólumst öll upp í góðu og fal- legu umhverfi sem gaf góðar vonir og miklar væntingar um framtíð- ina. Þar fannst okkur gott að gleðj- ast á góðri stund í glaðra vina hópi, en samt sem áður höfum við þurft að horfa á eftir allt of mörgum fé- lögum og vinum í blóma lífsins hverfa yfír móðuna ókunnu. Það er margs að minnast og upp hrúgast minningarbrot, brot um augnablikin sem eru okkur svo mik- ils virði, augnablik glaðværðar og ánægju þess að vera til og eiga svo ótal margt eftir að gera saman. Einn í hópnum okkar var hann Siggi Kári. Siggi Kári ólst upp á Knútsstöð- um í Aðaldal á bökkum perlunnar okkar, Laxár. Eins og kitlandi árn- iður Laxár var Siggi, glaðvær og góður félagi sem aldrei sveik vin sinn og var ætíð til staðar þegar á þurfti að halda. Þau eru ófá augna- blikin og ánægjustundirnar í eld- húskróknum hjá henni Guðnýju á Knútsstöðum', þegar við krakkarnir frá Húsavík söfnuðumst þar saman í gáska þess sem er ungur og öll tilveran brosti við okkur. Að heim- sækja Sigga á Knútsstöðum var eitt af þessum augnablikum sem gleymast seint og ekki má gleyma Guðnýju móður Sigga sem með við- móti sínu bauð okkur ávallt velkom- in, skildi æskuna og hversu augna- blikið var dýrmætt, það sjáum við nú. En árin liðu og unglingarnir sem safnast höfðu saman í eldhúskrókn- um á Knútsstöðum varð fullorðið. Fólk sem tvístraðist í allar áttir. Siggi fór suður í sjómennsku, sett- ist að í Grindavík og stofnaði þar heimili með henni Hörpu sinni. Þau eiga saman tvo syni, þá Arnþór og Fannar Geir. Aðeins fáein spor höfðu verið stigin í lífi ungrar ijöl- skyldu, skref sem samt sem áður hafa markað sín spor. Á slíkum stundum eru orð kannski lítils megnug en samt sem áður er vert að minnast góðs félaga og vinar. Hver veit nema að við æskufélag- arnir sem hittumst á bökkum Lax- ár, á gáskafullum stundum ungl- ingsáranna hittumst aftur og rifjum upp ánægjustundir og minningar- brot hins liðna. Við sendum Hörpu og litlu drengjunum tveim, fjölskyldunni á Knútsstöðum, Pálma og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. „Það skilur enginn aupablik, fyrr en það er farið. Það skilur enginn nýja sköpun fyrr henni er lokið. Og enginn þekkir stund ham- ingjunnar, fyrr en hún er liðin.“ (Gunnar Dal) Ásgerður, EUa, Gunna, Oli Björn, Ingi og Siggi. + Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför eigin- konu minnar og móður okkar, GUÐNÝJAR BJÖRNSDÓTTUR, Borgarnesi. Halldór Magnússon, og dætur hinnar látnu. t Þökkum innilega samúðarkveðjur, blóm og vinarhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR SVEINSDÓTTUR frá Viðfirði, sem lést þann 23. nóvember. Börn hinnar látnu. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNU JÓNSDÓTTUR frá ísafirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á 5-B, öldrunardeild Borg- arspítalans, fyrir góða umhyggju. Guð blessi ykkur öll. Ása Fanney Þorgeirsdóttir, Páll Lúðvíksson, Ólafur Þorgeirsson, Jóhann Þorgeirsson, Ingibjörg Magnúsdóttir, Þorgeir Pálsson, Hildur Pálsdóttir, Páll Reynir Pálsson og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug yið andlát og útför ástkærr- ar stjúpmóður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, KATRÍNAR SVÖVU ALEXANDERSDÓTTUR, Ofanleiti 21, Reykjavfk. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki fyrir góða umönnun, svo og stofufélögum hennar fyrir einstakan hlýhug. Elín Áróra Jónsdóttir, Margrét Halla Jónsdóttir, Hörður Skarphéðinsson, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eigin- manns míns, föður, tengdaföður, fóst- urföður og afa, JÓNS KR. ÍSFELD, Hrafnistu, Hafnarfirði. Óskum ykkur öllum blessunarríkrar jóla- hátíðar. Auður H. ísfeld, Haukur ísfeld, Kristín G. ísfeld, Auður Björnsdóttir Lárus, Jón Haukur, Guðmundur Fjalar og Eva.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.