Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991
HVÍTIR HNAKKAPÚÐAR
- MIKID ÖRVAL
Borgartúni 26,
sími (91) 622262
RAGGILITLI f SVEITINNI
Bókmenntir
Sigurður Haukur Guðjónsson
Höfundur: Haraldur S.
Magnússon.
Myndir: Brian Pilkington.
Prentverk: Prentsmiðjan Oddi hf.
Útgefandi: Iðunn.
Sannarlega fer sá margs á mis
sem elzt upp á malbikinu einu.
Töfrar vors og.sumars, þá himinn
og jörð fallast í faðma um grund
og dal, augu skaparans hreinlega
stara á þig, er eitt af því. Úr þessu
vill höfundur bæta, leiða börn út
í sköpunarverkið sjálft.
Lítill snáði, Raggi, heldur í sveit,
að Stóra-Bæ. Tilhlökkunin er mik-
il, hann hafði jú, komið þar ári
áður. En nú virðist allt svo nýtt.
Spurnirnar í huga hans aðrar en
fyrr. í fyrstu er hann hálfsmeyk-
ur. Hvolpurinn er svo ærslafullur,
heimalningurinn líka, nú og svo
þessi ferlíki, kýrnar, sem eru að
losna af básum, og hreinlega tryll-
ast af fögnuði. Allt önnur dýr en
hann minnti frá fyrri kynnum.
Bjössi, vinur hans, strákurinn á
bænum, hjálpar honum að ná átt-
um, og saman, innan um dýr og
gróður, eiga þeir félagar skemmti-
legt sumar.
Þetta er saga sem vinsæl gæti
orðið við rúmstokk spurulla bama,
frásögn er býður til viðræðna barns
og fullorðins. Ólæsum holl kveðja
inní draumheim. Fjöldi mynda
skreyta kverið, myndir Brians
bráðsnjallar, lífmagnaðar, vor-
myndir. Villur eru ekki margar,
en á síðu 9 eiga lömb og folöld
sömu móður; menn keyra hey en
ekki á því (30); og kindur eru ekki
hyrntar (32). En þetta er allt aug-
ljóst, gerir því ekkert til.
Góð hugmynd til þess að gleðja
böm.
Nýr himinn og ný jörð
__________Bækur______________
Pétur Pétursson
Gunnar Þorsteinsson. Spá-
dómarnir rætast. Framvinda
heimsmála, ísrael og Harmage-
dón. ísafold 1991, 197 bls.
Sjálfsagt mun ýmsum sem lesa
þessa bók finnast hún vera ein-
kennileg og sérstök, en svo er ekki.
Til er fjöldi bóka og ritgerða sem
leitast við að heimfæra spádóma
Biblíunnar upp á nútímann og
koma með einfaldar lausnir á
flóknum spurningum alþjóða-
stjórnmála. Sumt af þessum ritum
verður til þess að ala á ótta hjá
fólki um ógnir hinna síðustu tíma.
Ef litið er til baka á feril þessarar
tegundar biblíuskýringa sést hve
hrapalega þær hafa orðið sér til
skammar og furðu gegnir að þær
skuli enn við lýði — en þær eru
auðvitað fyrir löngu horfnar úr
guðfræðideildum háskóla. Oftast
byggja þessi rit á Daníelsbók
Gamlatestamentisins og Opinber-
unarbók Jóhannesar sem eru eftir-
lætisrit þeirra sem vilja finna hina
einu sönnu stjómmálalegu lausn í
biblíunni. Þessar lausnir byggja á
stórkostlegum samsæriskenning-
um og kraftmikið myndmál bibl-
íunnar er notað til hins ýtrasta til
að gera allt sem hrikalegast.
í þessari bók er einnig samvisk-
usamlega vitnað í ræður dr.
Sigmundar Guðbjarnasonar fyrr-
verandi háskólarektors, rit Gunn-
ars Schram lagaprófessors og fleiri
fræðimanna sem hafa tjáð sig um
alþjóðamál og sérstaklega Efna-
hagsbandalag Evrópu. En skrif
þessara ágætismanna bæta ekki
guðfræðilega undirstöðu ritsins
hætishót. Eg efa ekki að Gunnar
Þorsteinsson, sem stendur fyrir
merkilegu safnaðarstarfi í Kópa-
vogi og sem hefur gert margt gott
fyrir unglinga sem lent hafa á villi-
götum, kunni sína Biblíu. Reyndar
er hann mjög fimur við að velja
ritningarstaði og raða þeim saman
máli sínu til stuðnings. En hann
tekur ekki tillit til heildarboðskaps
Biblíunnar og kærir sig kollóttan
um guðfræðileg sjónarmið sem
komið hafa fram síðastliðnar tvær
aldir eða svo.
Sumsstaðar minna efnistök höf-
undar á vísindaskáldskap. Ýmsir
fyrirrennarar Gunnars í aldanna
rás í þessari tegund af fræði-
mennsku hafa reiknað út endur-
komu Krists upp á ár. Þannig
bjuggust þeir við því að þessi at-
burður ætti sér stað við stofnun
Israelsríkis, og þegar það ekki
varð þá var bent á að hann kæmi
þegar ísraelsmenn unnu Jerúsalem
í Sexdagastríðinu 1967. Gunnar
Þorsteinsson telur að ísraelsmenn
séu nú með leynilega teikningu af
nýju musteri í Jerúsalem á hæð-
inni þar sem Abraham í hlýðni við
orð Guðs var reiðubúinn að fórna
syni sínum. En þetta er honum
ekki beinlínis tilhlökkunarefni þar
sem musterið mun verða helgidóm-
ur Antí-Krists og þaðan muni
verða talað gífuryrðum gegn Guði
hinum hæsta.
Úrslitaorustan, þriðja heims-
styijöldin, snýst um tilveru ísraels-
ríkis og útþenslu þess að mati
Gunnars. Persaflóastríðið nýaf-
staðna er einskonar forsmekkur
að því að hans mati. En í komandi
Gunnar Þorsteinsson
stórstyrjöld verður Antí-Kristur
ekki í Iran heldur í Jerúsalem og
þjóðabandalög heims munu stéfna
heijum sínum þangað (þar á meðal
Sovétríkin sem náð hafa að liðast
sundur eftir að bókin var skrifuð!).
í spádómsmóði sínum skrifar
Gunnar: „Gæti það verið að þjóðir
heimsins sameinist gegn „mein-
gerðar- og misgerðarmanninum?"
Gæti það verið að „friðarráðstefn-
an“ sé upphaf þeirra átaka sem
einkenna munu síðustu tíma?“
(Bls. 172.) Og hann bætir við „Það
er táknrænt í Persaflóastríðinu að
þjóðir heimsins beindu byssum sín-
um gegn Saddam Hussein og írak,
en á sama tíma beindi Saddam
Hussein byssum sínum gegn ísra-
el.“ Var þá Hússein að mati Gunn-
ars riddarinn á hvíta hestinum sem
barðist hinni góðu baráttu jgegn
veldi Satans? '
Gunnar setur fram nákvæmt
skema yfir þróunarskeið hinna
hinstu tíma, með bogalínum, örv-
um, hringum og krossum. Ná-
kvæmlega sama myndin birtist
hvorki meira né minna en fjórum
sinnum í bókinni og það er alveg
óþarfi. Hér er um að ræða dauða
Jesú, burthrifninguna, þrenginga-
tímabilið, endurkomu Krists, Har-
magedón þúsundáraríkið, nýja
jörð, borgina heilögu og nýjan him-
in. Allt er þetta kryddað og saman
tengt með tilvitnunum í Biblíuna.
Ekki er beint ástæða til að vara
við þessari bók, en viðkvæmum
sálum er bent á að hafa fermingar-
lærdóminn sinn við hendina til að
setja hugtök, líkingar og tákn í
sitt rétta samhengi. Þeir sem víkka
vilja þetta samhengi og skoða það
nánar er bent á bókina Credo,
kristin trúfræði eftir prófessor Ein-
ar Sigurbjörnsson. Fyrir þá sem
hafa sérstakan áhuga á Efnahags-
bandalaginu er nú völ á nokkrum
bókum og fjölda ritgerða um þetta
efni á íslensku.
Við lestur þessarar bókar komu
mér oft i hug orð Krists sem sagði:
„Hvar sem tveir eða þrír eru sam-
an komnir í mínu nafni, þar er ég
mitt á meðal þeirra (Mt 18:20).
Guðsríki er vissulega opið h'ér á
jörð vegna fómardauða Krists.
Heilög sakramenti gera okkur að
nýjum mönnum, börnum Guðs, og
veita aðgang að nýjum himni og
nýrri jörð. En það er eins og höf-
undi gleymist þessar trúarlegu
staðreyndir þegar hann veltir sér
upp úr fornu líkingamáli um hina
hinstu tíma. Um þá sagði Lúther
að við vissum jafnlítið og barn í
móðurlífi veit um framtíð sína.
Höföar til
.fólksíöllum
starfsgreinum!
Torill Thorstad Hauger
Þráður sögunnar, sem er sjálf-
stætt framhald bókarinnar I vfk-
ingahöndum, verður ekki tíundað-
ur frekar hér en eitt er víst að
höfundi tekst að halda lesanda
sögunnar við efnið til loka hennar.
Þá spilla ekki fyrir fallegar um-
hverfis- og veðurfarslýsingar sem
styðja vel það sem er að gerast.
Seint verður á færi okkar að
lýsa í smáatriðum hvemig lífi
landnámsmannanna var háttað á
sínum tíma en sagan segir á trú-
verðugan máta frá hlutskipti
yngstu kynslóðarinnar um það
leyti sem landið var að byggjast.
Þessar lýsingar em vel til þess
fallnar að víkka sjóndeildarhring
ungra lesenda og gefa þeim færi
á að skoða söguna í öðra ljósi en
hún blasir við í kennslubókum. Þar
að auki er sagan vel sögð og mörg-
um persónum gerð góð skil. Má
þá nefna náttúrabarnið Helgu Ing-
ólfsdóttur sem 14 sumra fær það
hlutskipti að vera gefin hinum fer-
tuga víkingi Starkaði. Erfiðleik-
arnir herða hana svo hún stendur
upp í hárinu á höfðingja en í bókar-
lok bíður hún spennt eftir að spá-
dómar völvu um dauða Starkaðar
verði að veraleika, hún fái yfirráð
allra eigna þeirra og geti sjálf val-
ið sér maka.
Eftirtekt vekur að í sögunni er
valið sjónarhorn þeirra sem minnst
mega sín, þ.e. barna og þræla,
gagnstætt því sem við eigum að
venjast í öðrum ritum og kvik-
myndum um þennan tíma. Er það
vel og gefur áhugaverða mynd af
þjóðfélaginu.
Texti bókarinnar er kjarnyrtur
og þýðingin afar læsileg. Teikning-
ar höfundarins eru skemmtilegar
og fálla vel að textanum.
Áflótta
Bókmenntir
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir
Torill Thorstad Hauger: Flótt-
inn frá víkingunum (þýð. Sól-
veig Brynja Grétarsdóttir). Mál
og menning, Reykjavík 1991.
Þrumurnar byltust um himininn
og regnið lamdi sjóinn svo hann
varð hvítur yfir að líta. Skipin rak
hvert frá öðru og þau skoppuðu
eins og hnotuskeljar á úfnu hafinu.
Lága vaðmálstjaldið sem reist
hafði verið framan við mastrið
veitti ekki mikið skjól. Þar inni úði
og grúði af alls kyns hlutum;
skinnsekkjum, kistum, fatapinkl-
um og stórum járnpottum. í eins
konar rétt í botni skipsins hírðust
vesalings skepnurnar kveinandi og
stjáklandi í veltingnum. Áfram
sigldu þau daga og nætur án þess
að storminn lægði. (Bls. 10-11.)
Öldin er sú tíunda og við erum
á leiðinni frá Noregi til íslands
með norrænum víkingum. Meðal
þeirra sem fylgja víkingunum eru
írsku systkinin, Patrekur og Sun-
nefa, sem víkingar höfðu á burt
með sér frá eyjunni grænu og seldu
í Noregi. Þau era nýsloppin frá
norsku jarlssetri og eru í umsjá
Brands bónda og konu hans sem
er af þrælaættum. Með í ferðinni
era einnig þrír ungir synir þeirra.
Fjölskyldan tekur sér bólfestu á
íslandi og þrælasystkinin una hag
sínum þokkalega þangað til Pat-
rekur, sem fengið hefur þrælsnafn-
ið Reimar, er sakaður um að hafa
drepið frænda jarlsins í Noregi.
Þá freista systkinin þess að kom-
ast til írlands og hafa upp á fjöl-
skyldu sinni.
Treysliröu annarri filmu
fyrir dýrmœtu
minningunum þínum?
GJÖF
sem gleður....
BUXNAPRESSA
Hvítar - svartar - brúnar.
Verð kr. 9.900,- stgr.
Elnar Farestveit&Co.hff.
Borgartúni 28, sfmi 622901 ■
L*M 4 stoppar vlA dymar
/:/:/:/:/-/:/:t