Morgunblaðið - 19.12.1991, Side 18

Morgunblaðið - 19.12.1991, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 Islandsmyndir Páls Stefánssonar List og hönnun Bragi Asgeirsson Ljósmyndir Páls Stefánssonar, sem hann hefur tekið fyrir Iceland Review, eru víðkunnar og sýning hans í Nýhöfn í sumar undirstrikaði hvílíkur afbragðsljósmyndari hann er í sínu fagi. Það eru fyrst og fremst náttúru- myndir sem eiga við skaplyndi Páls sem ijósmyndara, myndir sem krefj- ast næms auga fyrir formi og ljós- brigðum, — smæstu smáatriðum sem mestu víðáttum auk ótakmark- aðrar þolinmæði. Þetta kemur einn- ig vel fram þegar mönnum og eða dýrum bregður fyrir, eða eru uppi- staða myndanna, því að náttúran og ljósbrigðin eru alltaf nálæg. Nú ■ BÓKAFORLAG Odds Björns- sonar hefur gefið út bókina Sam- særið eftir Sidney Sheldon. I kynningu útgefenda segir: „í þessri bók segir frá flugliðsforingja, Rob- ert Bellamy, sem fær það hlutverk að leita uppi sjónarvotta að brot- lendingu „veðurathugunarbelgs" í svissnesku Ölpunum. Óll vitni þurfa að fínnast. Sögusviðið berst frá Washington til London, Zúrich, Rómar og Parísar og smátt og smátt birtist lesandanum lífshlaup Bellamys — hvers vegna konan sem hann elskaði gat ekki endurgoldið ást hans — hvers vegna vinir urðu hættulegir andstæðingar — hvers vegna Prentun og bókband ann- aðist Prentverk Odds Bjömssonar hf. er komin út íslandsbók sú, sem sýningin í Nýhöfn boðaði að væri í vændum, og er það mikil og veg- leg bók upp á 192 blaðsíður og svo sem eðlilegt er gefur Iceland Re- view bókina út og hún er prentuð í Heidelberg í Þýskalandi. Bókin skiptist í sex kafla og textar í hóf- legri lengd í upphafi kaflaskiptinga eru eftir Harald Hamar en nafn- textar við myndir eru verk Elínar Jónsdóttur. Bókin hefst á kaflanum „Rauð jörð“ þar sem eldur og ís mætast í hrikalegri og litríkri náttúrunni og eru myndirnar hér hver annarri frábærari og gefa góða hugmynd um hinar miklu andstæður lands- ins. Hér kemur greinilega fram hin ríka formkennd, sem Páll virðist vera gæddur. Myndirnar em annars Shidney Sheldon trúar þeim stefnumörkum kynning- arrita á borð við Iceland Review, að vera glæsilegar og frammúr- skarandi vel teknar og unnar. Um leið sem forvitnilegastar til kynn- ingar landsins á erlendum vett- vangi. Það á svo prýðilega við að bregða í næsta kafla upp mynd af hinum formmýkri og gróðursælli hlíðum landsins með mosaþembum og mel- grasi, fossum og fífusundum auk þess sem að sér í agnarsmátt fé á fjalli eða glittir í byggð, eins og til að undirstrika viðátturnar. Nefnist kaflinn „Skínandi perlur“. Þar næst fylgir kaflinn „Strönd- in“ og hér biýtur á skeijum við ysta haf auk þess sem brugðið er upp mynd af hinum mildari hlíðum og ýmsum tilbrigðum bergmyndana og íjörugrjóts. Fjórði kaflinn nefnist „Vatnið“ og hér er brugðið upp mörgum sér- kennilegum dæmum af formum og gróðri er tengjast vatni, fossum, staratjömum, lækjarsprænum, fjallavötnum og ósum. Þetta er vaf- alítið hugnæmasti kafli bókarinnar og ljósmyndirnar margar hveijar einstæðaf. Þrátt fyrir að fram komi mjög góð tilþrif í næsta kafla „Landnemar", sem eins og nafnið bendir til fjallar um fólk og búfén- að, orkar hann í heild ekki eins sterkt á mig og undangengnir kafl- ar og sama er að segja um síðasta kaflann „Vetur“. í báðum þessum köflum koma fram frábærar mynd- ir, sem gefa þeim bestu í hinum köflunum ekkert eftir, en áhrifin eru ekki eins óvænt og yfirþyrm- andi og er það sennilega vegna þess að myndefnið er almennara fyrir okkur íslendinga. Málið er að sumarið er stutt en veturinn langur, og landið hefur á sér svo ótrúlega margar hliðar að sumarlagi, sem mikill minnihluti Islendinga þekkir til nokkurrar hlít- ar og svo þarf einnig mjög næmt auga til að meðtaka þær allar. Það er þannig mikið rétt sem fram kemur í fréttatilkynningu: „að Páll er ijölhæfur ljósmyndari, en af öllum hans viðfangsefnum er það íslenzk náttúra sem heillar hann mest“. Hann leitar fyrst og fremst uppi fegurðina í andstæðunum eða brotabroti náttúrunnar og á stund- um er líkast sem náttúran hafi íklæðst sparifötunum fyrir ljós- myndarann, en Páll leitar aldrei eftir væmnum litasamböndum og ei heldur ijótleikanum, sem einnig er til staðar. Væri helst hægt að segja að hann sé á höttunum eftir ómenguðum hreinleikanum og ósnortnum náttúrumögnum. Það er óvinnandi vegur að gera upp á milli bestu myndanna og svo veit maður eftir að hafa séð sjálfar frummyndirnar i mikilli stækkun á sýningunni í Nýhöfn, að þær eru sumar hveijar mun áhrifaminni í bókinni eins og t.d. kemur glögg- lega fram í myndinni af Sveinbirni í einangrunarklefanum hugsuöu sig sjáifkrafa innan í mér djöfu/skapurinn og ósóminn kringum mig, hátterni vitieysunnar, hvíldarlaust eins og sjálfvirk þula sem þurrkaöi allt annaö burt úr vitund minni. Ég ráfaöi milli varöhaldsmannanna í sinnuleysi og leiöslu út og inn kiukkutímum saman, dag og nótt. Pulan nísti sig inn í mig viö hvern huröarskell fangabúranna, og hún læsti sig í gegnum mig. Peir eltu mig í draumum á næturnar. Lífslöngunin var dauö, ég stóö einn og er saklaus, yfirgefinn. Pegar ég opnaöi munninn var ég sleginn. Paö eina sem ég gat gert var aö horfa á þessar skepnur vinna sig upp í starfi, sjálfur var ég fórnardýr metnaöar sem átti allt sitt undir aö ganga í augu annarra af sama tagi. Eitt var þó víst, ég ætlaöi ekki aö láta troöa mig niöur í skítinn, ég haföi kynnst nógu afslíku. En ég brást. Sá sem flýr undan villidýri spyr ekki til vegar á fiótta sínum. Eínn daginn fluttu tveir fangaveröir mig meö valdi tvívegis úr klefanum í baöherbergiö og kaffæröu mig í vaskinum ásamt gólftuskunni uns ég iá skælandi á gólfinu eins og krakki. Voni l\ögut Sævar Ciecielski „Vifc erum öíl saklaus' ARMULA 23 - SIMI 672400 Beinteinssyni allsheijargoða Ása- trúarmanna. Þetta er bók sem vissulega bregður upp fjölþættri mynd af náttúrusköpum Islands og and- stæðum landsins, og vegna þess að bókin er í stóru hörðu broti sem sléttist úr við uppflettingu er það ekki eins til lýta, sem hönnuðirnir hafa lagt áherslu á, að kljúfa mynd- irnar við kjölinn og hafa eina mynd á tveim síðum. Það á hins vegar síður við, er brotið er mýkra og ávalara þannig að kjölurinn eins og sekkur í öldufall og myndar áber- andi rof milli síða. Dregið saman í hnotskurn er hér um að ræða gullfallega bók og mik- ilfenglega landkynningu sem á jafnt erindi til innlendra manna sem út- lendinga. Eyjólfur Óskarsson Ljóðabók eftir Eyjólf Oskar SKÁKPRENT hefur gefið út ljóðabókina Strengir Veghörp- unnar eftir Eyjólf Óskar. Á bókarkápu skrifar Helgi Sæ- mundsson m.a.:„Skáldskapur Ey- jólfs Óskars í Strengjum Veghörp- unnar er sér í lagi heimspekilegur. Yrkisefni sín velur höfundur jafnan úr umhverfi, náttúru og tilfinning- um en hverfir þeim oftast í mynd- ríkar samlíkingar. Jafnframt er kröftugur en tónrænn hljómur í máli kvæðanna. Skáldið freistar nýjunga í boðskap og túlkun en sver sig eigi að síður í ætt við forn- ar hefðir og arfgeng vinnubrögð." í bókinni eru 78 ljóð á 88 blaðsíð- ur. t Barbara Cartland ■ BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá, Hafnarfirði, hefur sent frá sér fimm nýjar ástarsögur. Þetta eru eftir- taldar bækur: Önnur brúðkaups- ferð. Theresa Charles. Sverrir Pálsson þýddi. Bókin var sett og prentuð í Prisma og bundin í Fé- lagsbókbandinu Bókfelli. Ást að láni eftir Barböru Cartland. í leit að öryggi eftir Evan Steen. Sirkusblóð eftir Erik Nerlöe. Aðeins sá sem elskar er ríkur. Else—Marie Nohr. Skúli Jensson þýddi bækurnar þrjár. Ofangreind- ar bækur voru allar settar og prent- aðar í Prentbergi, Kópavogi, og bundnar í Félagsbókbandinu Bók- felli. -.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.