Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 HRUN MIÐSTJORNARVALDSINS I SOVETRIKJUNUM: Finnar viðurkenna Rússland í raun sem fullvalda ríki Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. FINNSKA ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun, sem í raun þýðir að hún hafi viðurkennt Rússland sem fullvalda ríki í skilningi alþjóðaréttar. Formleg viðurkenning er að sögn finnskra forráðamanna væntanleg innan tíðar. Einnig hefur nú komið upp sú staða að Finnar gætu viður- kennt Úkraínu og önnur fyrrver- andi Sovétlýðveldi. Paavo Vayrynen utanríkisráð- herra og Esko Aho forsætisráð- herra lýstu því yfir á þriðjudaginn að ekki væri lengur hægt að gera milliríkjasamninga við Sovétríkin. Þessi ákvörðun var tekin nokkrum klukkutímum áður en Váyrynen utanríkisráðherra átti að leggja af stað til Moskvu þar sem undirrita átti nýjan nágrannasamning þjóð- anna. Samningurinn hefur verið í bígerð þetta haust og átti að koma í stað vináttu- og aðstoðarsamn- ings þjóðanna frá 1948, en gildi hans hefur minnkað í takt við hrun Sovétvaldsins. samveldisins sem Rússar og fleiri lýðveldi hafa stofnað sem arftaka Sovétríkjanna. Stefna Finna er að sögn Váyrynens utanríkisráðherra að halda uppi beinum tengslum við lýðveldin. Á þeim fáum árum sem Úkraína var sjálfstæð í kjölfar byltingarinnar í Rússlandi 1917, voru Finnar með sendiráð í Úkra- ínu og töldu samskipti við Úkraínu- menn afar gagnleg. Fjöldi kjarnavopna í fyrrum Sovétlýðveldum Fyrrverandi Sovétlýðveldi, önnur en Hvíta- rússland, Úkraína, Rússland og Kazakhstan, eru eingöngu með skammdræg kjarnavopn Hvítarússland 1.222 17.505 Nýir félagar kjarnorkuklúbbnum Bandaríkin Sovétríkin Langdræg kjamavopn 12.000 11.000 Skammdræg kjamavopn 7.000 16.000 Með kjarnavopnum er átt við bæði kjarnaodda og kjarnahleðslur Vandkvæðum bundið að hafa trygga stjóm á kjamavopnunum í FYRSTA skipti í sögunni er kjarnorkuveldi að leysast upp. Fjög- ur lýðveldi, Rússland, Úkraína, Kazakhastan og Hvíta-Rússland erfa langdræg vopn Sovétríkjanna. En undanfarið hefur verið bent á að meiri hætta kunni að stafa af því að skammdrægu vopn- in verði ekki lengur undir einni stjórn. Þau séu minni og meðfæri- legri og þar með betri söluvara. U.þ.b. 90% af skammdrægu kjarna- vopnunum eru í fyrrnefndum ríkjum en þá eru ótalin 1.300 skamm- dræg kjarnavopn í öðrum fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna. Finnar telja nú að Rússland hafi komið í stað Sovétríkjanna í öllum þeim málum sem varða sam- skipti Finna við nágrannan í austri. Þannig hyggjast Finnar nú semja við ríkisstjóm Boris Jeltsins um undirstöðuatriði í samskiptum þjóðanna. Mikilvægar atriði eru umhverfisvemd á svæðum nálægt Finnlandi en einnig viðskipti og bein aðstoðarstarfsemi. Það má kannski telja það tímanna tákn að Finnar hafi einnig komið á fram- færi óskum um að Rússar viður- kenni rétt finnskættaðra þjóðar- brota víðs vegar um Rússland til eigin menningar og tungu. Hingað til hafa finnsk yfirvöld hins vegar ekki tekið afstöðu til Stofnendur slavneska samveld- isins eru sammála um að eyða mikl- um hluta af þessum vopnum og stjórnvöld í Úkraínu og Hvíta- Rússlandi segjast vilja að bæði iýð- veldin verði kjamorkuvopnalaus. Kjamorkulýðveldin hafa samt ekki enn komið sér saman um hvernig standa beri að eyðingu vopnanna og hvar vopnin verði í framtíðinni. Forseti Kazakhstans hefur gefið til kynna að þar muni menn halda í kjarnavopnin ef Rússar ætli að hafa kjarnavopn. Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sov- étríkjanna, heldur því enn fram að hann hafi stjórn kjarnorkuvopn- anna með höndum. Breskir stjórn- arerindrekar segja hins vegar að Borís Jeltsín Rússlandsforseti hafi þegar sölsað undir sig einhveija þætti í stjórnun vopnanna. Talið er að hann hafí lykilinn undir hönd- um sem þarf til að hægt sé að hlaða kjarnorkuflaugamar en fyrirskipun um að skjóta flaugunum á loft þurfi að koma frá Gorbatsjov sjálf- um. Leóníd Kravtsjúk, forseti Úkra- ínu, vill að um þrjá kjarnorku- hnappa verði að ræða (í Moskvu, Kiev og Alma Ata) og að ekki verði hægt að skjóta eldflaug á loft nema ýtt sé á alla hnappana samtímis. Þessi ummæli vöktu taugaveiklun- arviðbrögðum í Bandaríkjunum. „Við viljum að þessi vopn séu und- ir einni stjórn. Við viljum ekki fleiri sjálfstæð kjarnorkuveldi,“ sagði Margaret Tutwiler, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins. James Baker utanríkisráðherra varaði við Júgóslavíuástandi þar sem kjarnorkuvopn væru í spilinu. Svo virðist sem ráðamenn í Úkraínu séu þegar farnir að nota kjarnavopnin í pólitískum tilgangi. Þeir hafa gefið Bandaríkjamönnum til kynna að þeir muni ekki eyða vopnunum nema vestræn ríki við- urkenni Úkraínu og að stjórnendur landsins fái sæti við samningaborð- ið þegar rætt verður um frekari niðurskurð kjarnavopna. Og á það hefur verið bent að Úkraínumenn kynnu að vilja halda í kjarnavopnin til að hafa sterkari stöðu ef Pólveij- ar, Ungveijar og Slóvakar færu að gera landakröfur á hendur Úkra- ínu. Vestrænir stjómarerindrekar draga ekki í efa að það sé einlæg- ur vilji fyrir hendi hjá kjarnorku- veldunum öðrum en Rússlandi að eyða vopnunum. En takist ekki að semja um þetta mál á næstunni gæti orðið erfiðleikum bundið að fá ríkin til að standa við þetta. Úkraína og fleiri lýðveldi óttast að þau geti ekki staðið á móti ofríki Rússa verði þeir einu kjarnorku- herrarnir. Hættan væri að sögn enn meiri ef einhveijum af núverandi leiðtogum lýðveldanna yrði steypt vegna almennrar óánægju í kjölfar hungursneyðar í vetur. Menn óttast líka að skamm- drægu kjarnavopnin sem eru dreifð um öll Sovétríkin svo að segja og ekki einskorðuð við fjögur lýðveldi eins og langdrægu kjarnavopnin geti farið á flakk. Ekki er óhugs- andi að uppreisnarmenn í Georgíu og Azerbajdzhan reyndu að ræna slíkum vopnum úr flutningalestum en þannig hafa þeir komist yfir hefðbundin vopn. Talið er að dag- lega séu flutt til allt að þúsund vígvallarkjamavopn í Sovétríkjun- um. í ofanálag hefur efnahagsöng- þveitið leitt til þess að söluæði hef- ur nú gripið um sig í sovéska hern- um. Hættan á því að kjarnorkuvopn Sovétríkjanna lendi á svarta mark- aðnum er því nokkur. Sovéski sagn- fræðingurinn Vladlen Sirotikin heldur því fram að ef milljón dollar- ar væru í boði gæti hann hvenær sem er útvegað kjarnorkueldflaug og látið flytja hana hvert sem er fyrir milljón dollara. Loks hefur verið nefnt að atvinn- ulausir sovéskir kjarnorkuvísind- menn gætu selt erlendum ríkjum kunnáttu sína. Talið er að nú þegar hafi 60 af 4000 sovéskum kjarneðl- isfræðingum fengið atvinnutilboð frá fímm erlendum upprennandi kjarnorkuveldum. Þeim em boðin árslaun á bilinu 36.000-75.000 dollarar sem eru svimandi upphæð- ir fyrir sovéska menntamenn. Sem stendur gæta sérsveitir KGB kjarnorkuskotpalla og kjarn- orkuvopnabúra Sovétríkjanna. Enginn veit hver leysir þær af hómi ef öryggislögreglan leysist áfram jafn hratt upp og undanfarið. Það hefur líka komið í ljós við athugun á kjamorkuvopnageymslum Sovét- manna í Austur-Þýskalandi að þar vora litlar sem engar öryggisráð- stafanir gegn hryðjuverkum eða ræningjum. Hönnunin var einungis miðuð við notkun í stríði. Eyðing kjarnavopna er tímafrek og kostnaðarsöm. Bandarískir sér- fræðingar hafa metið það svo að það tæki Sovétmenn tíu ár og kost- aði tvo milljarða dala að eyða þeim kjarnavopnum sem Míkhaíl Gorb- atsjov og George Bush hafa þegar samið um eða tilkynnt að verði skorin niður. Bandaríkjaþing hefur þegar samþykkt að veita 500 miljónum dala til þessa verkefnis. En vandinn er sá að búnaðurinn til þess arna er allur í Rússlandi og Úkraínumenn og hugsanlega fleiri em á móti því að afhenda vopnin Rússum. „Við emm í þann mund að verða vitni annaðhvort að mestu eyðingu kjarnavopna í sögunni eða mestu dreifingu kjarnavopna, kjarnorku- hráefnis og vísindalegrar þekking- ar um smíði þessara vopna sem um getur,“ segir Sam Nunn, formaður hermálanefndar Bandaríkjaþings. Af þessum sökum hefur komið upp sú hugmynd í bandaríska stjórnkerfínu áð kaupa einfaldlega öll sovésku kjamavopnin. Þá eru ekki spurt hvað slíkt kosti heldur hvort vestræn ríki hafí efiii á því að kaupa þau ekki. Heimildir: Der Spiegel, Time Magazine og The Daily Te- legraph. FRONSKU LAMPARNIR FALLEG HÖNNUN MARGAR GERÐIR le Qauphin FRANCE HEKLA LAUGAVEGI 174 S 695500/695550 Borgarstjóri Moskvu- borgar boðar afsögn Moskvu. Reuter. GAVRÍL Popov, borgarstjóri Moskvu, boðaði afsögn sína síðastliðinn sunnudag vegna árekstra við borgarráðið og ríkisstjórn Borís Jelts- íns Rússlandsforseta. I gær reyndu borgarrásðmenn að fá Popov til að draga afsögnina til baka. Popov sagði á fundi Lýðræðisum- bótahreyfíngarinnar að borgarráðið og rússneska ríkisstjórnin væm mótfallin hugmyndum hans um að einkavæða verslun og íbúðarhús- næði í Moskvu. Hann sagði að ágreiningur væri milli sín og Jelts- íns um hraða umbótanna yfírhöfuð. „Þetta allt leiðir mig að þeirri niður- stöðu að það að ég héldi áfram sem borgarstjóri myndi vekja falskar vonir meðal Moskvubúa. Ég hef heldur ekki rétt til að vinna gegn rússneskum stjórnvöldum,“ sagði Popov. Anatólíj Sobtsjak, borgarstjóri Pétursborgar, sagði að ákvörðun Popovs, sem ekki er vitað hvenær kemur til framkvæmda, væri við- vörun til rússneskra stjórnvalda sem yrðu að bæta ráð sitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.