Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 78
78
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991
m
, þettcx, eszL mecimxl.esictur m/nir,-
h l/omgcir þejrrn. kCLnrL ajf ,5 ka&t!'
Ast er..
,2.25^-^
. . það sem jólin snúast um.
TM Reg. U.S. Pal Ott. —all nghts reserved
® 1991 Los AngelesTimesSyndicate
■ l" .!. 'í'
••m * H tt
'ے^w\
ld?
Pöntuðuð þér kannski ekki
uxahalasúpu?
■; > j.- ma
Hann neitar að fara án Sú-
sönnu.
HOGNI HREKKVISI
,. ÖG þö, AGG/?..HVe/2AJtG Usr þé/z 'A
þBTTA TCié ?•'
Sveinn o g mýsnar
Sveinn á Miðhúsum í Reykhóla-
sveit sendi mér og öðrum starfs-
mönnum á Keldum jólakveðjur með
stuttu tilskrifi í Morgunblaðinu 13.
desember sl. sem hann nefnir „Leit-
ið og þér munuð finna“. Heldur
Sveinn þar áfram hugleiðingum sín-
um um músategundir á íslandi og
svarar grein frá undirrituðum sem
birtist í Morgunblaðinu 5. desember
sl. Þar hélt ég því fram að á ís-
landi lifðu einungis tvær tegundir
músa, þ.e. hagamús og húsamús.
Þakka ég Sveini góðar kveðjur.
Vont þótti með þó að sjá að hann
stendur enn fastar á því en fótunum
að músategundir á íslandi séu fleiri
en tvær.
Ástæða misskilnings og fullyrð-
inga Sveins er að hér lifi aðrar teg-
undir en húsamús og hagamús er
líklega fólgin í hinum mikla breyti-
leika á lit sem þekktur er hjá húsa-
músum. Líklega telur Sveinn að
mismunandi litaafbrigði húsamúsar
séu sitt hver tegundin. Sumar húsa-
mýs eru svo dökkar að kalla má
þær svartar, aðrar eru ljósgráar og
sumar geta litið út fyrir að vera
blágráar eins og Sveinn nefnir rétti-
lega í grein sinni. Hér á Keldum
hafa hvítar húsamýs verið ræktaðar
um árabil. Tilraunamýsnar svo-
nefndu eru nefnilega húsamýs. Ef
dæma má lýsingu Sveins á svo-
nefndri Bretamús er líklegt að þar
hafí verið á ferðinni húsamús.
Húsamýs eru afar fim klifurdýr.
Halinn hjálpar dýrunum að halda
jafnvægi við klifur, klærnar grípa
í fínar raufar á undirlaginu. Það
sem gerir húsamúsina þó að reglu-
legum meistara í klifri eru litlar
skorur upp í gangþófa á iljunum.
Skorurnar valda því nefnilega að
húsamúsin nær ótrúlega þéttu taki
á svo til sléttu undirlagi. Mér hefur
stundum dottið í hug að hönnuðir
vetrarhjólbarða hafí horft á húsa-
mýs klifra lóðrétt upp gler þegar
þeir sáu að hægt var að stórauka
grip dekkja með því að skera rauf-
ar upp í hjólbarðaþófana. Einnig
er vitað að vöðvahreyfingar keppa
skorurnar í gangþófum húsamús-
anna saman. Þetta hefur oft orðið
til þess að menn héldu að húsamýs
hefðu sogskálar á fótunum en slíkt
er á misskilningi byggt.
Ég vil enda þessa grein með því
að senda Sveini og öðrum áhuga-
mönnum um mýs í landinu bestu
jólakveðjur um leið og ég vona að
músategundum í landinu verði ekki
fjölgað án þess að dýrafræðingar
fái að hafa þar síðasta orðið.
Karl Skírnisson,
dýrafræðingur á Tilraunastöð
Háskóla íslands í meinafræði á
Keldum.
Opið bréf til
Stöðvar 2
Ég vil biðja og benda ykkur á
að þið gætuð glatt og gefið yngstu
sjónvarpsáhorfendunum einskonar
jólagjöf ef þið fram yfir jólin hætt-
ið að rugla barnatímann. Það er
ekki þeim að kenna að foreldrar
þeirra hafa ekki éfni á að kaupa
áskrift að stöðinni. Ég efast um að
þið mynduð missa spón úr ykkar
aski þó þið gerðuð svo. En hugsið
ykkur hvað þið yrðuð vinsælir.
Rödd úr Þingholtinu
Jól án áfengis
Jólin nálgast. Helgasti tími og
hátíð ársins. Mikið Ijós í íslensku
skammdegi. Hvemig jólin verða
okkur einu og sérhveiju er mikið í
okkar sjálfra valdi, því guð hefir
gefið okkur valfrelsi. Við getum því
sannarlega gert jólin að hamingju-
hátíð, sem endist okkur lengi í
minningunni og við getum einnig
skemmt þau. Það er enginn vandi.
Við höfum lifað gleðileg jól og mik-
ill meirihluti sem betur fer, en við
höfum líka orðið að sjá fram á jól,
þar sem þeim hefir verið spillt bæði
af manninum sjálfum og svo einnig
þeim sem freista mannsins. Þetta
er því miður alltof algengt og lög-
reglan þarf að vera á varðbergi.
Og við heyrum oft að jólum loknum
hvernig þetta og þetta hefir farið
og eins jafnvel þessi orð ,jólin fóru
yfirleitt vel fram“, já, yfirleitt. Það
er eins og bara að megi þakka fyr-
ir það. En vitum við nokkuð í hug
þeirra sem hafa átt verulega bágt
um jólin, þótt ekki væri á torg bor-
ið. Vita menn um glímuna við Bakk-
us, einnig á blessuðum jólunum.
Hann er mesti friðarspillir sannrar
gleði. Og það kostar nú aldeilis að
fylgja hans ráðum. Og þeir sem
auðgast á erfiðleikum og ógæfu
annarra finna alltaf upp eitthvað
nýtt til að toga fólkið á götur freist-
ingar. Hvað skyldi þetta svonefnda
,jólaglögg“ vera búið að koma
mörgum á hinn hála ís og jafnvel
lengra. Það eru fáar tölur um það.
í þetta jólaglögg hefír verið blandað
vímuefnum sem hafa yfirbugað alla
glöggskyggni. Það þarf stundum
ekki mikið til að leiða menn afvega
og segir ekki skáldið: Þess bera
menn sár, um ævilöng ár, sem að-
eins var stundarhlátur. Jú, þetta
er alveg rétt og sporin hræða.
Nú hafa allir sem vilja vel bent
á að það er annað jólaglögg sem er
á markaðnum, óáfengt, — kannske
ekki alveg eins áberandi fyrir þá
sem hagnast vilja en dýrmætt fyrir
þá sem halda í siðinn eða tískuna.
Vilja menn ekki athuga þettta þeg-
ar þeir halda jól. Vímulaus jól.
Vímulaus jólaglögg.
Jólin eru alltof dýrmæt til að
spilla þeim. Allt hið fegursta og
besta í heiminum er tengt jólunum.
Og að geta sagt hver við annan
gleðileg jól er dýrmætt og þeir sem
rétta hver öðrum hönd með hugarf-
ari hinna einu sönnu jóla, eru að
staðfesta það enn betur en áður að
vímulaus jól, kristileg jól, og jól
friðar er það sem dimmur heimur
þráir.
Höldum því áfengislaus jól.
Fögnum komu Krists í heiminn með
því að fara eftir hans boðum. Þau
svíkja ekki. Guð gefí öllum lands-
mönnum góð og gleðileg jól.
Arni Helgason
Yíkveiji skrifar
Arbæjarsafn hefur verið með
sýningu á sunnudögum í
mánuðinum er tengist jólum fyrr á
öldinni og kennir þar margra grasa.
Óhætt er að segja að heimsókn
þangað síðasta sunnudag hafi
hresst upp á sálartetrið í skamm-
deginu og barlómnum. I för með
sex ára dóttur sinni upplifði, skrif-
ari allt annað andrúmsloft í Árbæj-
arsafni en í hringiðunni annars
staðar þessa dagana.
Jólaleikföng fyrri ára og gömul
prentsmiðja vöktu sérstaka athygli.
Jólasveinarnir voru á sínum stað,
öðm vísi klæddir en þessir rauðu
með hvíta skeggið, en sú litla var
fljót að taka þá í sátt. Ekki vafðist
fyrir henni að krökkum fyrr á ámm
hefði þótt fátt betra en kandís og
lummurnar eða klattarnir brögðuð-
ust vel, þó þeir væru ekkert ný-
mæli, alveg eins og hjá henni
ömmu. Hátíðlegt fannst henni að
koma inn í litlu torfkirkjuna og
þegar hún hitti prestinn, séra Krist-
in Ágúst Friðfinnsson, sem hafði
þjónað í kirkjunni skömmu áður,
fannst henni hann helst til stór fyr-
ir gömlu kirkjuna.
Hér má einnig nefna að Þjóðminj-
asafnið kynnir á aðventu að þessu
sinni það sem kallað er „sönglíf í
heimahúsum". Tónlistarmenn koma
í heimsókn og sýnd em gömul hljóð-
færi, til dæmis 200 ára gömul ís-
lensk fiðla. Islensku jólasveinarnir
heimsækja safnið eins og þeir hafa
gert undanfarin ár og bregða á leik
fyrir og með börnunum.
I báðum tilvikum hafa söfnin
orðið bráðlifandi og þá um leið nær
ungum sem eldri gestum.
xxx
Margt breytist er sveit breytist
í bæ, strjálbýli þróast í þétt-
býli. Þetta hefur glöggt komið í ljós
í Mosfellsbæ á liðnum árum eins
og vel kemur fram í bréfi, sem
Helgi Sigurðsson, dýralæknir, bú-
settur í Mosfellsbæ, skrifaði bæjar-
stjóranum á staðnum fyrir nokkru
fyrir hönd eins skjólstæðings síns,
sem þá hafði nýlega kvatt þennan
heim. Að góðum íslenskum sið er
fyrst getið lítillega um ætt og uppr-
una og síðan stiklað á stóm í lífs-
hlaupi viðkomandi.
í bréfinu segir meðal annars:
„Hann sinnti skyldum sínum við
samfélag sitt til hinstu stundar, þó
að sjónin væri farin að daprast hin
síðari ár. Ávallt var hann tilbúinn
að leggja húsbændum sínum lið
meðan starfskrafta hans naut og
stundum gekk hann í verkin óum-
beðinn af hreinni skyldurækni...
Það er til marks um framtakssemi
hans og ferðagleði að hann lét sjón-
depru ekki aftra sér frá að taka
virkan þátt í félagslífínu, fyrst
sveitarfélagsins og síðan bæjarfé-
lagsins. Ávallt var hann tilbúinn að
fylgja kalli náttúrunnar og mikið
lagði hann á' sig til að gleðja hið
veikara kyn ... Það var honum veru-
legt áfall þegar út var gefín reglu- I
gerð sem lagði blátt bann við þessu
eina áhugamáli hans, þó aldrei
væri honum kynnt reglugerðin
persónulega. Enda fór svo, að
nautnin varð reglugerðinni yfir-
sterkari og ætíð fór hann að heiman
þegar kall náttúrunnar kom.“
Er síðan rakið hvernig fram-
kvæmd 'reglugerðarinnar kom þess-
um einstaklingi í koll. Það leiddi
að lokum til þess að hann var svæfð-
ur svefninum langa og í niðurlagi
bréfsins segir m.a.: „Nú sleppur
hann, blessaður, við að upplifa
hræðilegasta atburð ársins að hans
mati, en það var gamlárskvöld.
Sprengjuhljóðin höfðu oft nær riðið
honum að fullu og átti hann það
til að hlaupa glórulaust til fjalla.
Vonandi er lítið um sprengjulæti .
þar sem hann dvelur nú og vonandi
fær hann að hlaupa fijáls um hag-
ana...“ .
Lýkur Víkveiji þar með tilvitnun-
um í bréf dýralæknisins um Cæsar,
íslenskan fjárhund frá Helgafelli í
Mosfellsbæ eða -sveit.