Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 16
SC-S202V)S/NIMtíQ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 -SWRAK fKAMUR SNORRABRAUT 60, SÍMI 12045 Raðgreíðslur Póstsendum samdægurs Sódóma o g Gómorra Bókmenntir Skafti Þ. Halldórsson Jón Ottar Ragnarsson: Fimmt- ánda fjölskyldan. Skáldsaga. 225 bls. Iðunn. 1991. Válegir spádómar og illir fyrir- boðar einkenna öðru fremur þá framtíðarsýn sem birtist í nýrri lyk- ilskáldsögu Jóns Óttars Ragnars- sonar, Fimmtánda íjölskyldan. Hér er á ferðinni metnaðarfull spennu- saga um glæpi, ástir, valdabaráttu og hefndir en með undirtónum þjóð- félagslegrar ádeilu. Sagan er fram- tíðarsaga og á að gerast á árunum 1986-2001. Sögusviðið er fyrst og fremst Reykjavík en reyndar fer sagan út um víðan völl til Seyðis- fjarðar, Rómar, Korfú og Holly- wood. Þetta er að mörgu leyti athyglis- verð og spennandi saga en þó ekki gallalaus. Sagt er frá Óskari Hvammdal, miklum kvikmynda- snillingi, sem flýr land í kjölfar þess að stjúpa hans finnst myrt og böndin taka að berast að honum. Hann næst og stærstur hluti sög- unnar skýrir frá flóknum réttar- höldum um mál hans. Hægt og bít- andi öðlumst við jafnframt innsýn inn í þann nýríka og spillta yfirstétt- arheim sem Óskar og fjölskylda hans, 15. fjölskyldan, býr í. Mér finnst raunar réttarhöldin besti hluti sögunnar þótt efast megi um það hversu raunsæ lýsing Jóns Ótt- ars á íslenskum réttarvenjum og réttarhöldum sé. Að mínu mati er hún fremur í anda amerískra spennuþátta á borð við Matlock og Perry Mason. En það er þó ekki sagt sögunni til lasts því að höfund- ar verða að nota skáldaleyfi og list- ræna blekkingu til að gera slíkt efni áhugavert. Þar að auki á þetta sína skýringu í mikilvægum byggingarþætti skáldsögunnar. Að málaferlunum yfirstöðnum kemur nefnilega í ljós að sagan er saga í sögu. Skáldsaga er í reynd saga í handriti eftir Ósk- ar, sem ætluð er alþjóðlegum mark- aði, skrifuð til að afhjúpa spillingu ljölskyldnanna 14 í landinu og raun- Jón Óttar Ragnarsson ar þeirrar 15. líka. Mér sýnist helsti tilgangur höfundar með þessum framgangsmáta vera sá að fá meiri og alþjóðlegri vídd í þá þjóðfélags- gagnrýni sem hann ber á borð fyr- ir lesendur auk þess að ramma skáldsöguna inn. Jón ðttar kafar ekki ýkja djúpt í sálarlíf persóna sinna. Flestar eru þær knúnar áfram af valda- og fé- græðgi, ást og hatri. Helst er að við fáum að grilla í sálarlíf Óskars Hvammdals sem er rómantískur sniliingur, ósveigjanlegur í list sinni en breyskur í lund. Kristín, kona hans, elskar mann sinn heitt og lif- ir fyrir hann og verk hans. Ást hennar er hið jákvæða afl sögunn- ar. Sögumiðja er alla jafna nálægt henni og sömuleiðis samúð lesanda. Hins vegar eru fulltrúar hins illa miklu fleiri enda er sagan ádeila á fólsku og spillingu íslenskrar borga- rastéttar. Samfélagssýn höfundar í þessari bók er athyglisverð. Einu persón- urnar sem fram koma og skipta máli eru úr yfirstéttinni og sagan er nokkuð ýkjukennd lýsing á spillt- um lifnaði hennar sem einkennist af andlegri örbirgð, eltingarleik við yfirborð hlutanna, eiturlyfjaneyslu, misbeitingu valds og annarri marg- háttaðri spillingu. Óskar er eins konar málpípa höfundar og flytur allnokkrar beiskar ádrepur um ætt- arveldið á íslandi: „Ættirnar eru kerfið og þær ráða því hveijir fá að hugsa, njóta virðingar og auðg- ast... Skotheldari svikamyllu hef- ur engin yfirstétt í nokkru landi smíðað." (Bls. 50.) „Hvar nema í svæsnustu fasistaríkjum þarf fólk enn í Iok 20. aldar að kyngja því að kirkjan, háskólinn og íjölmiðl- arnir séu angar af ættarveldinu, leikföng landeigandans að hætti Leníns.“ (Bls. 51.) Það bætir síðan ekki úr skák að 15. ættin', ætt Óskars, sem átti að vera eina vörn landans gegn ættar- veldinu, reynist engu betri. Meira að segja er vikið að því að góðvinir ættarinnar hafi flækt land og þjóð í net mafíunnar. Spádómar bókarinnar um ís- lenska framtíð eru því fremur dap- urlegir. Hér eru Sódóma og Góm- orra endurvaktar. Raunar er tákn- rænt að í lok sögu hefst eldgos á Reykjanesi og eldi og brennisteini rignir yfir Reykjavík. Það er vissulega ýkjukennd mynd sem hér er dregin upp af íslenskri yfirstétt. Ég ætla þó ekki að draga í efa þekkingu Jóns Óttars á innvið- um hennar. Eigi að síður veikir það að mínu mati söguna hversu ein- hliða lýsingin er. Sumar skáldsögur leita ekki svara við spurningum en vekja spurningar hjá lesendum. Skáldsaga Jóns Óttars gefur full- mikið af svörum án þess að spyrja spurninga og á stundum verkar hún á mig eins og reiðilestur. Fátt í skáldsögunni bendir heldur til þess að í nokkru sé hægt að breyta þeim heimi spillingar og siðleysis sem þar er lýst. Er það ekki ákveðin nauð- hyggja höfundar sem fær hann til að láta Lilju, systur Óskars, segja í lok sögu: „En nákvæmlega svona er lífið ...“ (Bls. 225.) Að vísu svar- ar sonur Óskars að svona verði líf hans ekki. En sá vonarþráður er veikur enda finnst mér nóg annað á óræða framtíðina lagt. Yfirgripsmikil en sundurlaus Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Þorsteinn Antonsson: Áminntur um sannsögli. (461 bls.) Skjald- borg 1991. Nú er vel liðið á annan áratug síðan mannshvarf í Keflavík hratt af stað einni dapurlegustu málssókn á íslandi á þessari öld. Rannsókn málsins stóð yfir í ein þijú ár. Eft- ir því sem tíminn leið, yfirheyrslum og skýrslum íjölgaði varð málið ekki einfaldara heldur beinlínis tor- ráðnara. Fáránleikinn tók völdin. I viðleitni til að fullnægja skyldu sinni leitaði ákæruvaldið allra ráða. Þýskur lögreglumaður var fenginn til að aðstoða við rannsóknina. Haft var samband við frægan skyggnilýsingarmann tii að segja til um hvað orðið hefði um lík fórn- arlambanna. Og minnsti grunur nægði til að saklausir menn voru handteknir og þeim haldið vikum saman í einangrun. Eftir því sem tíminn leið lagðist óhugnaðurinn æ þyngra á þjóðarsálina. Að lokum voru fjögur ungmenni dæmd fyrir að hafa fyrirfarið mönnunum tveim. En var þá málinu lokið? Gat þjóð- in andað léttar? Þessum spurning- um hafa margir svarað neikvætt. Hvernig er t.a.m. hægt í réttarríki að dæma fólk fyrir morð á mönnum sem hverfa sporlaust og hverra lík finnast hvergi? Og Þorsteinn Ant- onsson hefur spurt sig álíkra spurn- inga. Þess vegna skrifar hann þessa miklu bók. Helsti akkurinn af ritverki Þor- steins er að hér er samankomið megnið af því sem skiptir höfuð- máii í svokölluðum Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Bókin er ýtarleg og farið náið í atburðarásina og ýmis sjónarhorn kynnt. Það er eng- inn vafi á því að höfundur hefur lagt hart að sér í sambandi við heimiidaöflun og ritun. Ókostirnir yfirskyggja hins vegar kostina. Höfuðgallinn er sá hve þessi „margþætta málaflækja“ leysist illa sundur í meðförum höf- undar. Það skín í gegn að höfundur hefur tæpast gert upp við sig hvers konar bók hann ætlaði að skrifa. í undirtitli segir að hér sé um „heim- ildasögu“ að ræða. í formála kemur fram að bókin sé hvorki skrifuð frá sjónarhóli veijenda né sækjenda heldur sé markmiðið að „kanna aðferðir sem samfélagið íslenska beitti í tilteknu máli og koma þeim heim og saman við aðrar samfélags- staðreyndir á sama tíma“. Þetta er býsna loðið. Sömuleiðis er þess lát- ið getið að hér sé beitt aðferðum skáldsögunnar við suma kaflana. Ogþað er satt að í sumum skáldsög- ulegu köflunum nær frásögnin tölu- verðu flugi, t.d. þegar sagt er frá silfursmiðnum drykkfellda. En þetta eru undantekningar. í heild einkennist sagan af smá- smygli - lítt frásagnarverðar og afvegaleiðandi lýsingar fá of mikið rými miðað við aðalatriðin. Því er líkast sem frásögnum og skýrslum hafi verið mokað inn án þess að sía Þorsteinn Antonsson það frá sem litlu máli skiptir. Heim- ildirnar ráða ferðinni of mikið. Hugsanlegt er að höfundurinn sé óheppinn með viðfangsefni. Draga má í efa að þessir voðaat- burðir standi okkur nógu fjarri til að við sjáum þá í nýju ljósi. Það er t.a.m. engan veginn gefið að svo margt hafi breyst í litlu samfélagi á 15 árum. Og þótt þessi afstaða væri tekin góð og gild þá verður lítt vart við nýja afstöðu til um- ræddra voðaverka og máláreksturs- ins í þessu verki Þorsteins. Þótt hann „telji það næsta líklegt" að hinir dæmdu hafi alltaf verið sak- láusir þá skín þessi afstaða næsta dauflega af blaðsíðunum. Til að skapa bókinni skýran tilverugrund- völl hefði höfundur mátt leysa betur úr þvælinni atburðarásinni, mót- sagnakenndum yfirlýsingum fjór- menninganna og ruglingslegri rannsókninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.