Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 80
80_______ ____MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991
Körfuknattleikurinn 100 ára
eftir Gunnar
Gunnarsson
Alaugardaginn, 21. desember,
verður þess minnst í íþrótta-
heiminum að körfuknattleikurinn
er 100 ára. í þessari grein er ætlun-
in að fara yfir sögu íþróttarinnar
og er hún tvíþætt: Annars vegar
er fjallað um upphaf, útbreiðslu og
þróun leiksins og hins vegar verður
rakin saga fyrstu ára íþróttarinnar
hér á landi. Að sjálfsögðuær í lít-
illi grein sem þessari aðeins unnt
að stikla á stóru.
Upphafsmaðurinn
James Naismith hét hann, fædd-
ur í Kanada 1861. Hann fékk
snemma áhuga á íþróttum og 1883
útskrifaðist hann frá McGill-háskól-
anum í Montreal og varð síðar
íþróttakennari við sama skóla. 1890
fór Naismith til Bandaríkjanna til
náms við KFUM-skólann í Spring-
field í Massachusetts-fylki. Þaðan
lauk hann prófi vorið 1891 og tók
við starfi íþróttakennara sem hann
gegndi til 1895. Það var á fyrsta
ári hans í Springfield sem hann kom
fram með þennan nýja knattleik.
1895 fluttist Naismith til Denver
og þremur árum síðar til Kansas
þar sem hann starfaði, með hléum
þó, til ársins 1937 er hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir. Banda-
rísku ríkisborgari varð hann 1925.
Naismith starfaði mikið fyrir
KFUM-samtökin og á þeirra vegum
fór hann nokkrar ferðir erlendis.
Honum hlotnaðist margs konar
heiður á ævi sinni og var m.a. heið-
ursforseti þjálfarasambands
Bandaríkjanna. Naismith andaðist
1939 í Lawrence í Kansas 78 ára
að aldri.
Upphafið
Þegar Naismith tók við íþrótta-
kennarastarfinu í Springfield
byggðist íþróttakennsla á knatt-
leikjum utanhúss (oftast bandaríski
fótboltinn) og innanhúss nær ein-
göngu á fimleikum. Þessi einhæfni
knúði hinn áhugasama íþróttakenn-
ara til að leita leiða til að auka fjöl-
breytni kennslunnar. En af hveiju
körfuknattleikur? Óstaðfest er sag-
an um Naismith þar sem hann situr
við skriftir, hættir við, vöðlar blað-
inu saman og hendir því ergilegur
í ruslakörfuna og þar með var hug-
myndin fædd. Staðreyndin var sú
að Naismith var vel að sér í sögu
íþrótta og síðar á ævinni lét hann
orð falla um það að hann hefði ein-
ungis endurvakið notkun hringsins
sem marks og er t.d. þekkt úr forn-
um leik maya í Mið-Ameríku. Einn-
ig má nefna að smæð íþróttasalar-
ins takmarkaði leikinn þannig að
nýta varð hæð hans fyrst og fremst.
Niðurstaða Naismiths var leikur
með bolta og markmiðið var að
koma boltanum í mark sem hengt
var upp á svalir íþróttasalarins. Það
tók Naismith 15 daga að móta leik-
inn og 21. desember 1891 lagði
hann fram '5 grundvallaratriði og
13 reglur og þann dag fór fyrsti
leikurinn fram. Úr mötuneyti skól-
ans fékk Naismith lánaðar tvær
grænmetiskörfur (þaðan er nafnið
á leiknum komið) og hengdi þær á
svalirnar, sína í hvorn endann. Hæð
karfanna réðst af hæð svalanna
sem voru í 10 feta (3,05 m) hæð.
Hefur þessi hæð karfanna frá gólfi
haldist óbreytt í leiknum síðan.
Útbreiðsla
Á vegum KFUM-samtakanna
breiddist leikurinn víða um heim
og um aldamótin hafði hann náð
til allra heimsálfa. Til Evrópu barst
hann 1893 er hann var kynntur í
Frakklandi. Þetta sama ár er leikur-
inn kominn til Kína, 1896 til Brasil-
íu og til Egyptalands á fyrstu árum
aldarinnar. En um verulega út-
breiðslu íþróttarinnar varð ekki að
ræða fyrr en með þátttöku Banda-
ríkjamanna í heimsstyijöldunum
tveimur, t.d. náði íþróttin fyrst fót-
festu í Evrópu um 1920.
Á' millistríðsárunum var upp-
gangur körfuknattleiksins í Banda-
ríkunum verulegur og varð íþróttin
á þessum árum ein af þjóðaríþrótt-
um þar í landi. Keppni atvinnu-
manna hófst þar, af veikum mætti,
1898 en nýjum atvinnumannadeild-
um var komið á fót bæði 1925 og
1937 og ruddu brautina fyrir NBA-
deildina sem stofnuð var 1947.
Varð hún snemma ein öflugasta
atvinnumannakeppni í íþróttaheim-
inum. Önnur stór keppni, háskóla^
keppni Bandaríkjanna (NCAA), fór
fyrst fram 1939.
Ef litið er til Norðurlandanna þá
urðu Finnar fyrstir til að taka upp
iðkun íþróttarinnar en það var um
miðjan 4. áratuginn. 1940 nær
íþróttin til Svíþjóðar og 1946 er
körfuknattleikurinn kynntur í Dan-
mörku.
Alþjóðleg skipan
Snemma hófust samskipti þjóða
á sviði körfuknattleiksins og fyrsti
landsleikurinn fór fram 1920 milli
Eistlands og Litháens en baltnesku
þjóðirnar stóðu snemma mjög fram-
arlega í íþróttinni og má geta þess
að Lettar urðu fyrstu Evrópumeist-
aramir. Samstarf þjóða í milli fór
vaxandi á 3. áratugnum og þörfin
á stofnun alþjóðlegra samtaka varð
brýn. Eftir nokkur átakasöm ár var
Alþjóðakörfuknattleikssambandið
(FIBA) stofnað 18. júní 1932 í
Genf í Sviss. Stofnaðilarnir voru 8
þjóðir: Argentína, Grikkland, Ítalía,
Lettland, Portúgal, Rúmenía, Sviss
og Tékkóslóvakía.
Auk þess að koma skipulagi á
reglur leiksins þá var hafíst handa
við alþjóðleg mót og fyrstu Evrópu-
mótin fóru fram 1935 (karlar) og
1939 (konur). Körfuknattleikur
varð viðurkennd keppnisgrein á
Ólympíuleikunum í Berlín 1936 en
hafði áður verið sýningaratriði í St.
Louis 1904 og í París 1924! Fyrstu
heimsmeistaramótin fóru fram
1950 (karla) og 1953 (kvenna). Á
eftir hafa fylgt HM fyrir pilta (frá
1979) og stúlkur (frá 1985). Áður
hefur verið minnst á Evrópumótin,
en Suður-Ameríkubúar urðu fyrstir
til heimsálfumótahalds. 1930 fór
fram fyrsta Suður-Ameríkumótið
fyrir karla, en 1946 fyrir konur.
Fyrstu Asíumótin fóru fram 1960
(karlar) og 1964 (konur) og fyrstu
Áfríkumótin 1962 (karlar) og 1966
(konur). 1 Eyjaálfu fór fram fyrsta
mótið fyrir karla 1971 og þremur
árum síðar fyrsta kvennamótið.
Þróun leiksins
Á fyrstu árum körfuknattleiksins
varð þróun hans tilviljanakennd.
Útgáfu reglna var ábótavant og
reyndin varð sú að ýmis afbrigði
leiksins skutu upp kollinum og al-
gengasta afbrigðið var svonefndur
reitakörfuknattleikur. Upp úr 1920
fór forystumönnum íþróttarinnar
að verða ljós þörfin á samræmingu
reglnanna vegna sívaxandi erfið-
leika í samskiptum þjóða er til
keppni kom. Með stofnun FIBA er
fyrst komið á nauðsynlegri sam-
ræmingu á þessu sviði og fyrstu
alþjóðlegu reglurnar voru sam-
þykktar. Þar með hurfu smám sam-
an af sjónarsviðinu hin ýmsu af-
brigði leiksins. Ekki svo að skilja
að hinn upprunalegi leikur hafi átt
í vök að veijast, síður en svo.
Þróun leiksins má skipta í 3 tíma-
bil. Hinu fyrsta (1891-1932) hefur
verið lýst nokkuð. Leikurinn var
hægur í fyrstu en þegar knattrek
var leyft, varð hann hraðari en tak-
markaðist samt af því að eftir
hveija skoraða körfu var leikur allt-
af hafinn að nýju með dómarakasti
á miðju vallar. Vamarleikur liða var
lítt mótaður og fá stig skoruð í leik.
Annað tímabilið er frá 1932 til
1948. Þá urðu á leiknum þó nokkr-
ar afgerandi breytinar. Innkast kom
í stað dómarakasts eftir skoraða
körfu og við það jókst hraði leiksins
til muna og hraðaupphlaup urðu
algeng. Snemma á þessu tímabili
kom fram ný skotaðferð; stökkskot-
ið sem gjörbreytti sóknarleiknum.
í framhaldi af því tóku bæði sókn-
ar- og varnarleikur miklum breyt-
ingum.
Þriðja tímabilið er frá 1948. Leik-
urinn verður sífellt hraðari og sókn-
arleikur leikmanns án bolta verður
meira afgerandi og markvissari.
Sóknarleikur miðheija er takmark-
aður með þriggja sek. reglunni
(1948) en verður eigi að síður beitt-
ari með nýrri skotaðferð; sveiflu-
skotinu. Sífellt fleiri stig eru skomð.
Til ísiands
Vorið 1922 kenndi Valdimar
Sveinbjörnssson, síðar íþróttakenn-
ari við MR, reitakörfuknattleik hér
sem hann hafði kynnst á námsárum
sínum í Danmörku. Kenndi Valdi-
mar þennan leik á námskeiðum á
2. áratugnum en hætti þá sökum
aðstöðuleysis. 1932 stofnaði Bjöm
Jakobsson íþróttaskólann á Laugar-
vatni (síðar íþróttakennaraskóli ís-
iands). Þar kenndi hann einnig
reitakörfuknattleik en þó var skipt-
ing reita önnur. Þessi afbrigði
körfuknattleiksins sem þeir Valdi-
mar og Björn kendu hér eiga margt
sameiginlegt með körfuknattleikn-
um þótt ekki sé þetta sama íþrótt-
in. Þetta eru greinar af sama meiði
en fyrst og fremst var þetta tilraun
áhugasamra einstaklinga til þess
að auka fjölbreytni íþrótta hér á
landi.
Körfuknattleikurinn eins og hann
er leikinn í dag nær fótfestu hér á
landi á árunum 1944-1950 á þrem-
ur stöðum: Laugarvatni, Reykjavík
og Keflavíkurflugvelli.
Á Laugarvatni var lokið bygg-
ingu íþróttahúss 1944 og kennsla
á vegum íþróttakólans hófst það
ár. 1 Reykjavík hafði bandaríski
herinn byggt stærsta íþróttahús
landsins, St. Andrews-íþróttahúsið
(síðar Hálogaland), og margt ung-
mennið kynntist íþróttinni þar.
Byggð voru íþróttahús Háskólans
og íþróttahús Jóns Þorsteinssonar
við Lindargötu og körfum komið
þar fyrir. Aðstaðan var fyrir hendi
og brátt tók áhugi ungs fólk að
vakna og fyrstu skipulegu æfing-
arnár hófust á vegum ÍS 1946 und-
ir handleiðslu Benedikts Jakobsson-
ar íþróttakennara. Á vegum ÍR
hófust æfingar veturinn 1949-1950
og veturinn 1950-1951 í Mennta-
skólanum og Kennaraskólanum.
Á Keflavíkurflugvelli var stofnað
íþróttafélagið Víkingur og upp úr
því var íþróttafélag Keflavíkurflug-
vallar (ÍKF) stofnað 1951.
ORIS
hágæða úr frá Sviss
Trekkt armbandsúr eru tjáning á
nýjum lífsstíl. Hágæða smíði og
frágangur trekktra úra gera þau að
meiru en tæki til að mæla tíma.
Handtrekkt eða sjálftrekkt úr er lifandi
listaverk með mikið notagildi.
Sérstakt úr fyrir sérstakt fólk...
FRANCH MICHELSEN
ÚRSMÍÐAMEISTARI
STOFNAÐ 1909
LAUGAVEGI 39 REYKJVÍK SÍMI 28355
Fyrstu skrefin - fyrstu mótin
Þegar þarna var komið sögu voru
félögin tvö í Reykjavík: ÍR og ÍS,
og veturinn 1951-1952 bættust 2
ný félög við: Gosi (síðar KFR) og
Ármann. Fyrsti opinberi kappleik-
urinn á íslandi fór fram í febrúar
1951 milli ÍR og bandarísks liðs af
Keflavíkurflugvelli og í sama mán-
uði fór fram fyrsta körfuknattleiks-
mótið á vegum framhaldsskólanna
í Reykjavík. Þar kepptu tvö lið frá
Kennaraskólanum í kvennaflokki
og lið HÍ og MR í karlaflokki.
Vorið 1951 var haldið á Keflavík-
urflugvelli svonefnt Lockheed-mót
sem margir vildu meina að væri
fyrsta íslandsmótið en það fékkst
ekki staðfest af hálfu ÍSÍ og kom
margt til. Síðla þetta sama ár var
ákveðið að halda íslandsmót vorið
1952 enda fyrir hendi nægur íjöldi
liða. Þetta íslandsmót fór fram dag-
, ana 20. apríl - 3. maí 1952 að
Hálogalandi. Aðeins var keppt í
mfl. karla og leikirnir urðu alls 10.
Fyrstu íslandsmeistararnir urðu
ÍKF. Á 2. íslandsmótinu 1953 bætt-
ust við tveir flokkar, kvenna- og
drengjaflokkur.
Með fyrsta íslandsmótinu var
lokið fyrsta þætti í sögu körfuknatt-
leiksins á íslandi. íþróttin hafði fest
hér rætur og skipulegt mótahald
var hafið.
Stofnun KKÍ
Næsti kafii er tímabiiið 1952-
1961. Á þssum áratug hófst iðkun
íþróttarinnar víða út um land og
má þar nefna staði eins og Akur-
eyri, Borgarnes og Stykkishólm og
í Reykjavík bættist KR í hópinn. Á
árunum 1952-1957 sá ÍSÍ um mál-
efni körfuknattleiksins en þá var
Körfuknattleiksráð Reykjavíkur
(KKRR) stofnað. Fram að stofnun
KKÍ sá ráðið um velflest þau atriði
er snertu körfuknattleikinn fyrir
hönd ÍSÍ; skipulagði íslandsmótin
og að hluta fyrstu landsliðsferðina.
Þá tók ráðið á dómaramálunum og
kom skipulagi á aldursflokkaskipt-
ingu. Fyrsta Reykjavíkurmótið var
haldið 1957.
ísland varð fullgildur meðlimur
FIBA í apríl 1959 og varð 80. aðild-
arland þess. í framhaldi þar af fór
fyrsti landsleikur íslands fram í
Kaupmannahöfn 16. maí 1959 gegn
Dönum.
1960 var áhugi körfuknattleiks-
manna fyrir stofnun sérsambands
orðinn talsverður. Fyrsti landsleik-
urinn hafði farið fram, tvö helstu
mót landsins, íslands- og Reykja-
víkurmót, höfðu tekið á sig ákveðna
mynd. Skrefið var stigið með stofn-
un Körfuknattleikssambands ís-
lands (KKÍ) 29. janúar 1961. Fyrsti
formaður þess var kjörinn Bogi
Þorsteinsson úr Njarðvík. Þar með
var því skipulagi komið á starfsemi
körfuknattleiksins sem hann býr við
enn í dag.
Lokaorð
í dag stunda 250 milljónir manna
körfuknattleik í heiminum. FIBA
með sín 176 aðildarlönd er eitt
stærsta íþróttasamband heims.
Þetta segir meira en mörg orð um
vöxt og viðgang þessarar íþrótta-
greinar frá 1891.
Uppgangur körfuknattleiks á ís-
landi hefur verið mikill á síðustu
árum. J3em dæmi um gróskuna má
nefna íslandsmótið, sem nú stendur
yfir, hið 41. í röðinni. Á mótið senda
48 félög 163 lið til keppni í 18 flokk-
um og leikir eru á 15. hundraðið.
Þetta vaxandi gengi körfuknatt-
leiksins má rekja til margra þátta.
Hér verða aðeins nefnd tvö atriði
sem skipta miklu máli: Annars veg-
ar stórbætt aðstaða víða um land
með tilkomu stærri og betri íþrótta-
húsa og hins vegar aukin umfjöllun
Qölmiðla um íþróttina. Eru t.d. Ieik-
ir úr bandarísku atvinnumanna-
deildinni NBA orðnir mjög vinsælt
sjónvarpsefni. Hefur þetta stuðlað
að auknum áhuga fyrir íþróttinni
og kemur einnig fram í mjög örum
og skemmtilegum framförum hjá
unga fólkinu sem stundar íþróttina
í dag.
Höfundur er skrifstofumaður
í Reykjavík.