Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991
Deilt um afgreiðslu
fjárlagafrumvarpsins
- óvíst um þinghlé
Afgreiðsla á fjárlagafrum-
varpi og tengdum fylgi- og
tekjuöflunarfrumvörpum er að
venju mál málanna á Alþingi
rétt fyrir jól. Og þykir ekki
annað við hæfi en að þau séu
afgreidd áður en Alþingi er fre-
stað og hlé gert á þingstörfum.
Stjórnarandstæðingum sýnist
að sljórnarliðið vanvirði bæði
þingsköp og gott verklag nú
síðustu dagana. Mál séu keyrð
áfram af slíku ofurkappi að
minnihluta nefnda gefist ekkert
ráðrúm til að athuga nýjustu
útgáfu af sljórnarfrumvörpum
og skila sínu áliti. Svavar Gests-
son (Ab-Rv) lýsti því yfir að
ekki væri hægt að vænta neins
samráðs af hálfu sljórnarand-
stöðunnar um afgreiðslu þing-
mála þegar gengið væri yfir
hana.
Á þingfundi í gær ræddu þing-
menn og þá einkum stjórnarand-
stæðingar gæslu þingskapa.
Stjórnarandstæðingar gagnrýndu
mjög meint ofríki, flýti og flaust-
ursleg vinnubrögð stjórnarliðsins.
Mál væru keyrð áfram og lítill tími
til þess ætlaður að leita álits
ýmissa aðila sem fyrirhugaðar
lagabreytingar vörðuðu.
Klukkan tíu í fyrrakvöld var
útbýtt breytingartillögum frá
meirihluta efnahags- og viðskipta-
nefndar um frumvarp um ráðstaf-
anir í ríkisfjármálum á árinu 1992.
Einnig breytingartillögum frá
meirihluta sjávarútvegsnefndar
um frumvarp um breytingar á lög-
um um Hagræðingarsjóð. Þeim
þótti og með ólíkindum að leggja
fram prentaðar og frágengnar til-
lögur nokkrum mínútum eftir að
fundi í nefnd hefði lokið. Talsmenn
stjórnarandstöðu fundu að því að
þessi mál væru strax komin á
dagskrá. Minnihluta nefndanna
væri lítill tími eða enginn gefinn
til að athuga mál og skila sínu
áliti. Þeir gagnrýndu það einnig
að stjórnaliðið skilaði sínum tillög-
um seint og illa. Og væri þetta
fádæmi ef ekki einsdæmi. Einnig
létu stjórnarandstæðingar þess
getið að fyrirhuguð 3. umræða um
fjárlagafrumvarpið í dag, fimmtu-
dag, væri í hinni mestu óvissu.
Enn væri beðið eftir tekjuöflunar-
frumvörpum frá nefndum, og
einnig væri lögfest í þingsköpum
að efnahags- og viðskiptanefnd
skyldi gera grein fyrir áhrifum
skattalagabreytinga á tekjur ríkis-
sjóðs fyrir 3. umræðu.
Formönnum þingflokka stjórn-
arinnar, Geir H. Haarde (S-Rv)
og Össuri Skarphéðinssyni (Á-Rv),
sýndist þetta ástand ekki vera svo
dæmalaust sem stjórnarandstæð-
ingar vildu vera láta. Þingflokks-
formennirnir hvöttu til þess að
menn settust niður og semdu um
afgreiðslu mála, ef vilji væri fyrir
hendi væri hægt að ljúka þing-
störfum í þessari viku.
Vegna fundarhalda í þingflokk-
um og fagnefndum var þingfundi
frestað síðdegis í gær en framhald
fundarins boðað kl. 20.30. Var
þess vænst að þau mál sem beðið
væri eftir yrðu þá framlögð; breyt-
ingatillögur við íjárlagafrumvarp-
ið, nefndarálit og breytingatillögur
við ýmis fylgi- og tekjuöflunar-
frumvörp, t.d. um breytingar á
lögum um tekju- og eignarskatt.
Þess var vænst að 3. umræða um
frumvarp til íjárlaga fyrir árið
1992 gæti farið fram í dag,
fímmtudag. Óvíst var hvenær unnt
yrði að gera hlé á störfum Alþing-
is, en einstaka menn voru með
getspár, virtust flestar ágiskanir
falla á tímabilið frá kl. 14.00 til
kl. 20.30 næstkomandi laugardag.
Rannsóknir
í bleikjueldi
í LOK árs 1988 tók Rannsóknar-
stofnun landbúnaðarins (RALA)
á leigu Straumfræðistöð Orku-
stofnunar á Keldnaholti. 1 fram-
haldi af því gerðu RALA, Veiði-
málastofnun og Búnaðarfélag
Islands með sér samkomulag um
rannsóknir í fiskeldi á stöðinni.
Markmiðið var að leggja höfuð-
áherslu á rannsóknir og tilraunir
í bleikjueldi til að afla grunns
að ieiðbeiningum til þeirra ein-
staklinga og fyrirtækja sem
hyggja á fjárfestningar í þessari
grein.
Síðan 1989 hafa verið gerðar
rannsóknir og tilraunir í rannsókna-
stöðinni með samanburð á bleikju-
stofnum; áhrifa tímabundins sveltis
á kynþroska hjá bleikju; áhrif mis-
munandi hitastigs á vöxt bleikju;
styttingu ættliðabils og útvals-
möguleika í kynbótum á eldislaxi
og alkön sem merkiefni við rann-
sóknir á meltanleika og nýtingu á
fóðri fyrir bleikju. Þessar rannsókn-
ir hafa verið styrktar að stórum
hluta af Rannsóknasjóði Rann-
sóknaráðs ríkisins, Náttúruvísinda-
deild Vísindaráðs og Framleiðni-
sjóði landbúnaðarins.
Utanaðkomandi aðilar geta feng-
ið aðstöðu í rannsóknastöðinni til
rannsókna og tilraunastarfa sem
tengjast bleikjueldi.
(Úr fréttatilkynningu KALA)
Fjórðungur af heimildum Hag-
ræðingarsjóðs til byggðaaðstoðar
Breytingatillaga frá meirihluta sjávarútvegsnefndar
Meirihluti sjávarútvegs-
nefndar hefur skilað áliti og
breytingatillögum um frumvarp
sjávarútvegsráðherra um Ha-
Stuttar
þingfréttir:
Umboðsmaður Alþingis
Gaukur Jörundsson var end-
urkjörinn sem umboðsmaður
Alþingis í gær. Gaukur var kjör-
inn til þessa embættis frá 1.
janúar 1992 til 31. desember
1995.
Lánasjóður íslenskra
námsmanna
Frumvarpi til laga um Lána-
sjóð íslenskra námsmanna var
dreift á þingfundi kl. 22 í fyrra-
kvöld. Frumvarpið er, ásamt
fylgiskjölum, töflum, og sérálit-
um 101 blaðsíða. Frumvarpið
gerir m.a. ráð fyrir að námsíán
beri 3% vexti en séu vaxtalaus
á námstíma. Endurgreiðslur
hefjist ári eftir námslok í stað
þriggja. Hætt verði að lána til
sérnáms sem ekki sé á háskóla-
stigi nema lánþegi verði 20 ára
á því almanaksári sem lán er
veitt. Felld verði niður öll
ákvæði um námsstyrki en gert
verði ráð fyrir því að Vísinda-
sjóður verði efldur í þessu skyni.
Sjóðnum verði heimilt að inn-
heimta lántökugjöld til þess að
greiða reksturskostnað.
í greinargerð með frumvarp-
inu segir m.a: „í frumvarpi
þessu er lögð áhersla á að LÍN
geti áfram auðveldað fðlki að
afla sér menntunar með því að
veita hagstæð lán jafnframt því
sem lánareglur verði á þann veg
að hvatt sé til ráðdeildar af
hálfu námsmanna og framlög
úr ríkissjóði minnki með því að
endurgreiðslur lána standi í rík-
ari mæli undir útlánum."
græðingarsjóð sjávarútvegsins.
Meirihlutinn leggur til að sjóðn-
um verði heimilt að verja allt að
fjórðungi þeirra aflaheimilda
sem honum hefur verið úthlutað
til eflingar f iskvinnslu í byggðar-
lögum er standa höllum fæti.
Þingmönnum Kvennalistans
f innst þessar tillögur vera blekk-
ingar og sýndarmennska.
Frumvarp Þorsteins Pálssonar
sjávarútvegsráðherra gerði upp-
haflega ráð fyrir að Hagi'æðingar-
sjóði skuli á hveiju fiskveiðiári
úthlutað aflaheimildum er næmu
12.000 þorskígildum í lestum talið
og öllum tekjum Hagræðingar-
sjóðs af ráðstöfun þessara afla-
heimilda skuli varið til að standa
straum af kostnaði við Hafrann-
sóknastofnunina.
Meirihluti sjávarútvegsnefndar
gerir tillögu um að: „Sjóðurinn
skal koma til aðstoðar einstökum
byggðarlögum með því að efla
vinnslu sjávarfangs á þeim stöðum
þar sem straumhvörf hafa orðið í
atvinnulífi vegna sölu fiskiskips. í
því skyni getur sjóðurinn framselt
tímabundið aflaheimildir, enda
verði aflanum landað til vinnslu í
viðkomandi byggðarlagi."
fliMnci
Breytingatillagan gerir ráð fyrir
að allt að fjórðungi aflaheimilda
sjóðsins verði varið til þessa, og
hafi þá byggðarlög í erfiðleikum
forkaupsrétt að þeim hluta afla-
heimilda sjóðsins. Össur Skarp-
héðinsson (A-Rv), sem nú gegnir
formennsku í sjávarútvegsnefnd í
forföllum Matthíasar Bjarnasonar,
taldi breytinguna ótvírætt til bóta,
og bera vitni þeirri viðleitni stjóm-
arinnar að treysta byggð í landinu.
Anna Ólafsdóttir Björnsson
(SK-Rv) taldi hins vegar þessa
aðstoð vera algjörlega ófullnægj-
andi og það sem verra væri, þess-
ar tillögur væru þannig orðaðar
að menn gætu auðveldlega fallið
í þá gryfju að ætla að um aðstoð
væri að ræða. En það væri öðru
nær; í lagatextanum stæði m.a:
„Endurgjald skal miðað við al-
mennt gangverð á sams konar
heimildum að mati ráðherra."
Breytingartillögfur við frumvarp
um ráðstafanir í ríkisfjármálum ’92
„Bandormurinn" svonefndi, þ.e. frumvarp til laga um ráðstafan-
ir í ríkisfjármálum á árinu 1992 breytist ekki mikið í meðförum
efnahags- og viðskiptanefndar. En af breytingatillögum nefndar-
innar má þó nefna að þær útfæra nánar hvernig fyrirkomulagi
varðandi Ábyrgðarsjóð launa skuli háttað og einnig varðandi kostn-
að vegna tannlækninga barna.
Breytingartillögum frá meiri-
hluta efnahags- og viðskipta-
nefndar var dreift til þingpnanna
kl. 22 í fyrrakvöld. Frumvarpið
um ráðstafanir í ríkisfjármálum
gera ráð fyrir að margvísleg laga-
ákvæði komi ekki til framkvæmda.
En breytingatillögur meirihlutans
gera m.a. ráð fyrir að ákvæði í
grunnskólalögunum um aðsstoð-
arskólastjóra og grunnskólaráð
geti komist til framkvæmda.
í tillögum nefndarmeirihlutans
er einnig gert ráð fyrir að ráð-
herra ákveði nánar með reglugerð
hvaða vinnulaunakröfur njóti for-
gangs hjá fyrirhuguðum Ábyrgð-
arsjóði launa en tilgreind eru þó
ákveðin lágmarksréttindi og einn-
ig er lagt til að skorti ábyrgðar-
sjóðinn reiðufé til að standa við
skuldbindingar sínar skuli sjóðs-
stjórn þegar í stað tilkynna það
ráðherra. Ríkissjóður skuli útvega
það fé sem sjóðinn vantar og skal
það gert með láni etir nánari
ákvörðun ríkisstjórnarinnar hveiju
sinni. Lánið skal endurgi'eitt með
álagningu sérstaks aukagjalds á
næsta almanaksári.
Lagðar eru til breytingar varð-
andi tannlækningar barna og
unglinga 15 ára og yngri. Sjúkra-
tryggingar munu að fullu greiða
skoðun og fyrirbyggjandi tann-
lækningar barna og unglinga, en
greiða 85% í öðrum almennum
tannlækningum þessa hóps.
Lagt er til að sérstakt vörugjald
verði greitt fyrir afnot hafna og
skal það renna í sérstaka deild við
Hafnabótasjóð. Skal gjaldið vera
sem svarar 25% álagi á vörugjöld,
önnur en aflagjald.
Hinir ýmsu kaflar í frumvarpinu
um ráðstafanir í ríkisfjármálum á
árinu 1992 fóru til umfjöllunar í
fagnefndum þingsins. Óg fengu
jákvæða umsögn í öllum ijefndum
nema einni. I landbúnaðamefnd
stóð Egil Jónsson (S-Al) að meiri-
hlutaáliti með fulltrúum stjórnar-
andstöðu. Meirihluti landbúnaðar-
nefndar telur breytingar á jarð-
ræktarlögum ganga gegn sam-
komulagi sem gert var við bændur
á árinu 1989.
Birgir Hallvarðsson, (t.v), tekur
við orðunni úr hendi Othars Ell-
ingsens aðalræðismanns.
Hlaut norskan
riddarakross
BIRGIR Hallvarðsson ræðismað-
ur Noregs á Seyðisfirði var ný-
lega sæmdur riddarakrossi af 1.
fokki hinnara konunglegu
norsku þjónustuorðu, segir í frétt
frá Norska sendiráðinu.
Birgir Hallvarðsson hefur verið
ræðismaður Noregs á Seyðisfirði
frá árinu 1966. í ávarpi sendiherra
Noregs við þetta tækifæri, þakkaði
hann ágætt starf Birgis í þágu
norkra málefna og Noregs. Athöfn-
in för fram á heimili sendiherra-
hjónanna Liv og Per Aasen. Othar
Ellingsen aðalræðismaður Noregs
afhenti Birgi orðuna.
Reyklausar
jólatrés-
skemmtanir?
TÓBAKSVARNARNEFND
beinir þeim eindregnu til-
mælum til samkomuhúsa og
veitingahúsa, þar sem haldn-
ar eru jólatrésskemmtanir,
að kappkostað verði að hafa
þær reyklausar.
í tilkynningu frá nefndinni
segir, að þeir, sem eru með
börnum á slíkum samkomum
ættu að telja sér Ijúft og skylt
að auka ánægju barnanna af
skemmtuninni með því að
stuðla að því að þau geti verið
þar í hreinu og góðu lofti.