Morgunblaðið - 19.12.1991, Side 31

Morgunblaðið - 19.12.1991, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 31 fórnarlömb saman annars vegar og hjálparfólk hins vegar. Andleg viðr- un stendur yfir sleitulaust í u.þ.b. þrjá til Ijóra klukkutíma og er mikil- vægt að ekki verði um neina truflun að ræða, s.s. .vegna símhringinga, hljóða frá píptækjum eða umgangs utanaðkomandi aðila. Allt sem fer fram í hópunum er algjört trúnaðar- mál. Stjórnun fundarins er í höndum fundarstjóra og hefur hann með sér einn til tvo aðstoðarmenn, sem koma honum til hjálpar, ef nauðsyn krefur og fylgjast með því sem gerist á fundinum. Stjórnendur ættu að vera fagfólk, s.s. prestar, sálfræðingar, geðlæknar, geðhjúkr- unarfræðingar eða félagsráðgjafar. Slíkir aðilar ættu að hafa sérstaka þjálfun í andlegri viðrun og þekk- ingu og reynslu með að vinna með hópa. Þá ættu þeir að hafa almenna kunnáttu á helstu viðbrögðum fólks við válegum atburðum til skemmri og lengri tíma. í upphafi fundarins kynnir fund- arstjóri m.a. markmið og reglur hópsins. Þátttakendur kynna sig síðan, og þátt sinn í atburðarásinni á slysstað og lýsa því sem gerðist. Mikilvægt er að hver tali fyrir sig, en ekki fyrir aðra. Að þessu loknu er unnið með þær hugsanir og skynjanir eins og sjón, hljóð eða snertingu, sem þátttakendur hafa upplifað. Fólk talar þó eingöngu ef það viil og treystir sér til þess og er það hvatt til þess að koma orðum að reynslu sinni, viðbrögðum til- finninga sinna, líkama síns og hugs- unarinnar. Þegar þessi umræða hefur farið fram leggur fundar- stjóri áherslu á að viðbrögð þátttak- enda við áfalli séu eðlileg og tengir þeirra reynslu við reynslu annarra í svipuðum aðstæðum svo og niður- stöðum rannsókna. Fundarstjórinn vekur auk þess athygli á þeim við- brögðum sem fólk má búast við á næstu vikum og mögulegum leiðum til að takast á við þau. Andlegri viðrun lýkur síðan með því að tekið er saman það helsta sem fram kom á fundinum og upplýsingar gefnar um hvar fólk getur leitað eftir fag- legri hjálp, ef svo ber undir. Lokaorð Válegir atburðir hafa mikil áhrif á þá sem tengjast þeim og ljóst er að sá hópur er breiðari og fjölmenn- ari en áður var talið. Hingað til hefur verið lögð höfuðáhersla á lík- amlega aðhlynningu hjá þeim sem lent hafa í válegum atburðum. And- legri aðhlynningu hefur ekki verið sinnt sem skyldi, hvað þá að hugað hafi verið að t.d. ættingjum, vinum, áhorfendum eða hjálparfólki. Auð- vitað hafa prestar og starfsfólk sjúkrahúsanna unnið gott starf við að sinna andlegum þörfum skjól- stæðinga sinna. Þó hefur ekki enn verið gert ráð fyrir sérstakri and- legri áfallahjálp þegar áföil og stór- slys eiga sér stað innan skipuiags heilbrigðisþjónustunnar. Almanna- varnir ríkisins, ýmsar hjálparsveitir landsins og yfirmenn nokkurra slökkvistöðva hafa sýnt þessum málaflokki mikinn skilning og áhuga. Þessir aðilar eru þegar farn- ir að gera ráð fyrir fræðslu í áfalla- hjálp sem þátt í þjálfun á sínu fólki. Þá hafa t.d. hjúkrunarfræðingar og sálfræðingar fengið hingað til lands erlenda fræðimenn á þessu sviði, auk þess sem geðlæknar og geð- hjúkrunarfræðingar hafa sinnt fólki sem tengst hefur válegum atburð- um. Ljóst er að umræðan um tilfinn- ingaleg viðbrögð og líðan eftir vá- lgga atburði er að opnast og að aukinn skilningur er fyrir því að sinna þurfi þessari hlið mannlífsins. Þeir aðilar sem hafa sýnt málinu áhuga þurfa að samhæfa krafta sína. Huga þarf að því hvernig hægt er að koma á fót skipulagðri áfallaþjónustu, sem getur sinnt fyr- irbyggjandi starfi og þeim sem á einn eða annan hátt tengjast váleg- um atburðum og þurfa á hjálp að halda. Höfundur er sálfræðingur og starfar sjálfstætt. AÐALKORT <4 ‘jgr r 'íIIS? ÞórsmörkyLandmannalaugar. Mælikvarði: 1:250 000 Húsavík/Mývam. Suðvesmrland. Skaftafell. Hekla. Hornstrandir. Allt landið 9 kort Þingvellir og Ferðakort 1:750 000 Kr. 5.490.- Kr. 4.400.- Mælikvarði 1:100 000 Svæðaskipt eða raðskipt. 9 möppur. Verð hverrar möppu: Kr. 4.400.- Mælikvarðar: 1:500 000 og 1:250 000 7 kort. Mælikvarði 1:250 000 Mið-ísland og Mið-Vesturland. 2 Reiðleiðakort og reiðleiðalýsingar Mælikvarði 1:25 000 Reykjanes 9 kort. Suðvesturland 8 kort. Kr. 4.700.- Kr. 4.700.- Kr. 4.400.- og 3.990.- ALLAR KORTAMÖPPURNAR ERU ÍFALLEGUM GJAFA UMBÚÐUM. ^ 4 * GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. SENDUM SAMDÆGURS í PÓSTKRÖFU UM LANDALLT. OMÆUN ÍSIANDS KORTAVERSLUN • LAUGAVEGI 178 • REYKJAVÍK • SÍMI: 91 - 680 999

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.