Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 Samninganefnd rík- isins er umboðslaus eftir Ragnhildi Guðmundsdóttur Svo ótrúlega sem það kann að hljóma hafa kjarasamningar Félags íslenskra símamanna, eins og ann- arra opinberra starfsmanna, nú verið lausir frá því um mánaðamót- in ágúst/september eða um ríflega hálfs ijórða mánaðar skeið. Hitt er þó enn ótrúlegra að allan þennan tíma hafa ekki farið fram neinar kjarasamningaviðræður sem staðið geta undir nafni. Frá lokum þjóðar- sáttarsamninganna svokölluðu í haustbyrjun hafa símamenn ein- ungis fengið þijá fundi með samn- inganefnd ríkisins og það með eftir- gangsmunum — nú síðast miðviku- daginn 11. desember — og því mið- ur verður að segja það eins og er að hún virðist ekki undir það búin að ræða samningsmálin í alvöru. Okkur í samninganefnd Félags ís- lénskra símamanna fínnst samn- inganefnd ríkisins vera umboðslaus og lítið hafa til málanna að leggja og tal þeirra fremur, einkennst af einskisverðu og tilgangslausu snakki en málefnalegri umræðu. Sérkjaramálin hafa t.d. hreinlega ekki fengist rædd. Er samninga- nefnd ríksins e.t.v. umboðslaus, eða hvað? Eða hefur fjármálaráðherra e.t.v. fyrirskipað að tefja umræð- una? í lok október lagði samninga- nefnd ríkisins fram „efnisatriði vegna kjarasamninga", sjö síðna vélritað plagg, þar sem hún segist „ekki reiðubúin til samninga um nein atriði sem fela í sér hækkun heildarlauna til einstakra stéttarfé- laga umfram önnur“. Ennfremur segir í plagginu að samninganefnd ríkisins sé ekki reiðubúin, við núver- andi aðstæður eins og það heitir,. „til samninga við einstaka viðsemj- endur um breytingar á fyrirkomu- lagi vinnu eða á öðrum atriðum sem leitt gætu til útgjaldaauka fyrir rík- isstofnanir eða ríkisfyrirtæki, en það þýðir einfaldlega, miðað við boðorð ríkisstjómarinnar um spam- að og niðurskurð, að samninga- nefnd ríkisins stéfnir á „flatan nið- urskurð" á launum BSRB-félága og skila launafólki stórum mínusi." verið nefndur frysting óréttlætis þar sem að leiðréttingar einstakra starfshópa og ýmiss konar sann- girnismál hafa ekki fengist rædd. Aðildarfélögum BSRB þykir orðið brýnt að taka á ýmsum slíkum sér- málum og vilja því nýta samnins- réttinn sjálf til að ganga frá eigin samningum. Þar sem samninga- nefnd ríkisins er ekki til viðræðu um sérmál einstakra stéttarfélaga opinberra starfsmanna er hún í raun að hunsa rétt þeirra til að ganga frá eigin samningum og beina yfírstandandi kjarasamninga- viðræðum inn á braut þess konar heildarsamflots sem ætlað er að „skila“ launafólki stórum mínusi. Út af fyrir sig kann samninga- nefnd ríkisins að vera vorkunn þeg- ar hún segist ekkert hafa að bjóða, því að bak við hana stendur ríkis- stjórnin með sín niðurskurðar- og samdráttarárform. En það breytir ekki því að fyrir aðildarfélög BSRB er það óþolandi að vera boðið upp á að leita kjarasamninga við um- boðslausa fulltrúa ríkisvaldsins, eins og seinagangurinn og tíðinda- leysið í viðræðunúm frá því í sept- emberbyijun ber gleggst vitni um. Ríkisstjórnin og breiðu bökin Sámningsrétturinn er hjá aðildarfélögunum Á þessú hefur samninganefnd ríkisins síðan hangið eins og hundur á roði. Um nokkurra ára skeið hafa samningar á vinnumarkaði ein- kennst af stórum samflotum. Heild- arsamningarnir sem út úr siíkir koma geta haft ýmsa kosti, en einn- ig þann ókost sem stundum hefur Sigurbjörn Sveinsson -Jean Posocco ■ FJOLVAUTGAFAN vinnur að því í samráði við Blindafélagið að gefa út í nýjum búningi ævintýri Sveinbjarnar Sveinssonar kenn- ara. Bókin er öll myndskreytt og litprentuð. I fyrra gaf Fjölvi út fræðsluævintýrið Glókoll þar sem margföldunártaflan. ef. kennd. Nú kemur út sagan af Dvergnum í . sykurhúsinu, bráðfyndin saga um kátan dverg og göfúgan konung. Bókin er myndskreytt í litum af list- amanninum Jean Posocco, sem er franskur að upprúna og tengdur Islandi. Ennfremur er erfitt að koma auga á nokkra glóru í þeim áform- um ríkisvaldsins að einkavæða jafn- vel þau fyrirtæki sem starfa á grundvelli einokunar, án þess að tillit sé tekið til hagkvæmnissjónar- miða og hagsmuna neytenda og starfsfólks. Reynslan bæði utan lands og innan er sú að að iðulega hafi ráðstafanir af þessu tagi leitt til hærri þjónustugjalda og lakari þjónustu. En það er víst ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón; þann- ig er ríkisstjórnin reiðubúin að leggja blessun sína yfír einokun, bara ef hún á sér stað á hinum svokallaða fijálsa markaði. að þarna var einungis um að ræða tilfærslu frá sveitarfélögum til ríkis vegna nýlegra verkaskiptalaga þessara aðila, og meint fjölgun hjá „hinu opinbera“ því engin. Þetta og annað sem tínt hefur verið til opinberum starfsmönnum til hnjóðs í orðaskaki síðustu vikna leiðir þvert á móti í ljós nytsemi þeirrar opinberu þjónustu sem hald- Ragnhildur Guðmundsdóttir Samninga undanbragðalaust Opinberir starfsmenn hafa mátt sæta því að undanförnu að vera gerðir tortryggilegir og störf þeirra talin lítils virði. Rokufréttir birtust til að mynda um það í fjölmiðlum nýlega að þeim hefði fjölgað um 5-600 á skömmum tíma og þetta haft til marks um stjórnlitla út- þenslu hins opinbera og verklitla starfsmenn þess, og því ekki nema rétt og sjálfsagt að grisja þennan sæg. Hitt vita allir sem vilja vita „Sú pattstaða sem ein- kennt hefur kjarasamn- ingaviðræðurnar frá því í haust er alfarið á ábyrgð viðsemjenda okkar. Við gerum kröfu um að hér verði breyt- ing á og samninganefnd ríkisins verði falið að taka alvarlega það verkefni sitt að ljúka * samningum.“ ið er uppi hér á landi. Um það verð- ur ekki deilt að fækkun opinberra starfsmanna hefur slakari samfé- lagslega þjónustu í för með sér, og það er sannarlega ábyrgðarhluti að vilja stuðla að slíku. Það er ólíkt nærtækara verkefni fyrir stjórnvöld að efna fyrirheit þjóðarsáttarsamninganna um auk- inn kaupmátt launataxta, og fyrsta skrefið í þá átt væri að gefa samn- inganefnd ríkisins raunverulegt umboð til slíkra samningagerðar. Sú pattstaða sem einkennt hefur kjarasamningaviðræðurnar frá því í haust er alfarið á ábyrgð viðsemj- enda okkar. Við gerum kröfu um að hér verði breyting á og samn- inganefnd ríkisins verði falið að taka alvarlega það verkefni sitt að ljúka samningum. Vegna seinagangs hafa samning- ar nú verið lausir allar götur frá því í byrjun september. Því gerum við kröfu um að væntanlegir kjara- samningar verði afturvirkir til 1. september á þessu ári. Höfundur er formaður Félags isl. símamanna og varaformaður BSRB. Ríkisstjómir á íslandi hafa jafn- an verið fundvísar á breiðu bökin í þjóðfélaginu og er sú sem nú situr engin undantekning. Þannig á að velta stórauknum álögum yfir á sjúklinga og barnafólk og draga úr þjónustu þess velferðarkerfís sem byggt hefur verið upp undan- fama áratugi með ærinni fyrirhöfn. Opinberum starfsmönnum á að fækka um 600 eða svo, en fátt verður um svör þegar óskað er eft- ir nánari útlistunum á þeirri ráða- gerð. Eiga símamenn að hætta við- gerðarþjónustu eða póstmenn að hætta að bera út póst? Er lögreglan svo yfirmönnuð að ekki sjái högg á vatni þótt nokkrir úr hennar röð- um verði látnir taka pokann sinn? Ber §öldi barna í bekkjardeildum gmnnskólanna vott um að kennur- um megi fækka? Og meðal annarra orða: Eru ekki alltof margar fóstrur í starfí? Nei, þvert á móti blasir við að komi áform stjórnvalda um fjölda- uppsagnir opinberra starfsmanna til framkvæmda mun félagsleg þjónusta versna að sama skapi. Sérstök ástæða er til að vara við tillögum um flatan niðurskurð á launa- og rekstrargjöldum þar sem þær koma verst við þjónustu þeirra Átofnana sem best eru reknar og geta ekki dregið saman seglin nema með því eina móti að skerða þá þjónustu sem veitt er. Landssöfnun Hjálpar- stofnunar kírkjunnar eftir Margréti Heinreksdóttur Enn á ný fer stofnunin þess á leit við íslenzku þjóðina, að hún veiti henni brautargengi í viðleitni sinni til að leggja sitt litla lóð á vogarskál mannúðar í harðri veröld; viðleitni hennar til að gefa lífsvon þó ekki sé nema örfáum þeirra mörgu barna, sem litla eða enga eygja; til að leiða inn á veg mennt- unar þó ekki sé nema örfá þeirra mörgu barna, sem enga aðra leið eiga til skólaöngu; til að veita lækn- ishjálp og hjúkrun þó ekki sé nema örfáum þeirra mörgu, sem eiga hennar ekki kost; til að klæða og fæða þó ekki sé nema örfá þeirra mörgu — karla, kvenna og barna, — sem hrelld eru af náttúruhamför- um eða hörmungum, sem valdafíkn og togstreita misviturra manna hafa yfír þau leitt — og viðleitni hennar til að hlaupa undir bagga með þeim landsmönnum okkar, bæði einstaklingum og samtökum þeirra, sem verða fyrir skyndilegum áföllum og erfiðleikum og fá ekki þann stuðning opinberra stofnana sem skyldi. Við íslendingar erum lítil þjóð og þess ekki að vænta, að lóð okk- ar .geti vegið þungt á vogarskálum mála á alþjóðavettvangi. Engu að síður höfum við leitazt við að vera þátttakendur í alþjóðlegu samstarfi og láta rödd okkar heyrast og tíðum þykir til mikils að- vinna að „koma Islandi á heimskortið“ eins og kom- izt er að orði. Við höfum talið mikilsvert að koma á framfæri íslenzkri menn- ingu hverskonar og stuðla að fram- gangi íslenzkra lista á erlendum grundum, íslenzkir íþróttamenn fara víða til þátttöku í kappleikjum, stjórnmálamenn og fræðimenn ís- lenzkir sitja alþjóðlegar ráðsteíriur á ýmsum sviðum og telja sig hafa sitthvað til mála að leggja, öðrurh til gagns sem og okkur sjálfum og svo mætti áfram telja. Með sama hætti hafa ýmsir aðil- ar, bæði einstaklingar og stofnanir, þar á meðal Hjálparstofnun kirkj- unnar — komið Íslandí á heimskor- tið með því að koma á framfæri hlýhug-og framlögurrí landsmanna til þeirra, sem skort og neyð líða, — framlögum, veittum af fúsum og frjálsum vilja, oft af þeim, sem í raun eru lítils megandi en hika engu að síður við að leggja fram sinn skerf öðrum til hjálpar. Þetta fólk — landar okkar allir, sem styðja starf Hjálparstofnunar kirkjunnar, hjálpa henni til að hjálpa öðrum, eru að mínu mati þeir, sem hvað sannasta trú eiga í hjarta sínu; þeir, sem öðrum fremur lifa í anda þess boðskapar sem Kristur færði mönnunum. Þetta á við, hvort sem menn gefa af auðlegð eða litlum efnum — fórnimar eru að vísu misstórar, sumir þurfa að neita sér um meira fyrir bragðið en aðrir, sumir gefa meira af auðlegð hjarta síns en veraldlegum sjóðum, — en öll bera þessi framlög vitni mannúð og kærleika. í hinu almenna bréfí Jakobs seg- ir: „Hvað stoðar það, bræður mínir, þótt einhver segist hafa trú, en hefir eígi verk? Mun trúin geta frelsað hann? Ef bróðir eða systir eru nakin og vantar daglegt viður- væri, og einhver yðar segði við þau: Farið ,í friði, vermið yður og mettið, en þér gefíð þeim ekki það, sem líkamipn þarfnast, hvað stoðar það? Eins ér líka trúin dauð í sjálfri Sér, vanti hana verkin. Ég hei' orðið þess vör, að aðstoð ísleridinga er.þeitt] mun betur met- in, sem ménri vita, að þeir hafa sjálf- ir enga sérstaka hagsmuni af því að veita þessa hjálp; þeir veita hana ekki til að afla sér pólitískrar vel- vildar eða auka pólitísk áhrif, ekki til að afla sér markaða eða koma ár sinni fyrir borð á annan hátt. Menn vita, að þessi aðstoð er veitt af hreinum hlýhug og hugheilii mannúð og því veitist þeim auðveld- ■ara en ella að þiggja hana með gleði. • Við skyldum aidrei gleyma því, að það er mörgurn érfitt að þurfa áð þiggja aðstoð, bæði hér heima Qg erlendis, mörgum þykir sárt að vera svo umkomulausir, að þeir þurfi að leita eftir hjálp, hvort held- úr er eigin landsmanna eða er- lendra þjóða, því flestir eiga sitt stolt og þeir fátæku og umkomu- lausu ekki síður en aðrir. Því skiptir miklu með hveijum Margrét Heinreksdóttir „Þetta fólk — landar okkar allir, sem styðja starf Hjálparstofnunar kirkjunnar, hjálpa henni til að hjálpa öðr- um, eru að mínu mati þeir, sem hvað sannasta trú eiga í hjarta sínu.“ hætti og með hvaða hugarfari að- stoð ér veitt. Sá, sem finnur, að gjöf er gefín með gleði og af kær- leika, getúr glaður þegið — og slík gjöf fæðir af sér kærleika. Fyrir hönd stjórnar og starfsfólks Hjálparstofnunar kirkjunnar vil ég þakka öllum, bæði einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum, sem lagt hafa starfi hennar lið á undan- förnum árum og gefið þeim, sem fyrir hana starfa, þá dýrmætu gjöf að geta á vettvangi hins alþjóðlega hjálparstarfs verið stoltir af því að vera íslendingar. Vonandi verður svo áfram. Landsiriönnuni öllum óskum við góðrar aðventu og gleðilegrar há- tíðar. I I I Höfundur er stjórnarformaður Hjálparstofnunar kirkjunnnr. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.