Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 43 ftoripíriMúfofi Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingí Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Ovissa um kj amorkuherafla Sovétríkjanna ú óvissa, sem hrun miðstjórnar- 0 valdsins í Sovétríkjunum hefur sitapað um yfirstjórn kjarnorkuher- aflans sovéska er að sönnu áhyggju- efni. Ráðamenn í „kjarnorkulýðveld- unum“ fjórum, Rússlandi, Hvíta- Rússlandi, Úkraínu og Kazakhstan hafa á undanfömum dögum og vik- um ítrekað lýst yfir því, að Vestur- löndum stafí engín ógn af kjarnorku- eldflaugum þeim sem er að finna í lýðveldum þessum. Nú síðast var þetta ítrekað er James Baker, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sótti ráðamenn í lýðveldum fjórum heim. Nú hefur ekkert það komið fram sem gefur tilefni til þess að efast um heilindi ráðamanna í lýðveldun- um, sem ákveðið hafa að stofna nýtt samveldi á rústum Sovétríkj- anna. I fyrmefndum lýðveldum er að finna langdrægar kjarorkueld- flaugar, öflugustu gereyðingarvopn, sem smíðuð hafa verið. Astæða er til að ætla, að þær öryggisráðstafan- ir, sem gerðar hafa verið vegna þess- ara vopna haldi. Á hinn bóginn hef- ur því ekki verið veitt tilhlýðileg athygli að skammdræg kjarnorku- vopn, svonefnd vígvallarvopn, eru geymd í flestum fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna. Hér ræðir m.a. um kjamaodda, sem unnt er að skjóta með fallbyssum, og flugskeytum, og koma má fyrir í jarðsprengjum svo dæmi séu tekin. Þessi vopn geta auðveldlega lent í röngum höndum og tiltölulega einfait væri að beita þeim, blossuðu upp átök milli fyrmm lýðvelda Sovétríkjanna. Fyrr á þessu ári lýstu leiðtogar risaveldanna, þeir Míkhaíl S. Gorb- atsjov Sovétforseti og George Bush, forseti Bandaríkjanna, yfir því, að öllum skammdrægum kjarnorku- vopnum í eigu risaveldanna á landi, svo og dijúgum hluta þeirra sem geymd eru í skipum og kafbátum yrði eytt. Hér var um einhliða yfir- lýsingar að ræða, þ.e.a.s. ekki var gert ráð fyrir því að samið yrði um upprætingu þessara vopnakerfa, eða tryggt yrði eftirlit með henni. Þess- um yfírlýsingum risaveldanna var fagnað um heim allan og einnig hér á landi. Var það einkum fyrirsjáan- leg fækkun kjamavopna í höfunum sem varð íslendingum fagnaðarefni. Nú hafa vaknað spurningar um, hvort ráðamenn í því sem enn er hentugast að nefna „Sovétríkin" standi við skuldbindingar þessar og þegar hefur komið fram, að þar eystra eiga menn í mestu erfiðleikum við að standa við ákvæði sáttmála þeirra um kjarnorkuafvopnun, sem gerðir hafa verið á undanförnum árum. Rök þeirra, sem töldu ástæðu til að efast um ágæti slíkra einhliða yfirlýsinga hafa sannað gildi sitt. Þá hefur komið í Ijós, að Sovét- menn hafa ekki upprætt gömul og úr sér gengin kjarnorkuvopn heldur haldið þeim til haga. Gildir þetta raunar um flest þau vopnakerfi, sem smíðuð hafa verið fyrir Rauða her- inn. Af þessum sökum er Ijóst, að eyðing þeirra vopna, sem Sovétmenn hafa boðað, mun dragast á langinn. Auk þess sem veruleg hætta er á, að sovésk kjamorkuvopn verði seld eða þau lendi í röngum höndum eftir öðrum leiðum er sú hætta einn- ig fyrir hendi, að sovéskir kjarnorku- vísindamenn gerist málaliðar ein- ræðisherra víða um heim. Vitað er, að írakar höfðu hleypt af stokkunum allþróaðri kjarnorkuvopnaáætlun áður en Persaflóastríðið skall á. Norður-Kóreumenn eru einnig sagð- ir sérlega áhugasamir um að koma sér upp slíkum vígtólum og því fer fjarri, að með þessu séu ríki þessi upp talin. Talið er, að um 300.000 manns hafi með einum eða öðrum hætti unnið að smíði gereyðingar- vopna í Sovétríkjunum og ljóst er, að ríki Vesturlanda hafa enga þörf fyrir þekkingu þeirra. Trúlega er þetta alvarlegasta afleiðing hruns miðstjórnarvaldsins í Sovétríkjunum og sú spurning hlýtur að vakna, hvort Vesturlöndum og alþjóðastofn- unum á borð við Sameinuðu þjóðirn- ar beri ekki skylda til að hafa af- skipti af vanda þessum. Kjarnorkuvarnir eru þess eðlis, að hin minnsta óvissa og efasemdir geta orðið til þess að skapa spennu og raska stöðugleika. Ogjörlegt er með öllu að segja til um, hver verð- ur þróun mála í Sovétríkjunum og hvort það samband sem leiðtogar lýðveldanna hafa myndað með sér heldur. Við blasir, að þjóðernis- hyggja er ráðandi afl í lýðveldum þessum og þess er tæpast að vænta að lýðræði, samkvæmt hefðbundn- um skilningi þess hugtaks, festi sig í sessi í nánustu framtíð. Hér er þörf á tvíþættri stefnu. í fyrsta lagi þurfa lýðræðisríkin í vestri að vera tilbúin til þess að veita ráðgjöf og íjárhagsaðstoð til að tre- ysta yfirstjórn sovéska kjarnorku- heraflans og gera ráðamönnum í lýðveldunum kleift að standa við gerða samninga og einhliða yfirlýs- ingu Gorbatsjovs Sovétleiðtoga. í annan stað þurfa lýðræðisríkin, og þá einkum og sér í lagi aðildarríki Atlantshafsbandalagsins að halda fast við þá stefnu að viðhalda beri lágmarksviðbúnaði á sviði kjarn- orkuvarna. Raunar hlýtur það að vera sér- stakt umhugsunarefni hver staða Vesturlanda væri nú, ef fylgt hefði verið þeirri stefnu, sem erlendir tals- menn .Sovétstjórnarinnar boðuðu á árum áður og kvað á um einhiiða kjarnorkuafvopnun af hálfu Vestur- landa. Með hvaða hætti hefðu ráða- menn í Bandaríkjunum og Evrópu brugðist við þeirri óvissu, sem nú ríkir um yfirstjórn sovéska kjarn- orkuheraflans hefðu þessi sjónarmið fyrrverandi ráðamanna í Kreml og fylgismanna þeirra erlendis orðið ofan á? Eru fyrrum skósveinar sov- éskra kommúnista hér á landi enn þeirrar skoðunar, að Atlantshafs- bandalagið sé tímaskekkja, varnar- stöðin i Keflavík kraftbirtingarform bandarískrar útþenslustefnu og samstaða lýðræðisríkjanna samsæri hins alþjóðlega auðvalds? Rafmagnslaust á Suðurlandi: Búrfells- virkjun sló út í nær 45 mínútur BURFELLSVIRKJUN sló út um klukkan 18 í gærdag með þeim af- leiðingum að stór hluti af Suður- landi, álverið í Straumsvík og járn- blendiverksmiðjan á Grundartanga urðu rafmagnslaus. Rafmagnsleysið stóð í nær 45 mínútur en Ijón hlaust ekki af þessu í verksmiðjunum. Ámi Benediktsson, stöðvarstjóri í Búrfellsvirkjun, segir að óhapp þetta hafi orðið er verið var að tengja nýja línu úr Búrfellslínu 2 yfir Sandskeið og í Hamranes. „Við þessa aðgerð varð bilun í svokölluðum skilrofa í Búrfellsvirkjun þannig að virkjunin sló út og 210 MW afl fór af landskerf- inu,“ segir Árni. „Við þetta fluttist álag yfir á aðrar virkjanir og það var ástæðan fyrir því að ljós borgarbúa blikkuðu eða dofnuðu um stund.“ Þegar atburður sem þessi gerist tekur sjálfvirkt kerfi við sem slær út rafmagnið til álversins og járnblendi- verksmiðjunnar þannig að hinn al- menni raforkunotandi haldist áfram Skylmst fyrir Óthello Morgunblaðið/Sverrir Töfraflauta Mozarts víkur á nýju ári fyrir Óthello Verdis í íslensku óperunni. Þegar eru hafnar æfingar á Óthelló og að ofan má sjá (f.v) Bergþór Pálsson (Montano) og Þorgeir Andrésson (Cassio) æfa skylmingar undir leiðsögn rússans Nikolai Korpov sem er sérfræðingur í sviðshreyfingum. Með aðalhlutverkin í Óthello fara Garðar Cortes (Óthello), Ólöf Kolbrún Harðardóttir (Desdemona), Keith Reed (Jago) og Elsa Waage (Emilía). Siguijón Jóhannsson sér um sviðsmynd, Una Collins er búningahönnuður, Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrir og æfinga- og hljómsveitarstjórn er í höndum Robins Stapletons. Útsvarshlutfall Reykvíkinga óbreytt: Bilið verður brúað með spamaði og niðurskurði - segir Markús Öm Antonsson borgarstjóri MARKÚS Orn Antonsson borgarstjóri segir að Reykjavíkurborg muni ekki velta þeim kostnaðarauka, sem hlýst af greiðslu hluta löggæzlukostn- aðar og annarri aðstoð við ríkisvaldið, yfir á skattgreiðendur. Borgar- stjóri segir að hvorki útsvarsprósenta né aðstöðugjald á fyrirtæki muni hækka. Utsvar í Reykjavík verði óbreytt, 6,7% af skattstofni. Ekki verði tekin ný Ián. „Við höfum ekki séð hver hin end- anlega niðurstaða verður. Af hálfu Reykjavíkur höfum við vonað að dreg- ið verði í land með þessar boðuðu ráðstafanir," sagði borgarstjóri í sam- tali við Morgunblaðið. „Mér finnst það óskiljanleg og einstaklega hallærisleg ráðstöfun að ætla að senda sveitarfé- lögunum reikning í eitt ár fyrir rekstri löggæzlu, til viðbótar því sem fylgir bandorminum." Hann sagði að þessar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar myndu væntanlega hafa 350 til 370 milljóna króna út- gjaldaauka í för með sér fyrir borg- ina, umfram það sem fjárhagsáætl- anir geri ráð fyrir á þessu stigi máls- ins. Borgarstjóri mælir í dag fyrir frumvarpi til fjárhagsáætlunar á fundi borgarstjórnar. „Ef svo fer að við verðum að brúa þetta 350 til 370 milljóna króna bil, þá er alveg ljóst að því verður ekki velt yfir á skatt- greiðendur í Reykjavík. Útsvarspró- senta verður óbreytt, 6,7% og álagn- ing aðstöðugjalda á fyrirtæki breytist ekki. Viðbrögðin verða ekki önnur en þau að við munum skera niður í rekstri og framkvæmdum,“ sagði Markús Örn. Borgarstjóri vildi ekki nefna sér- staka liði, sem kynnu að verða skorn- ir niður frekar en aðrir. „Þetta kallar á frekari yfirferð í fjárhagsáætlun- inni. Við verðum að spara og skera niður. Það verða engin lán tekin til að brúa þetta bil,“ sagði hann. Aðspurður hvort fækkun borgar- starfsmanna kæmi til greina, sagði Markús Örn að mikils aðhalds hefði verið gætt í starfsmannahaldi hjá borginni undanfarin ár og svo yrði áfram. Hann sagði að rekstrarút- gjöld borgarinnar í heild væru Kaup ríkisins á refahúsum: Skrifaði undir í góðri trú - segir Steingrimur J. Sigfússon um kaup ríkisins á refahúsum STEINGRÍMUR J. Sigfússon, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, segist hafa í góðri trú skrifað undir samninga um kaup ríkisins á níu refahús- um á jörðunum Kirkjuferju og Kirkjuferjuhjáleigu í Olfushreppi. Starfsmenn Iandbúnaðarráðuneytisins hafi aldrei hreyft við sig efa- semdura um að sú gjörð væri að nokkru leyti ólögmæt. Ríkislögmaður telur kaupin ólögleg, meðal annars"af því að heimildar Alþingis hafi ekki verið leitað fyrir þeim. Steingrímur sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi húsakaup hefðu verið hluti af heildaraðgerðum til að leysa vanda í loðdýrarækt, og það hefði komið skýrt fram að hluti af þeim ráðstöfunum væri að leysa vanda bænda á ríkisjörðum. Hann sagðist þekkja mörg fordæmi þessa; að Jarðasjóður hefði keypt eignir bænda á ríkisjörðum til að koma í veg fyrir að þeir yrðu að hrekjast af jörð- unum. Markmiðið hefði þá oftast ver- ið að komast hjá enn meiri útgjöldum vegna ábúðarloka, en Jarðasjóði væri skylt að kaupa allar eignir fráfarandi leiguliða. Steingrímur sagðist því telja að löng hefð væri fyrir kaupum af þessu tagi. Ráðherrann fyrrverandi sagðist minna á að rök og gagnrök væru til í öllum málum og lögfræðingar í jarða- deild landbúnaðarráðuneytisins hefðu enn ekki haft tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum í málinu á fram- færi. Hann sagði að ekki hefði verið haft fyrir því að senda sér álit ríkislög- manns, en af því sem hann hefði fregnað, sýndist sér að lögmaður hefði ekki allar upplýsingar í málinu í hönd- um. Steingrímur sagðist ekki ætla að mæla á móti því aö æskilegra kynni að vera að afla heimilda fyrir útgjöld- um af þessu tagi sérstaklega. Þess væru hins vegar líka dæmi að slíkt væri gert eftir á, til dæmis þegar um aukafjárveitingar væri að ræða, sem því miður tíðkuðust ennþá, jafnvel hjá núverandi ríkisstjórn. Hann sagði að sér sýndist eðlilegast að Alþingi, sem hefur nú fengið málið til meðferðar, samþykkti kaupin og svo yrði tekið til við að endurskoða starfshætti Jarð- asjþðs að þessu leyti. í lögum um ráðherraábyrgð er ákvæði um að leiti ráðherra ekki heim- ilda Alþingis, þegar stjómarskráin býður svo, skuli hann sæta ábyrgð. Steingrímur sagðist ekki sjá að hann myndi þurfa að taka neina ábyrgð á málinu, enda teldi hann sig ekki sann- an að neinni sök í því. Hann vildi taka fram að hann hefði ekki átt neinna persónulegra hagsmuna að gæta í málinu og þekkti ekki ábúendur á umræddum jörðum.............. lægri en á síðasta ári, eins og íjár- hagsáætlunaffrumvai’pið stæði Tillögur heilbrigðisráðherra í málefnum Landakots: Framlag til spítalans verði skorið niður um þriðjung - starfsemin mun koðna niður, segir varaformaður læknaráðs NIÐURSKURÐUR á rekstrarfjárveitingu til Landakotsspítala sam- kvæmt tillögu heilbrigðisráðherra nemur talsvert á fjórða hundrað milljóna kr. Á móti er gert ráð fyrir að spítalinn geti aflað 150 millj. með sértekjum, að sögn Sigurðar Björnssonar, varaformanns læknar- áðs Landakots. Framlag til spítalans er því lækkað um tæplega þriðj- ung af heildarrekstrarfé Landakots. Sigurður segir að þessi tillaga þýði að ekki verði hægt að reka spítalann í núverandi mynd á næsta ári verði hún samþykkt á Alþingi. Ekki yrði komist hjá því að segja upp 150-200 starfsmönnum spítalans fljótlega eftir áramót og borin von sé að fá aðstoðarlækna og hjúkrunarfólk til starfa við spítalann. „Hann mun hreinlega koðna niður,“ sagði Sigurður. 21 læknir á Landakoti sendu ráð- herra í gær viljayfirlýsingu um að teknar verði upp viðræður á ný um hugsanlega sameiningu sjúkrahúsa en jafnframt er farið fram á að ný viðræðunefnd verði skipuð af hálfu Landakots. „Þetta er 600 manna vinnustaður sem nötrar og skelfur. Ég er hrædd- ur um að það fari að heyrast í ein- hveijum þegar farið verður að segja upp 150 til 200 manns því ég fæ ekki séð hvernig á að spara 300 milljónir nema með því móti. Og það er aðeins byijunin,“ sagði Sigurður. Höskuldur Ólafsson, formaður stjórnar spítalans, sagðist telja að niðurskurðurinn hefði mjög alvarleg- ar afleiðingar fyrir starfsemi Landa- kotsspítala. Hann sagðist þó ekki hafa séð endanlegar tillögur en ekki verði séð hvernig hægt verði að kom- ast hjá uppsögnum starfsfólks. „Menn eru ekki farnir að gera sér grein fyrir hvaða afleiðingar þetta hefur en þetta er mikið áfall. Það verður gerbreyting á þjónustu spítal- ans,“ sagði Höskuldur. Innan ramma fjárlaga Sigurður sagði að Landakotsspít- ali væri eina sjúkrahúsið í borginni sem hefði ekki farið út fyrir ramma fjárlaga á síðasta ári og hið sama virtist verða í ár. „Við höfum mjög gott starfsfólk hér og þótt mikill skortur sé á aðstoðarlæknum höfum við alltaf getað fullmannað hjá okk- ur. Hjúkrunarmönnunin er í mjög góðu lagi. Verði þessar tillögur sam- þykktar verður gjörbreyting á þessu og staðallinn og öryggi meðferðar mun gjörbreytast. Nútíma sjúkrahús er vel smurð vél sem er aldrei betra en veikasti hlekkurinn. Ég trúi ekki að þetta verði látið gerast,“ sagði hann. Sigurður sagði að vel hefði mátt framkvæma flatan niðurskurð upp á 3-5% innan spítalans ef ráðherra hefði viljað fallast á það í stað þessa stóra niðurskurðar. „Við höfum grip- ið til mikillar hagræðingar á ýmsum sviðum, höfum stofnað fimm daga deildir, erum líka með dagdeildir og höfum stytt legutímann mikið. Rekstrarstjórnin hefur að mínu mati því staðið sig ágætlega við rekstur spítalans, þó mér finnist hún hafa brugðist á síðustu dögum vegna þessara aðgerða að undanförnu og hreinlega gefist upp. Það finnst starfsfólkinu hér óskiljanlegt," sagði hann. í viljayfirlýsingu læknanna segir að þeir séu reiðubúnir til frekari við- ræðna við fulltrúa ráðuneytisins og Borgarspítala um aukna samræm- Vergar þjóðartekjur 1945-1992 Vísitala, árið 1980 er sett á 100 Gildin fyritr árin 1989 og 1990 eru áætlaðar og gildin fyrir 1991 og 1992 enj byggð á spá -140 Kaupmáttur 1980-91 Ráðstöfunartekjur á mann m.v. framfærsluvísitölu -100 80 Vísitala, árið 1980 ersettá100 Gildið árin 1991 erbyggtáspá 140 60 ■ 40 20 100 Breyting (%) frá fyrra ári iiilE II ill IulJ B 'l’ ■ l| 1 ■-3.4 “■ | % 20 15 10 5 0 Breyting (%) frá fyrra ðri T Samdráttarskeið frá 1948-1952 Samdráttarskeiö frá 1987 - Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur tvívegis á síð- asta áratug rýrnað meira en Þjóðhagsstofnun spá- ir að hann muni gera á næsta ári samkvæmt endur- skoðaðri þjóðhagsspá í desember, en þar er gert ráð fyrir að kaupmátturinn rýrni um 5,5%. Kaup- máttur ráðstöfunartekna rýrnaði um 13,5% árið 1983 frá árinu á undan, en þá gekk hér yfir mik- il efnahagslægð. Kaupmáttur ráðstöfunartekna ingu og hagræðingu í rekstri með stofnun nýs sjúkrahúss í huga. Stefnt skuli að því að viðræðum verði lokið innan þriggja mánaða. Þá vilja þeir að skipuð verði ný viðræðunefnd af hálfu Landakots. Þorkell Helgason, aðstoðarmaður ráðherra, sagði að viðræður verði væntanlega hafnar fljótlega en ráðu- neytið hafi ekki afskipti af því hverj- ir sitji í viðræðunefndinni af hálfu Landakots. Álit nunnanna ræður úrslitum St. Jósefssystrum var skýrt frá viljayfirlýsingu læknanna á þriðju- dag en að sögn Sigurðar hafa þær ekki gefið álit sitt á þessum hug- myndum. Höskuldur sagði að þegar búið væri að taka ákvörðun yrði að bera hana undir St. Jósefssystur en sagði að þær hefðu farið að gera ályktan- ir þegar málið var á vinnslustigi í síðustu viku. „Það lá enginn samn- ingur fyrir sem þær hefðu þurft að taka afstöðu til,“ sagði hann. Ný viðræðunefnd Sigurður sagði að með viljayfírlýs- ingu sinni væru Iæknar að leita leiða til að bjarga spítalanum. Sagði hann einnig að læknarnir teldu, að þeir fulltrúar sem sátu í nefnd þeirri, sem skilaði skýrslu til ráðherra í síðustu viku um sameiningu spítalanna, hefðu ekki borið hagsmuni spítalans fyrir brjósti. Niðurstaða hennar hefði þýtt að spítalinn yrði lagður niður. Vilja læknarnir að Haraldur Ólafs- son, formaður yfirstjórnar Landa- kots, verði formaður nýrrar viðræðu- nefndar. Haraldur var ráðinn starfsmaður heilbrigðisráðherra í haust vegna sameiningaráformanna og sat í nefndinni um sameiningu Landakots og Borgarspítala. Hann sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hann hefði hætt störfum í nefndinni um miðjan nóvember og ekki verið boðið uppá að skrifa undir tillögur hennar. Kvaðst hann vera þeim mótfallin þar sem þær leiddu ekki til sparnaðar en vildi ekki greina frá ástæðum þess að hann dró sig út úr nefndinni í síðasta mánuði og kvaðst ætla að gera ráðherra grein fyrir málinu. Sighvatur Björgvinsson heilbrigðis- ráðherra kannaðist ekki við að Iiar- aldur hefði hætt störfum í nefndinni og sagði að Haraldur væri á launa- skrá í ráðuneytinu vegna þessa verk- efnis. Vildi hann ekki tjá-sig um það frekar. Haraldur sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði fyrst og fremst litið á sig sem fulltrúa Landakots á meðan hann sat í sam- einingarnefndinni. Vantraust lækna? Höskuldur Óiafsson sagði að stjórn spítalans ætti eftir að fara yfir málið. „Tillögur nefndarinnar voru ekki komnar lengra en inn á borð til ráðherra. Nokkrir aðilar áttu eftir að fjalla um þessar tillögur og öll umræða var eftir,“ sagði hann. Aðspurður hvort viðbrögð lækn- ann fælu í sér vantraust á fulltrúa Landakots í nefndinni sagði Hö- skuldur að læknaráð spítalans væri ekki aðili að málinu. „Læknar á spít- alanum unnu að þessari tillögugerð í vinnuhópum og þeim var því vel kunnugt um það sem þarna var á ferðinni," sagði hann. Höskuldur sagði einnig að tillögur heilbrigðis- ráðherra myndu reynast spítalanum mun erfiðari en tillögur nefndarinn- ar, sem starfsmenn hafi hafnað. Kaupmáttur minnkaði tví- vegis mikið á síðasta áratug rýrnaði aftur um 7,9% árið 1989, en það var í kjölfarið á mikilli uppsveiflu í efnashagslífinu, sem varð meðal annars til þess að kaupmáttur ráð- stöfunartekna jókst um 22,6% árið 1987 frá árinu á undan. Jafnframt er sýnd þróun þjóðartekna frá stríðslokum, en þjóðartekjur hafa ekki dregist jafnmikið saman á einu ári og spáð er 1992 frá árinu 1950. i Samkomulagið um rekstur St. Jósefsspítala í Hafnarfirði: Okkur var nánast stillt upp við vegg * - segir Ami Sverrisson framkvæmdastjóri ÁRNI Sverrisson, framkvæmdasljóri St. Jósefsspitala í Hafnar- firði, segir að stjórnendum spítalans hafi nánast verið stillt upp við vegg með gerð samkomulagsins við heilbrigðisráðherra um rekstur spítalans á næsta ári. I því felst að fjárveiting til St. Jó- sefsspítala verður hækkuð um 60 millj. kr. en upphafleg tillaga ráðherra gerði ráð fyrir 120 millj. kr. niðurskurði, sem er 48% af heildarfjárveitingu spítalans. Árni segir að fulltrúar spítalans hafi gert tillögur til ráðherra og vænst þess að fá 90 millj. kr. en niðurstaðan sé í algjöru ósamræmi við tillögur spítalans. Hann segir alveg Ijóst að til einhverra uppsagna muni koma og að niður- skurðurinn muni bitna að einhverju leyti á þjónustunni. .Stjórn spítalans vildi fremur allra leiða til sparnaðar,“ sagði ná þessu samkomulagi við ráð- herra en að búa áfram við óvissu. Þegar það var ljóst að við fengjum ekki meira en 60 milljónir leit stjórnin svo á, að það væri skyn- samlegra að vera með samkomu- lag um þetta en að róa áfram í óvissunni," sagði hann. „Við fáum ekki séð í dag hvern- ig endar eiga að ná saman. Við verðum að gera gagngerar breyt- ingar á rekstri spítalans, og mun- um reyna að láta þær bitna sem minnst á sjúklingum sem til okkar leita. Ég geri ráð fyrir að breytt verði um aðgerðamunstur og að meira verði um minni aðgerðir. Við þurfum að nota janúar vel til að gera áætlanir. Það þarf að taka til hendinni á hverri deild og leita Arni. I gær var haldinn starfsmanna- fundur í St. Jósefsspítala þar sem samkomulagið var kynnt. Árni Mathiesen alþingismaður sagðist vera ánægður með að sam- komulag hefði náðst þó niður- skurður á fjárframlögum til spítal- ans væri talsverður. Kvaðst hann vonast til að spítalinn gæti þó í meginatriðum þjónað því hlutverki sem hann hefði gert hingað til. „Það verður ekki sagt annað en St. Jósefsspítalinn axli sínar byrð- ar vegna vandans í ríkisfjámiálun- um en það hefði þó verið hægt að ná þessari niðurstöðu á þægi- legri hátt fyrir alla aðila ef fullt samráð hefði verið haft við for- svarsmenn spítalans í upphafi,“ sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.