Morgunblaðið - 19.12.1991, Side 56

Morgunblaðið - 19.12.1991, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 Engin menning þrífst einangruð til lengdar X x Rætt við Kirsten Hastrup prófessor við Kaupmannahafnarháskóla um mann- fræðirannsóknir hennar á íslandi Kirsten Hastrup prófessor Fyrir nokkru kom út bók eftir danskan mannfræðing, Kirsten Hastrup,' sem íjallar um ísland á tímabilinu 1400-1800. Bókin er á ensku og ber titilinn „Nature and Policy in Iceland 1400-1800. An Anthropological Analysis of History and Mentality". Var greint frá henni í Lesbók Morgunblaðsins ekki alls fyrir löngu. En Kirsten Hastrup hefur skrifað miklu meira um ísland út frá mannfræðilegu sjónarmiði. Árið 1985 kom út bókin „Culture and History in Medieval Iceland", sem fjallar um tímann fram að 1400. Sem stendur er hún að vinna að bók um ísland frá 1800 og fram til samtímans. Auk þess hefur hún skrifað fjölda greina um ísland, sem hefur verið safnað saman í greina- safninu „Island of Anthropology“ og kom út í fyrra. Hastrup hefur ekki aðeins fræðilega þekkingu á íslandi og íslenskum málefnum. Hún dvaldi þar í heilt ár 1982 og hefur komið þar oft síðan. í raun er óhætt að segja að hún hafi ein- staka yfirsýn yfir það sem snertir Island, því hún þekkir bæði til þess gamla og nýja og það er því spenn- andi að heyra hvað hún hefur að segja um land og þjóð. Mannfræðingar eiga oftast við fjarlægar og frumstæðar þjóðir, þó það sé engin regla. Hvemig stóð á því að Hastmp sneri sér að ís- íandi, en ekki einhverri Kyrrahafs- eyju eða Afríkulandi? KH: ,,Það er erfitt að svara hvers vegna ísland varð fyrir valinu, en þegar ég byijaði að athuga íslensk efni, bjóst ég sannarlega ekki við að ég festist við þau svona lengi. En það er ekki síður heillandi og framandi en fjarlægar þjóðir. Fyrir mér var það líka krefjandi að rann- saka eitthvað, sem var svo nálægt í stað þess að leita lengra. Hingað til hafa íslensk efni fyrst og fremst verið rannsökuð af bókmenntafræð- ingum og sagnfræðingum. Einnig þess vegna fannst mér forvitnilegt að beita aðferðum mannfræðinnar þar.“ Hvernig var þá að nálgast nú- tímasamfélag, nærri þér, með að- ferðum mannfræðinnar? KM: „Það var í raun skelfilegt. Þarna var reyndar ekki við að glíma eiturslöngur, hitabeltissjúkdóma eða annað slíkt, en það var ógnar- legt, vegna þess að það dugir ekki annað en að fara undir yfirborðið. Um leið þarf maður að yfirvinna bæði sína eigin feimni og eins íéimni þeirra, sem maður hittir fyr- ir. Það er aldrei hægt að taka neitt sem gefið af því sem íslendingar segja um sjálfa sig, heldur þarf allt- af að hugsa sem svo að þetta segið þið, en hvers vegna þá og hvað býr undir fullyrðingunum. Og svo dugir ekki annað en að gefa frá sér allar ímyndir sínar og hugmyndir um viðfangsefnið. Útlendingur hefur það fram yfir innlendan fræðimann að það er honum auðveldara að halda vissri fjarlægð. En það er ekki nóg að skrifa niður og horfa á hlutina utan frá. Það er nauðsynlegt að fara í göngur, vinna í fiski, í stuttu máli að reyna það sem maður er að skoða. Það gildir að komast inn í þann heim, sem maður er að virða fyrir sér og sleppa heill út aftur. Það er erfitt að finna eitthvert jafn- vægi, því fræðin krefjast mikilla innlifunarhæfileika meðan efninu er safnað, en síðan að maður geti fjarlægst það og gert því fræðileg skil. Maður tengist náið fólki, sem maður hverfur síðan frá og skrifar um. Það er nánast eins og að svíkja vini sína. Þetta atriði er auðveldara þegar er verið að athuga þjóðflokk á Nýju-Gíneu eða annars staðar langt í burtu, sem aldrei sér það sem mannfræðingurinn skrifar um það. Nú er ég einmitt að glima við þessi atriði, þegar ég er komin að samtímanum." 400 árin sem þurrkuðust út „I byrjun ætlaði ég mér að taka nútímann fyrir, en byijaði þá að lesa um bakgrunninn, um söguna og festist í því um hríð, nú kemur að nútímanum. Það er líka alveg sérstakt að geta byijað á upphafi þjóðarinnar og haldið síðan áfram fram á vora daga. Ég byijaði þess vegna á landnámstímanum og mið- öldum, en í íslandsdvölinni 1982 safnaði ég heimildum um tímabilið 1400-1800. Þá komst ég að því að þetta tímabil er eiginlega enn meira spennandi en miðaldirnar, því það er svo óþekkt. Það krafðist átaka að fást við tímabil, sem er svo markað af vanda, náttúruhamför- um og félagslegri upplausn, and- stætt miðöldunum, þegar allt var í föstum skorðum, þjóðfélagið skipu- lagt, bókmenntir voru skrifaðar og með nóg af heimildum. Miðað við miðaldirnar er tímabil- ið 1400-1800 undarlega óklárt og útlínuiaust. Það einkennist af öng- þveiti og söguleysi. En það var merkilegt að sjá hve það var þó skýrt andlegt samhengi milli þess- ara tímabila. Það vekur til dæmis áhuga minn að sjá hvernig er hald- ið áfram að tala um íslendingasög- urnar og þær notaðar til að skil- greina íslenskt þjóðerni. Hins vegar urðu ekki til rismiklar bókmenntir á þessu tímabili, helst rímur, sem mættu lítilli aðdáun þeirra, sem leiddu þjóðernisbaráttuna. Það er eins og tímabilið hafí verið bælt niður í meðvitund síðari tíma, orðið fyrir nokkurs konar allsheijar gleymsku. Það er undarlegt að láta 400 ár bara hverfa úr sögunni si- sona. íslenskir fræðimenn hafa vissulega fengist við rannsóknir á því, en alltaf á einstökum þáttum þess. Það sem ég álít nýtt I mínum rannsóknum er að ég athuga tíma- bilið sem heild.“ Hvaða skýringar sérð þú á þess- ari „gleymsku“? KM: „Ég álít að íslendingar hafi gleymt eða hugsi ekki um tímabilið, vegna þess að það passar ekki inn í sjálfsímynd þeirra, sem þeir hafa haldið í síðan á miðöldum. Þeir sjá sig sem landnema, sem hetjur. Frekari skýring felst líka í því að íslendingar tengja íslandssöguna líka svo fastlega bókmenntum og á þessu tímabili voru ekki skrifaðar bókmenntir, sem þóttu merkar. í öðrum löndum, eins og til dæmis Danmörku, sést sagan allt um kring í kirkjum og öðrum mannvirkjum. Á íslandi eru engin mannvirki frá fyrri tímum, frá miðöldum. Það eins sem eftir lifir af miðaldamenning- unni eru bókmenntirnar. Samteng- ing bókmennta og sagnfræði sést í að orðið „saga“ nær yfir hvort tveggja. Þetta held ég að skýri hvers vegna tímabilið 1400-1800 er varla til í meðvitund íslendinga.“ Nú kveður það oft við frá Norður- landabúum að ísland sé svo amerík- aníserað. Hvernig kom það þér fyr- ir sjónir? KIl: „Ég sé alls ekki að íslending- ar séu undir svo sterkum bandarísk- um áhrifum. Mér finnst að það megi frekar segja það um Stokk- hólm, Kaupmannahöfn eða jafnvel Osló. En það stangast á við þá róm- antísku mynd, sem margir útlend- ingar hafa af íslandi, þegar þeir hitta þar fyrir nútímalegt samfélag. Þeim finnst það undarlegt og fram- andlegt. En reyndar hef ég verið svo mikið á íslandi að ég sé það ekki lengur ferskum augum. Ef það er á einhvern hátt ameríkaníserað, þá er það einhvern veginn á mjög íslenskan hátt.“ Sjálfsímynd frá fornöldinni í nútíma samfélagi I bókinni nefnirðu að íslendingar hafi lengst af litið á sig sem bænd- ur og það svo stíft að á þessu tíma- bili, þegar landbúnaður varð tor- stundaður, þá hafi verið lögð ýmis höft á fiskveiðar, sem þó var miklu vænlegri atvinnugrein. Núorðið Iíta íslendingar fyrst og fremst á sig sem fiskveiðiþjóð, en eimir enn eft- ir af bændaímyndinni? KH: „Islendingar eru sér vissu- lega meðvitaðir um mikilvægi fisk- veiðanna, en samt sér þess enn stað að íslendingar hafa lengst af hugs- að um sig sem bændur. Það er til dæmis athyglisvert að íslensk al- þýðumenning er álitin búa uppi í sveit. Þar er það ekta íslenska, en ekki í sjávarplássunum. Það er al- mennt álitið að besta íslenskan sé töluð upp til sveita og útlendingum sem koma til að læra málið er ráð- lagt að eyða einhvetjum tíma á bóndabæ til að læra það. Það er merkilegt að þessi trú skuli hafa lifað svo lengi í trássi við hinn efna- hagslega raunveruleika. Þó borgar- menningin komi seint til íslands, skýrir það eitt ekki þetta fyrirbæri. En sennilega mun þetta hverfa al- veg, smátt og smátt.“ Sérðu einhveija skýringu á því af hvetju íslendingar sækja sjálfs- ímynd sína svo mjög’aftur til forn- aldar sinnar? KH: „Það sem gerir þjóð að þjóð er sameiginleg saga hennar, hvort sem þessi saga er stutt eða löng. Þegar einhver hópur slær sér sam- an, þá býr hann sér til sögu. Ef sagan er ekki fyrir hendi, þá er hún búin til og um það eru ýmis dæmi víða að úr heiminum. Sagan er augljóslega það mikilvségasta fyrir heildina, mikilvægari en tungumál- ið, þó það sé líka mikilvægt. Hvað íslendinga varðar, þá eru þeir í þeirri sjaldgæfu aðstöðu að saga þeirra er vel studd heimildum alveg frá upphafi. Hún er mjög einþætt og afmörkuð, andstætt til dæmis danskri sögu, þar sem landamærin hafa hreyfst og hún tengist auk þess sænskri, norskri og þýskri sögu. Kannski er þessi skýra af- mörkun sögunnar og það hve hún er heildstæð skýringin á því að hún á svo sterk ítök í hugum íslend- inga.“ Virðist þér íslendingar eiga sér skýrari sjálfsímynd en Danir? ANITECH6Ö02 HQ myndbandstæki Árgerð 1992 30 daga, 8 stöðva upptökuminni, þráðlaus fjarstýring, 21 pinna „Euro Scart“ samtengi, sjálf- virkur stöðvaleitari, klukka + teljari, ísl. leiðarvísir. Sértilboð 26.950 /" stgr. Vönduð verslun Afborgunarskilmálar [§] FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 KH: „Já, ég held það. Þeir hafa bæði sterkari ímynd og bregða henni miklu oftar fyrir sig. Þetta sést meðal annars í að þeir segja svo oft „Við íslendingar ...“ og koma með almennar fullyrðingar um hvað íslendingum finnst um hitt og þetta, eins og það ríkf al- mennt samþykki um þau • atriði. Þeir vísa mikið í sögu sína og sam- hengi hennar. Þetta heyrist sjaldan í Danmörku. I orði er því eindrægni um það hvað felst í því að vera íslending- ur, en á borði er skilningurinn ekki nærri svona einsleitur. Að baki orð- unum er heilmikill munur á hvað það þýðir að vera íslendingur, allt eftir því hvort viðkomandi býr í sveit eða bæ, er maður eða kona, ríkur eða fátækur. Á yfirborðinu er ekkert rúm fyrir þennan mis- mun. Ein fullyrðingin felst í_að það sé engin stéttaskipting á íslandi. Hluti af sjáifsmeðvitund íslendinga er að þannig sé það, en þar á bak við er raunveruleikinn annar. Við nánari athugun þá er þessi mynd íslendinga af sjálfum sér og sem þeir bera fúslega á borð fyrir út- lendinga eins og ábreiða fyrir miklu flóknari raunveruleika. Myndin er einföld, raunveruleikinn marg- slungnari og margþættari." Kanntu einhveija skýringu á hvernig stendur á þessari sterku sjálfsímynd? KH: „Hluti af skýringunni getur legið í að frá upphafi hefur það skipt íslendinga máli að greina sig frá öðrum. Upphafið er einmitt að landnámsmennirnir tóku sig út úr hópnum, því þeir þoldu ekki ofríki Haralds hárfagra. Þeir vildu ekki taka hveiju sem var og þetta er orðinn hluti af sjálfsímyndinni. En kannski stafar þessi sterka sjálfsímynd einnig af tilfinningu fyrir að samfélagið sé svo veikt. Ef ekki er haldið fast í það sem maður er, þá leysist það upp.“ Tilhneiging til verndar og einangrunar íslendingar hafa mikla tilfinn- ingu fyrir að það þurfi að vernda allt mögulegt. Það þarf að vernda málið og þjóðernið, svo eitthvað sé nefnt. Það má væntanlega sjá þessa verndartilhneigingu í samhengi við tilfinninguna fyrir að þjóðfélagið sé veikt? KH: „Já og um leið og verndinni er beitt, eru Iínurnar skýrðar. En það er ekki alltaf besta vömin að loka allt utanaðkomandi úti. Þó ég sé ösátt við inngöngu Danmerkur í Evrópubandalagið af pólitískum ástæðum, þá held ég að það geri okkur Dönum margvíslega gott að sjá okkur sjálf í samhengi við aðra. Þannig held ég að við fáum sann- ari mynd af því hver við erum.“ Hvernig heldurðu að þjóð, sem horfir jafn mikið aftur til fortíðar- innar og íslendingar gera, gangi að fóta sig í nútímanum og taka á móti nýjungum erlendis frá? KH: „Þetta er sannarlega for- vitnilegt umhugsunarefni. Bæði vegna þess hve sjálfsímynd þjóðar- innar er bundin fortíðinni og eins vegna þeirrar tilfinningar að þjóðfé- lagið standi veikum fótum, þá ríkir það hræðsla við að verða undir því, sem er erlent. Það hefur lengi loðað við Islendinga að reyna að bægja útlendingum frá. Hér áður fyrr var útlendingum bönnuð vetur- seta, án tillits til að það var í raun gagn að þeim. I þessu samhengi er einnig forvitnilegt að hafa í huga hve strangar skorður bandaríska herliðinu hafa verið settar. Án til- lits til hvort manni líkar vera þess eða ekki, þá má ekki gleyma að það er þarna með samþykki íslend- inga og það er á einhvern hátt merkilega ómanneskjulegt að loka þá úti frá þjóðfélaginu á þennan hátt, úr því þeir eru þarna með leyfi. Frá því á síðustu öld hefur verið ótti um að íslenskan yrði undir fyr- ir öðrum málum. Það er sterk til- hneiging til að loka fyrir öll erlend áhrif, loka á allt, sem kemur að utan. Þetta er rík tilhneiging á ís- landi, en henni bregður sannarlega einnig fyrir í Danmörku. Ég hef hins vegar enga trú á að þetta geri gott. Eg held að sam- neyti milli þjóða styrki tilfinningu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.