Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 72
72
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991
Éf ASKO
að þvo upp?
Sennilega ekki, nema þú eigir eina af nýju
uppþvottavélunum frá ASKO, þá horfir
málið öðruvísi við.
tavélin er
Nýja ASKO-ASEA uppþvotta\
fyrirferðarlítil, rúmgóð, vandvirk, fljót og
pögul, aðeins 41 dB(A). Rúmar 6-manna
borðbúnað og 8 bolla eða glös. Þvær
“hraðþvott" á 25 mín. og notartil þess
aðeins 11 Itr. af vatni og 0,4 Kwst af orku.
Frábær hönnun, að utan sem innan.
Frístæð eða innbyggð. Veldu um 5 gerðir
sænsku ASKO-ASEA uppþvottavélanna á
verði frá kr. 51.960 (staðgreitt)
Góðir greiðsluskilmálar, t.d. VISA og EURO
raogreiðslur til allt að 18. mánaða,
án útborgunar.
/?anix
Hátúni 6a • Sími 91-24420
Gafakortin okkar eru góó, hentug og vinsœl gjöf
Sendum í póstkröfu.
5% staógreiósluafsláttur.
tískuverslun, Kringlunni, sími 33300.
fclk f
fréttum
VESTMANNAEYJAR:
90 ára afmæli
Isfélags Vestmannaeyja
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Eyjólfur Martinsson, framkvæmdastjóri, Tryggvi Sigurðsson, vél-
stjóri, sem starfað hefur hja'fyrirtækinu í 44 ár, og Magnús Kristins-
son, sljórnarformaður, en Tryggvi var heiðraður fyrir vel unnin störf.
Isfélag Vestmannaeyja varð 90 ára
1. desember sl. Félagið fagnaði
þessum tímamótum á ýmsan hátt.
Gefið var út veglegt afmælisrit þar
sem saga félagsins í 90 ár er rakin.
Boðið var til afmælisveislu á skrif-
stofu félagsins og einnig var öllu
starfsfólki fyrirtækisins boðið til veg-
legrar afmælisveislu í Samkomuhús-
inu í Eyjum.
Margt gestavar í afmælisveislunni
á skrifstofu ísfélagsins. Forráða-
menn Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna, Tryggingamiðstöðvarinnar,
þingmenn Suðurlands, sjávarútvegs-
ráðherra, forystumenn frystihúsanna
í Eyjum og margir fleiri. Magnús
Kristinsson, stjórnarformaður Is-
félagsins, bauð gesti velkomna og
rakti síðan sögu félagsins stuttlega.
Sagði Magnús að á 90 ára ferli hefði
fyrirtækið vaxið úr því að vera kælig-
eymsla fyrir beitu í að verða eitt
stærsta og öflugasta frystihús lands-
ins. Magnús sagði það hafa verið
stórhuga og framsýna menn sem
stofnuðu fyrirtækið á sínum tíma og
hluthafar í því hafi verið margir því
45 manns hafi átt hlut í því við stofn-
un sem var um 10% íbúa Vestmanna-
eyjabæjar. Hann sagði að þrátt fyrir
að nú syrti í álinn í íslenskum sjávar-
útvegi hefðu Isfélagsmenn þ'á trú að
þeir kæmust yfir þá erfiðleika sem
að steðjuðu og starfsemi fyrirtækis-
ins myndi áfram markast af þeim
stórhug og dugnaði sem einkenndi
stofnendur fyrirtækisins fyrir 90
árum.
Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs-
ráðherra, og Árni Johnsen, alþingis-
maður, fluttu ávörp og óskuðu af-
mælisbarninu og forsvarsmönnum
þess til hamingju með áfangann.
Arnar Sigurmundsson flutti kveðju
frá hinum frystihúsunum í Eyjum
og færði félaginu málverk að gjöf
frá þeim og einnig flutti Bragi I.
Ólafsson, forseti bæjarstjórnar,
ávarp og færði félaginu að gjöf sögu
Vestmannaeyjabæjar.
Starfsfólki fyrirtækisins var boðið
til matarveislu og dansleiks í Sam-
komuhúsinu í tilefni afmælisins. Þar
voru margir starfsmenn heiðraðir
fyrir vel unnin störf við fyrirtækið.
Nokkrir hlutu viðurkenningu fyrir
20 ára, 25 ára og 30 ára starf hjá
fyrirtækinu. Tryggvi Sigurðsson,
vélstjóri, var sérstaklega heiðraður,
en hann hefur unnið hjá fyrirtækinu
í 44 ár, sem er lengsti starfsaldur
allra starfsmanna fyrirtækisins.
í tilefni afmælisins lét ísfélagið
skrásetja sögu fyrirtækisins og gaf
hana út í myndarlegu riti sem Her-
mann Einarsson ritstýrði.
- Grímur
Helga á Felli og Elli Bergur hafa
lengi unnið í ísfélaginu. Hér slá
þau á létta strengi.
kr. 5.100,-
BORGARKRINGLUNNI,
SÍMI 677230.
Þrir ættliðir sem allir starfa í ísfélaginu. Frá vinstri Halldóra Hall-
bergsdóttir, Þórdís Andersen og Þuríður Jónsdóttir.
COSPER
Nú hefur Pétur Iitli fest sig einu sinni enn.