Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 82
82 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 KORFUKNATTLEIKUR Pétur ekki með gegn Pólverjum Pétur Guðmundsson, landsliðs- maður í körfuknattleik, mun ekki leika með landsliðinu þq'á leiki gegn Pólverjum á milli jóla og ný- I árs. Pétur er á förum í jólafrí til ! Bandaríkjanna. Torfi Magnússon, landsliðsþjálf- ari, sagði að flestir sterkustu leik- Imenn Islands myndu leika með, en Tiánn tilkynnir lið sitt í dag. Fyrsti leikurinn gegn Pólverjum verður í Keflavík 27. desember, síðan verður leikið að Hlíðarenda í Reykjavík 28. desember og í Borgarnesi 29. des- ember. HANDKNATTLEIKUR „Teljum að dómaramir hafi gert afdrifarík mistök“ - segirSigurður Gunnarsson, þjálfari Eyjamanna, um leikinn gegn Fram Við sendum inn kæruna í sam- bandi við leikinn gegn Fram á þeim forsendum að við teljum að dómararnir hafi gert afdrifarík mistök,“ sagði Sigurður Gunnars- son, þjálfari ÍBV. „Þar urðu brot á reglugerð og það réði úrslitum. Við viljum að þetta verði prófmál fyrir dómara og aðra. Það er óþol- andi að dómarar geti eyðilagt leik á síðustu mínútu.“ Sigurður sagði að brotið hafi verið á leikmanni Fram á punkta- línu (aukakastlínu), en aukakastið hafi verið tekið nær þremur metr- um frá þeim stað sem brotið var framið. „Við eigum þetta atvik til á myndbandsspólu.“ í kæru sinni vitna Eyjarr.enn í 13. grein (13:2) í leikreglum HSÍ, en þar segir: „Taka skal aukakast án þess að dómarar flauti, frá þeim stað þar sem brot var fram- ið. Hafi varnarleikmaður framið brot milli markboga og aukakast- línu, skal aukakast tekið sem næst brotstað utan aukakastsl- ínu.“ Sigurður sagðist ekki ætla að afsaka framkomu áhorfenda eftir leikinn, en hann vildi þó koma því á framfæri að ólætin hafi byijað eftir að einn áhorfenda hafði hlaupið inn á völlinn og hrint á bak markvarðar Fram, sem svar- aði fyrir sig með því að sparka í áhorfandann. „Það var þá sem ólætin hófust.“ ÍÞR&mR FOLK M BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Þjóðverja, var svo öruggur um að lið hans kæmist í lokakeppnina í Svíþjóð, að hann var búinn að panta hótel fyrir lið sitt Svíþjóð löngu fyrir leikinn gegn Lúxem- borg. ■ STEFAN Kuntz, fyrirliði Kais- erslautern, 29 ára, lék sinn fyrsta landsleik fyrir Þýskaland gegn Lúxemborg. ■ PAUL Gascoigne er allur að ná sér og vill Lazio fá hann strax -^il að geta fylgst náið með endur- hæfingunni. Talið er að samningar náist og þá leikur Gazza ekki meira með Tottenham. Hann átti að fara til Lazio 32. maí n.k. ■ LAZIO vill koma Gazza í lei- kæfingu sem fyrst og hefur í huga að lána hann til liðs í Sviss í því sambandi. ■ MANCHESTER United selur aðeins stuðningsmönnum félagsins miða næsta tímabil. Vegna breyt- inga á stæðum í sæti verður aðeins hægt að bjóða upp á um 34.000 miða á hvern leik í stað 45.000, en skráðir stuðningsmenn eru 60.000. KNATTSPYRNA Farseðlar á EM íSvíþjóð 1992 FRAKKLAND úr 1. riðli JOc t~> ^ jl Sí ' á V úr 4. A—<-s W m Im Jólagjöf Þjóð- verja hitti í mark SANNKÖLLUÐ jólastemmning ríkti í Leverkusen í gærkvöldi, þegar Þýskaland vann Lúxem- borg 4:0 í Evrópukeppni lands- liða í knattspyrnu. Þar með tryggðu þjóðverjar sér sæti í 16 liða úrslitum og betri jóla- gjöf gátu stuðningsmenn liðs- ins ekki óskað sér. Ijjjóðveijar þurftu eitt stig til að tryggja farseðilinn til Svíþjóð- ar og eftir að Lothar Mattháus hafði gefið tóninn og skorað úr víta- spyrnu var spumingin aðeins um hvað mörkin yrðu mörg. Heima- menn sóttu án afláts allan leikinn og skemmtu áhorfendum með frá- bærum leik. Berti Vogts, þjálfari Þýskalands, var að vonum í sjöunda himni að leikslokum og sagði að helsta vandamálið væri að velja liðið, því margir væru tilnefndir en fáir út- valdir. „Þjálfari þýska landsiiðsins hefur sjaldan staðið frammi fyrir eins miklu vandamáli, þegar liðið er valið. Við eigum marga reynda landsliðsmenn og 24 eða 25 leik- menn koma til greina hveiju sinni." Þjálfarinn bætti við að aðeins væri ljóst að Thomas Berthold yrði ekki með í Svíþjóð. Berthold fékk að sjá rauða spjaldið í Wales og var dæmdur í fimm leikja bann í Evr- ópukeppninni — hefurtekið út þijá. Þungu fargi var létt af heims- meisturunum, en útlitið var allt annað en bjart eftir tap í Wales í júní s.l. Þeir sýndu samt enn einu sinni hvers þeir eru megnugir undir miklu álagi og slógust í hópinn með Frökkum, Skotum, Sovétmönnum, Júgóslövum, Hollendingum, Eng- lendingum og Svíum, sem keppa um Evrópumeistaratitilinn í júní á næsta ári. 5. riðill: Þýskaland - Lúxemborg 4:0 Lothar Mattháus (15., vsp.), Guido Buc- hwald (44.), Karlheinz Riedle (51.), Thomas Hássler (62.) - . Áhorfendur: 23.000. Lokastaðan: Þýskaland..........6 5 0 1 13: 4 10 Wales..............6 4 11 8: 6 9 Belgía.............6 2 1 3 7: 6 5 Lúxemborg..........6 0 0 6 2:14 0 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN ítalskir ökklakuldaskór með loðkanti. Litir: Svart og brúnt. Stærðir: 35-42. Verð áður kr. 4.995,- Verð nú kr. 3.695,- Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur. DOMUS MEDICA, KRINGLUNNI, TOPPSKÓRINN, Egilsgötu 3, Kringlunni 8-12, Veltusundi 1, sími18519. sími689212. sími21212. KORFUKNATTLEIKUR / NBA Leikmenn Cleveland með stigamet eir fóru heldur betur á kostum leikmenn Cleveland Cavaliers í fyrrinótt, þegar þeir settu nýtt stigamet í NBA-deildinrii. Þeir unnu Miami Heat með 68 stiga mun, 148:80. Gamla metið var frá 1972, en það átti Los Angeles Lakers sem vann Golden State með 63 stiga mun, 162:99. Eftir fyrstu lotu voru leikmenn Cavaliers með tíu stiga forskot, en staðan í leikhléi var 73:53. Fjórðu og síðustu lotu leiksins unnu þeir stórt, eða 42:13. John Battle og Mark Price skoruðu báðir 18 stig fyrir Cavaliers, en alls skoruðu átta leikmenn yfir tíu stig fyrir Iiðið í leiknum. Malone fékk sekt Karl Malone, leikmaður Utah GOLF Einherjar ársins verðlaunaðir Allir, sem hafa farið holu í höggi á árinu, verða verðlaunaðir sérstaklega í Drangeyjarsalnum, Síðumúla 35, Reykjavík, föstudag- inn 27. desember n.k. og hefst dag- skráin kl. 17. Þeir sem ná drauma- högginu fá inngöngu í Einheija- klúbbinn, en eftirtaldir kylfingar náðu takmarkinu á árinu: Birgir Guðjónsson GSS, Björn Karlsson GK, Einar Jóhannesson GBlönd., Gunnlaugur Axelsson GV, Gylfi Sigurðsson GÍ, Gunnar B. Viktorsson GV, Hallvar Jónsson GSG, Haraldur Júlíusson GA, Har- aldur Júlíusson GV, Ingólfur Bárð- arson GOS, Jens Kristbjörnsson GS, Jón Jóhannsson GBlönd., Jón Sveinsson GHH, Magnús Gárðars- son GS, Marteinn Guðjónsson GV, Ólafur Stolzenwald GHR, Stefán Þ. Berndsen GBlönd., Sigurður Hreinsson GH, Sigurður Friðriks- son GS, Þórdís Halldórsdóttir GK og Þorvaldur Heiðarsson GV. Að auki eru tveir, sem náðu takmark- inu á síðasta ári, en var ekki til- kynnt um fyrr en á líðandi ári, þeir Jóhann P. Andersen GG og Halldór Ragnarsson GS. Þeir, sem hafa farið holu í höggi á árinu en eru ekki á listanum, eru beðnir um að hafa samband við forráðamenn golfklúbbs síns og biðja þá um að tilkynna um afrekið til Golfsambandsins, svo hægt sé að bæta viðkomandi á listann. Jazz, fékk tveggja leikja bann og 10 þúsund dollara sekt fyrir ljótt brot á Isiah Thomas hjá Detroit Pistons í leik liðanna sl. laugardag. Malone sló Thomas með olnbogan- um með þeim afleiðingum að sauma þurfti 40 spor í andlit Thomas. Ikvöld HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla Akureyri: KA - Valur.......20 KÖRFUKNATTLEIKUR Japisdeildin: Borgarn.: Skallagr. - UMFT.20 Keflavík: ÍBK-Valur........20 Bikarkeppni, undankeppni: Seljaskóli: ÍR - Árvakur.kl. 20 Kennarask.: Fram - Víkveiji....kl. 20 BADMINTON Jólamót unglinga Jólamót unglinga í badminton verður haldið í húsum TBR við Gnoðarvog um næstu helgi. Mótið hefst kl. 14 á laugardag, en verður síðan framhaldið kl. 10 á sunnu- dag. Keppt verður í öllum greinum og flokkum unglinga. Þátttökutilkynningar skulu ber- ast til TBR í síðasta Iagi kl. 18 í dag, fimmtudag. Hægt er að mynd- senda þátttökutilkynningar í fax nr. 687622.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.