Morgunblaðið - 19.12.1991, Side 82

Morgunblaðið - 19.12.1991, Side 82
82 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 KORFUKNATTLEIKUR Pétur ekki með gegn Pólverjum Pétur Guðmundsson, landsliðs- maður í körfuknattleik, mun ekki leika með landsliðinu þq'á leiki gegn Pólverjum á milli jóla og ný- I árs. Pétur er á förum í jólafrí til ! Bandaríkjanna. Torfi Magnússon, landsliðsþjálf- ari, sagði að flestir sterkustu leik- Imenn Islands myndu leika með, en Tiánn tilkynnir lið sitt í dag. Fyrsti leikurinn gegn Pólverjum verður í Keflavík 27. desember, síðan verður leikið að Hlíðarenda í Reykjavík 28. desember og í Borgarnesi 29. des- ember. HANDKNATTLEIKUR „Teljum að dómaramir hafi gert afdrifarík mistök“ - segirSigurður Gunnarsson, þjálfari Eyjamanna, um leikinn gegn Fram Við sendum inn kæruna í sam- bandi við leikinn gegn Fram á þeim forsendum að við teljum að dómararnir hafi gert afdrifarík mistök,“ sagði Sigurður Gunnars- son, þjálfari ÍBV. „Þar urðu brot á reglugerð og það réði úrslitum. Við viljum að þetta verði prófmál fyrir dómara og aðra. Það er óþol- andi að dómarar geti eyðilagt leik á síðustu mínútu.“ Sigurður sagði að brotið hafi verið á leikmanni Fram á punkta- línu (aukakastlínu), en aukakastið hafi verið tekið nær þremur metr- um frá þeim stað sem brotið var framið. „Við eigum þetta atvik til á myndbandsspólu.“ í kæru sinni vitna Eyjarr.enn í 13. grein (13:2) í leikreglum HSÍ, en þar segir: „Taka skal aukakast án þess að dómarar flauti, frá þeim stað þar sem brot var fram- ið. Hafi varnarleikmaður framið brot milli markboga og aukakast- línu, skal aukakast tekið sem næst brotstað utan aukakastsl- ínu.“ Sigurður sagðist ekki ætla að afsaka framkomu áhorfenda eftir leikinn, en hann vildi þó koma því á framfæri að ólætin hafi byijað eftir að einn áhorfenda hafði hlaupið inn á völlinn og hrint á bak markvarðar Fram, sem svar- aði fyrir sig með því að sparka í áhorfandann. „Það var þá sem ólætin hófust.“ ÍÞR&mR FOLK M BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Þjóðverja, var svo öruggur um að lið hans kæmist í lokakeppnina í Svíþjóð, að hann var búinn að panta hótel fyrir lið sitt Svíþjóð löngu fyrir leikinn gegn Lúxem- borg. ■ STEFAN Kuntz, fyrirliði Kais- erslautern, 29 ára, lék sinn fyrsta landsleik fyrir Þýskaland gegn Lúxemborg. ■ PAUL Gascoigne er allur að ná sér og vill Lazio fá hann strax -^il að geta fylgst náið með endur- hæfingunni. Talið er að samningar náist og þá leikur Gazza ekki meira með Tottenham. Hann átti að fara til Lazio 32. maí n.k. ■ LAZIO vill koma Gazza í lei- kæfingu sem fyrst og hefur í huga að lána hann til liðs í Sviss í því sambandi. ■ MANCHESTER United selur aðeins stuðningsmönnum félagsins miða næsta tímabil. Vegna breyt- inga á stæðum í sæti verður aðeins hægt að bjóða upp á um 34.000 miða á hvern leik í stað 45.000, en skráðir stuðningsmenn eru 60.000. KNATTSPYRNA Farseðlar á EM íSvíþjóð 1992 FRAKKLAND úr 1. riðli JOc t~> ^ jl Sí ' á V úr 4. A—<-s W m Im Jólagjöf Þjóð- verja hitti í mark SANNKÖLLUÐ jólastemmning ríkti í Leverkusen í gærkvöldi, þegar Þýskaland vann Lúxem- borg 4:0 í Evrópukeppni lands- liða í knattspyrnu. Þar með tryggðu þjóðverjar sér sæti í 16 liða úrslitum og betri jóla- gjöf gátu stuðningsmenn liðs- ins ekki óskað sér. Ijjjóðveijar þurftu eitt stig til að tryggja farseðilinn til Svíþjóð- ar og eftir að Lothar Mattháus hafði gefið tóninn og skorað úr víta- spyrnu var spumingin aðeins um hvað mörkin yrðu mörg. Heima- menn sóttu án afláts allan leikinn og skemmtu áhorfendum með frá- bærum leik. Berti Vogts, þjálfari Þýskalands, var að vonum í sjöunda himni að leikslokum og sagði að helsta vandamálið væri að velja liðið, því margir væru tilnefndir en fáir út- valdir. „Þjálfari þýska landsiiðsins hefur sjaldan staðið frammi fyrir eins miklu vandamáli, þegar liðið er valið. Við eigum marga reynda landsliðsmenn og 24 eða 25 leik- menn koma til greina hveiju sinni." Þjálfarinn bætti við að aðeins væri ljóst að Thomas Berthold yrði ekki með í Svíþjóð. Berthold fékk að sjá rauða spjaldið í Wales og var dæmdur í fimm leikja bann í Evr- ópukeppninni — hefurtekið út þijá. Þungu fargi var létt af heims- meisturunum, en útlitið var allt annað en bjart eftir tap í Wales í júní s.l. Þeir sýndu samt enn einu sinni hvers þeir eru megnugir undir miklu álagi og slógust í hópinn með Frökkum, Skotum, Sovétmönnum, Júgóslövum, Hollendingum, Eng- lendingum og Svíum, sem keppa um Evrópumeistaratitilinn í júní á næsta ári. 5. riðill: Þýskaland - Lúxemborg 4:0 Lothar Mattháus (15., vsp.), Guido Buc- hwald (44.), Karlheinz Riedle (51.), Thomas Hássler (62.) - . Áhorfendur: 23.000. Lokastaðan: Þýskaland..........6 5 0 1 13: 4 10 Wales..............6 4 11 8: 6 9 Belgía.............6 2 1 3 7: 6 5 Lúxemborg..........6 0 0 6 2:14 0 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN ítalskir ökklakuldaskór með loðkanti. Litir: Svart og brúnt. Stærðir: 35-42. Verð áður kr. 4.995,- Verð nú kr. 3.695,- Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur. DOMUS MEDICA, KRINGLUNNI, TOPPSKÓRINN, Egilsgötu 3, Kringlunni 8-12, Veltusundi 1, sími18519. sími689212. sími21212. KORFUKNATTLEIKUR / NBA Leikmenn Cleveland með stigamet eir fóru heldur betur á kostum leikmenn Cleveland Cavaliers í fyrrinótt, þegar þeir settu nýtt stigamet í NBA-deildinrii. Þeir unnu Miami Heat með 68 stiga mun, 148:80. Gamla metið var frá 1972, en það átti Los Angeles Lakers sem vann Golden State með 63 stiga mun, 162:99. Eftir fyrstu lotu voru leikmenn Cavaliers með tíu stiga forskot, en staðan í leikhléi var 73:53. Fjórðu og síðustu lotu leiksins unnu þeir stórt, eða 42:13. John Battle og Mark Price skoruðu báðir 18 stig fyrir Cavaliers, en alls skoruðu átta leikmenn yfir tíu stig fyrir Iiðið í leiknum. Malone fékk sekt Karl Malone, leikmaður Utah GOLF Einherjar ársins verðlaunaðir Allir, sem hafa farið holu í höggi á árinu, verða verðlaunaðir sérstaklega í Drangeyjarsalnum, Síðumúla 35, Reykjavík, föstudag- inn 27. desember n.k. og hefst dag- skráin kl. 17. Þeir sem ná drauma- högginu fá inngöngu í Einheija- klúbbinn, en eftirtaldir kylfingar náðu takmarkinu á árinu: Birgir Guðjónsson GSS, Björn Karlsson GK, Einar Jóhannesson GBlönd., Gunnlaugur Axelsson GV, Gylfi Sigurðsson GÍ, Gunnar B. Viktorsson GV, Hallvar Jónsson GSG, Haraldur Júlíusson GA, Har- aldur Júlíusson GV, Ingólfur Bárð- arson GOS, Jens Kristbjörnsson GS, Jón Jóhannsson GBlönd., Jón Sveinsson GHH, Magnús Gárðars- son GS, Marteinn Guðjónsson GV, Ólafur Stolzenwald GHR, Stefán Þ. Berndsen GBlönd., Sigurður Hreinsson GH, Sigurður Friðriks- son GS, Þórdís Halldórsdóttir GK og Þorvaldur Heiðarsson GV. Að auki eru tveir, sem náðu takmark- inu á síðasta ári, en var ekki til- kynnt um fyrr en á líðandi ári, þeir Jóhann P. Andersen GG og Halldór Ragnarsson GS. Þeir, sem hafa farið holu í höggi á árinu en eru ekki á listanum, eru beðnir um að hafa samband við forráðamenn golfklúbbs síns og biðja þá um að tilkynna um afrekið til Golfsambandsins, svo hægt sé að bæta viðkomandi á listann. Jazz, fékk tveggja leikja bann og 10 þúsund dollara sekt fyrir ljótt brot á Isiah Thomas hjá Detroit Pistons í leik liðanna sl. laugardag. Malone sló Thomas með olnbogan- um með þeim afleiðingum að sauma þurfti 40 spor í andlit Thomas. Ikvöld HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla Akureyri: KA - Valur.......20 KÖRFUKNATTLEIKUR Japisdeildin: Borgarn.: Skallagr. - UMFT.20 Keflavík: ÍBK-Valur........20 Bikarkeppni, undankeppni: Seljaskóli: ÍR - Árvakur.kl. 20 Kennarask.: Fram - Víkveiji....kl. 20 BADMINTON Jólamót unglinga Jólamót unglinga í badminton verður haldið í húsum TBR við Gnoðarvog um næstu helgi. Mótið hefst kl. 14 á laugardag, en verður síðan framhaldið kl. 10 á sunnu- dag. Keppt verður í öllum greinum og flokkum unglinga. Þátttökutilkynningar skulu ber- ast til TBR í síðasta Iagi kl. 18 í dag, fimmtudag. Hægt er að mynd- senda þátttökutilkynningar í fax nr. 687622.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.