Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991
Klassískir
þýskir
dömu-
jakkar
með skinni
(hœgt að taka
hettuna af).
S?o*t
við Umferðamiðstöðina,
símar 19800 - 13072.
íslandsbók Max Schmid
o g Geralds Martin
Lofíkældar
dieselrafstöðvar
fyrir verktaka, bændur, sumarhúsaeigendur,
björgunarsveitir og útgerðarmenn.
Eigum eftirtaldar stærðir á lager:
3.7 - 4.1 KW, 1x220 volt
4.5 - 5.0 KVA, 3x380 volt
1.5 KW, 1 x220 volt
Pantanir óskast sóttar sem fyrst.
Á næstunni getum við einnig boðið
vatnskældar rafstöðvar 7.6 - 10.0 - 17.0 og
36 KW á ótrúlega hagstæðu verði.
Sala - Ráðgjöf - Þjónusta.
eftir Björn Hróarsson
Einn helsti _ gimsteinninn í jóla
bókaflóðinu á íslandi í ár er ekki á
íslenskri tungu. Þrátt fyrir það mun
erfitt að finna aðra bók sem tengist
Islandi sterkari böndum.
Um er að ræða bókina Island eft-
ir Svisslendinginn Max Schmid og
Þjóðverjann Gerald Martin. Max
Schmid á allar ljósmyndir í bókinni.
Hann er fæddur 1945 og starfar sem
ljósmyndari, en Max er einkum
þekktur fyrir myndir sínar frá ís-
landi, Nýja Sjálandi og Grikklandi.
Textann á Gerald Martin en bókin
er bæði á ensku, þýsku og frönsku.
Gerald Martin er náttúrufræðingur,
fæddur 1915.
Báðir eru þeir félagarnir sannir
íslandsvinir og hafa komið margoft
hingað til lands og jafnan dvalið hér
langdvölum.
Bókin ísland, sem er 160 bls.,
skiptist í sex kafla. Textinn er áferð-
arfagur og þægilegur aflestrar. Vill-
ur eru hinsvegar of margar. Aðeins
eru nefnd níu heimildarrit en við
lestur textans virðist auðsætt að
efni er sótt til mun fleiri ritverka.
Þess er hvergi getið í texta hvaðan
upplýsingarnar eru komnar og er
það bagalegt. Þá eru nokkrar heim-
ildanna, sem nýttar hafa verið,
komnar við aldur og geldur bókin
þess á nokkrum stöðum. Með mark-
vissari heimildarvinnu hefði án efa
mátt skerpa textann og fækka vill-
um.
Þrátt fyrir ofangreinda galla er
textinn ágæt landkynning og mikill
fengur að bókinni sem slíkri fyrir
íslenska ferðaþjónustu. Textinn mun
þó ekki verða burðarásinn í þeirri
landkynningu heldur myndimar.
í bókinni eru 10 svart-hvítar
teikningar úr gömlum ferðabókum.
Skreyta þær textasíður bókarinnar
og skila sínu hlutverki vel.
Ljósmyndir bókarinnar, 72 tals-
ins, eiga hins vegar vart eða engan
sinn líka og hefja bókina til vegs
og virðingar. Á síðustu árum, sem
og nú á síðustu vikum og mánuðum,
hafa komið út nokkrar „myndabæk-
ur“ um ísland. Með fullri virðingu
fyrir þessum bókum eiga þær mynd-
ir sem þar hafa birst fátt skylt við
þær myndir sem Max Schmid valdi
í þessa bók sína. Myndirnar eru héð-
an og þaðan af landinu, teknar á
mismunandi árstíma og í mismun-
andi veðráttu auk þess að vera tekn-
ar á öllum tímum sólarhringsins.
Útkoman verður hins vegar ávallt
sú sama — sannkallað listaverk
náttúrunnar.
Þannig virðist sama hvort Max
Schmid snýr myndavélinni að eld-
gosi, hveralæk, auðn, gróðri, fjalli
eða fossi, ávallt tekst honum að
nýta mismun ljóss og skugga til hins
ýtrasta auk þess að ná fram litasam-
setningu sem íslensk náttúra virðist
ekki miðla til annarra.
Margar myndanna ná yfir heila
opnu og njóta sín því sérlega vel.
Það er erfitt að gera upp á milli
myndanna. TJndirritaður getur þó
ekki á sér setið að nefna nokkrar
myndir sérstaklega enda um að ræða
einhver stófenglegustu listaverk sem
búin hafa verið til af íslenskri
náttúru. Á bls. 16 er mynd frá
Krepputungu með lambagrasþúfu í
forgrunni. Þar stingur lambagrasið
sérkennilega í stúf við auðnina.
Margar myndir eru til af Svarta-
fossi í Skaftafelli en á bls. 76-77 er
slíkt listaverk að aðrar myndir frá
þessum stað fölna. Súld og þoku-
bakkar hafa yfirleitt ekki heillað ljós-
myndara en á bls. 94-95 skartar
Skaftafellsjökull sínu fegursta þrátt
fyrir dumbung í lofti. Onnur dum-
bungsmynd er á bls. 108. Þar renn-
ur lítill, tær og kaldur íjallalækur
um dýjamosa við Kerlingarfjöll.
Otrúleg ró er yfir þessari mynd. Þær
eru misjafnar myndirnar sem teknar
hafa verið í Hrísey. Á bls. 115 er
íslenskt jólaævintýri
Verðlaunasagan Þytur eftir Jóhönnu A. Steingrímsdóttur
eftir ÓlafHauk
Arnason
Sum skáldverk eru öðrum þræði
tónsmíðar, önnur nánast málverk,
þau bestu hvort tveggja. Það er
nefnilega aðal skáldlistar að höfða
bæði til sjónskyns og heymar. „Með
innri augum mínum ég undur mikil
sé,“ sagði snillingurinn frá Fagra-
skógi. — Og hvílík veisla „þegar
hljómar eða litir eða geislar snerta
streng" í fögru skáldverki.
Bókaútgáfan Björk efndi í ár til
samkeppni um bestu barnabókina í
tilefni hálfrar aldar afmælis. Sagan
Þytur eftir Jóhönnu Á. Steingríms-
dóttur með gullfallegum myndum
OFLUGAR
EINKATÖLVUR-
Tele Video og
Handoktölvur
með 42 MB diski:
frá 74.900kr.
PAKKATILBOÐ:
Tele Video og
Handoktölva
með 42 MB diski,
Star prentara,
Windows 3 og mús:
frá99.900kr.
SKRIFSTOFUVELARsundhf
HVERRSGÓTU 33 - SÍMI 623737 NÝBÝLAVEGI16 - SÍMI 641222
Hólmfríðar Bjartmarsdóttur var
verðlaunuð. Munu þær ggannkonur
í Aðaldal vel að verðlaununum
komnar.
Þytur er vel gerð bók. Tungutak
höfundar er rammíslenskt — og svo
lipurt að unun er að lesa — og heyra.
Sagan gerist á einu misseri. Hún
hefst um hásumar og henni lýkur á
aðfangadagskvöld. Aðalpersónurnar
eru síðborinn hreinkálfur og lítil
sveitastúlka — ásamt foreldrum
beggja. Sögusviðið er landið okkar,
dalurinn og öræfin miklu, manna-
byggð og óbyggðir. Ýmislegt gerist
á þessum tíma. Hálft á er lengi að
líða þegar maður er barn. Frásögnin
er þó aldrei langdregin. Hún er hröð
og þegar best lætur hlaðin þeirri
spennu ævintýrsins sem vakti okkur
ungum ýmist sælu eða hroll. Bjartur
í Sumarhúsum reið hreintarfi yfir
Jökulsá. Skipti Daggar litlu við
hreindýrin eru enn ævintýralegri.
En sagan fjallar raunar framar
öðru um ást og fórn, skilyrðislausa
ást sem væntir einkis endurgjalds.
Hún tjáir okkur eftirminnilega að
það sem mestu skiptir í lífinu verður
aldrei keypt fyrir peninga, að sam-
hjálp og samvinna er lífsnauðsyn.
Þess er hollt að minnast þegar síbylj-
an um að hver sé sjálfum sér næst-
ur glymur í eyrum. Og víst mun um
það að nái sú villukenning að grípa
fólk heljartökum hverfur söngurinn
úr brjóstinu og ævintýrið verður
martröð.
Höfundur teflir fram andstæðum
svo að tónarnir, bjartir og dimmir,
kallast á: Hlýr faðmur dalsins ann-
ars vegar, köld auðnin og áttlaus
víðernin hins vegar, sólheitir dagar,
grimmdarhörkur skammdegis, veik-
burða líf, konungur öræfanna. Öllu
er þessu vel til skila haldið.
Mér þykir ekki ólíklegt að tón-
smiðir eigi eftir að semja verk sem
taki mið af þessari rammíslensku
sögu. Hana má raunar kalla jólaæv-
intýri því að undrið gerist á jóla-
nótt. Þar fer að vísu ekki sá dýrkálf-
ur döggu slunginn sem um var ort
í fornu kvæði heldur hrími þakinn
hreinn af heiðum ofan.
Ég hlakka til að lesa söguna af
Þyt og Dögg litlu fyrir barnabörnin
mín. Mig grunar að þau vilji heyra
hana aftur og aftur. Hún er nefni-
lega gædd þeim galdri ævintýrisins
að verða æ skemmtilegri með hverj-
Jóhanna Á. Steingrímsdóttir
um lestri og Dögg hefur alla burði
til að verða íslensk Rauðhetta og
Þytur íslenskur Bambi.
Ilöfundur er fyrrverandi
skólantjnri.
--------» ♦ ♦--------
Ný ljóðabók
eftir Jónas
Friðgeir
KOMIN er út ný ljóðabók eftir
Jónas Friðgeir og kallast hún Ber
er hver ... Fjölvi gefur bókina út.
I kynningu útgefanda segir:
„Skáldið hefur átt við þungbær örlög
að stríða. í ljósi veikinda hans vakir
undir niðri í þessari nýju bók mikil
harmræn undiralda. Þó er athyglis-
vert, hvernig bráir af honum í björtu
skyni. Allt í einu kveikir hann snöggt
ljósblik, þrungið kaldhæðni eða
kímni, en oft líka i kæruleysislegri
gamansemi um það hvernig aílt velt-
ur.
En líka má merkja smellan óvænt-
an endi í baráttu hans við að vera
maður og hann horfir á hlutina frá
óvæntum sjónarhól".
Birgitta Jónsdóttir myndskreytti
bókina, sem er um 80 blaðsíður unn-
in í G.Ben Prentstofu.