Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991
Sigursamningiir íslend-
inga, Spánveija eða EB?
eftir Hannes Jónsson
Talsmenn EES-aðildar hafa
keppst við að túlka samkomulag
ríkja EFTA og EB frá 22. október
sl. sem stórsigur fyrir íslendinga
og íslenska hagsmuni. Slíkar sigur-
fregnir hafa heyrst af þessum vett-
vangi áður. í lok Lúxemborgar-
fundarins 18. júní sl. fagnaði utan-
ríkisráðherra stórsigri Islendinga.
Þegar frá ieið kom í ljós, að sigur-
fögnuðurinn var ótímabær og
byggðist á misskilningi. EB túlkaði
niðurstöður fundarins með allt öðr-
um hætti en sigurfagnandi ráð-
herrar í Reykjavík og Osló.
Samningaþófið bélt því áfram.
Lauk enn einum árangurslausum
samningafundi 30. júlí sl.
Bæði á júlífundinum og í sept-
ember áréttuðu samningamenn
EB, í fullu samræmi við samnings-
umboð þeirra frá 18. júlí 1990, að
á móti lækkun tolla af sjávarafurð-
um á EB-markaði skyldu koma
veiðiheimildir í efnahagslögsögu
EFTA-ríkjanna, einkum Islands og
Noregs. Grundvallarsjónarmið
þeirra var: Aðgangur að markaði
fyrir aðgang að auðlind.
Okkur var sagt, að þessu hafi
verið hafnað. Einnig kröfu EB frá
24. september um rétt aðildarríkja
til þess að kaupa sig inn í íslensk
fískvinnslu- og útgerðarfélög á
grundvelli fjórfrelsisákvæða EES-
samningsins og samsvarandi
grundvallaratriða Rómarsáttmála.
En hvað kom á daginn?
Fréttir frá Spáni herma, að þar-
lend blöð hafí líka birt sigurfregn-
ir vegna samningsniðurstöðunnar
22. október. Á meðal heimilda-
manna um þessar spænsku sigur-
fregnir er fréttaritari ríkisútvarps-
ins þar í landi. Hvort misskilja
Spánveijar eða íslenski utanríkis-
ráðherrann málið, svo notað sé
uppáhaldsorð hans: „misskilning-
ur“?
_ Magnús Gunnarsson, forstjóri
SÍF, lýsti málinu í hnotskurn með
þessum orðum í viðtali við Tímann
30. nóvember:
„Því miður hefur það gerst í
tvígang, að Jón Baldvin hefur kom-
ið hingað til lands frá Lúxemborg,
sigri hrósandi og sagst hafa alla
hluti í hendi sér ög þetta er í ann-
að skiptið sem reyndin er önnur
en sú, sem okkur var tjáð.“
Markaður gegn auðlind
Einhliða og mótsagnakennd
efnistúlkun utanríkisráðherra á
málinu hefur nú leitt til þess, að
fólk er farið að taka með varúð
áróðurskenndar fullyrðingar hans.
Samstarfsnefnd atvinnurekenda í
sjávarútvegi féll t.d. frá stuðningi
sínum við EES-samkomulagið með
yfirlýsingu 27. nóvember þar sem
að í ljós hafi komið, að veigamikl-
ar „forsendur samkomulagsins
eiga sér ekki stoð í raunveruleikan-
um“. og þegar Jón Hannibalsson
reyndi að snúa sig út úr ábyrgð-
inni af að hafa kynnt samninginn
ranglega fyrir hagsmunaaðilum í
sjávarútvegi til þess að skapa já-
kvæða stemmningu um samning-
inn á fölskum forsendum, svaraði
Magnús Gunnarsson, formaður
SAS, í Morgunblaðsviðtali 29. nóv-
ember með þessum orðum: „Þetta
er bara bull og kjaftæði og einn
andskotans tilbúningurinn hjá hon-
um í viðbót.“
Það er því ekki vanþörf á að
leita frumupplýsinga um málið
annað en 'til íslenska utanríkisráð-
herrans. Þetta hef ég gert og fékk
m.a. meginatriði sjávarútvegsvið-
auka EES-samningsins á faxi frá
skrifstofu Frans Andriessen, sem
fer með utanríkismál EB, 19. þ.m.
Þar kemur ótvírætt fram, að þeir
telja, að samið hafi verið um skipti
á aðgangi að markaði fyrir aðgang
að auðlind.
í skjalinu eru undirkaflar auð-
kenndir „Aðgangur að ma_rkaði“
og „Aðgangur að auðlind". í þeim
fyrri eru taldar upp tollalækkanir
á sjávarafurðum á EB-markaði,
en í hinum eru ákvæði um, að EB
megi veiða 3.000 tonn af karfa
(langhali ekki nefndur) árlega á
Islandsmiðum gegn veiði Islend-
inga á 30.000 tonnum af loðnu á
Grænlandsmiðum.
Af efni og uppsetningu á skjal-
inu fer ekki á milli mála, að EB
lítur á sjávarútvegsviðaukann sem
skipti á auðlind fyrir markað. Þeir
láta í reynd ekkert í stað karfans
nema markaðsaðgang.
Pappírsloðna
Loðna fyrir karfann er bara
„pappírsloðna". Síðustu 3 árin hef-
ur hún alls ekki verið veiðanleg
Hannes Jónsson
„Markmið þeirra er og
hefur verið að komast
inn í 758.000 ferkíló-
metra fiskveiðilögsögu
íslands. Það er þeirra
aðalkeppikefli. Þetta
telja þeir sig hafa nálg-
ast verulega með þessu
fyrsta skrefi inn í lög-
söguna. Fyrst fingur-
inn, svo höndina alla.“
við Grænland og EB því ekki getað
hagnýtt hana. Hún hefur ekki ver-
ið í veiðanlegu ástandi fyrr en hún
hefur flutt sig inn í íslenska efna-
hagslögsögu. Þar eigum við hana
að sjálfsögðu og þurfum ekki að
kaupa hana með 3.000 tonna
karfakvóta.
Ég hef það eftir áreiðanlegum
heimildum í Brussel, að þar á bæ
líti menn yfirleitt á loðnutúlkun
utanríkisráðherra sem „farsa“. I
þeirra augum er þetta í reynd skipti
á veiðiheimildum fyrir markaðsað-
gang, en þetta hefur alla tíð verið
stefna EB í samningunum.
Markmið þeirra er og hefur verið
að komast inn í 758.000 ferkíló-
metra fiskveiðilögsögu íslands.
Það er þeirra aðalkeppikefli. Þetta
telja þeir sig hafa nálgast verulega
með þessu fyrsta skrefi inn í Iög-
söguna. Fyrst fingurinn, svo hönd-
ina alla.
Fyrir þessa „pappírsloðnu" er
okkur ætlað að fóma til EB-sigrun-
um í baráttu okkar við ofurefli
forusturíkja þeirra um 12, 50 og
200 mílna efnahagslögsögu.
í þessu sambandi má ekki
gleyma meginatriði fiskveiðistefnu
EB, sem er að fiskistofnarnir séu
sameign aðildarríkjanna og sókn í
þá lúti sameiginlegri stjórn EB.
Framkvæmd hennar hefur leitt til
ofveiði og rányrkju hvar sem flotar
þeirra hafa stundað veiðar og
þannig stórskaðað fiskimiðin. Afla-
tölur eru falsaðar að geðþótta til
þess að komast yfir meiri afla en
kvótar leyfa, enda veiðieftirlit erf-
itt og kostnaðarsamt. Lítill vafi er
á því, að sama yrði uppi á teningn-
um, ef menn létu glepjast til að
samþykkja þessa samninga, sem
mundu örugglega gera íslensku
efnahagslífí mikinn skaða.
Aðgangur að höfnum
Annað umhugsunarvert atriði í
sjávarútvegsviðauka EES-samn-
inganna er þess efnis, að EFTA-
ríkin skuli breyta Iögum sínum í
þá veru, að flotar EB fái sam-
Gaukshreiðrið
(Islenskur sjávarútvegur)
eftir Sveinbjörn
Jónsson
Eflaust þekkjum við flest söguna
um smáfuglana sem verða fyrir því
óláni að stærri aðskotafugl verpir
eggi sínu í hreiður þeirra og þegar
unginn kemur úr egginu verður
hann svo stórvaxinn og þurftarfrek-
ur að hann gín yfír allri fæðuöflun
hreiðurforeldranna og ryður að lok-
um hreiðursystkinum sínum út úr
hreiðrinu.
Því minnist ég þessarar sögu að
mér finnst margt sem nú er að
gerast í íslenskum sjávarútvegi
bera keim af henni. Fiskvinnslufólk
sem áratugum saman hefur stuðlað
að hagsæld þessa þjóðfélags er nú
skilið eftir í reiðileysi á meðan
tæknivæddar ryksugur fjármagns-
ins, frystitogararnir soga til sín
stöðugt stærri hlutdeild, veiðiheim-
ildir smærri báta eru keyptar í kipp-
um til að þjóna sama markmiði og
heilu sjávarþorpin berjast nú fyrir
tilveru sinni af sömu orsökum.
Því miður eru þeir til sem segja
að það sem hér er að gerast sé
eðlileg þróun og að öll barátta gegn
henni sé af hinu illa. Það þarf mik-
inn kjark til að horfa inn í framtíð-
ina með slíku hugarfari, tækni-
framfarir okkar eru að vísu stór-
kostlegar, en því miður höfum við
ekki alltaf gert okkur grein fyrir
hve takmarkað olnbogarými okkar
er frá náttúrunnar hendi.
Það er orðið bráðnauðsynlegt að
þeir sem ráða í þessu þjóðfélagi
geri sér grein fyrir því að jafn stór-
kostlegt og það er að ráða yfir
hátæknivæddum lausnum á við-
fangsefnum okkar verður það öm-
urlegt, þegar þessar sömu há-
tæknivæddu lausnir fara að ráða
yfir okkur. Þetta á jafnt við um þá
sem ráða tækniundrunum sjálfum
og hina sem leggja fram þekking-
una sem að baki liggur og oft er
reyndar einnig notuð til að ryðja
nýungunum braut. Það þarf mikla
visku til að valda svo mikilli þekk-
ingu sem mannkynið ræður yfir í
dag, ef ekki á illa að fara.
Það er kaldhæðni örlaganna að
á þeim tímum sem við nú lifum
skulu margir frammámenn í ís-
lenskum sjávarútvegi leita hætt-
unnar í röðum íslenskra smábáta
SIEMENS
Litlu raftœkin frá
gleöja augaö!
Sveinbjörn Jónsson
„En íslendingar; þjóð
sem hvað íbúafjölda
varðar gæti verið út-
kjálkasveitahérað í nær
hvequ einasta við-
skiptalandi sínu leitar
að hættunni hjá trilluk-
örlum.“
eða eru þær raddir sem nú heyrast
hæstar kannski til þess eins ætlaðar
að slá ryki í augu íslensks almenn-
ings eða stjórnmálamanna. Slík iðja
er ekki sæmandi neinum þeim sem
vill láta taka sig alvarlega eða hver
trúir því að fiskistofnum við strend-
ur þessa lands stafí fyrst.og fremst
hætta af veiðum smábáta? Orsak-
anna er að leita annars staðar og
það vitum við öll.
í sumar var haldinn fundur í
Alaska þar sem hagsmunaaðilar
mótuðu stefnu um skiptingu físk-
veiðikvóta milli hinna ýmsu útgerð-
arforma. Á þessum fundi gerðist
það að hagsmunaaðilar svæðis-
bundinnar fískvinnslu og veiða
mynduðu meirihluta gegn stórvirk-
um úthafstogurum frá fjarlægum
höfnum og í allri skiptingunni var
staðinn vörður um hagsmuni þess
fólks, sem tekið hafði sér búsetu
með tilliti til nálægðar við fískimið-
in og þeirra sem fjárfest höfðu í
atvinnugreininni á heimaslóðum.
Þegar ég las um þessa atburði
varð mér á að hugsa: já, mikið
hafast þeir ólíkt að. Alaskabúar
íbúar útkjálka frá tæknivæddustu
þjóð veraldar beita valdi til að
sporna gegn tæknivæðingu sem að
þeirra mati mundi leiða til óæski-
legrar þróunar í búsetu. En íslend-
ingar; þjóð sem hvað íbúafjölda
varðar gæti verið útkjálkasveita-
hérað í nær hveiju einasta viðskipt-
alandi sínu leitar að hættunni hjá
trillukörlum. Það hlýtur að vera
einhver sálfræðileg orsök fyrir slík-
um mótsögnum, geturþað virkilega
verið að gagnrýnislítil tæknidýrkun
íslendinga og fordómar þeirra
gagnvart hefðbundnum lausnum
stafi af minnimáttarkennd? Ég veit
það ekki en samkvæmt þeirri
reynslu sem ég hef öðlast undanfar-
in ár sem dreyfbýlingur hér á landi
er ekki laust við að mig gruni að
svo sé.
í nýfluttri ræðu sjávarútvegsráð-
herra á fiskiþingi heyrði ég í fyrsta
skipti íslensk stjórnvöld hugleiða
einhveijar takmarkanir á athafna-
frelsi hinna tæknióðustu. Málið var
þó nálgast af mikilli varfærni og
stundum gat ég ekki betur skilið
en heimilað mundi verða að gera
nánast hvað sem væri, ef nægilegt
pláss væri um borð í skipunum.
Þetta er ekki kjarni málsins og
vandi sá sem við höfum búið okk-
urt til verður ekki leystur með nein-
um vettlingatökum. Við verðum að
hafa kjark til að velja á milli veiðiað-
ferða með tilliti til áhrifa þeirra á
lífríkið og samfélagið. Ef við mönn-
um okkur ekki upp og tökum skyn-
samlega á málinu munu tæknin og
fármagnið teyma okkur í illleysan-
legar ógöngur. Niðurstaðan mun
óumflýjanlega verða stór skaði
bæði vistkerfislegur, samfélagsleg-
ur og hversu ótrúlega sem það
hljómar, fjárhagslegur.
Höfundur býr á Súgandnfirði og
er fyrrverandi stjómarmaður í
Landssambandi smábátaeigenda.
SIEMENS
Kaffivólar, hrœrlvélar, brauðrlstar, vöfflujárn,
strokjárn, handþeytarar, eggjaseyðar,
hraðsuðukðnnur. áleggshnífar, veggklukkur,
vekjaraklukkur, djúpstelklngarpottar o.m.fl.