Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 JOLAFERÐ TIL PORTÚGAL 23. desember - 2. janúar Flug og bíll frá kr. 51.520.- Flug og hótel frá kr. 57.920.- Flug og lúxus íbúð frá kr. 79.020.- EVRÓPUFERÐIR<E Klapparstíg 25-7 sími 628181 fax 624456 telex 3028 euro is Leiðir til að mæta afleið- ingum válegra atburða eftir Lárus Blöndal Inngangur Upp á síðkastið hafa orðið' átak- anleg slys, sem kostað hafa manns- líf og miklar þjáningar aðstand- enda. Enn og aftur erum við minnt á harðneskju máttarvaldanna og hve lítil við verðum, þegar slys ber að höndum. Margir velta því fyrir sér, hvemig fólk kemst í gegnum mikil áföll sem fylgja lífinu, hvort hægt sé að mæta þeim á einhvern þann hátt, að þau bugi okkur ekki og verði okkur ijötur um fót um ókomin ár. Hér á eftir verður sér- staklega fjallað um tvær leiðir til að veita fólki stuðning sem á um sárt að binda eftir válegan atburð, NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJA - NYJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ Asgeir Jakobsson SÖGUR ÚR TÝNDU LANDI Ásgeir Jakobsson er landskunnur fyrir œvisögur sínar um íslenska athafnamenn. Þessi bók hefur að geyma smósögur eftir hann, sem skrifaðar eru ó góðu og kjarnyrtu móli. Þetta eru brööskemmtilegar sögur, sem eru hvort tveggja í senn gamansamar og með alvar- legum undirtóni. Lieiðintil oska M.Stotr IVck M.Scott Peck Leíðin til andlegs þroska Öll þurfum við að takast ó við vandamöl og erfiöleika. Það er oft sörsaukafullt að vinna bug ó þessum vandamdlum, og flest okkar reyna d einhvern hótt að forðast að horfast í augu við þau. í þessari bók sýnir banda- ríski geðiœknirinn M. Scott Peck hvernig við getum mœtt erfið- leikum og vandamólum og öðlast betri skilning ó sjólfum okkur, og um leið öðlast rósemi og aukna lífsfyllingu. pCtur t ZOPUONtASSON VffiJNGS IÆKJARÆITV Pétur Zophoníasson VÍKINGSLÆKJARÆTT V Fimmta bindið af Víkingslœkjarœtt, niðjatali Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar, hreppstjóra ó Víkingslœk. í þessu bindi er fyrsti hluti h-liðar œttarinnar, niðjar Stefdns Bjarnasonar. Efninu fram að Guðmundi Brynjólfssyni ó Keldum veröur skipt í tvö bindi, þetta og sjötta bindi, sem kemur út snemma ó nœsta dri (1992). Myndir eru rúmur helmingur þessa bindis. Pétur Eggerz ÁST, MORÐ OG DULRÆNIR HÆFILEIKAR Þessi skdldsaga er sjöunda bók Péturs Eggerz. í henni er meðal annars sagt frd ummœlum fluggdfaðs íslensks lœknis, sem taldi sig fara sdlförum að nœturlagi og eiga tal við fram- liðna menn. Þetta er forvitnileg ‘ frósögn, sem fjallar um marg- breytilegt eðli mannsins og tilfinningar. Kinntwijp Ouðinund«M>n Gamansemi ^norra ^íurlusonar Nokkur valin dæmi Skugpjá Finnbogi Guömundsson GAMANSEMI SNORRA STURLUSONAR 23. september voru liðin 750 ór síðan Árni beiskur veitti Snorra, Sturlusyni banasdr í Reykholti. í þessari þók er minnst gleðimannsins Snorra og rifjaðir upp ýmsir gamanþœttir í verkum hans. Myndir í bókina gerðu Aðalbjörg Þórðardóttir og Gunnar Eyþórsson. Auðunn Bragi Sveinsson SITTHVAÐ KRINGUM PRESTA í þessari bók greinir Auðunn Bragi fró kynnum sínum af rúmlega sextíu íslenskum prestum, sem hann hefur hitt á lífsleiðinni. Prestar þeir, sem Auðunn segir frá, eru bœði lífs og liðnir og kynni hans af hverjum og einum mjög mismikil; við suma löng en aðra vart meira en einn fundur, SKUGGSIÁ Bókabúð Olivers Steins sf NYJAR BÆKUR - SKUGGSJA - NYJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ þ.e. tilfinningalega bráðahjálp og svokallaða andlega viðrun. Áfalla- og stórslysasálarfræði er tiltölulega nýtt svið innan sálar- fræðinnar. Þar er hugað að þeim áhrifum og afleiðingum sem válegir atburðir hafa á fólk og ákveðnum leiðum til að draga úr mannlegum þjáningum í kjölfar þeirra. Við- fangsefni áfalla- og stórslysasálar- fræðinnar eru sammannleg eðlileg viðbrögð við miklu álagi, sem tengj- ast manneskjunni í allri sinni fjöl- breytni, viðbrögðum líkama og sál- ar, hugsunar og tilfinninga. Banda- ríkjamenn eru mjög framarlega á þessu sviði, en segja má að hið mannskæða slys (þar sem 123 létu lífið) á olíuborpallinum Alexander Kielland undan strönd Noregs 1980, hafi orðið upphafið á rann- sóknum þar í landi á afleiðingum slíkra stórslysa á fórnarlömb og hjálparfólk. Síðan hafa Norðmenn verið hvað atkvæðamestir varðandi áfalla- og stórslysasálfræði í Skand- inavíu, enda orðið fyrir mörgum þungum áföllum. Niðurstöður fjölda rannsókna hafa aukið þekkingu okkar á þeim viðbrögðum sem fólk sýnir í tengsium við válega at- burði. Viðbrögðin geta, ef ekkert er að gert, þróast í langvarandi vanlíðan og jafnvel sjúklegt ástand. Áföll þurfa ekki að vera öðrum sýnileg, hvað þá þær afleiðingar sem þau hafa á fólk. Sé ekkert sjá- - anlegt, t.d. ef viðkomandi er óslas- aður eða ber sig vel, hefur það oft verið mælikvarði á að allt sé í lagi. Við veitum því ósýnilega oft ekki athygli og lítum á andlegar afleið- ingar áfalla sem einkamál hvers og eins. Því miður hefur vettvangur til umræðna um andlega líðan og þarfir fólks í tengslum við váleg atvik of sjaldan verið til staðar. Tilfinningaleg bráðahjálp Aðstæður á slysstað valda iðu- lega miklu tilfinningalegu uppnámi og á fólk mjög erfitt með að átta sig á atburðinum og hvað kemur til með að gerast. Því skiptir miklu á hvern hátt hlúð er að fólki og finnist fórnarlömbum þau fái góða aðhlynningu á slysstað dregur það m.a. úr andlegri vanlíðan s.s. hræðslu, kvíða og spennu og að það nær fljótar áttum. Slíkt eykur á getu fólks til þess að vinnna sig í gegnum áfallið og dregur úr hætt- unni á langvarandi andlegri vanlíð- an. Góð aðhlynning getur m.a. verið fólgin í svokallaðri tilfinningalegri bráðahjálp. Þar er lögð áhersla á að hjálparfólk byggi upp öryggi hjá skjólstæðingum sínum, og að gefa þeim góðan tíma og hafi skilning á þörfum þeirra. Fórnarlömb upplifa oft válegar aðstæður sem óraun- verulegar og er þess vegna mikil- vægt að upplýsa þau um tíma og stað, hvað gerst hefur, hvað kemur til með að gerast og um viðbrögð fólks undir slíkum kringumstæðum. Allar upplýsingar eiga að vera stuttar, nákvæmar og viðeigandi. Varast skal að skapa óraunhæfar væntingar hjá fórnarlömbum. Var- fæmisleg snerting, hvatning til að tala um áfallið eða þátttaka í hjálp- arstarfinu, ef sá möguleiki er fyrir hendi, virkar róandi á fólk í tilfinn- ingalegu uppnámi. Hjálparfólk ætti að kappkosta við að koma fórn- arlömbum í samband við sína nán- ustu og veija þau fyrir auknu álagi á vettvangi, s.s. vegna aðgangs- harðra áhorfenda og fjölmiðlafólks. Andleg viðrun í Bandaríkjunum, Noregi, Sví- þjóð og víðar eru tiltækir hjálpar- hópar sérfræðinga, (s.s. geðhjúkr- unarfræðingar, prestar, sálfræðing- ar og geðlæknar) sem kallaðir eru til þegar válega atburði ber að höndum. Þessir aðilar vinna gjarnan á mörgum vinnustöðum, en hafa fengið sérstaka hópþjálfun í áfalla- hjálp. Sumar stofnanir, s.s. sjúkra- Lárus Blöndal „Áfalla- og stórslysasál- arfræði er tiltölulega nýtt svið innan sálar- fræðinnar. Þar er hug- að að þeim áhrifum og afleiðingum sem váleg- ir atburðir hafa á fólk og ákveðnum leiðum til að draga úr mannleg- um þjáningum í kjölfar þeirra.“ hús eða slökkvistöðvar, hafa á sín- um snærum sérfræðing eða hjálpar- hóp til að veita starfsfólki sínu eða fórnarlömbum válegra atburða and- legan stuðning. Slíkir hjálparhópar hafa m.a. verið kallaðir til vegna borpallaslysa, þyrluslysa, stór- bruna, snjóflóða, bílslysa, sjálfs- morða, vegna „næstum því slysa“ sem gátu haft ófyrirsjáanlegar af- leiðingar og sjó- og flugslysa. Má í því sambandi nefna feijubrunann í Skandinavian Star í apríl 1990, þar sem 158 manns fórust og flug- slys þá um haustið þar sem yfir 50 Norðmenn fórust. Meginverksvið slíkra hjálparhópa er að halda hópfund eða svonefnda andlega viðrun, með fórnarlömbum válegra atburða, aðstandendum þeirra, hjálparfólki o.fl. Andleg viðrun er 'skipulagður fundur, bæði að formi og innihaldi. Þar er m.a. farið í smáatriðum í gegnum þau skynáhrif og viðbrögð sem fólk upplifir á vettvangi válegs atburðar og í kjölfar hans. Andlega viðrun er einnig hægt að nota fyrir ein- staklinga. Meginmarkmið andlegrar viðr- unar er að draga úr þjáningum þeirra sem hafa orðið fyrir miklu álagi og minnka líkurnar á langvar- andi andlegri vanlíðan. Önnur markmið eru þau að auka samstöðu þeirra sem verða fyrir áfalli, upp- lýsa þá um sameiginleg, sammann- leg viðbrögð og opna fyrir umræðu um tilfinningalega líðan í kjölfar válegra atburða. Andleg viðrun er haldin einum til þremur sólarhringum eftir váleg- an atburð. Ástæðan fyrir því að fundurinn er ekki haldinn fyrr er m.a. sú að fólk verður fyrst að átta sig betur á því sem gerst hefur. Ekki má heldur hafa liðið of langur tími frá áfallinu, því þá fer m.a. gleymska að gera vart við sig og fleiri sálrænir þættir geta hindrað fólk í að viðra sínu andlegu líðan. Mikilvægt er að tryggja það strax eftir válegt atvik að allir viðeigandi aðilar viti um fundinn og séu hvatt- ir til að koma. Æskilegur fjöldi í andlegri viðrun er tíu til fimmtán manns, þó ganga minni hópar vel en stærri geta skapað vandræði. Reynt er að hafa samsetningu hóp- anna eins líka og hægt er, hafa t.d.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.