Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 11 Strengleikar _________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson íslandsdeild Evrópusambands strengjakennara stóð fyrir tón- leikum sl. þriðjudag í Seltjarnar- neskirkju og voru tónleikarnir afrakstur námskeiðs, sem haldið var dagana 13. til 17. desember í samvinnu vjð Tónlistarskólann í Reykjavík. Á efnisskránni voru verk eftir Gustav Holst, Mend- elssohn og Vivaldi. Stjórnandi var Roland Vamos en einleikar- ar; Guðný Guðmundsdóttir, Sigr- ún Eðvaldsdóttir, Auður Haf- steinsdóttir og Almita Vamos. Tónleikarnir hófust á Páls- svítunni eftir Holst og léku ungu tónlistarmennirnir mjög vel. Gat t.d. að heyra sérlega fallega mótaðan leik í fyrsta þættinum, „gikkinum" og töluverð tiiþrif í lokaþættinum, þar sem Holst slær saman nokkrum enskum þjóðlögum á mjög skemmtilegan máta. Roland Vamos stjórnaði þessu skemmtilega verki og var auðheyrt að þar stóð góður fag- maður að verki. Annað verkefni tónleikanna var Oktett eftir Mendelssohn og þar léku áðurnefndir einleikarar auk þess sem Bryndís Halla Gylfadóttir, Gunnar Kvaran, Helga Þórarinsdóttir og Roland Vamos bættust í hópinn. Þarna var valinn maður í hveiju rúmi. Þrátt fyrir það var útfærsla þess- ara ágætu tónlistarmanna nokk- uð óhamin, rétt eins og þeir léku „hver í kapp við annan“, þannig að mikið reyndi á hljómþol hvers eins, svo að leikurinn fékk oft grófan svip. Rómantísk tónlist má vera þrungin spennu og átök- um en það er ekki þar með sagt, að slík spenna fáist eingöngu með því að leika sterkt, miklu heldur með því að bæla styrkinn og til að skerpa andstæðurnar, að gefa af og til „lausan taum- inn“. Árstíðirnar eftir Vivaldi eru meðal vinsælustu verka meistar- ans, þó flestir, sem til þekkja, séu sammála um að í konserta- safni hans sé að finna mörg verk, sem standa þeim mun framar að gæðum. Meðal þess sem mesta athygli vekur en tilraun Vivaldis til að líkja eftir ýmsu er tengist árstíðunum en í þessari upp- færslu var lítið lagt upp úr því að ná þessum eftirlíkingum og var túlkun konsertanna í heild því meira „músikleg" en leikræn. Guðný Guðmundsdóttir lék einleik í vorinu og eftir smá- hnökra í byijun náði hún sér vel á strik og lék konsertinn í heild mjög vel. Sigrún Eðvaldsdóttir lék sumarið og var leikur hennar í heild góður og sérlega fallegur í miðþættinum, Adagio e piano. Almita Vamos lék haustið og var einkar fróðlegt að heyra þann mund, sem er á leik hennar og íslensku flytjendanna, en hann var í heild fíngerður og fágaður en eilítið tóndaufur. Skörpustu línurnar dró Auður Haraldsdóttir í síðasta konsertinum, vetrinum. Þar er á ferðinni skemmtilegur og líflegur fiðlari. Largokaflinn frægi var tnjög vel leikinn svo og hinn hressilegi lokakafli. í heild voru þetta sérlega skemmti- legir tónleikar og í flokki þeirra bestu, sein hér á landi gerast, og ber þá ekki síst að þakka frá- bæra frammistöðu unga fólksins, þó framlag einleikaranna hafi ráðið miklu um ágæti tónleik- anna. MITSUBISHI /~ SJÓNVARPSTÆKI SÉRTILBOÐ: 49.950,1 Munalán Alborgunarskilmálar Vönduð verslun tílLJÍLvtóú FÁKAFENI 11 - SÍMI 688005 HANDA HJÓLREIDAFÓLKI A ÖLLUM ALDRI OG HRESSUM KRÖKKUM WINTHER þríhjólin sívinsælu frá kr. 5.048,- stgr. sleðar frá kr. 7.530,- stgr. TURTLES hjálmar fyrir hjól og sleða frá 2.690 stgr. Snjóþotur Barnahjól fráJAZZ USA, MONTANA og WINTHER frá kr. 11.732,- stgr stýrissleðar m/bremsum frákr. 1.186,-stgr. Barna- og fullorðinshjálmar frá kr. 1.990,- stgr. Ljósabúnaður frá kr. 550,-. VISTALITE Blikkljós kr. 1.569, Skautar frá kr. 2.962,- stgr. Svartir, hvítir stærðir: 30—45. BODY SCULPTURE þrekhjól frákr. 17.678,-stgr. NOKIA Þrekstigar frá nagladekk kr. 18.424,-stgr. kr. 2.495,-stgr. Fjallahjól frá USA fyrir unglinga og fullorðna frá kr. 21.900,- stgr. VETRAR- HJÓLREIÐAFATNAÐUR GORE-TEX úlpur GORE-TEX buxur THERMAL nærföt POLAR-LITE peysur SPECIALIZED-skór DARLEXX vetrar hanskar POLAR-LITE eyrnaskjól , o.fl. o.fl. Æ SPECIALIZED vetrardekk frá kr. 1534,- Tölvumælarfrá kr. 2.450,-, lásar frá kr. 324,-, álbögglaberar kr. 2.039,-, standarar kr. 817,-, stýrirsendar kr. 1.980,-, bretti kr. 1.877 /TIGFk - - Reiöhjoiaverslunin ORNINNP' SERVERZLUN I YFIR 65 ÁR RAÐGREIÐSLUR PÓSYSENDUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.