Morgunblaðið - 19.12.1991, Side 34
AUKM17D24-34
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991
Húsnæðissparnaðar-
reikningur
Samkvæmt ákvæðum 3. málsl. 7. gr. laga nr.
49/1985 um húsnæðissparnaðarreikninga hefur
ríkisskattstjóri reiknað út þær fjárhæðir sem um
ræðir í 2. mgr. 2. gr. laganna og gilda vegna
innborgana á árinu 1992:
Lágmarksfjárhæð skv. 2. málsl. 2. mgr. 2. gr.
laganna verður kr. 42.836 og hámarksfjárhæð
kr. 428.360. Lágmarksfjárhæð skv. 3. málsl.
2. mgr. 2. gr. laganna verður kr. 10.709 og hámarks-
fjárhæð kr. 107.090.
Reykjavík, 18. desember 1991
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
Meö kaupum á hlutabréfum í íslenska hlutabréfasjóönum hf.
eignast þú hlut í mörgum aröbærum og vel reknum
íslenskum fyrirtækjum. Þannig dreifir þú áhættu
og átt von um góöa ávöxtun.
Dæmi:
Þú kaupir híutabréf í íslenska hlutabréfasjóönum fyrir áramót
fyrir kr. 100.000,-. Skattafrádráttur vegna kaupanna nemur
u.þ.b. kr. 40.000,- en þá upphæð færð þú endurgreidda frá skattinum
í ágúst á næsta ári. Hjón sem kaupa hlutabréf fyrir tvöfalt hærri
upphæö fá aö sama skapi tvöfalt hærri upphæö
endurgreidda frá skattinum.
Kynntu þér kosti þess aö fjárfesta í hlutabréfum félagsins
hjá ráögjöfum Landsbréfa.
Upplýsingar vegna nýs hlutafjárútboös liggja frammi
hjá Landsbréfum hf. og í útibúum Landsbanka íslands um allt land.
Sölu- og ráðgjafardeild Landsbréfa hf. verður opin laugardaginn
28. desember frá kl. 9:15 til 16:00 og þriðjudaginn 31. desember
frá kl. 9:15 til 14:00.
LANDSBRÉF H.F.
Landsbankinn stendur með okkur
Suðurlandsbraut 24, 108 fíeykjavík, sími 91-679200, fax 91-678598.
Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands.
Framhalds-
skóli fyrir alla
eftir Bergþóru
Gísladóttur
Síðsumars og nú á haustdögum
hefur farið fram óvenju lífleg um-
ræða í íjölmiðlum um skólamál.
Mér líst svo til að kveikjan að þess-
ari umræðu hafi verið nokkrar
ákvarðanir menntamálaráðherra
varðandi skólamál. Má í því sam-
bandi nefna niðurlagningu skóla-
halds á Reykjanesi við Ísaíjarðar-
djúp, frestun breytinga á kennara-
námi og aukið val í námi til stúd-
entsprófs í MH. Þótt þessi mál séu
í sjálfu sér ólík snerta þau þó öll
grundvallaratriði í afstöðu okkar
til menntunar. Það er því ekkert
skrítið þótt þau kalli á viðbrögð
frá þeim sem þau varða.
Umræða er að sjálfsögðu mikils
virði og bæri að fagna henni ef
hún væri undanfari tillagna og
hægt að byggja á henni ákvarðan-
ir. I þessu tilviki er aftur á móti
ekki sýnt hversu umræðan verður
megnug því ákvarðanir eru þegar
tek'iar. En þar sem ég hef trú á
giidi opinnar umræðu langar mig
að leggja orð í belg þótt seint sé
og fjalla lítillega um hvað mér
fannst einkenna hana og hvers ég
saknaði úr henni.
Ef ég hef skilið rétt rök mennta-
málaráðherra fyrir ákvörðunum
þeim sem ég nefndi hér að ofan
bera þar hæst ijárhagsleg rök. Nú
dettur mér ekki í hug að gera lítið
úr mikilvægi fjármagns en ég tel
fráleitt að mikilvægar breytingar
varðandi grundvallaratriði séu
teknar einvörðungu á forsendum
ijármagnsins. I jafn auðugu landi
og íslandi eru allar spurningar
varðandi peninga spurningar um
forgang. Hvað vilja menn leggja
rækt við og hvað vilja menn af-
rækja. Fjárlög eiga að endurspegla
þá stefnu í menntamálum sem
þjóðin er búin að koma sér saman
um. Áherslur geta breyst en það
er hvorki gjörlegt eða skynsamlegt
að rífa upp slíka stefnumótun við
gerð hverra ijárlaga.
Ég ætla ekki hér að leggja mat
á réttmæti þessara þriggja ákvarð-
ana (ég mun víkja að þeim síðar
í gjein minni) en vil snúa mér beint
að því sem mér fannst vanta í
umræðuna sem fylgdi í kjölfarið.
Þótt það sé vissulega verðugt
verkefni fyrir framhaldsskóla að
búa nemendur undir háskólanám
er það ekki eina hlutverkið sem
framhaldsskólanum er ætlað held-
ur eitt af mörgum hlutverkum
hans. En því miður eru framhalds-
skólarnir vanbúnir að takast á við
það sem þeim er ætlað að sinna
lögum samkvæmt. En það er, að
vera menntastofnanir fyrir alla.
Það vekur furðu mína að á sama
tíma og fjöldi íslenskra unglinga
stendur frammi fyrir því að eiga
ekki í neitt hús að venda til að fá
nám sem hæfir þeim og þeirri
framtíð sem þeir eru og þurfa að
búa sig undir skuli engar tillögur
eða hugmyndir koma frá stjórn-
völdum um hvernig vinna eigi
Afhenti
trúnaðar-
bréf
TÓMAS Á. Tómasson sendiherra
afhenti hinn 11. desember Carlos
Salinas De Gortari, Mexikóforseta,
trúnaðrbréf sitt sem sendiherra Is-
lands í Mexikó.
skipulega að því að þróa fram-
haldsskólann svo hann verði vanda
sínum vaxinn.
Nýr framhaldsskóli
í lögum um framhaldsskóla frá
1989 segir svo um hlutverk hans
í 2. grein. Hlutverk framhaldsskóla
er: Að búa nemendur undir líf og
starf í lýðræðissamfélagi með því
að skapa skilyrði til náms og
þroska við allra hæfi.
Að búa nemendur undir störf í
atvinnulífinu með sérnám er veiti
starfsréttindi.
Að búa nemendur undir nám í
sérskólum og á háskólastigi með
því að veita þeim þekkingu og
þjálfun í vinnubrögðum.
Og samkvæmt sömu lögum er
því slegið föstu að framhaldsskól-
inn sé öllum opinn sem lokið hafa
grunnskólanámi. Jafnframt segja
lögin til um að nemendur fram-
haldsskólans eigi rétt á námsefni
og kennslu við hæfi í samræmi við
þarfír þeirra og óskir (sbr. 17.
grein). Og ef þeir eru fatlaðir eiga
þeir rétt á kennslu og þjálfun við
hæfi og að fá sérstakan stuðning
í námi ef þörf er á (sbr. 30. gr.).
í nýrri gerð grunnskólalaga hef-
ur verið fellt niður ákvæði þess
efnis að heimilt sé að lengja dvöl
nemenda með alvarlega fötlun í
allt að tvö ár. Sú niðurfelling er
eflaust gerð í trausti þess að fram-
haldsskólinn takist á við breytt
hlutverk sitt. Þetta ákvæði varðar
ekki marga nemendur en vandi
þeirra er stór. Sérstaklega segir
hann fljótt til sín á landsbyggðinni
en nemendur þaðan eiga óhægt
um vik að nýta sér þjónustu sér-
skólanna sem fyrir. Én þeir eru
allir staðsettir í Reykjavík.
Framhaldsskólinn stendur nú á
tímamótum. Honum hefur verið
úthlutað nýju hlutverki og það
hlutverk er í takt við þann tíma
sem við lifum á, daginn í dag.
Þegar ég lít yfir þá umræðu sem
fram hefur farið í fjölmiðlum nú á
haustmánuðum, finnst mér ég
1 greina einhvers konar óþol eða
ergelsi yfir því að hlutirnir skuli
ekki vera eins og í gamla daga,
þegar'þeir sem nenntu og gátu
lært lærðu og hinir sem ýmist ekki
nenntu eða gátu komu skólunum
hreinlega ekki við. Auðvitað er
margs að sakna. En söknuður er
ekki sérlega traustur grunnur und-
ir framtíðina.
Það er erfitt að spá um framtíð-
ina. Ýmsar breytingar sem spáð
hefur verið fyrir um hafa verið
fyrr á ferðinni en nokkurn óraði
fyrir. Oftar en ekki hafa þær tekið
með sér fylgifiska sem ekki urðu
síður örlagaríkar en breytingin
sem beðið var eftir. I allri menntun
er þó gengið út frá einhverskonar
framtíðarsýn. Og þótt menn greini
á um hvað framtíðin muni bera í
skauti sér eru þó flestir sammála
um tvennt: 1. Samfélagið verður
stöðugt sérhæfðara. 2. Það er lík-
legt að samfélagsþróunin verði svo
ör að það nægi ekki lengur að búa
sig undir eitt lífsstarf.
Það er ekkert auðvelt fyrir
menntakerfið að mæta þeim kröf-
um sem af þessu leiða.
Mér sýnist þó nokkuð augljóst
að krafa tímans sé að sem flestir
fái breiða undirstöðumenntun. Á
það jafnt við um þá sem búa sig
undir langt nám og þá sem eru
að undirbúa sig undir atvinnulífið.
Hvorn veginn sem menn velja er
líklegt að störf þeirra verði meira
og minna sérhæfð. Atvinnuvegirnir
hafa breyst og eiga eftir að breyt-
ast meira. Störf eru ekki bara sér-
hæfðari, heldur reynir á aðra þætti
en áður. Nú reynir ekki síst á ná-
kvæmni, vandvirkni og samstarfs-
hæfni.