Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 Góöir greiösluskilmálar: 5% staBgreiBsluafsláttur og 5% a& auki séu keypt 2 stór tæki samtímis (magnafsláttur). VISA og EURO raBgreiBslur til allt aB 18 mánaBa, án útborgunar. >FQnix Hátúni 6a • Sími 91-24420 199 Itr. kælir • 63 Itr. frystir • Hæö: 146.5 cm • Breidd: 55 cm • Dýpt: 60,1 cm (Verö áöur kr. 61.980) NÚ AÐEINS FYRSTIR MEÐ FALT MYNDBANDSTÆKI TVÆR SPÓLUR í EINU TVÖFALT EFNI Þú getur tekið upp á aðra, meðan þú horfir á hina. TVÆR STÖÐVAR Þú getur tekið upp af tveim sjónvarpsstöðvum, á sitthvora spóluna, á sama tíma. TVÖFÖLD UPPTAKA Þú getur tekið tvær upptökur af sama efninu, á sama tíma. (*Sjá aðvörun) Þú getur fjölfaldað efni af einni spólu yfir á aðra. (*Sjá aðvörun). TVÆR STÆRÐIR AF SPÓLUM Þú getur auðveldlega flutt efni af upptökumyndavél á venjulega VHS spólu. TVÆR SÝNINGAR Þú getur sýnt tvær myndir, í sitthvoru sjónvarpstækinu. *AÐVÖRUN: Lög um höfundarrétt kveða á um að ólöglegt sé að afrita eða fjölfalda lögverndað efni, án heimildar rétthafa. Brot á þessum lögum getur varðað sektum eða varðhaldi. TVÖFALDUR TÍMI (L.P.) Þú getur tvöfaldað tímann á hverri spólu, þ.e. 240 mínútna spóla endist í átta tíma, 180 mínútna spóla endist í sex tíma o.sv.frv. FJARSTÝRING Þú getur séð um alla stjórnun á myndbandsstækinu með fjarstýringunni. UPPTÖKUMINNI Þú getur stillt á átta mismunandi upptökutíma á ýmsum stöðvum, allt upp í heilan mánuð fram í tímann. ÁFRAMHALDANDI AFSPIL/UPPTAKA Þú getur afspilað eða tekið upp á tvær spólur, þannig að ein haldi áfram eftir að hin er búin. Með því að nota tvær 240 mín. spólur og L.P. átt þú kost á sextán tíma stanslausri notkun. ENDALAUST AFSPIL/UPPTAKA Þú getur afspilað/tekið upp endalaust, þannig að þegar spóla 1 er búin tekur spóla 2 við, en spóla 1 vlndur til baka og tekur við þegar spóla 2 er búin o.sv.frv. TAKMARKAÐ MAGN. - VERÐ AÐEINS KR. 69.600 STGR. (Æft Suðurlandsbraut 32 *** M HF. 108, Rvík,s. 91-30200 UNDlR YFIRBORÐINU Bækur______________ Pétur Pétursson Nanna Rögnvaldardóttir: Heiðar, eins og hann er. Iðunn 1991,250 bls. Eg er einn af þeim sem finnst allt of mikið gefið út af ævisögum á íslandi. Hér er á ferðinni ævisaga manns sem ekki er hálffimmtugur. Það var því með nokkurri gagnrýni í huga að ég opnaði þessa bók. En eftir því sem á lesturinn leið sann- færðist ég þó um að þessi bók á rétt á sér — bæði með skírskotun til höfundarins sem lent hefur í ýmsu og hefur því frá mörgu að segja — og með skírskotun til allra þeirra sem hafa komist í kynni við sögumanninn eða haft áhuga á honum og störfum hans. Heiðar Jónsson er alls ekki venju- legur maður. I meira en tvo áratugi hefur hann fengist við að ráðleggja fögrum konúm, kenna þeim að farða sig og snyrta, kennt þeim að klæða sig og ganga rétt. Upphaf- lega vann hann mest með sýningar- stúlkum og væntanlegum fegurðar- drottningum, en seinni ár hefur hann fengist við ráðgjöf á breiðari , grundvelli — reyndar bæði fýrir karla og konur, varðandi útlit, framkomu og annað sem tengist mannasiðum almennt. Sjálfur hefur Heiðar sérstakan persónuleika og áberandi framkomu sem hefði getað fleytt honum uþp á stjörnuhiminn tískuheims eða kvikmynda. En eins og kemur svo berlega fram í bók- inni þá valdi hann — og það val var vel hugsað og ekki virðist hann í neinu sjá eftir því — að vera þriggja barna faðir í blokkaríbúð í Breiðholti. Það er sannfærandi vegna þes að Heiðari virðist alls ekki eiginlegt að láta aðra hindra sig í því að gera það sem hann vill gera og vera í því gervi sem hann vill vera. Hann er næstum undrandi á því að aðrir skuli vilja hafa hann öðruvísi. Sennilega hefur hann ver- Heiðar Jónsson ið einþykkur og þver sem ungur en þessi eiginleiki hefur breyst í það sem við gætum á nútíma alþýðu- máli kallað karakter þegar aldurinn fór að færast yfir hann. í stað þess að'leika Drakúla I., Drakúla II., Drakúla III. og svo framvegis (bls. 84), hefur Heiðar puðað við það sem hann kallar útlitstengd störf og með aðstoð fjölmiðla orðið einskonar þjóðsagnapersóna sem höfðar nú til æ fleiri en fyrir svo sem fimmtán til tuttugu árum. Frásögn Heiðars er lipur og vel fram sett. Hann kynnir lesandann vel og rækilega fyrir Ijölbreyttu skylduliði sínu og aðstandendum. Greinilegt er hve fólkið sem stendur honum nærri er honum mikils virði. Mannlýsingarnar eru oft hnitmiðað- ar og ekki lausar við glettni en aldr- ei meiðandi. Þessi bók er ekki upp- gjör manns sem hefur komist milli tannanna á fólki sem spann um hann ærumeiðandi sögur. Ef svo hefði verið hefði hann eflaust borg- að fyrir sig í þessari bók, en það gerir hann ekki. Það er augljóst að konur gegna aðalhlutverkunum í lífi Heiðars. Ég held að hér sé um að ræða fjórar konur. Það er í fyrsta lagi móðir hans, umkomulaus og ráðvillt stúlka sem dó 24 ára og sem gat ekkert gefið honum — nema það að gefa hann frá sér. Heiðar lýsir þessari konu og hannsögu hennar í stuttu máli og þar vottar ekki fyrir glettni eða gamansemi. E.t.v. er Heiðar alltaf að leita að þessari konu, reyna að gera eitthvað fyrir hana og sýna sig fyrir augliti henn- ar. Önnur konan í lífi hans er án efa prófastsfrúin á Staðarstað sem tók hann í fóstur, kornabarnið, eft- ir að hafa misst dreng. Hún lét allt eftir honum og færði honum meira að segja fimm sígarettur á dag þegar hann var ekki nema 11 ára vegna þess að hún sá fram á að ekki væri hægt að venja hann af tóbaksnautninni. Sígarettureyking- ar lærði hann af eldri krökkum sem fóstri hans hafði í skóla á prestsetr- inu. Undir verndarhendi þessarar konu komst Heiðar upp með margt sem öðrum hefði ekki dottið í hug. Ég held að það sé þess vegna sem honum hefur, jafnvel sem fullorðn- um manni, ekki dottið í hug annað en honum væri leyfilegt að vera eins og hann er og klæða sig og koma fram eins og hann sjálfur vill hvað sem hver segir. Þriðja konan í lífi Heiðars var fóstursystir hans flugfreyjan, há- skólaneminn, heimskonan og glæsi- konan Ragnheiður, en þau virðast hafa verið mjög náin og hún færði honum fréttir utan úr hinum glæsta stóra heimi tískusýninga og kvik- mynda og kynti undir áhuga hans á þessum málum. Það er augljóst af frásögn hans að hann hefur litið mjög mikið upp til þessarar systur sinnar. Fjórða konan í Iífi Heiðars er án efa eiginkona hans, Bjarkey. En þó svo að þau hafi kynnst og Hvers vegna ég? Bókmenntir Sigrún Klara Hannesdóttir Kolbrún Aðalsteinsdóttlr: Dag- bók: Hvers vegna ég? Orn og Örlygur, 1991. Við erum leidd inn í heim stúlk- unnar Kötu sem lýsir því yfir í bók- arbytjun að hún sé löt, ljót og óánægð með tilveruna. Ekki eru þó skýringar gefnar á því hvers vegna fræg sýningarstúlka hefur þessa skoðun á sjálfri sér, nema óljós til- vísun í eitthvað hræðilegt úr fortíð- inni. Fjórum árum síðar hefst sagan á ný og nú kemur Kata heim til íslands til að vera við jarðarför ömmu sinnar. Hún hittir vinkonu sína sem nú er orðin móðir og í ljós kemur að hennar eigin móðir á einn- ig von á barni. Lesandinn fær á tilfinninguna að líf Kötu sé á ein- hvern hátt óeðlilegt af því að hún sé ein í útlöndum og vilji ekki flytja heim til íslands. Henni er jafnvel ráðlagt af foreldrum sínum að tala við sálfræðing út af því að hún vjlji ekki binda sig. Vinkona hennar málar mynd sem gefur til kynna að eitthvað hræðilegt muni henda. Leið Kötu liggur til Rómaborgar á ný þar sem atburðarásin tekur held- ur betur undir sig stökk. Kata hitt- ir gamlan elskhuga, verður barns- hafandi, er tekin föst fyrir eitur- lyfjasmygl og lendir loks í bílslysi þar sem hún missir minnið. Sagan fer hægt af stað og það er ekki fyrr en á síðu 53 að eitt- hvað fer að gerast. Þá sér hún gamla vin sinn Nic af tilviljun, flýr hann og felur sig en hann finnur hana og þau elskast. Daginn eftir liggur leiðin til Amsterdam (sem er reyndar ekki höfuðborg Hollands eins og segir í sögunni) þar sem Kata kaupir sex litlar dúkkur í þjóð- búningi og eina stóra. Einhvern veginn tekst að koma eiturlyfjum inn í þessa dúkku og Kata er tekin föst og sett í fangelsi á Spáni. Henni er' sleppt úr fangelsinu eftir aðeins 10 daga án þess að hið sanna hafi komið í ljós sem er merkilegt miðað við það magn eiturlyfja sem fannst í dúkkunni. Samdægurs lendir hún í árekstri með konu sem hún kynntist í fangelsinu, slasast, tapar fallega hárinu, skerst í and- liti og man ekki einu sinni hver hún er. Orðfæri sögunnar er stundum yfirborðskennt og ekki sannfær- andi. Dúkkurnar eru „bijálæðislega góðar í milljón stærðum", og svona setning er ekki beinlínis gott mál: „Hvað ert þú að gera í kvöld, fyrra- málið eða bara eitthvað?" Jafnvel þótt verið sé að reyna að líkja eftir talmáli má ekki ganga of langt. Einnig sakna ég þess að hafa ekki beina ræðu innan gæsalappa þar sem samtöl og alls kyns innskot eiga það til að blandast saman. I þessari bók er margt góðra hugmynda en höfundi tekst ekki að skapa úr þeim verulega góða sögu. Dagbókarformið er aukaatriði og kemur hvergi fram í raun og veru. Sagan er sögð í þriðju persónu og mikið er af samtölum en at- burðarásin er ekki rakin sem hug- renningar eða lýsing á atburðum hvers dags. Aðeins fyrst og síðast í bókinni er minnst á dagbókina sem slíka og á einum stað í bókinni er vísað til fyrri dagbóka Kötu í afsök- unartón. Sagan er spennandi á kafla en er þá ofhlaðin atburðum sem ekki er tími til að vinna úr. Lýsingin á fangelsisdvölinni hefði getað verið miklu sterkari. Og hvernig vissi Kata að hún slyppi út eftir tíu daga? Þar sem hún lá undir grun um stór- fellt eiturlyfjasmygl hefði áreiðan- lega þurft að dæma í máli hennar. Kolbrún Aðalsteinsdóttir Minnst er þó unnið úr lokakaflanum þar sem Kata verður fyrir áfallinu og minnisleysinu. Af hveiju var enginn með skilríki? Var Kata ekki að koma beint úr fangelsinu? Af hveiju gáfust allir upp við að fínna hana? Lögreglan hafði þó komið þeim slösuðu á sjúkrahús. Viðbrögð Kötu þegar hún sér Nic eru líka móðursýkisleg og ákaflega óeðlileg, að ekki sé talað um læknana sem sífellt eru með sprautur á lofti. Þetta gæti hafa orðið þroskasaga stúlku sem finnur sjálfa sig og ást- ina, eftir langa leit, en lausnin sem boðið er upp á er bara sú að finna rétta karlmanninn. Þá loksins fer lífíð að blómstra, eins og segir á síðu 123. I sögulok finnst mér höf- undur búinn að eyðileggja söguhetj- una og frama' hennar, setja ljótt ör á andlit hennar, auk örsins sem hún ber á sálinni, eins og til að undir- strika að ungar og framagjarnar stúlkur geti hvergi fundið hamingj- una nema í hjónabandi og barneign- um. ) I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.