Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 Nokkrir flytjendanna á tónleikunum. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Húsfyllir á jólatón- leikum í Selfosskirldu Qolfncci HINIR árlegu jólatónleikar í Selfosskirkju fóru fram sunnudaginn 15. desember og voru að venju fjölsóttir. Afrakstur tónleikahalds- ins rennur til kirkjunnar og hefur komið í góðar þarfir við þá uppbyggingu sem þar hefur verið undanfarin ár. Tónleikahaldið endurspeglar að verulegu leyti tónlistarlífið á Sel- fossi. Flytjendur á tónleikunum voru Skólahljómsveit Selfoss og Lúðrasveit Selfoss undir stjórn Asgeirs Sigurðssonar, Barnakór Sandvíkurskóla og tveir bjöllukór- ar úr sama skóla undir stjórn Jón- ínu Guðmundsdóttur, Kór aldr- aðra undir stjórn Sigurveigar Hjaltested, Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands undir stjórn Jóns Inga Sigurmundssonar, Karlakór Sel- foss undir stjórn Ólafs Sigurjóns- sonar, Samkór Selfoss undir stjórn Jóns Kristins Cortes og Bamakór Selfosskirkju og Kirkju- kór Selfoss undir stjórn Glúms Gylfasonar. Húsfyllir var á tónleikunum sem fóru fram síðdegis og um kvöldið. í lokin afhenti einn flytj- endanna, Þóra Gunnlaugsdóttir, séra Sigurði Sigurðarsyni afrakst- urinn, rúmar 200 þúsund krónur. Sigurður þakkaði viðstöddum komuna og flytjendum fyrirhöfn- ina og lét þess getið hversu mjög hinn þróttmikli flutningur og framganga tónlistarfólksins end- urspeglaði öflugt menningarstarf þess á Selfossi. í lokin sungu síð- an viðstaddir Heims um ból. Sig. Jóns. * Kennarasamband Islands mót- mælir tillögnm ríkissljóniarinnar í ályktun sem Kennarasamband íslands hefur gert er tillögum ríkisstjórnarinnar, sem birtast í frumvarpi til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum, harðlega mótmælt. I ályktuninni segir að tillögurnar auki á kjaraskerðingu launafólk, vegi að starfsöryggi þess og dragi úr þjónustu velferðarkerfisins. „Með tillögum sínum ræðst ríkis- stjórnin enn einu sinni á þá þjóðfé- lagsþegna sem búa við bágust kjör og eiga erfiðast með að verja sig árásum hennar, í stað þess að sækja aukið fjármagn með skattlagningu á háar launatekjur og fjármagns- gróða,“ segir í ályktuninni, sem gerð var á fundi Kennarasambands Islands sl. föstudag. Þar segir ennfremur að nái tillög- ur ríkisstjórnarinnar fram að ganga sé augljóst að þær muni enn tor- velda samningagerð og auka líkur á frekari átökum launafólks og vinnuveitenda. I annarri ályktun sem gerð var á fundi stjórnar Kennarasambands- ins er varað við tillögum til breyt- inga á grunnskólalögum, sem nú liggja fyrir Alþingi. Um það segir að ekki verði betur séð en með til- lögum ríkisstjórnarinnar séu gerðar grundvallarbreytingar á grunnskól- alögum í skjóli ráðstafana í ríkisfj- ármálum. „Mjög hæpið er að þær tillögur sem fyrir liggja verði til sparnaðar í skólakerfinu þegar á heildina er litið, hættara er við að þær muni kalla á kostnaðarsamar hliðarráð- stafanir auk þess sem þær vega gróflega að hagsmunum nemenda og foreldra þeirra og gera skólunum enn erfíðara en nú er að sinna lög- boðnum skyldum sínum,“ segir í ályktuninni. Alþýðusamband Norðurlands: Mótmæli við skerðingxi sj ómannaafsláttar MIÐSTJÓRN Alþýðusambands Norðurlands mótmælir harðlega fyrirhugaðri skerðingu á sjómannaafslættir segir í ályktun frá Alþýðusambandi Norðurlands sem samþykkt var á fundi 13. des- ember. í þessu sambandi bendir stjóm- in á þann mikla aflasamdrátt sem verður á yfírstandandi fiskveiðiári og þýða mun verulega kjaraskerð- ingu fyrir sjómannastéttina. Frek- ari einhliða kjaraskerðingar af hálfu stjórnvalda eru því fráleitar og ekki til þess fallnar að stuðla að farsælli lausn á yfirstandandi kjaradeilum. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að sjómannaafslátturinn sé ekkert annað en niðurgreiðsla á launa- kostnaði útgerðarinnar. Vilji menn falla frá slíkum niðurgreiðslum væri því réttara að senda útgerð- inni reikninginn í formi samhliða breytinga á skiptareglum eða kostnaðarhlutdeild sjómanna. JÓlatréð í Stykkishólmi. Morgunblaðið/Árni Helgason Stykkishólmur: Jólatréð komið upp Stykkishólmi. VINABÆRINN okkar, Drammen í Noregi, sendir Stykkis- hólmsbúum alltaf stórt og myndarlegt jólatré fyrir hver jól og nú er jólatréð í ár komið og búið að koma því fyrir í skrúðgarð- inum okkar, Hólmgarði. Senn verða ljósin tendruð. Þá safnast bæjarbúar saman við söng og iúðrablástur og ávörp og er það hátíðleg stund. - Árni Velkomin í verslunina Jötu, við Laugaveginn ofanverðan Háift hundrað bílastæða norðan búðarinnar. Það tilheyrir jólunum að fara í Jötuna. Opið virka daga frá 9 - 22.00 Laugardaga frá 10-22.00 Sunnudaga frá 18-22.00 ^ Sendum í póstkröfu. l/erslunin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.