Morgunblaðið - 19.12.1991, Page 50

Morgunblaðið - 19.12.1991, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 Nokkrir flytjendanna á tónleikunum. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Húsfyllir á jólatón- leikum í Selfosskirldu Qolfncci HINIR árlegu jólatónleikar í Selfosskirkju fóru fram sunnudaginn 15. desember og voru að venju fjölsóttir. Afrakstur tónleikahalds- ins rennur til kirkjunnar og hefur komið í góðar þarfir við þá uppbyggingu sem þar hefur verið undanfarin ár. Tónleikahaldið endurspeglar að verulegu leyti tónlistarlífið á Sel- fossi. Flytjendur á tónleikunum voru Skólahljómsveit Selfoss og Lúðrasveit Selfoss undir stjórn Asgeirs Sigurðssonar, Barnakór Sandvíkurskóla og tveir bjöllukór- ar úr sama skóla undir stjórn Jón- ínu Guðmundsdóttur, Kór aldr- aðra undir stjórn Sigurveigar Hjaltested, Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands undir stjórn Jóns Inga Sigurmundssonar, Karlakór Sel- foss undir stjórn Ólafs Sigurjóns- sonar, Samkór Selfoss undir stjórn Jóns Kristins Cortes og Bamakór Selfosskirkju og Kirkju- kór Selfoss undir stjórn Glúms Gylfasonar. Húsfyllir var á tónleikunum sem fóru fram síðdegis og um kvöldið. í lokin afhenti einn flytj- endanna, Þóra Gunnlaugsdóttir, séra Sigurði Sigurðarsyni afrakst- urinn, rúmar 200 þúsund krónur. Sigurður þakkaði viðstöddum komuna og flytjendum fyrirhöfn- ina og lét þess getið hversu mjög hinn þróttmikli flutningur og framganga tónlistarfólksins end- urspeglaði öflugt menningarstarf þess á Selfossi. í lokin sungu síð- an viðstaddir Heims um ból. Sig. Jóns. * Kennarasamband Islands mót- mælir tillögnm ríkissljóniarinnar í ályktun sem Kennarasamband íslands hefur gert er tillögum ríkisstjórnarinnar, sem birtast í frumvarpi til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum, harðlega mótmælt. I ályktuninni segir að tillögurnar auki á kjaraskerðingu launafólk, vegi að starfsöryggi þess og dragi úr þjónustu velferðarkerfisins. „Með tillögum sínum ræðst ríkis- stjórnin enn einu sinni á þá þjóðfé- lagsþegna sem búa við bágust kjör og eiga erfiðast með að verja sig árásum hennar, í stað þess að sækja aukið fjármagn með skattlagningu á háar launatekjur og fjármagns- gróða,“ segir í ályktuninni, sem gerð var á fundi Kennarasambands Islands sl. föstudag. Þar segir ennfremur að nái tillög- ur ríkisstjórnarinnar fram að ganga sé augljóst að þær muni enn tor- velda samningagerð og auka líkur á frekari átökum launafólks og vinnuveitenda. I annarri ályktun sem gerð var á fundi stjórnar Kennarasambands- ins er varað við tillögum til breyt- inga á grunnskólalögum, sem nú liggja fyrir Alþingi. Um það segir að ekki verði betur séð en með til- lögum ríkisstjórnarinnar séu gerðar grundvallarbreytingar á grunnskól- alögum í skjóli ráðstafana í ríkisfj- ármálum. „Mjög hæpið er að þær tillögur sem fyrir liggja verði til sparnaðar í skólakerfinu þegar á heildina er litið, hættara er við að þær muni kalla á kostnaðarsamar hliðarráð- stafanir auk þess sem þær vega gróflega að hagsmunum nemenda og foreldra þeirra og gera skólunum enn erfíðara en nú er að sinna lög- boðnum skyldum sínum,“ segir í ályktuninni. Alþýðusamband Norðurlands: Mótmæli við skerðingxi sj ómannaafsláttar MIÐSTJÓRN Alþýðusambands Norðurlands mótmælir harðlega fyrirhugaðri skerðingu á sjómannaafslættir segir í ályktun frá Alþýðusambandi Norðurlands sem samþykkt var á fundi 13. des- ember. í þessu sambandi bendir stjóm- in á þann mikla aflasamdrátt sem verður á yfírstandandi fiskveiðiári og þýða mun verulega kjaraskerð- ingu fyrir sjómannastéttina. Frek- ari einhliða kjaraskerðingar af hálfu stjórnvalda eru því fráleitar og ekki til þess fallnar að stuðla að farsælli lausn á yfirstandandi kjaradeilum. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að sjómannaafslátturinn sé ekkert annað en niðurgreiðsla á launa- kostnaði útgerðarinnar. Vilji menn falla frá slíkum niðurgreiðslum væri því réttara að senda útgerð- inni reikninginn í formi samhliða breytinga á skiptareglum eða kostnaðarhlutdeild sjómanna. JÓlatréð í Stykkishólmi. Morgunblaðið/Árni Helgason Stykkishólmur: Jólatréð komið upp Stykkishólmi. VINABÆRINN okkar, Drammen í Noregi, sendir Stykkis- hólmsbúum alltaf stórt og myndarlegt jólatré fyrir hver jól og nú er jólatréð í ár komið og búið að koma því fyrir í skrúðgarð- inum okkar, Hólmgarði. Senn verða ljósin tendruð. Þá safnast bæjarbúar saman við söng og iúðrablástur og ávörp og er það hátíðleg stund. - Árni Velkomin í verslunina Jötu, við Laugaveginn ofanverðan Háift hundrað bílastæða norðan búðarinnar. Það tilheyrir jólunum að fara í Jötuna. Opið virka daga frá 9 - 22.00 Laugardaga frá 10-22.00 Sunnudaga frá 18-22.00 ^ Sendum í póstkröfu. l/erslunin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.