Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991.
V erkalýðshreyfing-
in er á krossgötum
eftir Hrafn
Sæmundsson
Þróun heimsmála og samskipti
þjóða hafa verið með ólíkindum
hröð undanfarin ár. Nánast á
hveijum degi gerast hlutir sem
breyta heimsmyndinni. Á hveijum
degi verður að takast á við ögrandi
viðfangsefni. Það sem stóð í gær
er hrunið í dag. Á morgun kemur
nýr dagur með breyttum aðstæð-
um og nýjum ákvörðunum.
Ef fólk fer ekki að hugsa við
þessar aðstæður, er okkar málum
illa komið.
Það virðist augljóst eftir síðustu
atburði að í okkar þjóðfélagi blasa
við miklar breytingar. Og þrátt
fýrir að við fyrstu sýn séu þessar
breytingar jákvæðar þegar á heild-
ina er litið, munu þær valda veru-
legri röskun. Allt þjóðfélagið mun
óhjákvæmilega breytast og dag-
legt líffólks og hugsunarháttur
-^tnun breytast. Og það er augljóst
eftirRúnarPétursson
Laugardaginn 5. október sl.
skrifaði Páll Pétursson, formaður
'"sþingflokks Framsóknarflokksins,
grein í Morgunblaðið undir þeirri
stóru fyrirsögn „Stríðshanska kast-
að“.
Þessi fyrirsögn kom mjög á óvart,
þar sem stórveldin hafa verið að
friðmælast og fækka í sínum vopna-
búrum og heijum, svo mér datt
fyrst ívhug, hvort Húnvetningar
væru með einhverjar ýfingar. Við
lestur greinarinnar kom síðan í ljós,
að Páll telur stríðshanskakastið
ekki koma úr sinni heimabyggð,
heldur hafi þingflokkur Sjálfstæðis-
flokksins kastað stríðshanskanum,
með því að gefa ekki eftir sæti í
forsætisnefnd Alþingis til handa
Kvennalistanum, þótt samkvæmt
">þingstyrk bæri sjálfstæðismönnum
þetta sæti.
Örlæti á árum áður?
í inngangi að grein sinni segir
Páll að undanfarna áratugi hafi
stjórnarmeirihluti jafnan kappkost-
að að hafa sem besta samvinnu við
stjórnarandstöðuna, án þess þó að
skilgreina það nánar. Þar sem
stríðshanskakenning Páls byggist
alfarið á því, að sjálfstæðismenn
hafi ekki viljað ljá kvennalistakon-
um sæti í forsætisnefnd Alþingis,
þá datt mér í hug að kanna, hvort
slíkt hefði ævinlega verið gert á
undanfömum árum, þegar eins
hefði staðið á. Þóþti reyndar skrítið
að hafa aldrei heyrt minnst á slíkt
örlæti stjórnarsinna hvers tíma,
þótt ég telji mig hafa fylgst allvel
með fréttum.
Breytt form Alþingis
Nú er þess fyrst að geta, að sú
breyting hefur orðið á formi Alþing-
. is, að það starfar í einni déild í stað
þriggja áður. Áður var forseti
hverrar deildar með tvo varaforseta
tiltæka, eða alls 9 þingmenn sem
forseta eða varaforseta. Það hefur
því verið auðveldara þá að láta
bvern þingflokk fá forseta eða vara-
forseta en það er nú, þegar fjöldi
að margir verða að taka nýjar
ákvarðanir við breyttar aðstæður.
Einn af þeim aðilum í þjóðfélag-
inu sem verur að stokka upp skilin
og meta málin á nýjan hátt er
verkalýðshreyfingin. Verkalýðs-
hreyfingin mun meðal annars
þurfa að takast á við ný verkefni
og með nýjum starfsaðferðum.
Kannski verður þáttur verkalýðs-
hreyfingarinnar einn sá mesti og
örlagaríkasti í þessum hræringum,.
ef verkalýðshreyfingin ber gæfu
til að skilja þróunina.
Ef það er rétt, sem allar líkur
benda til, að með þátttöku okkar
í EES verði íslenslrt atvinnulíf að
búa sig undir „harða samkeppni"
á mörgum sviðum, þá hlýtur það
að þýða vissa uppstokkun á vinnu-
markaði, allavega í byijun meðan
atvinnulífið er að aðlaga sig þess-
um nýju aðstæðum. Þetta gæti
þýtt að atvinna sé ekki lengur sjálf-
gefin mannréttindi fyrir alla. Þetta
gæti þýtt að „þeir hæfustu munu
lifa“ en ýmsir aðrir verði undir í
„Mér finnststjórnmála-
menn eiga að starfa
saman að lausn mála,
þegar erfiðleikar steðja
að eins og nú gerist, en
ekki rembast eins og
rjúpan við staurinn að
búa til gerviágreinings-
efni.“
í forsætisnefndinni er þó ekki nema
5. Samt sem áður má finna mörg
dæmi þess að flokkar hafi ekki
fengið kjörinn forseta eða varafor-
seta.
Dæmi frá síðasta áratug
Þar sem nú er deilt um fulltrúa
frá Kvennalistanum í forsætis-
nefnd, þá er fróðlegt að sjá, að
fyrstu þijú þingin, sem þær sátu á
Álþingi á árunum frá hausti 1983
til vors 1986, hlutu þær ekki kosn-
ingu til forseta eða varaforseta. Á
þessum árum átti Framsóknar-
flokkurinn forseta neðri deildar og
tvo varaforseta. Ef Páli hefði á
þeim árum litist jafn vel á kvenna-
listakonurnar og borið þeirra hag
jafn mikið fyrir bijósti og nú virðist
vera, þá trúi ég að hann hefði beitt
sér fyrir skiptum á öðrum varafor-
seta framsóknarmanna og kvenna-
listakonu.
Enn nýrra dæmi um þingflokk,
sem ekki átti forseta eða varafor-
seta er frá þingunum 1989-1990
og 1990-1991, en þá átti Borgara-
flokkurinn hvorki forseta né vara-
forseta, en tvö þingin þar á undan
hafði hann átt varaforseta í neðri
deild. Þótt ég þekki þetta mál ekki
úr í hörgul, þá sýnist mér Borgara-
flokkurinn hafa haft þingstyrk fyrri
hluta kjörtímabilsins, til þess að fá
kjörinn varaforseta, 7 þingmenn af
63, en eftir að 2 þingmenn hans
stofnuðu nýjan flokk og eftir sátu
5 þingmenn Borgaraflokksins,
sama þingmannatala og Kvenna-
listinn hefur nú, þá dugði sá þing-
harðri samkeppni.
Þetta er eitt af því sem verka-
lýðshreyfingin verður að búa sig
undir og skilja. Verkalýðshreyfing-
in verður alveg eins og fyrirtækin
í landinu að búa sig undir sam-
keppnina á næstu árum. Nú þegar
verður að hefja undirbúning til
þess að veija réttindi launafólks —
kannski ýmis grundvallarmann-
réttindi á mörgum sviðum.
í þessum fáu orðum verður drep-
ið á tvo þætti af mörgum sem
verkalýðshreyfingin þarf að snúa
sér að í fullri alvöru í náinni fram-
tíð.
Annarsvegar verða verkalýðs-
hreyfingin í heild og einstök verka-
lýðsfélög að breyta áherslum sín-
um í starfi og stefnumörkun.
VeTkalýðshreyfingin þarf að taka
beinan þátt í mótun þjóðfélagsins
á miklu fleiri sviðum en hún gerir
núna. Hún þarf meðal annars að
vinna að hag unga fólksins sem
kemur í félögin og gera þetta miklu
fyrr en nú er gert. Verkalýðshreyf-
styrkur þeim einfaldlega ekki frek-
ar én konunum nú.
Misskilningur eða hvað?
Af framanskráðu má ljóst vera,
að grein Páls er öll á misskilningi
byggð eða öðru enn lakara. Að
mínu áliti er Páll þarna sjálfur að
reyna að æsa þingmenn og almenn-
ing upp og er því sjálfur sá stríðs-
hanskakastari, sem hann kennir
öðrum um. Tilgangurinn er greini-
lega sá, að reyna að klekkja á ríkis-
stjórninni og alveg sérstaklega
Davíð Oddssyni, enda séu forystu-
menn Sjálfstæðisflokksins bæði
„ólmir og óreyndir". Páll er þarna
að feta afar vafasama braut. Mér
finnst stjórnmálamenn eiga að
starfa saman að lausn mála, þegar
erfiðleikar steðja að eins og nú
gerist, en ekki rembast eins og íjúp-
an við staurinn að búa til gerv-
iágreiningsefni, þótt þeir séu í
stjórnarandstöðu.
Þjóðarsáttin áfram
Mér finnst menn ekki mega
gleyma þeim árangri, sem strax
skilaði sér, þegar þjóðin stóð saman
um hjöðnun verðbólgu og nefnd
hefur verið þjóðarsátt. Þá tóku allir
stjórnmálaflokkar því fegins hendi,
þegar aðilar vinnumarkaðarins
vildu reyna nýja leið, leið sem var
hafnað 1979.
Eg ætla því hér og nú að láta
þá frómu ósk í ljós, að grein Páls
sé ekki rituð í þeim tilgangi að spilla
fyrir í þeim stóru málum, sem fram-
undan eru og öll þjóðin þarf að
vera sem mest samstíga um. Þar
nægir að nefna kjaramál og fisk-
verndunarmál. Kannski er greinin
eins konar timburmenn stjórnar-
andstöðunnar eftir að hafa afsalað
sér tveimur mönnum í forsætis-
nefnd Alþingis, bótalaust. Slíkt
framferði í skák eða brids hefði lík-
lega verið kallað afleikur. Eg von-
ast svo til þess að a.m.k. meirihluti
Alþingismanna leiki góðum leikjum
framvegis, landi og lýð til góðs. Til
þess borgum við ykkur launin.
Höfundur er vélstjóri.
ingin á alveg hiklaust að taka þátt
í að móta skólakerfið og hafa skoð-
un á því hvernig því verði breytt
til þess að „allir“ geti fengið raun-
hæfan undirbúning undir þátttöku
í atvinnulífinu. Og verkalýðshreyf-
ingin á alveg hiklaust að hafa skoð-
un á því hvernig staðið er að því
að gera námsmönnum kleift að
stunda framhaldsnám.
Hvernig þessi mál þróast á
næstu árum getur ráðið úrslitum
um stöðu ungs fólks á vinnumark-
aði. Það er mjög margt sem þarf
að breytast í skólakerfinu og það
þarf að hafa hugrekki til að stokka
þarna upp og það er auðvitað hlut-
verk verkalýðshreyfingarinnar að
talca þátt í þessu og hafa þarna
frumkvæði. Raunar hefði verka-
lýðshreyfingin átt að byija að
vinna að þessum þáttum á mark-
vissan hátt fyrir lifandi löngu.
Annað verkefni sem hér verður
drepið á og verkalýðshreyfingin
verður að sinna miklu betur en nú
er gert, er það að vinna betur að
hagsmunum þeirra félaga í verka-
lýðsfélögunum sem nálgast verka-
lokin. í „harðnandi samkeppni" er
það ekki lengur sjálfgefið að „all-
ir“ geti lokið ævistarfi sínu á eðli-
legan hátt á þeim tímamótum sem
löggilt eru sem starfslok, hvað þá
að fólk „fái“ að vinna fram á ell-
iár. Þetta er því miður ekki svart-
sýn framtíðarspá því þessi þróun
er þegar hafin en allt bendir til
þess að hún haldi áfram.
Þess vegna er það eitt brýnasta
verkefni verkalýðshreyfingarinnar
að setja miklu meiri þunga, hugvit
og vinnu í þennan þátt í starfinu
til að aðstoða og skapa ytri skil-
yrði fyrir fullorðið fólk í verkalýðs-
félögunum. Þama þarf ekki aðeins
að tryggja góð kjör í ellinni heldur
einnig og ekki síður að tryggja
félagslega þáttinn á margvíslegan
hátt.
í sambandi við efnisleg kjör full-
orðins fólks þarf verkalýðshreyf-
Hrafn Sæmundsson
„V erkalýðshreyfingin
verður alveg eins og
fyrirtækin í landinu að
búa sig undir sam-
keppnina á næstu
árum.“
ingin sérstaklega að vera á verði
um lífeyrisréttindin. Þar liggja
margar hættur í leyni. Verkalýðs-
hreyfingin verður til dæmis að
skilja það nú þegar, að áunnin líf-
eyrisréttindi fólks eru í. mikilli
hættu. Það getur gerst hvenær
sem er að stjórnvöld geri eignaupp-
töku á ævisparnaði fullorðins fólks.
Þetta getur alveg eins gerst á
morgun eins og einhvern annan
dag.
Hér hefur verið í örfáum orðum
drepið á nokkra þætti af mörgum
sem verkalýðshreyfingin þarf að
/ /
Hlýr sellótónn
fráíslandi
Gunnar Kvar.an, sellóleikari, hélt
tónleika í Danmörku 22. október
sl. ásamt Lasse Ewerlöf, sem lék á
orgel Kastalakirkjunnar. Dagblaðið
Politiken birti gagnrýni um tónleik-
ana eftir Jan Andersen undir fyrir-
sögninni „Mildur og hlýr sellótónn
frá íslandi". Fer hun hér á eftir:
„Sellósvítur Bachs. Tilkomumik-
ið einvígi fyrir sellóleikara að heyja
með boga sínum, er krefst mikillar
lífsorku, leikandi boga- og fingra-
tækni og þroskaðrar tónrænnar
yfirsýnar. Ekki hvað síst í hinni
gjöfulu C-dúr Svítu nr. 3, endu-
rómsauðugasta tóntegundin fyrir
selló, sem hefur orðið Bach inn-
blástur til sköpunar sannkallaðs
flaums streymandi hljóma og foss-
andi tónvefs frá tvígripum og brotn-
um samhljómum sem eiga sér upp-
runa í drynjandi orgelpunkti inni í
belg hins híjómmikla hljóðfæris.
íslenski sellóleikarinn Gunnar
Kvaran, sem hlaut menntun sína
hér í Kaupmannahöfn, hefur þétt-
an, bjartan og hljómmikinn tón sem
hann mótaði í þýðri og fágaðri túlk-
un sinni á óslitinni steymandi tóna-
röð forleiksins að sellósvítu Bachs.
Túlkun sem fagurfræðilega var í
undurfögru samræmi við hljómgæðj
Kastalakirkjunar og naut sín vel á
fjölsóttum sunnudagskonsertinum.
Kvaran er djarfur tónlistarmaður,
sem kann vel að meta frísk og hröð
tempó. Að iðka jafnvægislist á
hnífsegg þar sem ýtrustu kröfur
0 0 PU KKUlí jiEIM
Gunnar Kvaran sellóleikari.
eru gerðar til tækninnar. Það mátti
giöggt heyra í afburðaleikni hans í
courantekaflanum, þótt kannski
megi segja að Kvaran hafi ekki
beitt nægilegum líkamskröftum
gegn hljóðfærinu til þess að ná fram
þeim mun meiri andstæðum í leik-
rænni túlkun. Hinsvegar vartjáning
hins rismikla sarabande-kafla ótrú-
lega fögur og djúp. Kvaran unir sér
ótvírætt best í huglægri tónlist. í
Arioso Bachs og kansónettu Pergo-
lesis fyrir selló og orgel heillaði
hann og dáleiddi áheyrendur með
töfrandi fögru og sindrandi mjúku
vibratói. Kvaran auðnaðist með
djúpum innileik að láta hlýja tján-
ingu og sindrandi tón sinn fylla loft-
ið og grípa innviði sálarinnar líkt
og sólargeisli sem brýst fram í dög-
un.
Orgelleikarinn, Lasse Ewerlöf,
lék smáar barokk-perlur eftir Bach
með glæsilegri mótun."
Enga stríðshanska