Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 61 Breytt ákvæði um nauðungarsölu: Réttarstaða gerðarþola bætt Málsmeðferð einfaldari í sniðum, sagði Sólveig Pétursdóttir Sólveig Pétursdóttir (S-Rvk), formaður allsherjarnefndar AI- þingis, mælti nýlega fyrir sam- dóma nefndaráliti um frumvarp til laga um nauðungarsölu. Frumvarpið, sem er liður í heildarendurskoðun löggjafar um dómstólaskipan, réttarfar og meðferð framkvæmdavalds í héraði, stuðlar frekar að því en eldri Iöggjöf að sem hæst verð fáist fyrir eignir fólks sem lenda í nauðugarsölu. Frumvarpið var samþykkt sem lög frá Alþingi síðastliðinn föstudag. Réttarstaða fólks stórum bætt Sólveig Pétursdóttir sagði í framsögu að sú gagnrýni hefði „komið fram á framkvæmd nauðungarupp- boða að gerðar- þolar séu iðulega hlunnfarnir vegna þess hve lágt verð fæst fyrir eignir á uppboðum. Þótt erfitt sé að sannreyna að hvaða marki þessi gagnrýni á rétt á sér, eru vissulega til dæmi um að eign- ir séu seldar á nauðungaruppboði á verði sem er langt fyrir neðan eðli- legt markaðsverð ... í reglum frum- varpsins um framkvæmd á nauð- ungarsölu á almennum markaði er í þessum tilgangi ráðgert að leitað verði tilboða í eign með hliðstæðum hætti og við sölu í fijálsum viðskipt- um, tii dæmis fyrir atbeina fast- eignasala, þegar um fasteign er að ræða“. „Verði frumvarpið að lögum,“ sagði Sólveig, „má ætla að réttar- staða þeirra sem verða að þola að eign þeirra sé seld nauðungarsölu verði stórum bættari en nú er“. Hún sagði einnig að með frumvarpinu væri einnig stefnt að því „að draga úr þyngslum og óþörfum formsatr- iðum við framkvæmd nauðungar- sölu“. í máli framsögumanns kom fram að árlegar beiðnir um fasteignaupp- boð í Reykjavík séu yfir tuttugu þúsund talsins. Hliðstæða finnist hvergi í grannríkjum. Stærstur hluti beiðnanna sé að vísu afturkallaður. „Þetta bendir til þess að skuldarar geri sér fyrst grein fyrir alvöru vanskila þegar þeir fá tilkynningu um að beiðni um nauðungaruppboð sé komin fram. Jafnframt má ætla að eitthvað skorti á að skuldheimtu- menn reyni að innheimta kröfur sínar eftir öðrum leiðum áður en beiðni um nauðungaruppboð er lögð fram, jafnvel þótt kröfufjárhæðir séu mjög lágar ...“ í frumvarpinu er sú regla lögð til að það verði í flestum tilvikum skilyrði fyrir því að beiðni um nauð- ungarsölu verði komið fram að skuldheimtumaður hafi áður sent skuldara formlega greiðsluáskorun. Sólveig sagði að alger óvissa geti að óbreyttu ríkt um hvenær munir verði seldir á uppboði þegar gerðarþoli er sviptur þeim. í aðfar- arlögum sem gildi taka 1992 er sú leið farin að heimila aðeins vörzlu- sviptingu á lausafjármunum við fjámám ef sérstök ástæða er til að búast við spjöllum á þeim eða ólög: mætri meðferð í vörzlu skuldara. í athugasemdum með frumvarpinu var því lýst að almenna reglan í framtíðinni skyldi vera að vörzlu- taka á eignum ætti sér eingöngu stað í tengslum við nauðungarsölu. Akvæði þessa frumvarps eru sniðin að þessari fyrirætlan. „Gerðarþoli fær því strax frá byijun upplýs- ingar um hvernig framkvæmd gerð- arinnar, hvað þetta varðar, verður háttað.“ „Mörg ákvæði frumvarpsins stefna að því að bæta réttarstöðu þeirra sem verða að þola nauðung- arsölu á eignum sínum, og gera hana skýrari en hún er samkvæmt núgildandi lögum. Málsmeðferð eft- ir ákvæðum frumvarpsins verður liprari og einfaldari í sniðum en framkvæmd þessara mála er í dag,“ sagði Sóveig Pétursdóttir í fram- sögu sinni. REDSTONE s j ón varpsleiKt æki Nintendo samhafð. Stýripinnar 09 tengingar við sjónvarp iylgja.Steríó útgangur. A/V útgangur. Sýnishom úr leikjoskró: TURTLES II____kr. 2.900 TOPGUN_________kr. 2.900 SOCCER__________kr. 1.950 SIMPS0NS......kr. 2.900 Konami Olympics kr. 2.900 ÞDR H ÁRMÚLA 11 F ® 91-BB1500 Uppskriftakort fylgja hverri pakkningu maiaigciu er list og undirstaðan er úrvals hráefni 3HEUES3SSEUT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.