Morgunblaðið - 08.05.1997, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 08.05.1997, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 13 FRÉTTIR Ályktun aðalfundar VSÍ Spomað verði við er- lendri skuldasöfnun FYRIRSJÁANLEGUR er vaxandi viðskiptahalli vegna aukinnar einkaneyslu og almennrar fjárfest- ingar; það er viðfangsefni stjórn- valda að sporna við erlendri skuldasöfnun og hættu á vaxandi verðbólgu með aðhaldi í ríkisíjár- málum og örvun sparnaðar al- mennings, segir m.a. í ályktun aðalfundar Vinnuveitendasam- bands íslands. í ályktuninni segir einnig að eitt mikilvægasta verkefni stjórnenda atvinnulífsins sé að draga úr fram- leiðslukostnaði til að vega á móti hækkun launa og séu nýjar reglur um takmarkanir á yfirvinnu sér- stakt tilefni til að brjótast út úr viðjum vanans og endurskipu- leggja störf þannig að draga megi úr yfirvinnu. Einnig segir að vegna launa- hækkana ársins sem séu tvöfaldar miðað við það sem gerist í ná- grannalöndum sé hætta á að sam- keppnisstaða atvinnulífsins versni og verðbólga aukist ef ekki tekst að auka framleiðni umfram það sem öðrum þjóðum tekst. Um nýgerða kjarasamninga segir að stigið sé fyrsta skrefið til að þróa launasamninga úr fari miðstýrðra kjarasamninga yfir í bein sam- skipti starfsfólks og stjórnenda. „Með þessu er stigið stórt skref til að auðvelda samskipti á vinnu- markaði og draga úr vægi heildar- samninga sem lamað geta efna- hagslífið um lengri eða skemmri tíma. Jafnframt er skapaður far- vegur fyrir samvinnu starfsfólks og stjórnenda um breytingar til að auka framleiðni, báðum aðilum til hagsbóta. Aðalfundurinn fagnar þessari þróun og hvetur til þess að yfirstandandi samningstímabil verði nýtt sem best til að þroska og þróa slíkt samstarf á vinnustöð- um. Aðalfundur VSÍ minnir á að skipulag og starfsreglur almennu lífeyrissjóðanna eru hluti almennra kjarasamninga. Lífeyrissjóðakerfið hefur verið byggt upp í góðri sátt samtaka á vinnumarkaði. Rekstur og reglur sjóðanna hafa verið í stöðugri endurskoðun með það að markmiði að treysta stöðu þeirra og getu til að greiða sjóðfélögum þann lífeyri sem þeim hefur verið heitið fyrir samningsbundið iðgjald sitt og atvinnurekenda. VSÍ hvetur til samráðs og sátta um lífeyris- málin og varar við hvers kyns ein- hliða íhlutun ríkisvaldsins um mál- efni sjóðanna.“ Bæversk þing- nefnd gefur fé til skógræktar FIMMTÁN manna bæversk þingnefnd, sem var á fjögurra daga ferð á íslandi, gaf á þriðju- dag Skógrækt ríkisins peninga, sem ætlaðir eru til að gróður- setja tré. Henning Kaul, formað- ur umhverfismálanefndar bæ- verska landsþingsins, afhenti Árna Bragasyni, forstöðumanni Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins að Mógilsá, gjöfina, ávísun að upphæð 80 þúsund krónur, fyrir utan þýska sendi- ráðið við Laufásveg. Nefndin, sem er skipuð full- trúum CSU, hins bæverska systurflokks kristilegra demó- krata, jafnaðarmanna og græn- ingja, var hér á ferð til að afla upplýsinga um stjórnmál á ís- landi, en þó einkum umhverfis- og orkumál. Nefndarmenn fóru meðal annars í Alþingi, um- hverfisráðuneytið, Hitaveitu Reykjavíkur, Skógrækt ríkisins og rannsóknastöðina að Mó- gilsá. Hugmyndin að því að gefa skógræktinni fé kviknaði hjá Henning Kaul þegar nefndar- menn fóru í Bláa lónið og rák- ust þar á söfnunarbauk með áskorun á ensku um að skilja eftir tré á íslandi. Hver nefndar- maður ákvað að leggja sitt af mörkum og hringdi Kaul síðan í umhverfisráðherra Bæjara- lands, sem féllst á að leggja fram jafn háa upphæð og nefnd- in hygðist gefa úr eigin vasa. Suðurstrandarvegur Miklir möguleik- ar í atvinnu- og öryggismálum ARNI Johnsen alþingismaður, sem verið hefur hvatamaður að því að svokallaður Suðurstrandarvegur verði lagður milli Grindavíkur og Þorlákshafnar, segir að vegurinn myndi gjörbreyta allri aðstöðu og nýtingu á Suðurlandi, Reykjanesi og höfðuðborgarsvæðinu. Vegur- inn myndi skapa mikla möguleika í atvinnumálum, t.d. hvað varðar sjávarútveg og ferðaþjónustu, en ekki síst hvað varðar öryggisþætti. „Það er af þessum ástæðum mjög brýnt held ég og tímabært að koma þessum vegi á. Þar sem er byijað að skoða vegarstæðið má áætla að svona vegur kosti 700-800 milljónir króna, en þetta er á milli 60-70 kílómetrar, og hann er hagkvæmur í byggingu miðað við lengd á verulegum kafla að minnsta kosti. Ég hef lagt mikla áherslu á að allri þessari vinnu verði flýtt og nú er búið að sam- þykkja þennan veg sem stofn- braut. Hann gæti flokkast undir stórverkefni, þannig að um leið og til að mynda yrði efnt til sér- stakra átaksverkefna í vegagerð- inni, sem vonandi líður fljótt að, er þessi vegur eitt að því sem er forgangsverkefni að mínu mati,“ segir Árni. Hann bendir á að allur þorri ferðamanna hér á landi, bæði inn- lendra og erlendra, myndi fara þennan veg, og því sé ekki um að ræða neina þrönga hagsmuni í þessu sambandi heldur alhliða hagsmuni á öllum sviðum. Framkvæmdasljóri Póstdreifingar ehf. Segir ráðherra beita blekkingum PÓSTDREIFING ehf. hefur sent samgöngunefnd Alþingis umsögn um frumvarp samgönguráðherra um póstþjónustu, en að sögn Jóns Jarls Þorgrímssonar, fram- kvæmdastjóra Póstdreifingar ehf., er ráðherra með frumvarpinu að reyna að útvíkka einkaleyfi ríkis- ins til póstþjónustu með blekking- um og telur Jón Jarl ráðherrann auk þess sýna tilburði til að kúga Póstdreifingu ehf. „Hann reyndi þetta líka fyrir áramótin en ný lög tóku gildi í byrjun janúar, og þá hafnaði samgöngunefnd, en nú reynir hann þettá aftur,“ segir Jón Jarl. „Undir einkaleyfishattinum í dag er nafnapóstur í lokuðum umslög- um en ekki í lokuðum umslögum eins og t.d. kort og markhópasend- ingar. Með þessum lögum ætlar samgönguráðherra að færa mörkin þannig að allur póstur á nafn, op- inn eða lokaður, undir 350 grömm- um verði innan einkaleyfisins," seg- ir Jón Jarl. Hann segir að Halldór Blöndal samgönguráðherra skýli sér á bak við það að frumvarpið verði að verða að lögum vegna ákvæða í EES-samningnum, en það sé hins vegar rangt. Þar sé aðeins um að ræða ályktun sem sé viðmiðunar- mörk fyrir þau lönd þar sem frelsi í póstdreifingu sé mjög takmarkað. „Síðan eru önnur lönd eins og Svíþjóð, Finnland og fleiri lönd þar sem frelsið er miklu meira og jafn- vel búið að afnema einkaréttinn og dytti ekki í hug að setja þetta í lög þótt um það komi einhver ályktun. Halldór Blöndal ætlar að reyna, vil ég meina, að gabba þingið. Hann er að halda því fram að hann verði að fá samþykkt til að uppfylla samn- ingana, en það er bara ekki rétt,“ sagði Jón Jarl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.