Morgunblaðið - 08.05.1997, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 08.05.1997, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Háahlíð, eignarhaldsfélag Vífilfells, eignast meirihluta í Víking hf. Aukin umsvif og starfsemi og breyttar áherslur nyrðra HÁAHLÍÐ ehf. í Reykjavík, eignarhaldsfélag í eigu Vífilfells, hefur keypt meirihluta í Víking hf. á Akureyri og á nú 80% hlut í félaginu. Vífilfell keypti hlut Kaupfélags Eyfirðinga sem átti helming fyrirtækisins og hluta af hlut Valbæjar. Háahlíð og Val- bær, hluthafar í Víking, hafa gert með sér samkomulag um að efla starfsemi félagsins á Akureyri. Vífilfell mun færa sig af bjór- markaðnum og helga starfsemina afurðum Coca-Cola fyrirtækisins á drykkjarvörumarkaði. Baldvin Valdemarsson framkvæmdastjóri Víking sagði að fyrirtækið myndi taka við þeim bjórtegundum sem Vífilfell hafði umboð fyrir, Pripps og Foster, og myndi framleiðsla EIN umsókn barst um stöðu lyf- læknis og hjartasérfræðings á lyf- lækningadeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri en umsóknar- frestur rann út um mánaðamótin. Umsóknin er frá Hirti Oddsyni, lyflækni og hjartasérfræðingi, sem nú starfar í Svíþjóð. Hjörtur hefur auk þess starfað við afleysingar á FSA. Aðeins einn hjartasérfræðingur er starfandi á lyflækningadeild og segir Halldór Jónsson, fram- kvæmdastjóri FSA, að álagið á deildinni hafi verið gífurlegt. „Það liggur fyrir að verkefni á þessu sviði á þessu landssvæði eru meiri en svo að einn maður geti annað því. Því er jákvætt á allan hátt að geta bætt við stöðu hér, þannig þeirra verða í verksmiðjunni á Akureyri í framtíðinni. Dreifing og birgðahald Vífil- fells og Víking verður að hluta til samnýtt samkvæmt samningi þar um. Starfsemi Vífilfells á Akureyri verður færð í húsnæði Víking og er gert ráð fyrir að bæta þurfi við húsnæði verksmiðj- unnar í kjölfarið, en rekstur félag- anna tveggja verður aðskilinn. Aukin starfsemi og umsvif Baldvin sagði að stofnuð yrði sérstök sölu- og þjónustuskrif- stofa í Reykjavík og væri vissu- lega eftirsjá að góðum samstarfs- fyrirtækjum syðra, Íslensk-Amer- íska og Allied Domecq, sem séð að fólk þurfi ekki að leita annað og eða bíða of lengi,“ segir Hall- dór. Þjónustusvæði FSA á sér- greinasviði er Norðurland allt og Austurland að hluta. Við lokaafgreiðslu fjárlaga í lok síðasta árs, var launaliður FSA hækkaður um 7 milljónir króna frá því sem ráðgert var í frumvarpinu. Innan spítalans var talið forgangs- verkefni að ráða annan hjarta- lækni. Umsóknir um stöður lækna þurfa að fara í mat hjá sérstakri stöðunefnd samkvæmt lögum. Einnig er fjailað um umsóknina hjá stöðunefnd læknaráðs FSA og læknaráði, áður en málið kemur inn á borð stjórnar spítalans til endanlegrar afgreiðslu. hefðu um dreifingu fyrir Víking á svæðinu. „Þessar breytingar skapa möguleika á stækkun verksmiðj- unnar, aukinni framleiðslu og umsvifum,“ sagði Baldvin. „Sam- starfið mun styrkja bæði fyrir- tækin á drykkjarvörumarkaði. Þetta er mjög jákvæð þróun fyrir verksmiðjuna, þannig að ég er mjög ánægður með þessi við- skipti." Baldvin vildi ekki gefa upp á hvaða verði Háahlíð keypti hluta- bréf i Víking, en sagðist vera ánægður með það. Hluthafar eru sammála um að opna félagið og að hluti þess verði seldur á almennum markaði þegar réttar aðstæður séu til þess. LISTAHÁTÍÐ barnanna hefur staðið yfir á Akureyri síðustu daga, en henni lýkur næstkom- andi sunnudag. Alls taka börn af þrettán leikskólum á Akur- eyri og leikskólanum Álfasteini í Glæsibæjarhreppi þátt í hátíð- inni. Tilgangur hennar er, að því er fram kom í setningar- ræðu Guðnýjar Önnu Annas- dóttur, forstöðumanns leikskól- Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri KEA, sagði að þijár ástæður hafi skipt mestu máli þegar ákveðið var að selja hlut félagsins í Víking hf. „Bjór- framleiðsla er nokkuð ólík þeirri starfsemi sem við leggjum meg- ináherslu á og t.d. eru dreifingar- kerfið og markaðurinn sér á parti. í öðru lagi fengum við ágætis til- boð í hlutinn og gátum því vel hugsað okkur að selja þess vegna. Þá álítum við að þessi kaupandi sé heppilegur fyrir fyrirtækið og Eyjafjarðarsvæðið þar sem hann hefur hugsað sér að auka umsvif- in. Við sjáum því fyrir okkur að fyrirtækið muni eflast og dafna í þeirra höndum hér á Akureyri.“ ans Ársólar í Deiglunni við setningu hátíðarinnar nýlega, að kynna bæjarbúum hið mikla skapandi starf sem fram fer á leikskólunum. Myndir og önnur verk eftir börnin verða til sýnis í Deiglunni næstu daga og einnig verða sýningar einstakra leikskóla á ýmsum stöðum, svo sem í kaffihúsum og versl- unum. Messur AKUREYRARKIRKJA: Guð- þsjónusta kl. 14. Kór aldraðra syngur undir stjórn Sigríðar Schiöth. Eldri borgurum boðið til kaffidrykkju í safnaðar- heimili eftir messu. Ath. kirkjubíllinn, sem er í Víði- lundi kl. 13.40 og í hlíð kl. 13.45. Fer til baka kl. 16. GLERÁRKIRKJA: Messa verður í kirkjunni, uppstign- ingadag kl. 14. KVenfélagið Baldursbrá annast kaffiveit- ingar í safnaðarsal kirkjunnar að athöfn lokinni. Félagar úr Kór Gelrárkirkju syngja nokkur lög. Eldri borgarar sérstaklega hvattir til að HVÍTASUNNUKIRKJAN: Almenn samkoma, uppstign- ingardag 8. maí, kl. 20.30. ÓLAFSFJARÐAR- KIRKJA: Messa kl. 14. upp- stigningardag, kirkjudagur eldri borgara. Kirkjukaffi í húsi eldri borgara, Ólafsfirði, eftir messu til ijáimflunar fyr- ir starf eldri borgara. Málstofa í heimspeki PÁLL Skúlason, heimspek- ingur og nýkjörinn rektor Háskóla Islands, heldur fyrir- lestra og stýrir málstofu um heimspeki, rtáttúru tækni og menningu á vegum Félags áhugafólks um heimspeki á Akureyri. Málstofan fer fram í Deiglunni á laugardag, 10. maí, og sunnudaginn 11. maí. Á laugardag kl. 16 flytur Páll fyrirlestur um heimspeki, náttúru og menningu og á sama tíma á sunnudag fj allar hann um spurninguna Hvað er tækni? Umvæður um efni fyrirlestranna fara fram að þeim loknum. Harmoníku- leikur á Norðurlandi FINNSKI harmoníkuleikarinn Tatu Kantomaa heldur harm- oníkutónleika í samkomuhúsi Húsavíkur firnmtudaginn 8. maí kl. 2.30. í félagsheimilinu Hnitbjörgum, Raufarhöfn, föstudaginn 9. maí kl. 20.30. Á Breiðumýri í Reykjadal laugardaginn 10. maí kl. 20.30 og í Safnaðarheimili Glerárkirkju, Akureyri, sunnudaginn 11. maí kl. 16. HRÍSEYJARHREPPUR Grunnskóli Hríseyjar Skólastjóri Laus er staða skólastjóra Grunnskóla Hrfseyjar frá og með 1. ágúst nk. Skólastjóri Tónlistarskóla Hríseyjar Laus er staða skólastjóra Tónlistarskóla Hríseyjar frá og með 1. ágúst nk. Kennarar Lausar eru kennarastöður við Grunnskólann í Hrísey. Um er að ræða almenna kennslu yngri barna og kennslu á unglingastigi 7.-10.bekk. Æskilegar kennslugreinar á unglingastigi eru danska, stærðfræði, raungreinar og íslenska. Leikskólakennari Laus er staða leikskólakennara (leikskólastjóra) við leikskólann Smábæ í Hrísey. í boði eru flutningsstyrkur og aðstoð við að útvega húsnæði á hagstæðu verði. Allar nánari upplýsingar veita sveitastjóri í síma 466 1762, formaður skólanefndar í síma 466 1770 og skólastjóri í síma 466 1763. Umsóknarfrestur er til 15.maí nk. Grunnskólinn í Hrísey er vel búinn einsetinn skóli, með aðstöðu til mynd-, hand- og heimilisfræðikennslu. Þar er góð starfsaðstaða kennara. Nemendur í skólanum eru 40. Leikskólinn Smábær er í tveimur deildum f.h. og e.h. með u.þ.b. 20 börnum. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Ein umsókn um stöðu hjarta sérfræðings LIFANDI listaverk, stöllurnar Auður Ásta og Marta sem eru á Flúðum tóku að sér að mála andlit Elvu og tókst það sérlega vel. Listahátíð barnanna Morgunblaðið/Margrét Þóra BÖRNIN fylgdust spennt með setningarathöfninni í Deiglunni í gær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.