Morgunblaðið - 08.05.1997, Side 21

Morgunblaðið - 08.05.1997, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1997 21 ki ERLEIMT Sex frambjóðendur hafa gefið kost á sér til forystu í breska Ihaldsflokknum Hague og Dorrell bæt- ast í leiðtogaslaginn London. Reuter. STEPHEN Dorrell, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, og William Hague, fyrrverandi ráðherra um málefni Wales, gáfu í gær kost á sér til forystu í breska íhaldsflokkn- um og eru nú komnir fram sex frambjóðendur. Dorrell sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að hann vildi „endurmeta stöðu íhaldsflokksins þannig að við tökum beint á því, sem kjósendum er efst í huga“. Hague notaði einnig BBC til að lýsa yfir framboði sínu og sagði að Ihaldsflokkurinn þyrfti „nýtt upp- haf eftir mjög stóran ósigur í kosn- ingunum og ég held að ég sé best fallinn til að tryggja það“. Auk Dorrells og Hagues hafa Kenneth Clarke, Evrópusinni og fyrrverandi fjármálaráðherra, Peter Lilley, fyrrverandi félagsmálaráð- herra, Michael Howard, fyrrverandi innanríkisráðherra, og John Red- wood, erkiandstæðingur Evrópu- sambandsins, gefið kost á sér til að taka við forustu flokksins af John Major, fyrrverandi forsætis- ráðherra. William Hague er orðinn eftir- læti breskra veðmangara eftir að Michael Heseltine, sem var aðstoð- arforsætisráðherra í stjórn Majors, ákvað að gefa ekki kost á sér sak- ir vanheilsu. Major lýsti yfir því daginn eftir kosningarnar að hann yrði ekki leið- togi íhaldsmanna áfram. Hann sagði í gær að hann mundi taka að sér utanríkis- og vamarmál í stjórnarandstöðunni þar til arftaki hans, hver sem það yrði, hefði ákveðið hveijir yrðu talsmenn stjómarandstöðunnar í þeim málum. Bæði Michael Portillo, fyrrverandi vamarmálaráðherra, og Malcolm Rifkind, fýrrverandi utanríkisráð- herra, féllu af þingi í kosningunum. WILLIAM Hague boðaði „nýtt upphaf“ þegar hann gaf kost á ser til forustu í breska Ihaldsflokknum í gær. Risaútsala á sumarfristunda- fatnaði i l i „Smuguveiðar“ í Suður-íshafi Godal varar útgerðar- menn við Ósló. Morgunblaðið. BJ0RN Tore Godal, utanríkisráð- herra Noregs, átaldi norska útgerð- armenn í gær fyrir að skrá skip sín undir hentifána til þess_ að stunda „smuguveiðar" í Suður-Ishafi. Uti- lokaði hann ekki að svipta þá veiði- heimildum í norskri lögsögu. „Allir þeir sem hlut eiga að máli verða að hegða sér sæmilega. Ann- að hefnir sín,“ sagði Godal í fyrir- spurnatíma í Stórþinginu. Þingmað- urinn Reidar Johansen (SV) spurði ráðherrann hvort til greina kæmi að ríkisstjórnin ákvæði að svipta norska útgerðarmenn, sem þátt tækju í stjórnlausum veiðum í lög- sögu annarra ríkja, veiðiheimildum í norskri lögsögu. Godal vísaði slíku ekki á bug og sagði þann möguleika vissulega vera fyrir hendi að grípa til ráðstaf- ana heimafyrir. Norskir útgerðarmenn hafa skráð skip sín undir hentifána til þess að stunda veiðar á viðkvæmum fiskistofnum í Suður-íshafi. Strang- ar alþjóðareglur um stjórn veiða á þessum slóðum hafa einungis 23 ríki undirritað og er Noregur í þeim hópi. Godal lýsti ótvírætt vanþókn- un sinni á stjórnlausum veiðum á hafsvæðinu að Suðurskautslandinu og sagði verndun fiskstofna þar vera lykilatriði út frá norskum hagsmunum í miklu stærra alþjóð- legu samhengi. „Á vegum utanríkis- og sjávarút- vegsráðuneytanna er nú kappkost- að að finna út hvað er á seyði og í samstarfi við lönd sem málið varð- ar, svo sem Nýja-Sjáland og Suður- Afríku, munum við gera viðhlítandi ráðstafanir," sagði Godal. ------♦ ♦ ♦ Stríðsglæpa- menn fái ekki bætur Bonn. Reuter. ÞÝSK stjórnvöld sögðu í gær að nú væri allt kapp lagt á það að stöðva greiðslu örorkubóta til dæmdra stríðsglæpamanna úr röð- um nasista, en gyðingasamtök í Bandaríkjunum höfðu lýst yfir því að mörg þúsund manns fengju enn slíkar bætur. í yfirlýsingu frá stjórninni sagði að reynt yrði að koma í veg fyrir að bætur, sem ætlaðar væru fórn- arlömbum heimsstyijaldarinnar síð- ari rynnu í vasa stríðsglæpamanna. V' , í1 . SUMARHUS Láland Falstur Sólardagarísælureit Sundlaugarparadísin Lalandia Góð sumarhús með ölluísundlaugar- ogsumar- paradtsinni Lalandia, syðst á Lálandi (2 - 3 klst. aksturísuðurírá Kaupmannahöfn), 200 metrar niður á baðströnd. Tímabilið 15. maí - 20.júní Verðfrá Verðfrá 26.185 kr.* 29.585 kr. Sumarævintýri fjölskyldunnar FLUG OG BILL í Danmörku Sumarhúsaparadís fyrir bamafjölskyldur Marielyst Ferie Center Góð sumarhús með öllu á suðausturströnd Falsturs, við cina af bestu og lengstu baðströndum Danmerkur (t u.þ.b. 2 klst. akstur frá Kaupmannahöfn). Tímabilið l.maí- 21.júní á rnann í viku m.v. 2 fullorðna og 2 böm (2-llára). Verð frá 39.470 kr.- á mann í viku m.v. fullorðna. ‘Innifalið: Fiug. gisting í sumarhúsi (B2) og flugvallarskattar. á mann í viku m.v. 2 fulloröna og 2 böm (2-llára). Verð frá 39.8 70 kr.‘ á mann í viku nt.v. fullorðna. Tnnifalið: Flug, gisting í sumarhúsi og flugvallarskattar. EinstaktTækifærijfyrir f3o%ylduna til að kynnast hlýlegum.tðfruiit30anmerk|é í sveitum, þorpum og bæjum. Eitjnig f þoði fcrðiþþár sem ökuleið hefur verið valitií me|fttlráttui^tíg gisting er bókuð fyrirffam',* '"j? Tímabilið 1. maí -15. júní 23.585 kr.s á mann í viku m..v. 2 fuljörðna og 2 böm (2-11 ára) í ~þfl í B-flokÍci. -Vcrð frá 2ij,3 70 kr.‘ á maþá í viku m.v. 2 fullorðna í bíl í B-flokki. . , ■f 'U t? ‘ínnifalið: F1 ug, 6flaleigub§*bg flugvallarskattar. “ ■** ¥ '■ jp Bílaleigubílli b iiokki í 1 viku kostarirá 23.200 kr. Hífió samband viö söluskrifstofiir Fluglciöa. umboösmcm, feröaskrifstofumarcða símsðludeihl Flugleiöa t síma S0 50100 (svaraö mánud. •föstiul kl. 8 ■ 15 ogá laugard. kl. 8 -16.) VcfurFlugleiða á lntemctlnu: www.icclandair.is Netfangfyrirahncnnar upplýsingar. iiifo@icclandalr.is DANMARKS TURISTRÁD Vesterbrogade 6 D. DK-1620 Köbenhavn V Telefon: 33 11 14 15 Telefax: 33 93 14 16 FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.