Morgunblaðið - 08.05.1997, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 08.05.1997, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1997 21 ki ERLEIMT Sex frambjóðendur hafa gefið kost á sér til forystu í breska Ihaldsflokknum Hague og Dorrell bæt- ast í leiðtogaslaginn London. Reuter. STEPHEN Dorrell, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, og William Hague, fyrrverandi ráðherra um málefni Wales, gáfu í gær kost á sér til forystu í breska íhaldsflokkn- um og eru nú komnir fram sex frambjóðendur. Dorrell sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að hann vildi „endurmeta stöðu íhaldsflokksins þannig að við tökum beint á því, sem kjósendum er efst í huga“. Hague notaði einnig BBC til að lýsa yfir framboði sínu og sagði að Ihaldsflokkurinn þyrfti „nýtt upp- haf eftir mjög stóran ósigur í kosn- ingunum og ég held að ég sé best fallinn til að tryggja það“. Auk Dorrells og Hagues hafa Kenneth Clarke, Evrópusinni og fyrrverandi fjármálaráðherra, Peter Lilley, fyrrverandi félagsmálaráð- herra, Michael Howard, fyrrverandi innanríkisráðherra, og John Red- wood, erkiandstæðingur Evrópu- sambandsins, gefið kost á sér til að taka við forustu flokksins af John Major, fyrrverandi forsætis- ráðherra. William Hague er orðinn eftir- læti breskra veðmangara eftir að Michael Heseltine, sem var aðstoð- arforsætisráðherra í stjórn Majors, ákvað að gefa ekki kost á sér sak- ir vanheilsu. Major lýsti yfir því daginn eftir kosningarnar að hann yrði ekki leið- togi íhaldsmanna áfram. Hann sagði í gær að hann mundi taka að sér utanríkis- og vamarmál í stjórnarandstöðunni þar til arftaki hans, hver sem það yrði, hefði ákveðið hveijir yrðu talsmenn stjómarandstöðunnar í þeim málum. Bæði Michael Portillo, fyrrverandi vamarmálaráðherra, og Malcolm Rifkind, fýrrverandi utanríkisráð- herra, féllu af þingi í kosningunum. WILLIAM Hague boðaði „nýtt upphaf“ þegar hann gaf kost á ser til forustu í breska Ihaldsflokknum í gær. Risaútsala á sumarfristunda- fatnaði i l i „Smuguveiðar“ í Suður-íshafi Godal varar útgerðar- menn við Ósló. Morgunblaðið. BJ0RN Tore Godal, utanríkisráð- herra Noregs, átaldi norska útgerð- armenn í gær fyrir að skrá skip sín undir hentifána til þess_ að stunda „smuguveiðar" í Suður-Ishafi. Uti- lokaði hann ekki að svipta þá veiði- heimildum í norskri lögsögu. „Allir þeir sem hlut eiga að máli verða að hegða sér sæmilega. Ann- að hefnir sín,“ sagði Godal í fyrir- spurnatíma í Stórþinginu. Þingmað- urinn Reidar Johansen (SV) spurði ráðherrann hvort til greina kæmi að ríkisstjórnin ákvæði að svipta norska útgerðarmenn, sem þátt tækju í stjórnlausum veiðum í lög- sögu annarra ríkja, veiðiheimildum í norskri lögsögu. Godal vísaði slíku ekki á bug og sagði þann möguleika vissulega vera fyrir hendi að grípa til ráðstaf- ana heimafyrir. Norskir útgerðarmenn hafa skráð skip sín undir hentifána til þess að stunda veiðar á viðkvæmum fiskistofnum í Suður-íshafi. Strang- ar alþjóðareglur um stjórn veiða á þessum slóðum hafa einungis 23 ríki undirritað og er Noregur í þeim hópi. Godal lýsti ótvírætt vanþókn- un sinni á stjórnlausum veiðum á hafsvæðinu að Suðurskautslandinu og sagði verndun fiskstofna þar vera lykilatriði út frá norskum hagsmunum í miklu stærra alþjóð- legu samhengi. „Á vegum utanríkis- og sjávarút- vegsráðuneytanna er nú kappkost- að að finna út hvað er á seyði og í samstarfi við lönd sem málið varð- ar, svo sem Nýja-Sjáland og Suður- Afríku, munum við gera viðhlítandi ráðstafanir," sagði Godal. ------♦ ♦ ♦ Stríðsglæpa- menn fái ekki bætur Bonn. Reuter. ÞÝSK stjórnvöld sögðu í gær að nú væri allt kapp lagt á það að stöðva greiðslu örorkubóta til dæmdra stríðsglæpamanna úr röð- um nasista, en gyðingasamtök í Bandaríkjunum höfðu lýst yfir því að mörg þúsund manns fengju enn slíkar bætur. í yfirlýsingu frá stjórninni sagði að reynt yrði að koma í veg fyrir að bætur, sem ætlaðar væru fórn- arlömbum heimsstyijaldarinnar síð- ari rynnu í vasa stríðsglæpamanna. V' , í1 . SUMARHUS Láland Falstur Sólardagarísælureit Sundlaugarparadísin Lalandia Góð sumarhús með ölluísundlaugar- ogsumar- paradtsinni Lalandia, syðst á Lálandi (2 - 3 klst. aksturísuðurírá Kaupmannahöfn), 200 metrar niður á baðströnd. Tímabilið 15. maí - 20.júní Verðfrá Verðfrá 26.185 kr.* 29.585 kr. Sumarævintýri fjölskyldunnar FLUG OG BILL í Danmörku Sumarhúsaparadís fyrir bamafjölskyldur Marielyst Ferie Center Góð sumarhús með öllu á suðausturströnd Falsturs, við cina af bestu og lengstu baðströndum Danmerkur (t u.þ.b. 2 klst. akstur frá Kaupmannahöfn). Tímabilið l.maí- 21.júní á rnann í viku m.v. 2 fullorðna og 2 böm (2-llára). Verð frá 39.470 kr.- á mann í viku m.v. fullorðna. ‘Innifalið: Fiug. gisting í sumarhúsi (B2) og flugvallarskattar. á mann í viku m.v. 2 fulloröna og 2 böm (2-llára). Verð frá 39.8 70 kr.‘ á mann í viku nt.v. fullorðna. Tnnifalið: Flug, gisting í sumarhúsi og flugvallarskattar. EinstaktTækifærijfyrir f3o%ylduna til að kynnast hlýlegum.tðfruiit30anmerk|é í sveitum, þorpum og bæjum. Eitjnig f þoði fcrðiþþár sem ökuleið hefur verið valitií me|fttlráttui^tíg gisting er bókuð fyrirffam',* '"j? Tímabilið 1. maí -15. júní 23.585 kr.s á mann í viku m..v. 2 fuljörðna og 2 böm (2-11 ára) í ~þfl í B-flokÍci. -Vcrð frá 2ij,3 70 kr.‘ á maþá í viku m.v. 2 fullorðna í bíl í B-flokki. . , ■f 'U t? ‘ínnifalið: F1 ug, 6flaleigub§*bg flugvallarskattar. “ ■** ¥ '■ jp Bílaleigubílli b iiokki í 1 viku kostarirá 23.200 kr. Hífió samband viö söluskrifstofiir Fluglciöa. umboösmcm, feröaskrifstofumarcða símsðludeihl Flugleiöa t síma S0 50100 (svaraö mánud. •föstiul kl. 8 ■ 15 ogá laugard. kl. 8 -16.) VcfurFlugleiða á lntemctlnu: www.icclandair.is Netfangfyrirahncnnar upplýsingar. iiifo@icclandalr.is DANMARKS TURISTRÁD Vesterbrogade 6 D. DK-1620 Köbenhavn V Telefon: 33 11 14 15 Telefax: 33 93 14 16 FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.