Morgunblaðið - 08.05.1997, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 08.05.1997, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1997 47 MINNINGAR STEINDOR STEINDORSSON + Steindór Steindórsson fæddist á Möðru- völlum í Hörgárdal í Eyjafirði 12. ág- úst 1902. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri hinn 26. apríl síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Akureyrarkirkju 6. maí. Fyrir nokkrum kvöldum var ég að blaða í Akureyrarbók Steindórs Steindórs- sonar sem ber undir- titilinn „Höfuðborg hins bjarta norðurs“. Það var svo næsta dag sem ég heyrði frétt um lát þessa vin- ar míns. Einhvem veginn finnst mér titill bókar- innar fara svo vel við nafn Steindórs sem í mínum huga var höfðingi úr hinu bjarta norðri. Hávax- inn, teinréttur og glæsilegur stóð hann fyrir nokkrum árum yfír gröf móð- ur minnar, Huldu Árdísar Stefáns- dóttur, í góðri fylgd síns kæra son- arsonar og nafna. Hann kom með kveðju frá „Höfuðborg hins bjarta norðurs“ til Huldu, sem alla tíð dáði þann stað eins og Steindór. Þau voru vinir, móðir mín og hann. í hvert sinn sem þau hittust var glatt á hjalla enda nóg að tala um. Rifjaðar voru upp gamlar minn- ingar frá Akureyri og úr Hörgár- dal. Sögur um Olöfu frá Hlöðum, skólann þeirra og alla kunningjana sem þau áttu sameiginlega. Oft var talað um veturinn sem mamma kenndi honum dönsku í Gagnfræða- skólanum á Akureyri. Steindór var duglegur við námið, skrifaði svo vel og svo átti hann líka marga skemmtilega skólabræður. Man ég ekki betur en þeirra á meðal hafí verið Björn Bjarnason magister frá Steinnesi, Hannibal Valdimarsson og Finnbogi Rútur bróðir hans, Hermann Stefánsson, Haukur Þor- leifsson og þannig mætti áfram telja. Allir voru þeir í miklu uppá- haldi hjá mömmu og minningarnar streymdu fram. Eftir svona heimsókn fannst þeim sem á hlýddu að Akureyri hlyti að vera einhver mesti dýrðar- staður á jörðinni. Enda fóru afkom- endur mínir sem á sögumar hlýddu að hugsa sig um hvort þeir ættu ekki að fara í skóla til Ákureyrar og upplifa þetta allt. Sumir þeirra gerðu jafnvel alvöru úr því. En nú er einum höfðingjanum færra á Akureyri. Sá þeirra sem hér er kvaddur var búinn að skila löngu og góðu dagsverki til hags- bóta fyrir land og þjóð. Ég þakka Steindóri fyrir tryggð við mitt fólk og kveð hann í þeirri vissu að hann sé sammála því sem Halldóra Bjarnadóttir, annar Akur- eyrarhöfðingi, sagði eitt sinn í mín eyru: „Ég vil láta jarða mig í kirkju- garðinum á Akureyri því þar er svo margt skemmtilegt fólk eins og Stefán skólameistari og sr. Matt- hías“. Halldóra var jarðsett á Akur- eyri í „Höfuðborg hins bjarta norð- urs“, samkvæmt eigin ósk. Guðrún Jónsdóttir. Ármannsfell hf. Aðalfundur AðalfundurÁrmannsfell hf. verður haldinn fimmtudaginn 22. maí nk. kl. 16.00. Fundurinn fer fram á skrifstofu félagsins, Funa- höfða 19, Reykjavík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillaga stjórnartil hækkunará hlutafé félags- ins um allt að kr. 100 milljónir. 3. Heimild til stjórnar að gefa út skuldabréf með kauprétti á nýju hlutafé í félaginu fyrir allt að kr. 30 milljónir. 4. Önnur mál, löglega fram borin. Stjórn Ármannsfells hf. Aðalfundur Veiðifélags Kjósarhrepps verður haldinn laugardaginn 10. maí kl. 13.30 í Félagsgarði í Kjós. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Aðalfundur Svalanna verður haldinn 15. maí á Hótel Borg og hefst kl. 19.30. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 12. maí. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. FERÐIR / FERÐALÖG Frá félögunum á Suðurlandsbraut 30 Vorferðin er á laugardaginn kl. 13.00. Farið frá Suðurlandsbraut 30. Fjölmennum. Trésmiðafélag Reykjavíkur, Bíliðnafélagið, Félag járniðnaðarmanna, Félag garðyrkjumanna, Félag blikksmiða. FÉLAGSSTARF Garðbæingar — opinn stjórnmálafundur Huginn, félag ungra sjálfstæöismanna, heldur op- inn fund um ungt fólk og stjórnmál i Garðabæ í húsnæði Sjálfstæðisflokksins, Lyngási 12, fimmtu- daginn 8. maí kl. 20.00. Frummælandi: Ásdis Halla Bragadóttir, aðstoðar- maður menntamálaráðherra. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Huginn, félag ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ. ATVIIMIMUHÚSNÆÐI Til leigu Garðastræti - laust strax Höfumtil leigu rúml. 80 fm skrifstofuhúsnæði á jarðhæð í góðu húsi. Húsnæðið skiptist í 4-5 herb., sem skipt er með léttum veggjum auk eldhúss og snyrtingar. Góð staðsetning og aðstaða fyrir heildsölur, teiknistofur o.þ.h. Upplýsingar veitir Stefán Árni í síma 588 9090. SMÁAUGLVSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 1 = 178598’/2 Lf. Aðalsafnaðarfundur Digranesprestakalls verður haldinn í safnaðarheimili Digra- neskirkju, sunnudaginn 11. maí kl. 13.00. Á dagskrá auk venju- legra aðalfundarstarfa: 1. Breyting á sóknarmörkum. 2. Kosning í sóknarnefnd. 3. Önnur mál. Sóknarnefnd. Dagsferðir fimmtudaginn 8. maí - ferðir við allra hæfi. Útivist stendur fyrir tveimur gönguferðum í dag. Þátttakend- ur hafa val um að ganga frá Höskuldarvöllum að Hvernum eina eða að ganga á Keili. Brott- för er frá BSÍ kl. 10.30. Verð er kr. 1.000.- Fjallasyrpa Útivistar — spennandi dagsferðir sunnu- daginn 11. maí. Eins og undanfarin ár býður Úti- vist upp á hinar geysivinsælu fjallasyrpur. í sumar er boðið upp á tvenns konar göngur í tengslum við fjallasyrpu. Bæði er gengið á valin fjöll og jafnframt er boðið upp á láglendisgöngur meðfram á í nágrenninu. Ferð- irnar eru að jafnaði farnar annan hvern sunnudag, fyrsta gangan er 11. maí. Veitt verða þátttöku- verðlaun þeim sem fer í flestar fjallgöngur. Sunnudagur 11. maf Id. 1030. Fjallganga: Gengiö er á Mó- skarðshnjúka 787 m.y.s. upp frá Hrafnhólum og farið yfir Haukafjöll. Komið niður á sama stað. Gangað tekur 5 til 6 tima. Verð er kr. 1.000.- og brott- för frá BSI kl. 10.30. Árganga: Gengið er frá Leir- vogsvatni og niður með Leir- vogsá fram hjá Tröllafossi og Tröllagljúfrum og áfram niður að þjóðvegi eitt við Mógilsá. Verð er kr. 1.000.- og brottför frá BS( kl. 10.30. Helgarferðir Helgarferð 9.-11. maí, Básar - Eyjafjallajökull - Seljavalla- laug. Spennandi gönguskiða- ferð. Bókanir á skrifstofu Útivist- ar. Helgarferð 9.-11. maí, Básar. Ekið í Bása á föstudagskvöldi. Bókanir á skrifstofu Útivistar. Hvítasunnuferðir Jeppaferð í Bása 17.-19. maf. Spennandi jeppaferð í Bása, gönguferðir og kvöldvaka. Farar- stjóri Haukur Þ. Finnsson. Öræfajökull 16.-19. maí. Farið á skíðum eða gangandi upp Sandfellsheiði og á Hvannadals- hnúk, hæsta tind landsins. Skaftafell—jakaskoðun 16.- 19. maí. Boðið upp á lengri og styttri gönguferðir við allra hæfi. Ummerki eftir Skeiðarárhlaup skoðuð. Gist er á Litla Hofi. Básar 16.-19. maí. Ferð fyrir alla fjölskylduna i Bása. Fimmvörðuháls 17.-19. maí. Fyrsta ferð sumarsins yfir Fimm- vörðuháls. Snæfellsjökull 16.-19. maí. Gist á Arnarstapa, þátttakendur ganga á jökulinn eða þiggja far með snjóbíl. Flatey á Breiðafirði 16.-19. maf. Skemmtileg ferð um Breiða- fjörð fyrir alla fjölskylduna. Netslóð: http://www.centrum.is/ utivist I.O.O.F. 12 = 178598/2 « LF í kvöld kl. 20.30: Lotgjörðarsamkoma. Miriam Óskarsdóttir talar. Allir hjartaniega velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Árlegir vortónleikar safnaðar ins í kvöld kl. 20.00. Á tónleikinum leikur Lofgjörðar- hópurinn, undir stjórn Óskars Einarssonar, stórt hlutverk og með þeim spilar fimm manna hljómsveit. Hópurinn hefur ein- beitt sér að gospelsöng sem hef- ur einmitt notið mikilla vinsælda undanfarið, og mun m.a. syngja nokkur lög eftir hinn heimskunna Andraé Crouch sem er væntan- legur til landsins seinna í mánuðinum. Einnig koma fram Guðný og drengirnir og íris Guð- mundsdóttir frá Vestmannaeyj- um. Nú er verið að endurnýja hljóðkerfi kirkjunnar og er þetta tækifæri notað til að safna fyrir þeim kaupum. Aðgangseyrir er kr. 500 og miðar seldir við innganginn. Dagsferð fimmtudaginn 8. maí — ferðir við allra hæfi Útivist stendur fyrir tveimur gönguferðum á uppstigningar- dag. Þátttakendur hafa val um að ganga frá Höskuldarvöllum að Hvernum eina eða að ganga á Keili. Brottför er frá BSI kl. 10.30. Verð er kr. 1.000. Fjallasyrpa Útivistar - spenn- andi dagsferðir sunnudaginn 11. maí. Sunnudagur 11. maí kl. 10.30. Fjallganga: Gengið er á Mó- skarðshnjúka 787 m.y.s. upp frá Hrafnhólum og farið yfir Haukafjöll. Komið niður á sama stað. Gangan tekur 5 til 6 tíma. Verð er kr. 1.000 og brott- för frá BSÍ kl. 10.30. Árganga: Gengið er frá Leir- vogsvatni og niður með Leír- vogsá fram hjá Tröllafossi og Tröllagljúfrum og áfram niður að þjóðvegi eitt við Mógilsá. Svæði sem er mjög nálægt Reykjavík, en ótrúlega margir hafa ekki séð. Verð er kr. 1.000 og brottför frá BSÍ kl. 10.30. Helgarferð 9.-11. maí Básar • Eyjafjallajökull - Seljavalla- laug. Gengið á skiðum á Há- mund og niður að Seljavallalaug. Farið með rútu aftur í Bása. Bók- anir á skrifstofu Útivistar. Helgarferð 9.-11. maí Básar. Ekið i Bása á föstudagskvöld. Bókanir á skrifstofu Útivistar. Netslóð: http://www.centrum.is/ utivist FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 fomhjólp Almenn samkoma í Þríbúð- um, Hverfísgötu 42, í dag Fræðsluferðir/skíðaganga Fimmtudagur 8. maí kl. 10.30 Jarðfræðiferð á Reykjanesskaga. Leiðbeinandi: Haukur Jóhann- esson, jarðfræðingur. Njarðvik- Hafnir-Reykjanes-Grindavík-Blá- fjallavegur. Gengið að eldstöðv- um. Tilboðsverð, aðeins 1.000 kr. Kl. 10.30 Skíðaganga á Esju. Gengið á Þverfellshorn Esju, farið á skíðum inn á fjallið. Verð 1.200 kr. Laugardagur 10. maf kl. 10.00. Fuglaskoðunarferð á Suðurnes. Samvinna við HIN. Ágætt að hafa með sjónauka og fuglabók. Verð 1.800 kr., frítt f. börn 15 ára og yngri. Leiðbeinendur: Gunn- laugur Þráinsson og Gunnlaugur Pétursson. Farið um Álftanes, Garðskaga, Sandgerði, Hafna- berg og víðar. Fuglategundir taldar. Sunnudagur 11. maí kl. 10.30 Þingvallavatn, lífrfki, fuglar, fiskar. Ekið kringum vatnið, stansað á vel völdum stöðum. Leiðbein- andi: Sigurður Snorrason, líf- fræðingur. Verð 1.500 kr. Brott- för í ferðirnar frá BSI, austan- megin og Mörkinni 6. Áttavitanámskeið á mánu- dags- og þriðjudagskvöld. Skráning á skrifstofu. Gerist félagar í F.l. á afmælisári! kl. 16.00. Söfnuðurinn í Kirkjulækjar- koti kemur í sína árlegu heimsókn og annast sam- komuna með fjölbreyttum söng og vitnisburðum. Stjórnandi Hinrik Þorsteins- son. Allir velkomnir. Samhjálp. Aglow Reykjavík Konur athugið! Aglow fundur- inn verður föstudaginn 9. maí kl. 20 á Háaleitisbraut 58—60, 3. hæð. Vilborg Schram talar. Allar konur velkomnar. Stjórn Aglow Reykjavik. Frá Sálar- rannsóknar- félagi fslands Opið hús verður í Garðastræti 8 laugardaginn 10. maí kl. 14.30. Velski miðillinn og kennarinn Colin Kingshot verður með skyggniiýsingar. Allir vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. SRFl. Ekki láta þetta fram hjá þér fara! Síðasta námskeið vetrarins * Ertu viðkvæm(ur) fyrir athuga- semdum annarra og tekur mikið inn á þig? * Áttu erfitt með að svara fyrir þig? * Finnst þér þú oft fara í „vöm“ f samskiptum þínum við annað fólk? * Ertu oft uppstökk(ur), pirruð (að- ur), reið(ur) og næstum því þung- lynd(ur)? Ef þú kannast við eitthv. af ofan- greindu hefðir þú kannski áhuga á að sækja námskeið í Sjálfefli sem gæti hjálpað þér að takast á við of- angreint. Þú þyrftir þó að fóma einni heigi af lífi þínu því nám- skeiðið er tveir dagar, en efni nám- skeiðsins hefur hjálpað mörgum að ná stjóm á eigin líðan í daglegu iífi og hjálpað þeim til að vera ósnortin af tilraunum annarra til yfirgangs og valdníðslu. Kennari: Kristín Þor- steins. Námsk. 10,—11. maí kl. 10:00 - 15:30. Verðkr. 8.000 (inni- falið í námsk.gjaldi eru veitingar í hádegi báða dagana). Nánari uppl. og skrán. í síma 554 1107 kl. 09:00 - 12:00. > Frá Sálar- rannsóknar- félagi íslands Aðalfundur Sálarrannsóknarfé- lags íslands verður haldinn í Norræna húsinu mánudaginn 12. maí kl. 20.30. Dagskrá: Skyggnilýsingar, Bjarni Kristjánsson. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar velkomnir á meðan hús- rúm leyfir. SRFl. TILKYNNINGAR Auglýsendur athugið breyttan skilafrest! Auglýsingatexta og/eða tilbún- um atvinnu-, rað- og smáauglýs- ingum sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu, þarf að skila fyrir kl. 12 á föstudag. Lærið ensku í sumarfríinu Bournemouth International School. Viðurkenndur skóli — dægilegt umhverfi. Upplýsingar hjá Sölva Eysteins- syni i síma 551 4029. Augiýsingadeild Sími 569 1111 símbréf 569 1110 netfang: augl@mbl.is - kjarni málsins!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.