Morgunblaðið - 23.05.1998, Side 20

Morgunblaðið - 23.05.1998, Side 20
20 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Heilsugæslunni í Búðardal færð stórgjöf Búðardal - Kvenfélagið Fjólan í Suðurdölum á 70 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni færðu kvenfélagskonur Heilsugæslustöðinni í Búðardal eyrnaskoðunartæki af bestu gerð að verðmæti 150.000 kr. Yfirlæknir Heilsugæslustöðvar- innar, Lánis Ragnarsson, tók við gjöfínni og þakkaði kvenfélags- konum hlýhug og hugulsemi. Þetta er með síðustu embættis- verkum Lárusar hér en hann er á förum eftir 10 ára farsælt starf. Morgunblaðið/Kristjana R. Agústsdóttir FRÁ afhendingu eyrnaskoðunartækisins. LOFTMYND af Gufuskálum tekin í fyrradag. Vortónleikar í Mývatnssveit Mývatnssveit - Vortónleikar Tón- listarskóla Mývatnssveitar voru haldnir í Reykjahlíðarskóla 12. maí. Hólmfríður Guðmundsdóttir skólastjóri bauð gesti velkomna á tónleikana. Alls komu fram um 40 nemendur og léku á píano, fiðlu, blokkflautu, trompet, þverflautu, harmonikku og karinett. Ekki voru allir háir í loftinu. Viðstaddir höfðu mikla ánægju af að hlýða á. Við skólann störfuðu síðastliðinn vetur fjórir kennarar, Sigríður Ein- arsdóttir, Sigurður Gunnarsson, Heidi Maroti og Laslo Dzenek. Fjölmenni var. ntOL Mosriffi ÞJOÐBRAUT IJPPLÝSINGA UPPLYSINGATÆKNIOG BYGGÐAÞRÓUN Upplýsingatækni í rekstri — Þjóðbraut framtíðarinnar Gildi upplýsingatækni í byggðaþróun á nýrri öld Staðsetning: Hótel Húsavík. Tími: 29.05.1998 (föstudagur). Dagskrá: 12.45 Skráning. 13.00 Setning — Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík. 13.10 Ávarp — Halldór Blöndal, samgönguráðherra. 13.20 Stefnumótun ríkisstjómarinnar — Guðbjörg Sigurðardóttir, forsætisráðuneytinu. 13.40 ATM-rannsóknarnet — Sæmundur Þorsteinsson, Landssíma íslands hf. 14.00 Upplýsingatækni og landsbyggðin — Ingi Rúnar Eðvarðsson, Háskólanum á Akureyri. 14.20 Fjarkennsla við VMA: Framtíðarsýn — Haukur Ágústsson, Verkmenntaskólanum á Akureyri. 14.40 Upplýsingatækni við Háskólann á Akureyri — Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri. 15.00 Kaffí. 15.20 Breiðbandið og ný þjónusta í fjarskiptum — Þór Jes Þórisson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Landssíma Islands hf. 15.40 Framtfðarsýn hugbúnaðarfyrirtækja úti á landi — Gunnar Ingimundarson, Hug. 16.00 Tölvutækni til fjarmælinga — Hallur Birgisson, Verkfræðistofunni Vista. 16.20 Pallborðsumræður: „Framkvœmd til framttðar" — Bjami Kristinsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjaljarðar, stýrir umræðum. 17.00 Ráðstefnuslit. Ráðstefnan er öllum opin. Mannvirki á Gufu- skálum fá ný hlutverk Morgunblaðið/Árni Sæberg FORMLEGA var gengið frá afhendingu Gufuskála til þeirra aðila sem nú þegar hafa tekið eða hyggjast taka við þeim laust fyrir hádegi á upp- stigningardag. Frá vinstri: Halldór Blöndal samgönguráöherra, Halldór Ásgrímsson utanrfldsráðherra og Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri. Hellissandi - Um hálftíuleytið að morgni 21. maí lentu þrjár vélar nánast samtímis á flugvellinum í Rifi á Snæfellsnesi. Tvær komu frá Reykjavík og flutti önnur utanríkis- ráðherra, Halldór Ásgrímsson, og nokkra starfsmenn utanríkisráðu- neytisins, útvarpsstjóra, Markús Örn Antonsson, og með honum nokkra starfsmenn Ríkisútvarps- ins, fulltrúa Þroskahjálpar og Olaf Proppe, formann Landsbjargar, og Gunnar Tómasson, forseta Slysa- vamafélags íslands. Hin vélin flutti að mestu leyti fjölmiðlafólk. Þá kom frá Akureyri flugvél samgöng- uráðherra, Halldórs Blöndals, og með Halldóri í för voru starfsmenn hans úr samgönguráðuneytinu. Við flugstöðvarbygginguna stóð fyrir flugvél Sævars Þórjónssonar, mál- arameistara í Ólafsvík. Það er orðin óvenjuleg sjón að sjá fjórar flugvélar samtímis við flugstöðvarbygginguna í Rifi. Notk- un flugvallarins er í lágmarki því miður um þessar mundir, því Rifs- flugvöllur er að mörgu leyti ágætur flugvöllur með tvær upplýstar brautir. Hann skapar mikið öryggi hér á utanverðu Snæfellsnesi. Erindi ráðherranna hingað vest- ur var að ganga frá, undirrita og af- henda Gufuskála til þeirra aðila sem nú þegar hafa tekið eða hyggj- ast taka við þeim. Fyrst var undir- ritaður samningur þar sem utan- ríkisráðuneytið afhenti Þroskahjálp hús til eignar og afnota. Er húsið fyrst og fremst ætlað til skammtímavistunar fatlaðra barna en einnig til sumardvalar. Starf- semi Þroskahjálpar hófst á Gufu- skálum 1995 og er mikil ánægja með hana og miklar væntingar bundnar við hana. Þá afhenti utanríkisráðherra Ríkisútvarpinu mastrið stóra og hluta af vélarhúsum sem tekin voru í notkun sl. haust þegar hafnar voru þaðan langbylgjusendingar Ríkisútvarpsins. Og að síðustu und- irritaði utanríkisráðherrann ásamt Halldóri Blöndal samgöng- uráðherra afsalsbréf til Lands- bjargar og Slysavarnafélags ís- lands vegna megin þorra allra bygginga á Gufuskálum. Bíður nú þessara félaga að koma þar upp alþjóðlegum björgunarskóla og æf- ingabúðum. Að sögn þeirra Olafs Proppe og Gunnars Tómassonar sem undirrituðu og samþykktu af- salsbréfin, hentar staðurinn sérlega vel til slíkra hluta. Ríkisstjórnin hefur þegar tryggt Gufuskálum umtalsverða fjármuni næstu fimm árin til þessa verkefn- is. Með þessum gerningi hefur ver- ið klippt á naflastrenginn og nú reynir á hvernig þessum aðilum tekst til í því að láta þetta verða að veruleika og koma þarna upp starf- semi. Björgunarskóli og æfinga- búðir á Gufuskálum era öllum hér ákaflega kærkomið verkefni og kann að verða Snæfellsbæ umtals- verð lyftistöng. Eiga þeir bæjarfull- trúar sem barist hafa fyrir þessu allt kjörtímabilið mikinn heiður skilinn fyi’ir þá elju sem þeir hafa sýnt í því að ryðja þessu braut og hafa þurft að ryðja úr vegi mörgum erfiðum hindrunum. Nú eru eignirnar á Gufuskálum í eigu Landsbjargar og Slysa- varnafélags Islands. Líklegt er að fyrst um sinn og sennilega strax á þessu sumri verði starfræktar þar æfingabúðir fyrir unglingadeildir björgunarsveitanna. Er það vel við hæfi. Nú hafa stjórnvöld skilað þessu af sér og málefni Gufuskála virðast vera í höfn. Keiko kominn til Húsavíkur Húsavík - Sjóferðir Arnars ehf. á Húsavík hafa fest kaup á hvala- skoðunarskipinu Moby Dick til siglinga fyrir ferðamenn og hefur hann hlotið nafnið Keiko. Moby Dick, sem áður hét Fagra- nes og var í siglingum um Isafjarð- ardjúp, hefur nú að mestu verið í hvalaskoðunarferðum á Skjálf- andaflóa en hefur einnig siglt til Grímseyjar og þá hafa verið haldn- ar grillveislur og ýmis skemmtiat- riði flutt um borð. Keiko mun hins- vegar verða bæði í hvalaskoðunar- ferðum og í áætlunarferðum til Morgunblaðið/Silli HVALASKOÐUNARSKIPIÐ Moby Dick við Hiísavíkurbryggju. Flateyjar í sumar en það mun vera í fyrsta skipti sem slík þjónusta er boðin. Áætlað er að fara frá Húsa- vík alla daga kl. 9.30. Sigling vestur með Kinnaríjöll- um er fögur í góðu veðri og fugla- líf er fjölskrúðugt í Flatey og náttúrufegurð stórbrotin. Síðustu íbúar eyjarinnar fluttu upp á meg- inlandið 1968 en sumir hafa haldið við húseignum sfnum þar og dvalið þar að sumri svo að heppilegt er að hafa fastar ferðir á milli eyjar og lands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.