Morgunblaðið - 23.05.1998, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 23.05.1998, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Heilsugæslunni í Búðardal færð stórgjöf Búðardal - Kvenfélagið Fjólan í Suðurdölum á 70 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni færðu kvenfélagskonur Heilsugæslustöðinni í Búðardal eyrnaskoðunartæki af bestu gerð að verðmæti 150.000 kr. Yfirlæknir Heilsugæslustöðvar- innar, Lánis Ragnarsson, tók við gjöfínni og þakkaði kvenfélags- konum hlýhug og hugulsemi. Þetta er með síðustu embættis- verkum Lárusar hér en hann er á förum eftir 10 ára farsælt starf. Morgunblaðið/Kristjana R. Agústsdóttir FRÁ afhendingu eyrnaskoðunartækisins. LOFTMYND af Gufuskálum tekin í fyrradag. Vortónleikar í Mývatnssveit Mývatnssveit - Vortónleikar Tón- listarskóla Mývatnssveitar voru haldnir í Reykjahlíðarskóla 12. maí. Hólmfríður Guðmundsdóttir skólastjóri bauð gesti velkomna á tónleikana. Alls komu fram um 40 nemendur og léku á píano, fiðlu, blokkflautu, trompet, þverflautu, harmonikku og karinett. Ekki voru allir háir í loftinu. Viðstaddir höfðu mikla ánægju af að hlýða á. Við skólann störfuðu síðastliðinn vetur fjórir kennarar, Sigríður Ein- arsdóttir, Sigurður Gunnarsson, Heidi Maroti og Laslo Dzenek. Fjölmenni var. ntOL Mosriffi ÞJOÐBRAUT IJPPLÝSINGA UPPLYSINGATÆKNIOG BYGGÐAÞRÓUN Upplýsingatækni í rekstri — Þjóðbraut framtíðarinnar Gildi upplýsingatækni í byggðaþróun á nýrri öld Staðsetning: Hótel Húsavík. Tími: 29.05.1998 (föstudagur). Dagskrá: 12.45 Skráning. 13.00 Setning — Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík. 13.10 Ávarp — Halldór Blöndal, samgönguráðherra. 13.20 Stefnumótun ríkisstjómarinnar — Guðbjörg Sigurðardóttir, forsætisráðuneytinu. 13.40 ATM-rannsóknarnet — Sæmundur Þorsteinsson, Landssíma íslands hf. 14.00 Upplýsingatækni og landsbyggðin — Ingi Rúnar Eðvarðsson, Háskólanum á Akureyri. 14.20 Fjarkennsla við VMA: Framtíðarsýn — Haukur Ágústsson, Verkmenntaskólanum á Akureyri. 14.40 Upplýsingatækni við Háskólann á Akureyri — Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri. 15.00 Kaffí. 15.20 Breiðbandið og ný þjónusta í fjarskiptum — Þór Jes Þórisson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Landssíma Islands hf. 15.40 Framtfðarsýn hugbúnaðarfyrirtækja úti á landi — Gunnar Ingimundarson, Hug. 16.00 Tölvutækni til fjarmælinga — Hallur Birgisson, Verkfræðistofunni Vista. 16.20 Pallborðsumræður: „Framkvœmd til framttðar" — Bjami Kristinsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjaljarðar, stýrir umræðum. 17.00 Ráðstefnuslit. Ráðstefnan er öllum opin. Mannvirki á Gufu- skálum fá ný hlutverk Morgunblaðið/Árni Sæberg FORMLEGA var gengið frá afhendingu Gufuskála til þeirra aðila sem nú þegar hafa tekið eða hyggjast taka við þeim laust fyrir hádegi á upp- stigningardag. Frá vinstri: Halldór Blöndal samgönguráöherra, Halldór Ásgrímsson utanrfldsráðherra og Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri. Hellissandi - Um hálftíuleytið að morgni 21. maí lentu þrjár vélar nánast samtímis á flugvellinum í Rifi á Snæfellsnesi. Tvær komu frá Reykjavík og flutti önnur utanríkis- ráðherra, Halldór Ásgrímsson, og nokkra starfsmenn utanríkisráðu- neytisins, útvarpsstjóra, Markús Örn Antonsson, og með honum nokkra starfsmenn Ríkisútvarps- ins, fulltrúa Þroskahjálpar og Olaf Proppe, formann Landsbjargar, og Gunnar Tómasson, forseta Slysa- vamafélags íslands. Hin vélin flutti að mestu leyti fjölmiðlafólk. Þá kom frá Akureyri flugvél samgöng- uráðherra, Halldórs Blöndals, og með Halldóri í för voru starfsmenn hans úr samgönguráðuneytinu. Við flugstöðvarbygginguna stóð fyrir flugvél Sævars Þórjónssonar, mál- arameistara í Ólafsvík. Það er orðin óvenjuleg sjón að sjá fjórar flugvélar samtímis við flugstöðvarbygginguna í Rifi. Notk- un flugvallarins er í lágmarki því miður um þessar mundir, því Rifs- flugvöllur er að mörgu leyti ágætur flugvöllur með tvær upplýstar brautir. Hann skapar mikið öryggi hér á utanverðu Snæfellsnesi. Erindi ráðherranna hingað vest- ur var að ganga frá, undirrita og af- henda Gufuskála til þeirra aðila sem nú þegar hafa tekið eða hyggj- ast taka við þeim. Fyrst var undir- ritaður samningur þar sem utan- ríkisráðuneytið afhenti Þroskahjálp hús til eignar og afnota. Er húsið fyrst og fremst ætlað til skammtímavistunar fatlaðra barna en einnig til sumardvalar. Starf- semi Þroskahjálpar hófst á Gufu- skálum 1995 og er mikil ánægja með hana og miklar væntingar bundnar við hana. Þá afhenti utanríkisráðherra Ríkisútvarpinu mastrið stóra og hluta af vélarhúsum sem tekin voru í notkun sl. haust þegar hafnar voru þaðan langbylgjusendingar Ríkisútvarpsins. Og að síðustu und- irritaði utanríkisráðherrann ásamt Halldóri Blöndal samgöng- uráðherra afsalsbréf til Lands- bjargar og Slysavarnafélags ís- lands vegna megin þorra allra bygginga á Gufuskálum. Bíður nú þessara félaga að koma þar upp alþjóðlegum björgunarskóla og æf- ingabúðum. Að sögn þeirra Olafs Proppe og Gunnars Tómassonar sem undirrituðu og samþykktu af- salsbréfin, hentar staðurinn sérlega vel til slíkra hluta. Ríkisstjórnin hefur þegar tryggt Gufuskálum umtalsverða fjármuni næstu fimm árin til þessa verkefn- is. Með þessum gerningi hefur ver- ið klippt á naflastrenginn og nú reynir á hvernig þessum aðilum tekst til í því að láta þetta verða að veruleika og koma þarna upp starf- semi. Björgunarskóli og æfinga- búðir á Gufuskálum era öllum hér ákaflega kærkomið verkefni og kann að verða Snæfellsbæ umtals- verð lyftistöng. Eiga þeir bæjarfull- trúar sem barist hafa fyrir þessu allt kjörtímabilið mikinn heiður skilinn fyi’ir þá elju sem þeir hafa sýnt í því að ryðja þessu braut og hafa þurft að ryðja úr vegi mörgum erfiðum hindrunum. Nú eru eignirnar á Gufuskálum í eigu Landsbjargar og Slysa- varnafélags Islands. Líklegt er að fyrst um sinn og sennilega strax á þessu sumri verði starfræktar þar æfingabúðir fyrir unglingadeildir björgunarsveitanna. Er það vel við hæfi. Nú hafa stjórnvöld skilað þessu af sér og málefni Gufuskála virðast vera í höfn. Keiko kominn til Húsavíkur Húsavík - Sjóferðir Arnars ehf. á Húsavík hafa fest kaup á hvala- skoðunarskipinu Moby Dick til siglinga fyrir ferðamenn og hefur hann hlotið nafnið Keiko. Moby Dick, sem áður hét Fagra- nes og var í siglingum um Isafjarð- ardjúp, hefur nú að mestu verið í hvalaskoðunarferðum á Skjálf- andaflóa en hefur einnig siglt til Grímseyjar og þá hafa verið haldn- ar grillveislur og ýmis skemmtiat- riði flutt um borð. Keiko mun hins- vegar verða bæði í hvalaskoðunar- ferðum og í áætlunarferðum til Morgunblaðið/Silli HVALASKOÐUNARSKIPIÐ Moby Dick við Hiísavíkurbryggju. Flateyjar í sumar en það mun vera í fyrsta skipti sem slík þjónusta er boðin. Áætlað er að fara frá Húsa- vík alla daga kl. 9.30. Sigling vestur með Kinnaríjöll- um er fögur í góðu veðri og fugla- líf er fjölskrúðugt í Flatey og náttúrufegurð stórbrotin. Síðustu íbúar eyjarinnar fluttu upp á meg- inlandið 1968 en sumir hafa haldið við húseignum sfnum þar og dvalið þar að sumri svo að heppilegt er að hafa fastar ferðir á milli eyjar og lands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.