Morgunblaðið - 23.05.1998, Page 80

Morgunblaðið - 23.05.1998, Page 80
80 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 ~ BRÉF TIL BLAÐSINS I DAG MORGUNBLAÐIÐ + Baráttan við kerfíð Frá Dagbjörtu Þórðardóttur: FYRIR tæpum 3 árum lenti dóttir mín í hjónaskilnaði með 3 böm. Fljótlega fór hún út á húsaleigu- markaðinn. Þá byrjaði þrautagang- an hjá „Féló“, þ.e. Félagsmála- stofnun Reykjavfkur. Hún leigði íbúð á 40.000 kr. á mánuði, fékk litla sem enga aðstoð. . Var í þeirri íbúð í 6 mánuði. Hrakt- ist upp í Breiðholt, nánar tiltekið 1 Kríuhóla. Leigði þar íbúð á 45.000 kr. á mánuði, húsaleigubætur um f 20.000 kr. á mánuði. En nú kom babb í bátinn, leigusalinn lækkaði húsaleiguna eftir 6 mánuði í 25.000 kr. á mánuði. Allt var þinglesið og lækkuðu húsaleigubætumar í 9.000 kr. á mánuði. Þessi lækkun á húsa- leigunni var bara á pappímum, hann vildi að sjálfsögðu fá sínar , 45.000 kr. en 20.000 kr. undir ! borðið, sagðist alltaf hafa haft þetta . svona. Núna þurfti hún í raun að l borga 36.000 kr. á mánuði, það réð 1 hún að sjálfsögðu ekki við því hún I er öryrki með 48.000 kr. á mánuði. * Svokallaða sérstaka heimilisupp- i bót fær hún ekki, vegna þess að Íhún er með bömin, semsagt ekki ein. Fyrir kraftaverk sem ekki Iverður rakið hér fékk hún íbúð uppi í Hraunbæ, og má gefa þar upp húsaleiguna svo húsaleigubætur 't eru inni í myndinni. En þessi íbúð J er til sölu, svo óöryggið er mikið. Nokkmm sinnum er búið að heimsækja „féló“ útaf þessu öllu og biðja um úrlausn, þ.e. íbúð. Alltaf í er sama svarið hjá Lám Bjöms- | dóttur, þú ert búin að vera í for- ! gangshópi þetta lengi, og svo telur ’ hún mánuðina, í síðasta viðtali var hún komin i 1,5 ár eða 18 mánuði. 1 Það var í janúar ‘98. Einhver maðk- ur hlýtur að vera í mysunni, hvort ■ það er hjá Lám Björnsdóttur eða yfirboðara hennar, Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur, væri gaman að vita. Varla getur einhver blók stoppað alla hjálp frá samfélaginu til einnar manneskju og barna hennar. Reynt var að tala við hinn vænginn í borgarstjórn Reykjavík- ur, og vomm við mjög bjartsýnar eftir það viðtal, því sá fulltrúi sagði að þetta væri algjört forgangsmál. Hún fengi íbúð eftir mánuð, hún gæti bókað að íyrir 1. nóv. yrði hún búin að fá íbúð. Nú líður og bíður, engin íbúð. Nú var reynt að hringja í fulltrúann því loforð er jú loforð, ekki náðist sam- band við fulltrúann, var alltaf á fundi sögðu símastúlkurnar í Tjörn- inni. Þolinmæði mín var á þrotum svo ég sagði símastúlkunni að skila að ég færi með þetta í blöðin ef ég næði aldrei sambandi við manninn. Það liðu ekki nema 10 mínútur, þá er hringt og var það blessaður full- trúinn, sem gaf vonir, gott var nú að heyra í honum loksins, en nú var annað hljóð í strokknum, hann sagði: Þú skalt ekki vera að hóta símastúlkunum hér að fara með eitthvað í blöðin, ég get ekki út- vegað neina íbúð fyrir dóttur þína, því við emm í minnihluta. Af hverju sagði hann þetta ekki strax? Þá hefði hann ekki verið að gefa fals- vonir. Hann hefði bara átt að segja strax: Ég ræð engu um þetta, við erum í minnihluta. Að lokum má það koma fram að þegar hún var að missa íbúðina í Kríuhólunum, þá sagði félags- ráðgjafí á „féló“: Borgin verður að taka dótið þitt og þú verður bara að fara til ættingjanna. Einn félagsráðgjafínn spurði dóttur mína um daginn: Ertu búin að ákveða hvar bömin verða í skóla næsta vetur. Ráðgjafinn var svona að strá salti í sárin og ýfa upp óvissuna í húsnæðismálunum. Því fátt er jafn sálardrepandi og sál- arslítandi og húsnæðishrak, og það með böm, en það virðist félags- málastofnun Reykjavíkur eða þeir sem ráða þar bara ekki skilja. Hafa sennilega aldrei reynt það sjálf hvað það er að vera húsnæðislaus, eða í hraki með húsnæði. Þó er miklu varið í þennan mála- flokk og á borgin íbúðir úti um all- an bæ sem hún leigir tekjulágu fólki og er nú verið að breyta fram- kvæmd þannig að húsaleigubætur eiga að nýtast betur, semsagt borg- in niðurgreiðir húsaleigu hvort sem borgin á húsnæði eða ekki. DAGBJÖRT ÞÓRÐARDÓTTIR, Snorrabraut 42, Reykjavík. Dulbiiinn kosninga- áróður Morgunblaðsins Frá Helga Ólafssyni: ÞINGKONU Alþýðubandalagsins, Bryndísi Hlöðversdóttur, virðist skorta dýpt til að marka eitthvað í gagnrýni sinni á ritstjóra Morgun- blaðsins í grein í Mbl. fimmtudaginn 21. maí sl. sem ber nafnið „Morgun- blaðið blað allra landsmanna?" Rit- stjóramir voru skjótir til svars og sendu spjótið snarlega til baka með snörpum leiðara, „Morgunblaðið og kosningabaráttan". Ég vil benda Bryndísi á að það þarf auðvitað sérfræðing í táknsæi til að sjá hvernig Morgunblaðinu tekst að dulbúa sig í hverri kosn- ingabaráttunni á fætur annarri. Skoðum t.d. eina frétt á baksíðu ^Mbl. þennan sama dag með aðferð- um táknsæisins. Þar er mynd af önd og nokkmm ungum og fréttin ber nafnið „Helst illa á ungunum sínum“: „Andamamma (lesist: Ingibjörg Sólrún borgarstjóri) sýndi hróðug sjö unga (lesist: hinir sjö verðandi ^orgarfulltrúar R-listans) á litlu tjörninni við Ráðhúsið... Nokkur ljón urðu á vegi þeirra að tjöminni og duttu tveir þeirra í tröppunum niður í bílhýsið (lesist: Helgi Hjörv- ar og Hrannar Bjöm Arnarsson) en allt fór vel að lokum og syntu þeir á eftir andamömmu (lesist: Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur). En þá tók ekki betra við því veiðibjalla (lesist: fjendur Helga og Hrannars) réðst að þeim og voru fímm ungar eftir á hádegi.“ (lesist: Morgun- blaðið telur að eftir kosningar verði Helgi og Hrannar það sem á pólitísku máli enskunnar kallast „lame ducks“ - laskaðar endur). Er hægt að færa betri sönnur á aðferðir Morgunblaðsins í þessari kosningabaráttu? Ekki er hægt annað en að taka undir það sem Friðbert íbúi í nágrenninu segir að lokum í þessari frétt: „Þetta er vargfugl og það er leiðinlegt að horfa til hennar núna á sveimi yfir ungunum." HELGI ÓLAFSSON, Ásvallagötu 69, Reykjavík. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kannast einhver við þessa mynd? ÞESSI mynd og önnur af sömu stúlku er á filmubút sem fannst á götu í vetur. Upplýsing- ar í síma 552 0484. Pollur í Grafarvogi KOSNINGAR í Reykja- vík! Nei, það getur ekki verið. Ég átti nú ekki von á því að tímasetning- ar stæðust þegar hafist var handa við byggingu sundlaugar í Grafarvogi. En viti menn, hún var nú opnuð hálfum mánuði á undan áætlun! Eitt af kosningaloforðum sem borgarstjóri hefur staðið við. Borgarstjóri hélt ræðu þar sem hún tjáði viðstöddum að laugin ætti eftir að koma að góðum notum þegar íbúafjöldi í Grafarvogi væri kominn í 14 þús. manns, en 1. des. sl. var íbúafjöldi í Grafarvogi 14.200 manns. Jæja, í dag, 12. maí, mætti ég galvösk til að sjá herlegheitin og prufa þessa himnasendingu Grafarvogsbúa frá R- listanum. Með mér eru dætur mínar, 8 ára og 8 mánaða, en sú yngri sef- ur í kerrunni sinni með- an mamman syndir. Við fórum inn til að borga, og þá getur þessi fína sundlaug ekki tekið við debetkortum „ekki komnir með posa“. Jæja, okkur tekst að bjarga því. Og hvemig fer ég út með kerruna? spyr ég í mesta sakleysi. Ekki málið, ég á að fylgja ein- hverjum manni sem sýn- ir mér það. Og út fer ég á eftir manninum. Og viti menn, af því að innilaug- in er ekki tilbúin er ekki hægt að komast inn með kerru og þaðan af síður hjólastól nema ganga hálfa leið kringum grind- verkið og fara inn um hurð á því. Þegar hér var komið var mér orðið ansi kalt, enda hífandi rok og rign- ing úti, en inn í fataklefa förum við en þar var kalt eins og í frystikistu. Þá er komið að sturtuklef- anum, skrúfað er frá heita vatninu, jú, fullt af vatni, en bara kalt. Eftir þessar kuldalegu hrakn- ingar er stefnt á heita pottinn, en ég verð nú að segja það að til eru betri pottar, þessir voru bara volgur, volgari og volgastur. Nóg um það, nú skyldi synda, þarna er 25 metra laug og bamapollur. Nú hafa arkitektarnir heldur bet- ur hugsað málið frá öllu hliðum, því þeir setja vegg á milli pollsins og laugarinnar sem gerir það að verkum að meðan foreldrar synda geta bömin dmkknað í róleg- heitum, því ef maður stendur upp til að gá sér maður ekki í pollinn fyrir veggnum. Og ekki verð- ur annað sagt en kall- kerfið sé í lagi því aftur og aftur glumdu skamm- ir á þá krakka sem vog- uðu sér inn á þann hluta laugarinnar sem ætlaður er fyrir syndandi fólk. Eg verð nú að segja það að vel má vera að sjálfstæðismenn eyði ör- lítið meiru þegar þeir framkvæma, en þeir gera það líka almenni- lega, samanber sund- laugina í Arbænum. Því held ég bara að ég haldi áfram að troða Arbæing- um um tær og noti þeirra sundlaug í fram- tíðinni. Linda Gunnarsdóttir. Góð þjónusta MIG langar til að þakka afgreiðslukonu verslun- arinnar Skógluggans í Haínarfirði fyrir frá- bæra þjónustu. Dóttir mín keypti þar skó sem reyndust vera smávægi- lega gallaðir. Var hún á leið til útlanda svo við höfðum lítinn tíma. Þeg- ar við komum með skóna í búðina var henni boðið að velja sér aðra skó og halda hinum sem voru gallaðir, en ég gat lagað þá aðeins sjálf. Þetta kalla ég frábæra þjón- ustu, afgreiðslukonan heitir Arnbjörg og á hún heiður skilið. Þetta er kona sem kann sitt fag. Þóra B. Jónsdóttir. Kvennalistinn og þjóðflokkarnir KVENNALISTINN bauð í upphafi fram gegn þjóðflokkakúgun á kon- um og fékk mikið fylgi. Eitthvað fór lítið fyrir blómum í haga hjá kon- um svo fylgið hrundi. Og metorðin í húfi hjá þeim sem hreiðrað höfðu um sig í forystunni. Hvað var til ráða annað en að mynda það kerfi sem áð- ur var fordæmt? Hvað skeður svo í Reykjavík? Konur eru lægst launaði vinnuhópur undir stjórn kvennalista borgar- stjóra. Kemur ekki fram gamla máltækið; konur eru konum verstar? 181029-3589. Sammála unglingi ÞVÍ í ósköpunum hafa unglingar þann stimpil að vera til vandræða? Sigurþór Júníusson kall- ar okkur vanþroska ung- linga. Það er jafnhátt hlutfall af vanþroska ein- staklingum meðal ung- linga og meðal annarra aldurshópa. Hann setur okkur á bás og ég hef á tilfinningunni að hann viti ekki hvað hann er að tala um þegar hann talar um unglinga. Það eru ekki unglingar sem fremja stóru glæpina, það er fullorðið fólk sem fremur þá. Eru þá allir fullorðnir stórglæpa- menn? Anuar unglingur. Tapað/fundið Silfurhálsmen týndist í Kópavogi SILFURHÁLSMEN, keðja með hjarta með fjólubláum steini, týndist laugardaginn 9. maí í Kópavogi. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 554 5639. Breiðagerðisskóli LYKLAR týndust við fótboltamörkin á lóð Breiðagerðisskóla, löng keðja og lítill leðurpoki er á lyklahringnum. Finnandi vinsamlegast skilið til gangavarðar skólans. Dýrahald Kettlingar fást gefins 6 LITLIR, blíðir, fallegir og kassavanir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 565 5805. Víkverji skrifar... VARLA er lengra en áratugur síðan að hægt var að ganga um Reykjavík án þess að sjá veggjakrot nema á stöku stað. Nú er svo komið að varla er fínnanleg sú gata í borginni þar sem ekki eru útkrotaðir húsveggir, garðveggir, ruslagámar, ljósastaurar, tengi- kassar og þar fram eftir götunum. Veggjakrotið er orðið þvílíkt lýti á borginni að Víkverja finnst furðu- legt að það skuli ekki hafa orðið að umræðuefni í kosningabaráttunni, sem nú er á enda. Víkverji er sann- færður um að það borgarstjóraefni, sem héti því að taka hart á veggjakroturunum og láta þá (eða foreldra þeirra) greiða himinháar sektir, líkt og tíðkast í mörgum borgum erlendis, yrði vinsælt hjá borgarbúum. Svo mikið er víst að hreinlegra væri um að litast í Reykjavík ef gengið væri að veggjakroturum af sömu hörku og að borgarbúum, sem slysast til að hafa bíla sína of lengi við stöðumæli eða leggja upp á gangstétt í fimm mínútur. Er ekki hægt að ráða nokkra samvizkusama stöðuverði til þess að hafa eftirlit með veggjakroturum í miðborginni? xxx VÍKVERJI á bágt með að skilja vandræðaganginn í kringum nafngiftir nýrra sveitarfélaga, sem orðið hafa til við sameiningu smærri hrepps- og bæjarfélaga. Sum nöfnin, sem kjósendum stend- ur til boða að kjósa um, eru gjör- samlega fráleit. Þetta á til dæmis við um „Ardalsvík", sem er eitt af sjö nöfnum, sem kjósendur í sam- einuðu sveitarfélagi Svarfaðardals, Dalvíkur og Arskógsstrandar eiga að taka afstöðu til. Við megum víst þakka fyrir að höfuðborgarbúar þurfa ekld að kjósa á milli nafnanna Kjalarvík og Reykjanes eftir sam- einingu Reykjavíkurborgar og Kjalarneshrepps! Sum nöfnin, sem nú eru á lofti, virðast beinlínis hugsuð til þess að valda misskiln- ingi eins og nafnið Austurríki, sem virðist eiga fylgi að fagna meðal íbúa nýs sveitarfélags á Austfjörð- um. XXX VÍÐAST hvar erlendis, þar sem sameining sveitarfélaga hefur átt sér stað, heitir sveitarfélagið eftir stærsta þéttbýliskjarnanum en smærri staðir halda að sjálfsögðu sínum nöfnum, sem þeir hafa gjaman átt öldum saman. Engum dettur í hug að fara að búa til ný nöfn, sem eiga sér engar ræt- ur í sögu eða hefðum. Af hverju þurfa Islendingar að fara þessa sérkennilegu leið? Getur verið að gamalgróinn hrepparígur valdi því fyrst og fremst að menn þurfa að búa til einhver málamiðlunar- orðskrípi til þess að geta búið sam- an í einu sveitarfélagi?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.