Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 1
124. TBL. 87. ÁRG. LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Meginforsenda friðarsamkomulags G-8 hópsins og Júgóslavíu-
stjórnar hvílir á brottflutningi serbneskra hersveita frá Kosovo
Framhaldið í höndum
stjórnvalda í Belgrad
Helsinki, Belgrad, Brussel, Washington. Reuters, AFP.
MARTTI Ahtisaari, forseti Finn-
lands og sérlegur sáttasemjari G-8
hópsins svonefnda, sagðist í gær
vera vongóður um að takast mundi
að koma á friði á Balkanskaga en
lagði jafnframt áherslu á að fram-
■ haldið væri nú í
höndum stjóm-
valda í Júgó-
slavíu. Strobe
Talbott, aðstoð-
arutanríkisráð-
herra Bandaríkj-
anna, sem stadd-
ur var í Helsinki í
gær og fundaði
þar með Ahtisa-
Clinton ari um fram-
kvæmd friðarsamkomulagsins sem
Slobodan Milosevie Júgóslavíufor-
seti undirritaði á fimmtudag, sagði
að þótt friður virtist nú á næsta leiti
myndi Atlantshafsbandalagið
(NATO) hafa vakandi auga með
Júgóslavíu allt þar til tryggt væri að
hersveitir Serba hefðu haldið frá
Kosovo-héraði eins og samkomulag-
ið gerir ráð fyrir. Loftárásum yrði
„haldið í skefjum“ uns fyrir lægi að
friðanúlji yrði sýndur í verki. Síð-
degis í gær var ákveðið að fuítrúar
NATO og Júgóslavíuhers myndu
mætast á landamærum Júgóslavíu
og Makedóníu í dag þar sem Mich-
ael Jackson, hershöfðingi og fulltrúi
NATO, myndi gefa fyrirmæli um
framkvæmd brottflutnings serb-
neskra hersveita frá Kosovo-héraði.
Tilkynning um landamærafund-
inn barst frá höfuðstöðvum NATO í
Brussel síðdegis í gær og var lögð
áhersla á að Jackson hershöfðingi
myndi ekki gegna því hlutverki að
taka við formlegri uppgjöf júgóslav-
neska hersins. Ekki var ljóst hver
myndi verða sendur fyrir hönd
júgóslavneska hersins en Dragoljub
Ojdanic, hershöfðingi og yfirmaður
sameinaðs herafla Júgóslavíu, er
einn þeirra fimm Serba sem nýverið
voru ákærðir fyrir stríðsglæpi af
stríðsglæpadómstóli Sameinuðu
þjóðanna í Haag. Fundarstaðnum
hefur verið haldið leyndum.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
sagðist í viðtali við bandarísku sjón-
varpsstöðina ABC í gær bíða
óþreyjufullur eftir því að hægt væri
að stöðva loftárásir NATO á Júgó-
slavíu en lagði ríka áherslu á að
slíkt kæmi ekki til fyrr en íyrir
lægju sannanir _um brottflutning
hersveita Serba. I Ijósi reynslu síð-
ustu rúmlega sex ára yrði að gæta
fyllstu varúðar er Milosevic væri
annars vegar. Dæmin sönnuðu að
hann væri maður er gengi á bak
orða sinna.
Engin aðstoð uns Milosevic
afsalar sér völdum
Mikill þrýstingur er nú á Milos-
evic að afsala sér völdum. í lok leið-
togafundar Evrópusambandsins
(ESB) í Köln í gær gerðu leiðtogar
Frakklands, Þýskalands og Bret-
lands lýðum það ljóst að Serbía
myndi ekki hljóta alþjóðlegt fjár-
magn til aðstoðar við endurupp-
byggingu landsins vegna stríðsins
meðan Milosevic væri enn við völd.
Tony Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, sagði að Serbía ætti að taka
sér stöðu á meðal lýðræðisþjóða en
slíkt væri ógerlegt á meðan Milos-
evic, yfirlýstur stríðsglæpamaður,
sæti á valdastóli. „Þótt almenningi
finnist sem nútíðin sé skuggaleg, þá
er framtíðin björt ef þjóðin grípur
tækifærið," sagði Blair.
Viktor Tsjémómýrdín, sérlegur
erindreki Rússlands í Kosovo-deil-
unni, sagði í gær að hann hefði full-
an stuðning Borísar Jeltsíns forseta
við friðarsamkomulagið sem hann
og Ahtisaari gerðu við stjómvöld í
Belgrad í vikunni. Jeltsín hefur hins
vegar ekki tjáð sig opinberlega um
samkomulagið og háttsettir menn
innan rússneska hersins hafa gagn-
rýnt samkomulagið harðlega. Tahð
er að Sergei Stepashin utanríkis-
ráðherra hafi verið tregur til að fall-
ast á samkomulagið en í gær gaf
hann út þá yfirlýsingu að Rússar
myndu fallast á grundvallaratriðj
samningsins - með semingi þó. í
viðtölum við Reuters í gær töldu
þingmenn í Dúmunni, rússneska
þinginu, að utanríkisráðuneytið
vildi ekki láta bendla sig við sam-
komulagið sem gert var. Þá eru
uppi grunsemdir að forsetinn sé
ekki alls kostar ánægður með fram-
tak Tsjérnómýrdíns til lausnar deil-
unni á Balkanskaga. Rússar og Kín-
verjar hafa krafist þess að loftárás-
um NATO verði hætt án tafar.
Herþotur NATO héldu í gær
áfram loftárásum á skotmörk í
Júgóslavíu. Og þykir sýnt að banda-
lagið ætli að halda aðgerðum sínum
áfram uns fyrir hggi að Serbar hafí
hoi-fið frá Kosovo. Þá hefur NATO
hafið undirbúning að því að senda
alþjóðlegt friðargæslulið u.þ.b.
50.000 hermanna inn í Kosovo.
Sagði Javier Solana, framkvæmda-
stjóri NATO, í gær að hægt yrði að
hefja slíkar aðgerðir innan skamms.
■ Samsetning gæsluliðs/26
Minningar-
athöfn í
Hong Kong
„Á MEGINLANDI Kína eru
minningarathafnir bannaðar og
því tel ég mig heppinn að vera
staddan á eina staðnum í landinu
þar sem við getum á opinskáan
hátt minnst atburðarins." Þetta
sagði einn þátttakenda í u.þ.b.
50.000 manna kertavöku í Hong
Kong í gærkvöldi til minningar
um þá sem létust í blóðbaðinu á
Torgi hins himneska friðar fyrir
tíu árum. Til Hong Kong höfðu
Kínverjar komið víðsvegar að til
að tjá hug sinn þennan dag.
Sungu mótmælendurnir lög sem
námsmennirnir höfðu haft í há-
vegum í mótmælunum 1989 og
enn var þess krafist að lýðræðis-
legum umbótum yrði komið á í
Kína. Einn þátttakendanna bar
þessa von í brjósti sér: „Eg vona
að dag einn getum við haldið
slíka minningarathöfn á Torgi
hins himneska friðar. Það myndi
vera til marks um að Kína hefði
tekið einhverjum framíorum."
■ Spennuþrungin kyrrð/28
Reuters
Solana nýr „utan-
ríkisráðherra“ ESB
Köln. AFP.
JAVIER Solana, framkvæmdastjóri
Atlantshafsbandalagsins (NATO),
hefur fallist á að taka við nýrri
stöðu æðsta yfirmanns utanríkis- og
vamarmála hjá Evrópusambandinu
(ESB). Hans bíður það verkefni að
skipuleggja áhrifaríkari utanríkis-
og vamarmálastefnu sambandsins
er geti notið hemaðarlegs stuðnings
óháð Bandaríkjunum.
Leiðtogar bandalagsríkjanna
samþykktu á fundi sínum í Köln, er
lauk í gær, að skipa Solana í þetta
nýja hlutverk innan bandalagsins.
Þótt svo eigi að heita að helstu
hernaðarveldin innan bandalagsins,
Bretland og Frakkland, ættu að
geta komið til aðstoðar er hætta
steðjar að, hefur
Kosovo-deilan
leitt í ljós hversu
háð Evrópuríkin
eru Bandaríkjun-
um bæði er varð-
ar pólitískt frum-
kvæði og hemað-
arlegan mátt.
Bandaríkja-
stjórn fagnaði í
gær því frum-
kvæði ESB að ganga fyrsta skrefið
í átt að samræmdri varnarstefnu.
Sagði James Rubin, talsmaður
bandaríska utanríkisráðuneytisins,
að fulltrúar ESB hefðu ráðfært sig
við Bandaríkjastjórn áður en til-
Solana
kynnt hefði verið um yfírlýsingu
leiðtogafundarins. Sagði hann
þessa þróun vera í samræmi við
það sem ákveðið hafði verið á há-
tíðarfundi NATO í Washington í
apríl sl.
Sérfræðingar segja að á þeim
þremur og hálfu ári sem Solana hef-
ur verið yfirmaður NATO hafi hann
sýnt leiðtogahæfileika sína í verki
með því að leiða bandalagið í gegn-
um Bosníudeiluna og nú í Kosovo-
deilunni, og er hann sagður hafa
gegnt lykilhlutverki í að halda ein-
drægni meðal aðildarríkja banda-
lagsins.
■ Yfirlýsing ESB/29
Réttarhöldin yfír Abdullah Öcalan
Stympingar í
réttarsalnum
Imrali. AFP.
TYRKNESKIR hermenn urðu að
stilla til friðar er áflog bmtust út við
réttarhöldin yfir Kúrdaleiðtoganum
Abdullah Öcalan á fangaeyjunni
Imrali í gær. Varð dómari í málinu
að rýma réttarsal um stund áður en
hægt var að hefja málflutning að
nýju. Réttarhöldum var síðan
frestað þar til á þriðjudag, er sækj-
endur munu flytja lokaræðu sína.
Ryskingamar hófust þegar verj-
endur Öcalans fóru fram á að fjöl-
skyldur þeirra skæruliða Verka-
mannaflokks Kúrdistans (PKK), sem
fallið hafa í átökum við tyrkneskar
öryggissveitir, yrðu samþykktar sem
stefnendur í málinu, rétt eins og ætt-
ingjar þeirra tyrknesku hermanna
sem látist hafa í átökunum.
Ættingjar fallinna hermanna, sem
voru í réttarsalnum, brugðust hins
vegar ókvæða við þessu og mót-
mæltu harðlega. Kom til stympinga
og urðu tyrkneskir hermenn að
skakka leikinn.
Dr. Magnús K. Hannesson,
varafastafulltrúi íslands hjá Evrópu-
ráðinu, var viðstaddur réttarhöldin
yfir Öcalan í gær. En Island, sem nú
gegnir formennsku í ráðherraráði
Evrópuráðsins, hefur fengið form-
legt leyfi tyrkneskra stjómvalda til
að fylgjast með réttarhöldunum yfir
Kúrdaleiðtoganum.