Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 53
4.
Loks fór svo að Ásgeir opnaði.
Hann sagði: Eg sá mér þann kost
vænstan. Eg þóttist sjá í hendi mér
að annars hefði Ófeigur tínt járn-
plöturnar af bíslaginu til þess að
komast inn. Svo hlógum við bræð-
ur og hugsuðum hlýtt til Ófeigs og
dáðumst að þolgæði hans og hús-
bóndahollustu.
Arni Amundason var fæddur á
þeim sögufræga stað Kambi í Vill-
ingaholtshreppi. Hann kvæntist
dóttur Ófeigs bónda í Kolsholti,
sem frá er sagt í þessari grein.
Ingunn hét hún og varð manni sín-
um hollur förunautur.
Ami stundaði ýmsa vinnu og var
hvarvetna rómaður vegna dugnað-
ar og iðjusemi. Hann réðst til
starfa hjá Reykjavíkurhöfn við
sprengingar og grjótvinnu. Asgeir
bróðh- minn vann um skeið í flokki
með Árna. Oft ræddi hann um
Árna og var það allt á einn veg.
Kvað hann Árna vera einn hinn
mesta víking til verka er hann
hefði kynnst. Elja hans og útsjón-
arsemi, prúðmennska og háttprýði.
Snerpa og úthald. Allt var honum
leikur í starfi. Er Árni varð áttræð-
ur heiðraði Reykjavíkurhöfn hann
með því að færa honum heiðurs-
skjöld í þakklætisskyni fyrir vel
unnin störf.
Árni réðst í að stækka húseign
er hann hafði fest kaup á árið 1934.
Þá varð hús hans eitt hið reisuleg-
asta við Ljósvallagötu. Þar safnaði
hann til sín bömum, tengdabörn-
um og barnabörnum. Tengdadóttir
hans, Auður Gunnarsdóttir, sagði
um hann: „I húsi tengdafoður míns
vom margar vistarvemr, bæði
bjartar, hlýjar og mikils virði fyrir
okkur, sem ung vomm þá.“
Auk erfíðisvinnu hjá Reykjavík-
urhöfn tók Ami að sér það við-
fangsefni að gæta húsbónda Ófeigs
tengdaföður síns. Marteinn Ein-
arsson kaupmaður var rómaður at-
hafnamaður eins og þeir frændur
margir, Bergsættarmenn úr Ölfusi.
Vínhneigðir vom þeir, sumir hverj-
ir, en áttu það sameiginlegt í ýms-
um greinum ættarinnar að þola
eigi drykkjuna. Kom það fram með
undarlegum uppátækjum. Þegar
Balbo flugkappinn ítalski flaug
með flota sínum yfir Reykjavíkur-
bæ árið 1933 í júlímánuði gekk sú
saga að Marteinn kaupmaður hafi
þreytt drykkju í stórhýsi sínu að
Laugavegi 31. Á húsinu sunnan-
verðu em svalir. Þangað gekk
Marteinn, skv. þjóðsögunni, og
mælti: Það em nú fleiri en Balbo
sem geta flogið. Frá þeim degi var
Ámi ráðinn til þess að vera Mar-
teini til trausts og halds. Var þá
stundum lögð nótt við dag og hald-
ið til hafnarvinnu eftir svefnlausa
nótt.
Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri
bjó um skeið ásamt eiginkonu
sinni, Sigurlaugu Jónasdóttur, í
húsinu nr. 1 við Ásvallagötu. Jónas
var skömngur mikill, djarfur í
ræðu og riti. Hjó til beggja handa,
enda vanur vopnaviðskiptum úr
pólitískum sviptingum sem ritstjóri
Dags, málgagns Framsóknar-
flokksins. Jónas var sáttfús. Á ný-
ársdag hafði hann það fyrir fasta
reglu að ganga á fund andstæðinga
sinna, ritstjóra Akureyrarblað-
anna. Mæltist til sátta og samlynd-
is. Ámaði þeim allra heilla á nýju
ári. Svo byrjuðu skammirnar aftur
á fyrsta virkum degi.
Jónas var stórhuga og kappkost-
aði í mörgu að auka veg Ríkisút-
varpsins. Þó kom fyrir að hann
skorti dómgreind og hugarjafn-
vægi og stillingu. Frægt var t.d. er
hann lét loka fyrir hljóðnema þá er
hann átti í kjaradeilu við Þorstein
Ö. Stephensen. Var útsending
stöðvuð í hádegisútvarpi þótt land-
ið væri hemumið og stríð fyrir
ströndum. Ami frá Múla skrifaði
forystugrein í Vísi: „Þögn yfir Is-
landi“. I starfi Jónasar gætti þess
að hann teldi sig stýra stórbýli.
Hann væri sjálfur hefðai’bóndi og
gæti umbunað hjúum sínum fyrir
húsbóndahollustu, en tuktað þá í
flokki húskarla, sem höfðu aðrar
skoðanir en „fóstran Kamarilla".
Sigurlaug kona Jónasar var ljúf-
lynd og góðviljuð. Hún hafði á
yngri ámm verið hægri hönd séra
Matthíasar Jochumssonar á Akur-
eyri. Var einlæg vinátta og trúnað-
ur milli þeirra, þjóðskáldsins og
einkaritara hans. Tvö efnisbörn
áttu þau hjón, Björgu, sem er eig-
inkona Jóns Sen fiðluleikara og
fjöllistamanns. Björg vann sem rit-
ari á fréttastofu, prúð, kurteis og
góðviljuð. Jónas, síðar kunnur og
vinsæll útvarpsmaður, sonur
þeirra hjóna var ungur og stæltur
sveinn á Ásvallagötu 1. Stýrði hann
sveit ungra fullhuga, sem stukku
yfir girðingar og réðu sér ekki fyr-
ir lífsgleði og æskufjöri. Kolbrún,
dóttir Jónasar frá fyrra hjóna-
bandi, var fíngerð stúlka og grann-
vaxin. Hún varð kona Björns Ólafs-
sonar fiðluleikara. Gestkvæmt var
hjá þeim hjónum, Jónasi og Sigur-
laugu. Halldór Laxness mun hafa
þegið þar margan sopann og bit-
ann.
Sat stundum uppi á eldhúsborði
hjá frú Sigurlaugu og dinglaði fót-
um meðan hann beið eftir vöfflum
eða öðra góðgæti. Þá mun Páll
Zophaníasson hafa verið tíður gest-
ur og setið löngum við spil. Þá varð
til kenning Páls um stjórnarfundi í
hlutafélögum. Mun það upphaf
einkavæðingar. Páll sagði: Lang-
flestir stjórnarfundir í hlutafélög-
um era haldnir í hjónarúminu.
Þegar Björn Olafsson mennta-
málaráðherra bannaði Ríkisút-
varpinu að birta auglýsingar um
dansleiki ógnaði útvarpsstjóra sá
tekjumissir er yrði afleiðing aug-
lýsingabanns. Brá hann á það ráð,
að auglýst skyldi: Hljómsveit leik-
ur. Þá skildu_ allir að nú átti að
verða ball og Utvarpið tapaði engu.
Af opinberam skýrslum og skjöl-
um má verða margs vísari um
byggingarsögu og íbúa bæjarins. í
manntali Reykjavíkur er þess t.d.
getið um Brávallagötu að þar sé
„engin íbúð fyrr en seint í vetur“.
Síðan er skráð ... Halldór ...
I bók Ingu Laxness, sem Silja
Aðalsteinsdóttir skráði, segir svo á
bls. 119: „. . . Þá þvældumst við
milli leiguíbúða um hríð, bjuggum
um tíma á Laugavegi og á Brá-
vallagötu 14. Þar höfðum við tvö
herbergi og eldhús í íbúð sem við
deildum með Indriða Waage leik-
ara og leikstjóra og Elísabetu konu
hans. Þau urðu góðir vinir okkar.“
Svo segir Inga frá því að þar hafi
glæðst áhugi sinn á leiklist því oft
var æft þar heima. Síðan segir: „í
íbúðinni á Brávallagötunni stóð
skrifborðið undir stóram glugga í
stofunni. Einhvern tíma patar
Halldór mikið og segir: „Hvemig á
ég að fara að? Sólin skín beint í
augun á mér, ég get ekki unnið!“
„Fáðu þér skyggni á ennið,“ sagði
ég og átti við skyggni með teygju
sem var bragðið aftur fyrir hnakka
og blaðamenn notuðu oft. Við
þessu átti hann engin orð og ég fór
sjálf í bæinn og keypti handa hon-
um skyggni.“
Elísabet Waage, ekkja Indriða
Waage leikara, man vel þann tíma
er Halldór og Inga deildu íbúð með
þeim hjónum. Gömul saga sem rifj-
aðist upp í huga mínum frá vera
minni í Utvegsbanka íslands á
þessum áram og Indriði hafði sagt
mér varð til þess að ég spurði um
sannleiksgildi. Indriði hafði sagt
mér frá orðaskiptum Laxnesshjón-
anna. Inga fór hörðum orðum um
framferði manns síns. Hún hafði
fundið kramarhús í vasa hans með
neftóbaki og býsnaðist yfir sóða-
skap sem því fylgdi. Lagði háreysti
frá orðasennu inn til sambýlisfólks-
ins. Halldór tók öllu með ró. Sagði:
Góða Inga. Þetta var bara fyrir 25
aura. Það tekur ekki að býsnast yf-
ir því.
Guðbrandur Magnússon for-
stjóri Áfengisverslunar ríkisins
fluttist með konu sinni i íbúðina
þegar Halldór og Inga fóra.
Þeir Jónas Þorbergsson og
Helgi Hjörvar áttu löngum í deil-
um um málefni Ríkisútvarpsins. Á
tímabili má segja að ríkt hafi óvild,
svo ekki sé sagt - fjandskapur.
Þegar Jónas lét af störfum og Vil-
hjálmur Þ. Gíslason tók við var
haft eftir Helga: „Undarlegt er það-
og með ólíkindum, en nú er eins og
ég muni ekkert nema það besta í
fari þeirra Jóns Eyþórssonar og
Jónasar Þorbergssonar, aðrar eins
andskotans skepnur og þetta
vora.“ Jónas Þorbergsson kunni
einnig að koma fyrir sig orði. Þing-
eyskur bóndi, sem kom í kynnisför
til höfuðstaðarins bað Jónas að
fylgja sér um miðbæinn. Á Austur-
velli sáu þeir lágvaxinn atgerfis-
mann stika stóram í átt til Alþing-
is. Er þangað kom svipti hinn fót-
hvati göngumaður útihurð Alþingis
snúðugt upp á gátt og stikaði inn í
löggjafarsamkunduhúsið. Bóndinn
spyr undrandi: Hver er þessi lág-
vaxni maður sem stikar stórum og
hrindir hurð af slíku afli? Þetta er
Helgi Hjörvar, svarar Jónas Þor-
bergsson. Nei, er hann svona lítill?
spyr bóndinn. Hann er miklu
minni, svarar Jónas.
Hvað sem leið langvinnum og
háskalegum deilum þeirra útvarps-
manna, Jónasar og Helga, þá er
það í frásögur fært og þótti tíðind-
um sæta er Jónas Þorbergsson
stóð snemma morguns og vætti
skeggbursta sinn með raksápu,
horfði í spegil sinn, skóf vanga sína
og snyrti að honum þótti sem eitt-
hvert það verk væri óunnið og
þyrfti að ljúka áður en dagur væri
að kvöldi kominn. Greip hann yfir-
höfn sína og skundaði sem leið lá í
Suðurgötu 6. Sá sem þar réð hús-
um hafði séð til ferða komumanns
og skundaði niður traðimar að
leiða gest til stofu. Urðu nú fagnað-
arfundir, faðmlög, blessunarorð og
fyrirbænir. Og ekki synjað fyrir að
vöknað hafi hvarmar er tilfinningar
titraðu í brjósti öldunga.
Höfundur er þulur.
Rafiðnaðarmenn í RSÍ
Spennugolf 1999
Spennugolf 1999 verður að þessu sinni haldið á STRANDAVELLI
(GHR) á Hellu föstudaginn 11. júní nk. Farið verður frá RSÍ á
Háaleitisbraut kl. 12:00 stundvíslega. Að venju verða vegleg verðlaun
f boði. Þátttökugjald er kr. 3.000 eins og í fyrra.
Innifalið í því er flatargjald, rútuferð, góð golfpeysa og smá veitingar.
Tilkynningar um þátttöku skulu
berast til Rafíönaðarskólans í síma
568 5010. Þar skal tilkynna forgjöf og
einnig hvort viökomandi ætii að
koma með rútunni.
Munið að skrá ykkur tímanlega.
Það auðveldar undirbúningsvinnuna.
JÓNSMESSUHÁTÍÐ
RAFIÐNAÐARMANNA
Árleg fjölskylduhátíð Rafiðnaðarsambandsins
í landi símamanna við Apavatn 25.-27. júní.
Dagskráin verður með
hefðbundnu sniði.
íþróttir, veiði, varðeldur,
dansleikir, hoppkastali,
rennibraut og
margt fleira.
Hátíðin er félagsmönnum að kostnaðarlausu
RouenBLAoe.
Viablade
ABECIIegur
Svört74mmdekk m £) U
Stærðir 37-47
fíOLLGRBLADe.
Viablade IX7
ABEC3legur
Glær 76 mm dekk
Stærðir 37-47 USLO*
6-9°°
64 mm dekk
Stærðir 30-35
fíouefíBLAoe.
Canvas
fíOLLefíBLADe.
WBS Polo
2 í einum: Skór + skauti
ABEC 1 legur fl
Glær 74 mm dekk^tfu €aG
Stærðir 41-47
ABEC 3 legur
j I Stærðir 40-46 —„ ÆafiPJrtf
I 55 mm dekk fT • 7*
UTILIF
<il|
/'• lol I
GLÆSIBÆ * Simi 581 2922 • www.utilif.is
Opið 10 - 18, laugardaga 10 - 16.
Crind
Skórtil að„slæda"
á handriðum.
Stærðir 40-46
V"
ír
41
x.