Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞJONUSTA/FRETTIR LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 61 reyna sig við gamalt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn eldri borgara. Safnbúð með miiyagripum og handverks- munum. Kaffi, kandís og kleinur. Sími 471-1412, net- fang minaust@eldhorn.is.____________________ MINJASAFN RAFMAGNSVEITU ReyKjavíkur v/rafstöð- ina v/Elliðaár. Opið sunnudaga kl. 15-17 eða eftir sam- komulagi. S. 567-9009.______________________ MINJASAFN SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS Þorsteins- búð við Gerðaveg, Garði. Opið alla daga í sumar frá kl. 13-17. Hægt er að panta á öðrum timum í síma 422-7253. MINJASAFNIÐ Á AKUREYRI: Aðalstræti 58 er lokað í vetur vegna uppsetningar nýrrar sýningar sem opnuð verður sumarið 1999. S. 462-4162, bréfs: 461-2562. IÐNAÐAHSAFNIÐ Á AKUREYRI, Dalsbraut 1 er opið frá 1. júní til 31. ágúst kl. 14-18, en lokað á mánudögum. Sími 462-3550 og 897-0206.__________________ MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein- holti 4, sími 569-9964. Opið virka daga kl. 9-17 og á öðr- um tíma eftir samkomulagi.__________________ NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi 12. Opið miðvikud. og laugd. 13-18. S. 554-0630._ NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hverfisgötu 116 eru opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16.____________________________________ NESSTOFUSAFN, Yfir vetrartímann er safnið einungis opið samkvæmt samkomulagi.____________________ NORRÆNA HÚSIÐ. Bókasafníð. 13-18, sunnud. 14-17. Kaffistofan 9-18, mánud. - laugard. 12-18 sunnud. Sýn- ingarsalir: 14-18 þriðjud.-sunnud. Lokað mánud. PÖST- OG SÍMAMINJASAFNIÐ: Austurgötu 11, Hafnar- fírði. Opið þriðjudaga og sunnudaga 15-18. Simi 555-4321. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s. 551-3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum. Stendur til marsloka. Opin laugardaga og sunnudaga kl. 13.30- 16.______________________ SJÓMINJASAFN lSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnariirði, er opið alla daga frá kl. 13-17. S: 565-4442, bréfa. 565-4251. SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKS- SONAR, Súöarvogi 4. Opið þriðjud. - laugard. írá kl. 13-17. S. 581-4677. _________________________ SJÓMINJASAFNIÐ A EYRÁRBAKKA: Hópar skv. samkl. Uppl.ls: 483-1165,483-1443.__________________ STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR, Arnagarði v/Suður- götu. Handritasýning opin daglega frá 1. júní til 31. ágúst kl. 13-17. _________________________ STEINARÍKI ÍSLANDS Á AKRANESl: Opið alla daga kl. 13- 18 nema mánudaga. Simí 431-5566._________ ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Opið alla daga nema mánudagakl. 11-17.___________________________ AMTSBÓKASAFNIÐ A AKUREYRI: Mánudaga til föstu- daga kl. 10-19. Laugard. 10-15._____________ USTASAFNIÐ A AKUREYRI: Opið alla daga frá kl. 14- 18. Lokað mánudaga.___________________ NAlTÚRUFRÆÐISTOFNUN. Opið alla daga frá kl. 10- 17. Simi 462-2983.____________________________ NORSKA HÚSIÐ ( STYKKISHÓLMl: Opið daglega 1 sum- arfráki. 11-17. ______________________________ ORÐ PAGSINS___________________________________ Reykjavík síml 551-0000. Akureyri s. 462-1840._______________________ SUNPSTAÐIR__________________________________ SUNDSTAÐIR I REYKJAVlK: Sundhöllin er opin v.d. kl. 6.30- 21.30, helgar kl. 8-19. Opið í bað og heita potta alla daga. Vesturbæjarlaug er opin v.d. 6.30-21.30, helgar 8- 19. Laugardalslaug er opin v.d. 6.60-21.30, helgar 8-19. Breiðholtslaug er opin v.d. kl. 6.50-22, helgar kl. 8-20. Grafarvogslaug er opin v.d. kl. 6.60-22.30, helgar kl. 8- 20.30. Árbæjarlaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30, helgar kl. 8-22. Kjalarneslaug opin mán. og fimmt. kl. 11-16. þri., mið. og fóstud. kl. 17-21.___________________ SUNDLAUG KÓFAVOGS: Opin virka daga 7-22. Laugd. og sud. 8-19. Sölu hætt hálftima fyrir lokun.__ GARÐABÆR: Sundlaugin opin mád.-föst. 7-20.30. Laugd. og sud. 8-17. Sölu hætt hálftíma fyrir lokun._ HAFNARFJÖRÐUR. Suðurbæjarlaug: Mád.-föst. 7-21. Laugd. 8-18. Sud. 8-17. Sundhöll Hafnarflarðar: Mád.- iost. 7-21. Laugd. 8-12. Sud. 9-12.___________ VARMÁRLAUG í MOSFELLSBÆ: Opið virka daga kl. 6.30- 7.45 og kl. 16-21. Um helgar kl. 9-18._ SUNDLAUGIN í GRINDAVÍK:Opið alla virka daga kl. 7- 21 og kl. 11-15 um helgar. Slmi 426-7555._ SUNDLAUG KJALANESS: Opin v.d. 6.45-8.30 og 14-22, helgar 11-18.____________________________ SUNDMIÐSTÖÐ KEFLAVÍKUR: Opin mánud.-föstud. kl. 7-21. Laugard. kl.8-17. Sunnud. ki. 9-16. SUNDLAUGIN ( GARÐI: Opin mán.-föst. kl. 7-9 og 15.30- 21. Laugardaga og sunnudaga. kl. 10-17. S: 422-7300. SUNDLAUG AKUREYRAR er opin v.d. kl. 7-21. Laugard. og sunnud. kl. 8-18. Sími 461-2532.___________ SUNDLAUG SELTJARNARNESS: Opin mád.-fóst. 7- 20.30. Laugard. og sunnud. kl. 8-17.30._____ JAÐARSBAKKALAUG, AKRANESI: Opin mád.-föst. 7- 21, laugd. og sud. 9-18. S: 431-2643._________ BLÁA LÓNIÐ: Opið v.d. kl. 11-20, helgar kl. 10-21. ÚTIVISTARSVÆÐI______________________________ FJÖLSKYLDU- OG HÚSDYRAGARÐURINN er opinn alla daga kl. 10-18. Kaffihúsið opið á sama tíma. Sími 5757-800. SORPA_______________________________________ SKRIFSTOFA SORPU er opin kl. 8.20-16.15. Endurvinnslu- stöðvar eru opnar a.d. kl. 12.30-19.30 en lokaöar á stórhá- tíðum. Að auki verða Ánanaust, Garðabær og Sævarhöfði opnar kl. 8-19.30 virka daga. UppLsími 520-2205. -------------------------- Atkvöld Tafl- félagsins Hellis TAFLFÉLAGIÐ Hellir heldur at- kvöld mánudaginn 7. júní nk. og hefst mótið kl. 20. Fyrst eru tefldar þrjár hraðskák- ir þar sem hvor keppandi hefur fimm mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með tutt- ugu mínútna umhugsun. Sigurvegarinn fær verðlaun, mat fyrir tvo frá Pizzahúsinu. Pá hefur einnig verið tekinn upp sá siður að draga út af handahófi annan kepp- anda, sem einnig fær máltíð fyrir tvo hjá Pizzahúsinu. Þar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árang- urs á mótinu. Þátttökugjöld eru kr. 300 fyrir fé- lagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri). Allir vel- komnir. -------M-«------- Boðið upp í dans SAMTÖK áhugafólks um almenna dansþátttöku, Komið og dansið, stendur fyrir dansleik á Ingólfstorgi sunnudaginn 6. júní kl. 14-16 undir yfirskriftinni Boðið upp í dans. Leikin verður tónlist af geisla- diskum við allra hæfi. Allir vel- komnir. Dansleikur Hesta- mannafélagsins Sörla DANSLEIKUR verður haldinn í Reiðhöll hestamannafélagsins Sörla við Kaldárselsveg laugardag- inn 5. júní og er tilefnið árleg upp- skeruhátíð Sörla. I fréttatilkynningu segir: „A hverju vori efnir skemmtinefnd fé- lagsins til stórdansleiks í fjáröflun- arskyni fyrir félagið. Allur ágóði rennur beint til félagsins og er öll vinna er lýtur að dansleiknum unn- in í sjálfboðavinnu en mikill undir- búningur er samfara slíkum við- burði. Hestamannafélagið Sörli er vaxandi félag og uppbygging á svæðinu er mikil því vaxandi áhugi er á hestamennsku." Hljómsveitin Milljónamæring- arnir, ásamt Bjama Ara og Bogomil Font, mun að þessu sinni leika fram eftir nóttu. Allir em velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Veitingar á staðnum. Skógræktardagur fjölskyld- unnar við Rósaselsvötn SKÓGRÆKTARFÉLAG Suður- nesja og forvamaverkefnið Reykjanesbær á réttu róli munu halda Skógræktardag fjölskyld- unnar á alþjóðlegum degi um- hverfisins laugardaginn 5. júní næstkomandi við Rósaselsvötn klukkan 17. Markmiðið með deginum er að gefa foreldrum og bömum tæki- færi til þess að eiga saman heil- brigða samvemstund við gróður- setningu á svæðinu við Rósasels- vötn sem Reykjanesbær hefur af- hent skógræktarfélaginu til um- ráða. Rósaselsvötn eru rétt ofan við efstu húsin í byggðinni, á milli veg- arins sem liggur til flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og byggðarinnar í Reykjanesbæ. Vigdís Finnboga- dóttir, fyrrverandi forseti Islands, mun gróðursetja fyrstu plöntumar í höfðinglegri gjöf Helgu Ingi- mundardóttur, eiganda Höfmnga og hvalaskoðunar. Ibúar Reykja- nesbæjar munu síðan gróðursetja í reit tileinkuðum Reykjanesbæ á réttu róli með dyggri aðstoð Græna hersins sem ljúka munu með því umhverfisstarfí sínu í Reykjanesbæ. Að gróðursetningu lokinni verð- ur marserað niður á Tjarnargötu- torg og boðið upp á grillmat. „Markmiðið er að Skógræktar- dagurinn verði að árvissum við- burði. Uppákomur sem þessar, sem gefa foreldrum tækifæri til og hvetja þá til samvista við böm sín, era af hinu góða því bestu forvarn- irnar era aukin samvera foreldra og barna. Ekki skemmir fyrir að þetta samstarf Reykjanesbæjar á réttu róli og Skógræktarfélags Suðumesja sameinar tvö göfug málefni, gróðurrækt og mann- rækt,“ segir í fréttatilkynningu. Landspít- alinn fær rausnar- lega gjöf MARGRÉT R. Jónsdóttir afhenti nýlega Landspítalanum rausnar- lega gjöf til minningar um dóttur sína, Unni Erlingson Indriðadótt- ur, sem lést þar aðeins tvítug að aldri. Unnur lá inni á Landspitalan- um og beið eftir ígræðslu líffæra, en hún átti við alvarlegan hjarta- og lungnasjúkdóm að stríða. Margrét gaf Landspitalanum tvö sjónvarps- og myndbandstæki sem munu án efa stytta þeim stundirnar er þar bíða eftir ígræðslu líffæra. Drekadagar, tréskurður og grafík í Hafnarfirði Langur laugardag- ur í dag NÚ ERU kaupmenn á Laugavegin- um á fullri ferð við að undirbúa laugardaginn, en þá er langur laug- ardagur og búðir opnar til kl. 17. íþrótta- og tómstundaráð kemur í bæinn. Það ætlar að vera með kynningar á sumarstarfi sínu víðs vegar um Laugaveginn, en þar er að venju af mörgu að taka, svo sem leikjanámskeið, siglinganámskeið, fjallahjólanámskeið, ævintýranám- skeið og sundnámskeið. Námskeiðin eru fyrir böm á aldrinum 6-14 ára. Starfsfólk ÍTR veitir upplýsingar um námskeiðin en þau era haldin í öllum hverfum borgarinnar sumar- langt. Laugaveginum verður lokað frá Barónsstíg að Skólavörðustíg því sumargrín ÍTR verður vítt og breitt á Laugaveginum, en sumargrínið er skemmtivagn fullur af leiktækjum sem verður á ferðinni um alla borg í sumar. Meðal leiktækja sem verða eru dósakast, hringjakast, flugvélar, jafnvægisbalar, stangartennis, stultur, fjölfætlur, hoppdýna, felli- spjöld, minigolf, trampólín, stultur o.fl. Að auki má gera ráð fyrir að heyrist í hljóðfæraleikurum hér og þar á Laugaveginum. Kaupmenn verða með ýmis kostaboð í gangi og margir ætla út með vömr sínar til að skapa enn skemmtilegra andrúmsloft. Þó að Laugaveginum verði lokað frá Barónsstíg að Skólavörðustíg vilja kaupmenn minna á að allar hliðargötur em opnar og frítt er í öll bílastæðahús á laugardögum, en frítt í stöðu- og miðamæla eftir kl. 14. 1 miðborginni em um 300 versl- anir og ótrúlegur fjöldi veitinga- og kaffihúsa. Sj ómannadagur- inn á Hrafnistu SJÓMANNADAGURINN er hald- inn hátíðlegur ár hvert á Hrafnistu i Reykjavík og Hafnarfirði og verður dagskrá með hefðbundnum hætti í ár. I boði verður kaffihlaðborð og rennur ágóðinn af kaffisölunni til velferðarmála heimilisfólksins. Klukkan 13-17 verður handa- vinnusýning og basar og frá kl. 14-17 verður kaffisala í borðsölum og harmonikkuleikur. Endurhæf- ingarmiðstöð verður til sýnis og Hrafnistubúðimar opnar. --------------- Hyundai styrkt- araðili HM í fót- bolta 2002 STJÓRNARFORMAÐUR Hyund- ai-bflaverksmiðjanna tflkynnti 21. maí sl. að Hyundai yrði aðalstyrkt- araðili HM í fótbolta sem verður í S- Kóreu árið 2002. „Þetta er í fyrsta sinn sem Hyundai er styrktaraðili á alþjóðavettvangi en um leið markar þetta upphaf að nýrri ímynd sem Hyundai-bflamir eru að skapa sér,“ segir í fréttatilkynningu. DREKADAGAR heitir einn þáttur í námskeiðahaldi Listamiðstöðvar- innar í Straumi. A þeim gefst börn- um að 12 ára aldri kostur á að hanna og smíða flugdreka undir leiðsögn og með hjálp foreldra. Menningarmálanefnd Hafnar- fjarðar býður upp á þennan valkost í afþreyingu með börnunum 18., 19. og 20. júní og mun Jóhann Örn Héðinsson handavinnukennari að- stoða við gerð ýmiss konar flug- dreka. A föstudeginum verður byrjað klukkan 16 en um helgina verður flugdrekasmiðjan opin frá klukkan 10-17. Þátttakendur geta komið og farið þegar þeim hentar en um miðjan dag verður boðið upp á kakó og kringlur. Námskeiðsgjald er 1000 krónur og er allt efni inni- falið. Þá verða í Straumi tvö námskeið fyrir fullorðna í tréskurði og graf- ík. Listamaðurinn Sigga á Gmnd sér um tréskurðarnámskeið sem hefst 1. júní, en þar verður fengist við tréskurð, laufskurð, breytingu verkfæra, vinnuteikningar og mó- tíf. Gunnar Öm Gunnarsson málari sér um grafíkina en á námskeiðinu sem hefst 9. júní verður einþrykk og dúkskurður. Námskeiðsgjald er 15.000 krónur (21 klst.) á bæði námskeiðin, efniskostnaður innifal- inn. Kennt verður á kvöldin. Upplýsingar um námskeiðin og skráning em hjá menningarfull- trúa Hafnarfjarðar sem hefur að- setur í Upplýsingamiðstöð Vestur- götu 8. GÓLFEFNABÚÐIN Borgartúni 33 æða flísar óð verð Íjr^ð þjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.