Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MARGMIÐLUN
LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 37
Snúist til
varnar
ÓLÖGLEG fjölfóldun hugbúnaðar er
mikið og sívaxandi vandamál. Fyrir-
tæki hafa reynt ýmsar leiðir tU að
bregðast við þessu, en tæknin er alltaf
feti framar; ekki er fyrr búið að koma
vöm íyrir í hugbúnaði, en einhver er
búinn að fínna leið fí-amhjá henni.
Microsoft hefur beitt sér mjög fyr-
ir því að ólöglegri fjölfoldun hugbún-
aðar verði útrýmt og náð ágætum
árangri. Mikið er í húfi fyrir fyrir-
tækið, enda er enginn hugbúnaður
meira afritaður ólöglega en frá
Microsoft. Nýjasta nýtt í þessari
baráttu er samningur sem Microsoft
undirritaði fyrir skemmstu við íyrir-
tækið Macrovision.
Macrovision hefur þróað tækni
sem fyrirtækið kallar SafeDisc og
byggist á því að á hverjum geisladisk
með hugbúnaði er stafrænt „vatns-
merki“ sem verður að vera til staðar
til þess að hægt sé að setja viðkom-
andi forrit inn á tölvu. Ekki er hægt
að afrita þetta vatnsmerki með öðru
sem á disknum er og því verður hug-
búnaðurinn ónothæfur af afritinu.
Kostur við þessa tækni, til viðbótar
við það að ekki sé hægt að afrita
vatnsmerkin, er að löglegir notendur
verða ekkert varir við þessa vöm og
þurfa ekki að halda upp á flóknar
talnarunur til að setja hugbúnaðinn
upp aftur; nóg er að hafa undir hönd-
um upprunalega diskinn.
Til að byrja með hyggst Microsoft
nota SafeDisc-tæknina á leiki,
fræðsluefni og fjármálaforrit. Ýmsir
hugbúnaðarframleiðendur hafa nýtt
sér tæknina, þeirra á meðal Acti-
vision, Eidos og GT Interactive.
------------------------
Fyrsti flug-
bíllinn
FYRSTI flugbíllinn tekst á loft síðar
í mánuðinum ef áætlanir framleið-
enda standast. Bíllinn, sem kallast
Skycar, mun kosta í kringum sjötíu
milljónir króna vestan hafs.
Hönnun fyrsta flugbílsins sem
ætlaður er fyrir almennan markað er
komin á lokastig. Framundan eru
ýmsar próafnir og viðbætur, til að
mynda hvað varðar öryggisatriði, en
ekki er búist við að bíllinn komi á
markað fyrr en eftir tvö til þrjú ár í
fyrsta lagi.
Skycar er fjögurra manna og tekst
á loft og lendir lóðrétt líkt og Harrier-
þotur breska flughersins. I bílnum
em átta hreyflar og með þeim nær
bíllinn um 560 kílómetra hraða á flugi
og kemst um 1.500 kílómetra á hverj-
um tanki. Hreyflamir nýta venjulegt
bensín og þurfa ekki hærri oktantölu
en heimilisbíllinn. Einnig getur hann
nýtt dísilolíu, matarolíu, nánast allt
sem brennur. Bíllinn er eins og hver
annar bíll á milli þess sem hann flýgur
um loftin blá, en heldur stærri um sig.
Fyrsta flugferðin verður síðar í
mánuðinum og þá án flugmanns. Ekki
er búist við að reynsluflug með flug-
manni hefjist fyrr en eftir tvö til þrjú
ár. Fljótlega eftir það færi bíllinn á
markað ef flugmálayfirvöld leyfa það.
Fyrirtækið sem framleiðir bílinn hef-
ur þegar gert Qölþættar tilraunir með
frumgerð hans og gengið að óskum.
Tilvonandi ökumenn munu vænt-
anlega þurfa að hafa flugpróf til við-
bótar við bílprófið, en framleiðendur
nefna að hugsanlega verði bíllinn
tölvustýrður sem geri kleift að fljúga
hvert á land sem er með óvana
öku/flugmenn og nýta GPS-staðsetn-
ingartækni til að rata rétta leið.
Skycar getur flogið á tveimur vélum
og einnig lent þannig, en þá þarf sér-
staka braut eða auðan veg til að lenda
á. Einnig mætti nota fallhlífamar tvær
sem eru staðalbúnaður. Á undirvagni
eru líka loftpokar til að mýkja lengd-
inguna. Siglingatæld eru ekkert á við
það sem þarf í flugvélum, en þó ýmis-
legur búnaður eins og innrauðir
skynjarar til að auðvelda mönnum að
ferðast um í þoku og slagviðri.
Ekki treystir framleiðandi sér til
að segja fyrir um verð fyrstu Skyc-
ar-bílanna, enda er mikil vinna eftir
og margt getur breyst, en spáir því
að það verði í kringum sjötíu milljón-
ir króna.
og ekki er hægt að slökkva á tónlist-
inni án þessa að öll venjuleg hljóð
leiksins hverfi með henni. Það er þó
lítið gjald fyrir frið frá endalausum
fjörugum takti tölvunnar.
Vopn leiksins eru fá og lítilfjör-
leg, endalaust magn virðist vera af
köttum og veiðimönnum sem elta
Bugs og vopnin duga engan veg-
inn til að losa sig við alla óvini í
hverju borði. Spilandinn er því
stanslaust á flótta sem gerir leik-
inn mun erfiðari og skemmtilegri.
Crasy Castle 3 er einn full-
komnasti og stærsti Color
Game Boy-leikur sem komið
þessa og skipar
strax á bekk með ekki
minni leikjum en Zelda:
Links Awakening og Super
Mario Bros.
Ingvi Matthías Árnason
Bugs Bunny Crasy Castle
Nintendo gaf nýlega út nýjustu við-
bót sína í sívaxandi safn leikja fyrir
hina vinsælu Color Game Boy hand-
tölvu, leikurinn ber heitið Bugs
Bunny Crasy Castle 3 og er framhald
Bugs Bunny Crasy Castle 2.
Bugs Bunny Crasy Castle 2 stát-
ar af einföldum söguþræði sem
passar ágætlega fyrir leik af þessari
gerð; Bugs þarf að komast í gegn-
um stóran kastala sem er umsetinn
óvinum. Ovinirnir eru að þessu sinni
fyrrum vinir Bugs sem nomin
Hazel hefúr hneppt í öflug álög,
meðal óvinanna eru Elmer Fudd
(veiðimaðurinn), Sylvester og
Tweety.
Útlit og markmið leiksins er
dæmigert fyrir Game Boy. Einung-
is sést hlið Bugs og markmiðið er að
finna risastóra gulrót í enda kastal-
ans. Til þess þarf Bugs að safna átta
lyklum í hverju einasta af sextíu
borðum leiksins. Oft getur verið
nokkuð flókið að komast að lyklun-
um, sérstaklega í seinni hluta leiks-
ins.
Leikurinn státar af afbragðs
grafík, litir eru ekki eins ýktir og
þeir eiga til að verða í Color Game
Boy-leikj-
um og per-
sónur leiks-
ins sjást afar
greinilega. Leik-
urinn býður upp á
fimmtíu og tvo liti sam
stundis á skjánum og
er það nokkuð góð
nýting.
Aðra sögu er
þó að segja um
tónlistina,
sama lagið virð-
ist endurtekið í tug-
um mismunandi útgáfna
Stanslaus flótti
LEIKIR
„...við ætlum að láta sverfa til stáls og sækja
stigin þrjú. Til þess þurfum við stuðning
áhorfenda og ég bind vonir við að fólk sjái
sér fært að styðja okkur í leiknum."
- Guðjón Þórðarsson
KSI
Evrópukeppni landsliða á
Laugardalsvelli í dag kl. 16:00.
Miðaverð:
Sæti 1: 2.000,-
Sæti 2: 1.500,-
16 ára og yngri: 500,-
Nú er boðið upp á fjölskyldu- og barnahólf þar sem
foreldrar og börn geta setið saman.
Miðasala á Laugardalsvelli frá kl. 10:00.
Furstarnir, ásamt Geir Ólafssyni, skemmta fyrir leik og í hálfleik.
Happdrætti - Hver aðgöngumiði er tvöfaldur happdrættismiði
I hálfleik er dregið úr afrifum aðgöngumiða um raftæki frá Electric, raftækjaverslun
Heklu. Munið að skoða númer miðans þegar dregiö verður I hálfleik.
VW Generation Golf - Glæsilegur happdrættisvinningur
Með því að merkja stofn aðgöngumiða og skila honum I sérmerktan kassa við
útgöngudyr Laugardalsvallar í leikslok tekur áhorfandi þátt í happdrætti þar sem
vinningurinn er Generation Golf að verðmæti 1.390.000 kr. Haustið 1999, að
loknum síðasta heimaleik (slands í forkeppni Evrópumótsins, verður dregið úr öllum
miðum sem borist hafa. Þeir sem mæta á alla 5 heimaleiki (slands í forkeppni
Evrópumótsins og skila miðum í pottinn í hvert sinn styðja ekki aðeins landsliðið
okkar heldur auka þeir um leið llkur sínar á vinningi í þessu glæsilega happdrætti.
Samstarfsaðilar KSÍ eru:
HEKLA
SJMMAi-.MENN.AR
(fsso
FLUGLEIÐIR
BUNAÐARBANKINN
Olíufélagið hf
GOTT FÓLK nPGlálÐAHÓTELHF
Mæting kl. 15:30