Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999
Ný lyf
Prófanir eru hafnar
á nýju geðdeyfðarlyfi
í Bandaríkjunum.
Rannsóknir
Vísindamenn hafa greint
tengsl milli sjónvarps-
áhorfs og lystarstols.
MORGUNBLAÐIÐ
Reykingar
Bandarískir tannlæknar
segja vindlareykingar
skaða munnheilsuna
Sjúkdómar
Enn frekari vísbend-
ingar um hollustu
vatnsdrykkju
UMFJÖLLUN UM HEILBRIGÐISMÁL
MORGUNBLAÐIÐ hefur í dag reglulega umfjöll-
un um heilbrigðismál, forvarnir, nýjungar og með-
ferð, sem jafnan verður birt á þessum síðum á
laugardögum undir yfirskriftinni „Heilsa“. Morg-
unblaðið hefur gert samning við útgáfufyrirtæki
bandaríska dagblaðsins The New York Times um
birtingarrétt á fréttum og öðru efni tengdu heil-
brigðismálum, sem unnið er á vegum þess. Verður
það efni merkt „Medical Tribune News Service" í
heimildarlínu í upphafi frétta. Allt það efni, sem
bandaríska fyrirtækið sendir frá sér með þessum
hætti, er yfirfarið af þarlendum sérfræðingum áður
en því er dreift til birtingar. Jafnframt mun Morg-
unblaðið nýta efni frá alþjóðlegum fréttastofum á
borð Reuters, Associated Press ofl. auk þess sem
fréttir og greinar verða frumunnar á ritstjórn
blaðsins. Magnús Jóhannsson læknir, prófessor í
lyfjafræði, mun fara yfir þær fréttir og greinar er
lúta að læknisfræði, meðferð, forvörnum og nýj-
ungum á því sviði, áður en þær verða birtar á þess-
um vettvangi í Morgunblaðinu.
Rannsóknir á Fiji-eyjum sem voru sjónvarpslaust samfélag allt fram til ársins 1995
Ofát og lotu-
græðgi bendluð
við sjónvarpið
RANNSÓKNIR sem gerðar hafa verið á Fiji-eyjum benda til þess
að samband sé á milli sjónvarpsáhorfs og sjúkdóma á borð við lotu-
græðgi (bulemiu) og lystarstol (anorexiu). Vísindamenn sem starfa
við Læknaskóla Harvard-háskóla (Harvard Medical School) hafa á
undanfómum árum stundað rannsóknir á Fiji-eyjum, sem voru
sjónvarpslaust samfélag allt til ársins 1995. Anne Becker, mann-
fræðingur, jafnar þessum umskiptum í lífi íbúanna við það er bresk-
ir landkönnuðir komu fyrst til eyjanna á síðustu öld.
Gjörbreytt fegurðarskyn
Á Fiji-eyjum hefur fegurðarskyn
innfæddra kveðið á um að glæsi-
leiki fólks felist í kröftugri og
þéttri líkamsbyggingu. Hugtakið
„megrun“ var að sögn Anne
Becker með öllu óþekkt fyrirbrigði
á eyjunum fyrir tíu árum en nú
fjölgar þeim stöðugt, sem grípa til
slíkra ráðstafana sökum óánægju
vegna eigin útlits.
Fiji-eyjar voru án rafmagns allt
til ársins 1985 og tíu árum síðar
tóku landsmenn fyrst að geta horft
á sjónvarp. í boði eru þættir frá
Bretlandi, Bandaríkjunum og
Nýja-Sjálandi og ræðir þar um
framleiðslu á borð við „Seinfeld"
og „Melrose Place“.
Vansælir unglingar
Svo virðist sem sjónvarpið hafi
gjörbreytt fegurðarskyni inn-
fæddra og hugmyndum þeirra um
glæsileika og vörpulegan líkams-
vöxt. Þannig kváðust 74% stúlkna
á unglingsaldri telja að þær væru
„of stórar eða of feitar“ í könnun,
sem mannfræðingurinn gerði árið
1998 þegar sjónvarpið hafði verið
starfrækt í 38 mánuði. Af stúlkum
þessum kváðust 15% þeirra hafa
kastað upp í því skyni að hafa
stjóm á líkamsþyngdinni.
Fegurðardrottningin Ranadi
Johnson, sem ber titilinn „Ungfrú
Fiji-eyjar“, sagði í viðtali við
breska útvarpið BBC að innfæddir
hefðu ævinlega litið svo á að hold-
Fiji-eyjar fyrir sjónvarpið. • Svo virðist sem vestrænar ímyndir hafi
gjörbreytt fegurðarskyni ungra Fiji-húa, einkum stúlkna. Frá fegurðar-
samkeppni Asíu- og Kyrrahafsríkja. Ungfrú Fiji lengst til hægri.
skarpar konur væru ekki öðrum
konum glæsilegri því grannt kven-
fólk væri jafnan talið veikbyggt og
því ekki sérlega eftirsóknarvert.
„Fólk er alltaf að hvetja mig til að
bæta á mig kílóum," sagði ungfrú
Johnson.
Megrunar-plága?
Að sögn Anne Becker iðkar nú
„uggvænlegur fjöldi ungs fólks“ á
Fiji-eyjum megrun. Er nú svo
komið að það athæfi stunda hlut-
fallslega fleiri á Fiji-eyjum en i
Massachusetts-ríki í Bandaríkjun-
um. Kveður mannfræðingurinn
ljóst að unglingar fái brenglaða
mynd af veruleikanum í gegnum
sjónvarpið sem aftur kalli fram
þetta athæfi. Segist hún vona að
umbreytingin á lífi innfæddra verði
ekki sú sama og þegar landkönnuð-
ir komu til eyjanna á síðustu öld.
Þeir báru með sér mislinga og úr
varð mikil plága.
Fegurð=grannur vöxtur
Læknar og vísindamenn eru
ekki á einu máli um hvemig meta
beri áhrif ímynda í fjölmiðlum á
ungt fólk. Margir benda á að sýni-
lega séu tengsl á milli aukinnar
tíðni sjúkdóma á borð við lotu-
græðgi og lystarstol og þeirra
ímynda sem haldið sé að fólki í fjöl-
miðlum þar sem fegurð sé lögð að
jöfnu við það að vera grannholda.
Aðrir vísindamenn telja að slíkir
sjúkdómar séu fyrst og fremst
erfðafræðileg fyrirbrigði fremur en
menningarleg.
Prófanir á nýju geðdeyfðarlyfi í Bandaríkjunum
Þykir
jafnast
á við
Prozac
PRÓFANIR eru hafnar í Banda-
ríkjunum á nýju geðdeyfðarlyfí,
sem talið er að jafnast geti á við
Prozac hvað virkni snertir. Nýja
lyfið hefur áhrif á önnur efni í
heila en Prozac, sem er
þekktasta geðdeyfðarlyfið nú um
stundir og þykir áhrifameira
hvað varðar félagslega virkni
sjúklinga.
Virka efnið í lyfinu nefnist re-
boxetín en það er framleitt af fyr-
irtækinu Pharmacia & Upjohn
Inc. Að sögn dagblaðsins Wall
Street Joumal er nú verið að gera
þær prófanir, sem nauðsynlegar
eru á lyfínu áður en notkun þess
verður leyfð í Bandaríkjunum.
Talsmenn fyrirtækisins segja að
lyfið muni auka meðferðarmögu-
leika lækna er sinna þunglyndis-
sjúklingum.
Slen og áhugaleysi
Lyfið eykur magn svonefnds
noradrenalíns í heila en það efni
tengist lífsorku og virkni einstak-
lingsins. Falli efni þetta í heila
undir eðlileg mörk stuðlar það að
því að sjúklinginn skortir kraft,
frumkvæði og áhuga á lífinu, sem
oft eru birtingarmyndir þunglynd-
is. „Með því að svipta burt grám-
anum og gera líf sjúklingsins litrík-
ara og áhugaverðara getum við
breytt líðan miklis fjölda fólks,“
sagði aðstoðarforstjóri Pharmacia
& Upjohn Inc. í samtali við Wall
Street Journal.
Röskun á sero-
tóníni í heila
Prozac (sem selt er á íslandi
undir heitinu Fontex og fleiri nöfn-
um) og skyld lyf hafa áhrif á magn
svonefnds serotóníns í heila. Þau
lyf hafa náð miklum vinsældum
ekki síst sökum þess að notkun
þeirra þykir mun öruggari en eldri
geðdeyfðarlyfja. Hins vegar hafa
rannsóknir sýnt fram á að í mörg-
um tilfellum geðdeyfðar og þung-
Prozac og skyld lyf hafa áhrif
á magn serotónfns í heila en
rannsóknir hafa leitt í Ijós að i
mörgum tilfellum geðdeyfðar
og þunglyndis er um að ræða
röskun á magni annarra efna.
lyndis er um að ræða röskun á
magni annarra efna í heila svo sem
noradrenalíns. Segja talsmenn
Pharmacia & Upjohn að nýja lyfið
verði hið fyrsta á markaði í Banda-
ríkjunum, sem hafi sérstaklega
áhrif á magn noradrenalíns í heila.
Ekki talið
ávanabindandi
Fulltrúar fyrirtækisins segja að
reboxetín-lyfið greini sig að mörgu
leyti frá hefðbundnum geðdeyfðar-
lyfjum. Þannig hafi engar vísbend-
ingar komið fram um að lyfið sé
ávanabindandi auk þess sem mun
lengri tími líði áður en virkni þess
kemur í ljós eða fjórar vikur.