Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás KARLMAÐUR um þrítugt hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 30 daga skilorðs- bundið fangelsi og til greiðslu sakar- kostnaðar en hann var kærður fyrir líkamsárás. Ákæra var gefin út á hendur manninum fyrir að hafa aðfaranótt 31. janúar sl. slegið tæplega tvítuga stúlku í andlitið en þau voru stödd við bifreið við Þórsvöllinn á Akur- eyri. Hlaut stúlkan nokkra áverka í andliti eftir högg mannsins. Maðurinn og stúlkan höfðu átt samleið í bifreiðinni um götur bæjar- ins og áttu þau í nokkru orðaskaki og í framhaldi af því í ryskingum fyr- ir utan bifreiðina. Staðhæfði maður- inn að hann hefði hlotið skrámu á eyra og mar á fótlegg af völdum kæranda og hefði hann í framhaldi af því slegið stúlkuna í andlitið. Maðurinn viðurkenndi sakargiftir fyrir dómi. Lögmaður stúlkunnar gerði bóta- ki’öfu fyrir hennar hönd að upphæð alls 154 þúsund krónur, en henni var vísað frá dómi. w AKUREYRARBÆR Eftirtaldar stöður kennara eru iausar í grunnskólum Akureyrar skólaárið 1999-2000: Allir grunnskólar Akureyrar eru einsetnir. Brekkuskóli: Fjöldi nemenda er um 560 í 1.—10. bekk. Kennara vantar í: Almenna bekkjarkennslu á yngsta stigi, 1 stöðu. Almenna bekkjarkennslu á miðstigi, 2 stöður. íþróttakennslu stúlkna, 1 stöðu. Tölvukennslu og umsjón með tölvukosti skólans, 1 stöðu. Sérkennslu, 2-3 stöður. Tónmenntakennslu, 1 stöðu. Upplýsingar veita skólastjórnendur í síma 462 2525 eða 899 3599. Giljaskóli: Fjöldi nemenda er um 200 í 1 .-6. bekk og í sérdeild. Kennara vantar í: Almenna bekkjarkennslu yngri barna í 1.-3. bekk. Almenna bekkjarkennslu í 5. bekk. Heimilisfræðikennslu, 50% stöðu. Myndmenntakennslu, 67% stöðu. íþróttakennslu, 80% stöðu. Sérkennslu og stuðning við nemendur með þroskahömlun og félags- og tilfinningalega örðugleika. Bókasafnskennslu, 50% stöðu. Einnig vantar kennara til að taka að sér fagstjórn með tölvumálum skólans. Upplýsingar veita skólastjórnendur í síma 462 4820. Glerárskóli: Fjöldi nemenda er um 470 í 1.—10. bekk. Kennara vantar í: Almenna bekkjarkennslu í 1. og 3. bekk, 2 stöður. Sérkennslu og stuðning við fatlaða nemendur og nemendur með dlfinningalega erfiðleika. Um er að ræða nokkrar stöður. Upplýsingar veita skólastjórnendur í símum 461 2666, 462 1521 og 462 6175. Síðuskóli: Fjöldi nemenda er um 570 í 1.—10. bekk. Kennara vantar í: Almenna bekkjarkennslu í 2. bekk. Sérkennslu. Tónmenntakennslu, 1 stöðu. íþróttakennslu, hálfa stöðu. Upplýsingar veita skólastjórnendur í síma 462 2588. Tónlistarkólinn á Akureyri: Tónmenntakennara vantar í: Forskólakennslu í 1. og 2. bekk í grunnskólum Akureyrar, 2 stöður. Staða rafgítarkennara í Alþýðutónlistardeild. Upplýsingar veita skólastjórnendur í síma 462 1788 eða 462 2582. Grunnskólar Akureyar auglýsa sameiginlega eftir fagstjórum/ kennsluráðgjöfum í: Náttúrufræði, hálfa stöðu. Upplýsingar veitir skólafulltrúi í síma 460 1400. Umsóknum skal skilað til starfsmannadeildar í Geislagötu 9 á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 16. júní 1999. Starfsmannastjóri. Olafur sýnir á Karólínu Handverk ’99 að Hrafnagili ÓLAFUR Sveinsson opnar mál- verkasýningu á Kaffi Karólínu í dag, laugardaginn 5. júní. Ólafur útskrifaðist frá Mynd- listarskólanum á Akureyri 1997 og var við nám í Finn- Iandi eftir það. Hann hefur sýnt víða hérlendis og í Dan- mörku og einnig tekið þátt í samsýningum. Verkin á þessari sýningu eru olíumálverk unnin á hör og akrýlverk á striga og eru þau gerð á síðustu þremur árum. Sýningin er opin á af- greiðslutíma Karólínu, frá kl. 11.30 til 1 alla daga og til kl. 3 á föstudögum og laugardögum. Á sunnudögum er opnað kl. 14. Sýningin stendur til 26. júní næstkomandi. HIN árlega handverkssýning á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit verð- ur haldin dagana 12. til 15. ágúst næstkomandi. Handverk ‘99 er sölusýning handverksfólks sem haldin er á vegum Eyjafjarðar- sveitar og hefur þessi samkoma handverksfólks nú fest sig í sessi sem árviss viðburður í sveitarfé- laginu. Þetta er í sjöunda sinn sem handverkssýning er haldin að Hrafnagili. Mikil þróun hefur átt sér stað á þessum árum í gæðum og fjölbreytni handverks og hefur sýningin með árunum einnig vaxið að umfangi. Þema sýningarinnar að þessu sinni er íslenska tréð og munu Skógræktarfélag ríkisins, Skóg- ræktarfélag Eyfiyðinga og Félag skógareigenda taka þátt í að gera umgjörð sýningarinnar. Kynning- ar og markaðssvið Skógræktar ríkisins stendur fyrir úrvinnslu- kynningu á útisvæði þar sem einnig verður aðstaða fyrir selj- endur. Alla dagana verður kaffi- sala og grillveislur verða við úti- tjald fyrir gesti jafnt sem hand- verksfólk á svæðinu. Boðið verður upp á afþreyingu og á laugardags- kvöldi verður uppskeruhátíð handverksfólks en öllum velkomið að taka þátt. Handverksfólk sem ætlar sér að taka þátt í sýningunni er hvatt til að skrá sig sem fyrst. Fram- kvæmdastjóri sýningarinnar er Hreiðar Hreiðarsson í Vín, en þar eru nánari upplýsingar veittar. Kirkju- starf GLERÁRKIRKJA: Sjómanna- dagsguðsþjónusta í kirkjunni kl. 11 á morgun, sunnudag. Þórólfur Ingvarsson flytur hug- leiðingu. Anna Júlíana Þórólfs- dóttir syngur einsöng. Sjómenn aðstoða. Að lokinni guðsþjón- ustu verður blómsveigur lagður að minnisvarða um týnda og drukknaða sjómenn við Glerár- kirkju. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma kl. 20 á sunnudagskvöld. Flóamarkaður alla föstudaga frá kl. 10 til 18 í húsakynnum hersins á Hvanna- völlum 10. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænastund í dag, laugardag, kl. 20 til 21. Sunnudagaskóli fjölskyldunnar kl. 11.30 á morg- un, sunnudag. Biblíukennsla íyrir alla aldurshópa. G. Theo- dór Birgisson sér um kennsl- una. Léttur hádegisverður á vægu verði kl. 12.30. Vakninga- samkoma sama dag kl. 16.30. G. Theodór Birgisson predikar. Mikill og líflegur söngur og fyr- irbæn. Bamapössun íyrir börn yngri en 6 ára. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 í kirkjunni við Eyrarlandsveg 26.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.