Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 43 Morgunblaðið/Gunnar Hersveinn RAGNHILDUR Zoeg-a og Eyjólfur Már Sigurðsson kynna fyrir konu (í miðjunni) Tungumálamiðstöðina og íslenskt efni. verkefni sem fengið höfðu Evrópu- merkið. íslendingar kynntu dæmi um verkefni sem sótt hafði verið um að fá viðurkenningu og sýndi Eyjólfur Már Tungumálamiðstöð- ina í Háskólanum. Hann lagði áherslu á hvernig nemendur gætu stýrt námi sínu sjálfir. í miðstöðinni er tölvuver með fimm margmiðlun- artölvum og geta nemendur t.d. komist í beint samband við það tungumál sem þeir leggja stund á og jafnframt menningarheim landa. Nemendur geta byggt upp hæfni sína í erlendum málum á sjálfstæð- an hátt, m.a. þeir sem ekki eru í hefðbundnu tungumálanámi við Há- skólann. A ráðstefnunni voru kynnt mörg athyglisverð tungumálaverkefni og mótuðust þau eftir aðstæðum í heimalöndunum. I Lúxemborg eru börn innflytjenda mörg og því þarf að hefja tungumálakennslu strax á fyrsta ári skólaskyldunnar. Lúxem- borgarar kalla verkefnið sitt Decoprim (http://www.decoprim.lu) og leggja í því sérstaka áherslu í tungumálanámi bamsins á samstarf milli kennara, foreldra, aðra fjöl- skyldumeðlimi og aðra þá sem ann- ast bömin. Pað snýst líka um tungumálanám í leikskólum og grunnskóla. Verkefnið er að þróa munnleg og skrifleg samskipti allra bama í landinu og umönnunaraðila. Margmiðlun er hluti af þessu verk- efni. Gérard Gretsch og Anne- Marie Antony vom á sýningarbás Lúxemborgara. Margmiðlun hjá Norðmönnum og Þjóðverjum Þjóðverjar kynntu verkefnið The Delta Concept, An interactive workshop eftir Peter Franklin, Martin Pfaff og Wolfgang Reichelt, en það er á CD-ROM geisladiskum og gerir ráð fyrir sjálfsnámi. Hér er um enskunám að ræða fyrir fólk í viðskiptum í Þýskalandi, Bretlandi og á Spáni og fjallar um viðskiptasamninga og samskipti milli ólíkra menninga. Á margmiðl- unardiskunum er t.d. hægt að horfa á stutta mynd um hátterni í við- skiptum og flakka á milli raun- gerðra „herbergja" og fara á bóka- safn, vera með í samningum, leita til ráðgjafa, leita að rétta framburðin- um o.fl. Martin Pfaff og Peter Franklin kynntu verkefnið á ráð- stefnunni. Sammerkt með öllum tungumála- verkefnunum sem kynnt voru á ráð- stefnunni var margmiðlunartölvan. Norðmenn voru t.d. með nettengt verkefni sem heitir SIMULAB, On- line Simulations on the Web. Það er á Netinu í vinalegu umhverfí og er sagt sveigjanlegt fyrir einstaklinga. SIMULAB gerir kennurum t.d. kleift að vinna með nemendum sínum á Netinu og til að búa til hópa með netföngum sem geta talað saman. Verkefnið virðist bjóða upp á mikla möguleika bæði fyrir kennara og nemendur sem íeggja stund á tungumál. Áhugasamir eiga að geta fengið meiri upplýsingar á vefslóð- inni http://www.echo.lu/telemat- ics/education/en. Þau sem kynntu SIMULAB fyrir Norðmenn voru Graciela Nielsen og Boo Hever. Kraftur í tungumálakennslu Evrópuþjóða Evrópumerkið er þáttur í Lingua-menntaáætlun Evrópusam- bandsins sem kennd er við Sókrates um námssamstarf þjóðanna og Le- onardo da Vinci um starfsþjálfun. M. Domenico Lenarduzzi stjórnaði ráðstefnunni og bar lof á verkefnin. Hann sagðist vera mjög bjartsýnn um árangur í tungumálanámi þegna Evrópusamstarfsins og taldi þetta nám vera lykil að nánu og skilvirku Evrópusamstarfí. Fram kom að móðurtunga 24-25% þegna Evrópusambandsins er þýska, 16-17% franska, 16-17% enska, 15-16% ítalska, 10-11% spænska, 5-6% hollenska, 2-3% sænska, 2-3% portúgalska, 2-3% gríska, 1-2% danska og 1-2% finnska. (heimild: Eurobarometer 44,1996). En hvaða erlend tungumál tala þegnarnir? Þriðjungur þegna Evr- ópusambandsins segjast geta tekið þátt í samræðum á ensku, 15% á frönsku, 9% þýsku, 5% spænsku, 2% ítölsku og 1% á hollensku, dönsku og sænsku. f ljós hefur einnig komið að 51% þegna ESB kunna ekki önnur tungumál innan sambandsins en eigið. Þegnar ESB telja í Eurobarometer skoðanakönnun nytsamlegt að kunna ensku sem er- lent tungumál eða 78% þeirra, 45% nefna frönsku, 34% þýsku og 15% spænsku. Einnig kemur fram að 90% ungs fólks leggja stund á tungumálanám að einhverju marki og aðeins 10% þeirra hafa aldrei lært annað en eigið mál. Tungumálanám er vaxandi þáttur í menntakerfi þjóða Evrópusam- bandsins. Enska er núna mest kennda tungumálið í þessum lönd- um og franska er oftast annað er- lenda tungumálið sem kennt er í skólum. Hagnýtt og skemmtilegt Ráðstefnan um Evrópumerkið (European Label) er talin hafa heppnast sérlega vel og mynduðust mikilvæg sambönd á milli þátttak- enda. Hugmyndin er að þeir læri hver af öðrum og að hugmyndirnar breiðist út. Hagnýtt og skemmtilegt tungumálnám virðist vera stefna flestra. Evrópumerkið á Islandi VEITING Evrópumerkisins (European Label) á Islandi er í samræmi við stefnumörkun Hvít- bókar Evrópusambandsins um menntamál. Viðurkenningunni er ætlað að beina athygli að góðum verkefnum í kennslu og námi er- lendra tungumála og hvetja til þess að aðferðir sem þar er beitt nýtist sem flestum. Evrópumerkið var veitt í fyrsta skipti í menntamálaráðuneytinu í gær. Miðað er við að eitt til þrjú verkefni geti árlega hlotið viður- kenninguna hér á landi. Alls bár- ust 12 umsóknir um Evrópumerk- ið og ákvað dómnefnd, en formað- ur hennar er Jórunn Tómasdóttir, að veita þremur þeirra Evrópu- merkið árið 1999. Auk þess af- henti Guðríður Sigurðardóttir ráðuneytisstjóri þeim verðlauna- grip frá ráðuneytinu. Eftirtalin verkefni fengu Evr- ópumerkið 1999 á íslandi: Stýrt sjálfsnám í tungumálum, en umsjón með því hefur Eyjólfur Már Sigurðsson hjá Tungumála- miðstöð Háskóla Islands og nær verkefnið ti dönsku, frönsku, þýsku og spænsku. Tungumál iðngreina í Hótel og matvælaskólanum, en umsjón með því hafa Samuel Lefever, Valfríður Gísladóttir, Þórdís Magnúsdóttir og Þórhildur Odds- dóttir í Menntaskólanum í Kópa- vogi. Verkefnið nær til dönsku, ensku og frönsku. Danska fyrir þátttakendur í norrænu samstarfi og viðskiptum, en umsjón með því hafa Ágústa P. Ásgeirsdóttir, Bertha Sigurðar- dóttir og Brynhildur Ragnars- dóttir fyrir Endurmenntunar- stofnun Háskóla Islands og Nor- rænu Tungumálaráðgjöfina. Verkefnið er 8 vikna námskeið fyrir starfsmenn í stjórnsýslu, einkafyrirtækjum og félagasam- tökum. Tjaldborgin risin! 30 ára reynsla í tjöldum Bakpokar 55 1 kr. 7.500 65 1 kr. 8.500 75 1 kr. 9.500 Svefnpokar 15 gerðir Verð frá kr. 3.900, Utivist og Utivistarbuðin hafa tekið höndum saman um kynningu á ferðamöguleikum innanlands í sumar Félagar frá Utivist verða með kynningu á löngum laugardögum í sumar í Útivistarbúðinni, Laugavegi 25. Opið iaugardag 10-16 og sunnudag 13-16. S?03T ■#L E ! G A N ■ UTKVISTARBUÐHVI Laugavegi 25 Simi 551 9805 v w w.inmedta.is snonletgan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.