Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 43
Morgunblaðið/Gunnar Hersveinn
RAGNHILDUR Zoeg-a og Eyjólfur Már Sigurðsson kynna fyrir
konu (í miðjunni) Tungumálamiðstöðina og íslenskt efni.
verkefni sem fengið höfðu Evrópu-
merkið. íslendingar kynntu dæmi
um verkefni sem sótt hafði verið um
að fá viðurkenningu og sýndi
Eyjólfur Már Tungumálamiðstöð-
ina í Háskólanum. Hann lagði
áherslu á hvernig nemendur gætu
stýrt námi sínu sjálfir. í miðstöðinni
er tölvuver með fimm margmiðlun-
artölvum og geta nemendur t.d.
komist í beint samband við það
tungumál sem þeir leggja stund á
og jafnframt menningarheim landa.
Nemendur geta byggt upp hæfni
sína í erlendum málum á sjálfstæð-
an hátt, m.a. þeir sem ekki eru í
hefðbundnu tungumálanámi við Há-
skólann.
A ráðstefnunni voru kynnt mörg
athyglisverð tungumálaverkefni og
mótuðust þau eftir aðstæðum í
heimalöndunum. I Lúxemborg eru
börn innflytjenda mörg og því þarf
að hefja tungumálakennslu strax á
fyrsta ári skólaskyldunnar. Lúxem-
borgarar kalla verkefnið sitt
Decoprim (http://www.decoprim.lu)
og leggja í því sérstaka áherslu í
tungumálanámi bamsins á samstarf
milli kennara, foreldra, aðra fjöl-
skyldumeðlimi og aðra þá sem ann-
ast bömin. Pað snýst líka um
tungumálanám í leikskólum og
grunnskóla. Verkefnið er að þróa
munnleg og skrifleg samskipti allra
bama í landinu og umönnunaraðila.
Margmiðlun er hluti af þessu verk-
efni. Gérard Gretsch og Anne-
Marie Antony vom á sýningarbás
Lúxemborgara.
Margmiðlun hjá Norðmönnum
og Þjóðverjum
Þjóðverjar kynntu verkefnið The
Delta Concept, An interactive
workshop eftir Peter Franklin,
Martin Pfaff og Wolfgang Reichelt,
en það er á CD-ROM geisladiskum
og gerir ráð fyrir sjálfsnámi.
Hér er um enskunám að ræða
fyrir fólk í viðskiptum í Þýskalandi,
Bretlandi og á Spáni og fjallar um
viðskiptasamninga og samskipti
milli ólíkra menninga. Á margmiðl-
unardiskunum er t.d. hægt að horfa
á stutta mynd um hátterni í við-
skiptum og flakka á milli raun-
gerðra „herbergja" og fara á bóka-
safn, vera með í samningum, leita til
ráðgjafa, leita að rétta framburðin-
um o.fl. Martin Pfaff og Peter
Franklin kynntu verkefnið á ráð-
stefnunni.
Sammerkt með öllum tungumála-
verkefnunum sem kynnt voru á ráð-
stefnunni var margmiðlunartölvan.
Norðmenn voru t.d. með nettengt
verkefni sem heitir SIMULAB, On-
line Simulations on the Web. Það er á
Netinu í vinalegu umhverfí og er sagt
sveigjanlegt fyrir einstaklinga.
SIMULAB gerir kennurum t.d.
kleift að vinna með nemendum sínum
á Netinu og til að búa til hópa með
netföngum sem geta talað saman.
Verkefnið virðist bjóða upp á mikla
möguleika bæði fyrir kennara og
nemendur sem íeggja stund á
tungumál. Áhugasamir eiga að geta
fengið meiri upplýsingar á vefslóð-
inni http://www.echo.lu/telemat-
ics/education/en. Þau sem kynntu
SIMULAB fyrir Norðmenn voru
Graciela Nielsen og Boo Hever.
Kraftur í tungumálakennslu
Evrópuþjóða
Evrópumerkið er þáttur í
Lingua-menntaáætlun Evrópusam-
bandsins sem kennd er við Sókrates
um námssamstarf þjóðanna og Le-
onardo da Vinci um starfsþjálfun.
M. Domenico Lenarduzzi stjórnaði
ráðstefnunni og bar lof á verkefnin.
Hann sagðist vera mjög bjartsýnn
um árangur í tungumálanámi þegna
Evrópusamstarfsins og taldi þetta
nám vera lykil að nánu og skilvirku
Evrópusamstarfí.
Fram kom að móðurtunga
24-25% þegna Evrópusambandsins
er þýska, 16-17% franska, 16-17%
enska, 15-16% ítalska, 10-11%
spænska, 5-6% hollenska, 2-3%
sænska, 2-3% portúgalska, 2-3%
gríska, 1-2% danska og 1-2%
finnska. (heimild: Eurobarometer
44,1996).
En hvaða erlend tungumál tala
þegnarnir? Þriðjungur þegna Evr-
ópusambandsins segjast geta tekið
þátt í samræðum á ensku, 15% á
frönsku, 9% þýsku, 5% spænsku,
2% ítölsku og 1% á hollensku,
dönsku og sænsku. f ljós hefur
einnig komið að 51% þegna ESB
kunna ekki önnur tungumál innan
sambandsins en eigið.
Þegnar ESB telja í
Eurobarometer skoðanakönnun
nytsamlegt að kunna ensku sem er-
lent tungumál eða 78% þeirra, 45%
nefna frönsku, 34% þýsku og 15%
spænsku. Einnig kemur fram að
90% ungs fólks leggja stund á
tungumálanám að einhverju marki
og aðeins 10% þeirra hafa aldrei
lært annað en eigið mál.
Tungumálanám er vaxandi þáttur
í menntakerfi þjóða Evrópusam-
bandsins. Enska er núna mest
kennda tungumálið í þessum lönd-
um og franska er oftast annað er-
lenda tungumálið sem kennt er í
skólum.
Hagnýtt og skemmtilegt
Ráðstefnan um Evrópumerkið
(European Label) er talin hafa
heppnast sérlega vel og mynduðust
mikilvæg sambönd á milli þátttak-
enda. Hugmyndin er að þeir læri
hver af öðrum og að hugmyndirnar
breiðist út. Hagnýtt og skemmtilegt
tungumálnám virðist vera stefna
flestra.
Evrópumerkið á Islandi
VEITING Evrópumerkisins
(European Label) á Islandi er í
samræmi við stefnumörkun Hvít-
bókar Evrópusambandsins um
menntamál. Viðurkenningunni er
ætlað að beina athygli að góðum
verkefnum í kennslu og námi er-
lendra tungumála og hvetja til
þess að aðferðir sem þar er beitt
nýtist sem flestum.
Evrópumerkið var veitt í fyrsta
skipti í menntamálaráðuneytinu í
gær. Miðað er við að eitt til þrjú
verkefni geti árlega hlotið viður-
kenninguna hér á landi. Alls bár-
ust 12 umsóknir um Evrópumerk-
ið og ákvað dómnefnd, en formað-
ur hennar er Jórunn Tómasdóttir,
að veita þremur þeirra Evrópu-
merkið árið 1999. Auk þess af-
henti Guðríður Sigurðardóttir
ráðuneytisstjóri þeim verðlauna-
grip frá ráðuneytinu.
Eftirtalin verkefni fengu Evr-
ópumerkið 1999 á íslandi:
Stýrt sjálfsnám í tungumálum,
en umsjón með því hefur Eyjólfur
Már Sigurðsson hjá Tungumála-
miðstöð Háskóla Islands og nær
verkefnið ti dönsku, frönsku,
þýsku og spænsku.
Tungumál iðngreina í Hótel og
matvælaskólanum, en umsjón
með því hafa Samuel Lefever,
Valfríður Gísladóttir, Þórdís
Magnúsdóttir og Þórhildur Odds-
dóttir í Menntaskólanum í Kópa-
vogi. Verkefnið nær til dönsku,
ensku og frönsku.
Danska fyrir þátttakendur í
norrænu samstarfi og viðskiptum,
en umsjón með því hafa Ágústa P.
Ásgeirsdóttir, Bertha Sigurðar-
dóttir og Brynhildur Ragnars-
dóttir fyrir Endurmenntunar-
stofnun Háskóla Islands og Nor-
rænu Tungumálaráðgjöfina.
Verkefnið er 8 vikna námskeið
fyrir starfsmenn í stjórnsýslu,
einkafyrirtækjum og félagasam-
tökum.
Tjaldborgin risin!
30 ára reynsla í
tjöldum
Bakpokar
55 1 kr. 7.500
65 1 kr. 8.500
75 1 kr. 9.500
Svefnpokar 15 gerðir
Verð frá kr. 3.900,
Utivist og Utivistarbuðin
hafa tekið höndum saman um kynningu á ferðamöguleikum innanlands í sumar
Félagar frá Utivist verða með kynningu á löngum laugardögum í sumar
í Útivistarbúðinni, Laugavegi 25.
Opið iaugardag 10-16 og sunnudag 13-16.
S?03T
■#L E ! G A N ■
UTKVISTARBUÐHVI
Laugavegi 25 Simi 551 9805
v w w.inmedta.is snonletgan