Morgunblaðið - 05.06.1999, Síða 38

Morgunblaðið - 05.06.1999, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 39 pltrjgminMfitíi!* STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDl: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TÍU ÁR FYRIR áratug óku skriðdrekar kínverska hersins inn í Peking í áttina að Torgi hins himneska friðar þar sem námsmenn höfðu vikum saman staðið fyrir mótmælum og krafist aukinna mannréttinda, frelsis og lýðræðis. Um- heimurinn fylgdist hugfanginn með baráttu námsmann- anna og svo virtist sem eitthvað stórkostlegt væri að eiga sér stað í Kína. Sú von varð að engu í kúlnahríð Frelsis- hers alþýðunnar sem sýndi enga miskunn er aðgerðir hinna vopnlausu námsmanna voru barðar niður. Einmana maður er með innkaupapoka í hendi stóð í vegi skriðdreka- lestar varð að tákni þessara daga, tákn um hugrekki og brostnar vonir. Sagnfræðingar deila enn um það hver hafi verið áhrif at- burðanna á Torgi hins himneska friðar. Flýttu þeir fyrir umbótum eða töfðu þeir fyrir breytingum í lýðræðisátt? Kínverski kommúnistaflokkurinn fer enn með öll þau völd í landinu er máli skipta þótt lítið hafi farið fyrir hinni kommúnísku hugmyndafræði á síðustu árum. Breytingarn- ar sem átt hafa sér stað í Kína eru umfangsmeiri en flestir gera sér grein fyrir en þær eru jafnframt flestar á efna- hagssviðinu. I sveitum landsins hafa verið gerðar tilraunir með frjálsar kosningar en enn sem komið er fer lítið fyrir frjálsri stjórnmálaumræðu á landsvísu. Þeir sem andæfa stefnu stjórnarinnar eiga á hættu að verða hnepptir í varð- hald. Að því leytinu til hefur lítið breyst frá árinu 1989. Kína er langfjölmennasta ríki jarðar og því er oft spáð að það verði risaveldi næstu aldar. Önnur lögmál gilda hins vegar í kínverskum stjórnmálum en vestrænum og fáir treysta sér til að segja fyrir með vissu hver þróunin verð- ur. Mun Kína ógna nágrönnum sínum eða verða einhver mikilvægasti neysluvörumarkaður heims? Hugsanlega hvort tveggja. Það er þó enn óráðið hvert förinni verður heitið. Það eiga mikil umbrot sér stað í Kína líkt og komið hefur í ljós á síðustu vikum. Þótt reiði Kínverja vegna árásarinnar á sendiráð þeirra í Belgrad hafi verið skiljanleg kom greini- lega í ljós að grunnt er á ofsakenndri þjóðernishyggju og andúð á Vesturlöndum. Spenna í samskiptum Bandaríkj- anna og Kína vegna njósnamála ýtir enn frekar undir þau öfl er vilja að Kína fari sínar eigin leiðir. Opnun Kína gagn- vart umheiminum hefur hins vegar ekki einungis komið Vesturlöndum til góða heldur tryggt Kínverjum aukna hagsæld og aukin lífsgæði. Talið er að allt að þriðjungur þjóðartekna Kína verði nú til í einkageiranum. Að því leyti hefur margt breyst á síðustu tíu árum. VERÐHÆKKANIR VERÐHÆKKANIR á undanförnum vikum hafa valdið fólki áhyggjum, jafnvel þótt stjórnmálamennirnir telji að ekki sé ástæða til. Þessar áhyggjur almennings sýna, hvað stöðugleikinn í efnahagsmálum skiptir þjóðina miklu máli. Fólk má ekki til þess hugsa, að verðlagsþróunin fari í sama farveg og tíðkaðist á áratugunum milli 1970 og 1990. Benzín hækkar. Opinber gjöld á benzín hækka. Trygg- ingariðgjöld hækka. Heitt vatn hækkar. Rafmagn hækkar. Vextir hækka. Og svo mætti lengi telja. Fjárfestingarbanki atvinnulífsins og Islandsbanki spá því að verðbólgan á þessu ári nemi 3,6-8,9%. Landsbanki Islands telur að verð- bólgan verði á bilinu 3,9 til 4,2%. Þetta er einfaldlega of mikil verðbólga. Verðlagshækkanir sem þessar og af þess- ari stærðargráðu ýta undir aðrar hækkanir. Menn telja sig geta hækkað í skjóli þessara hækkana. Þrátt fyrir allt er samkeppnin á markaðnum hér ekki meiri en svo, að þetta er hægt. Það er sterk tilfinning hjá fólki, að matvörur séu að hækka í verði. Með réttu eða röngu er það rakið til minnkandi samkeppni á matvörumarkaðnum. Ríkisstjórnin þarf að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til þess að snúa þessari ískyggilegu þróun við. Slíkar að- gerðir af hálfu stjórnvalda mundu njóta almanna stuðn- ings, ef rétt væri að verki staðið vegna þess, að það vill enginn að verðbólgan taki við sér á ný. Fólk veit að aukin verðbólga þýðir, að húsnæðislánin og bílakaupalánin stór- hækka vegna verðtryggingarákvæða í lánasamningum. Fólk veit að verðbólgan rýrir lífskjörin. Ríkisstjórnin á að líta á þessar áhyggjur almennings, sem hvatningu til að stíga nægilega fast á bremsuna til þess að þessi verðlagsþróun verði stöðvuð í fæðingu og stuðning við slíkar aðgerðir. John Prescott, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, er aðalræðumaður á sjómannadeginum í Reykjavík JOHN Prescott er sá ráð- herra í ríkisstjórn Tonys Blairs sem einna helst er sagður standa fyrir gildi hins „gamla“ Verkamanna- flokks. Prescott þykir til vinstri í flokknum, hann er einn fárra fulltrúa hinna vinnandi stétta í ríkisstjórninni og er ekki lögfræðingur eða fyrrver- andi háskólakennari eins og margir hinna ráðherranna. En þótt ímynd Prescotts sé að mörgu leyti á skjön við ímynd hins „nýja“ Verkamanna- flokks Tonys Blairs er næsta víst að stjórnin er sterkari en ella með hann innanborðs því þessi orðhvati alþýðu- maður nýtur mikils fylgis meðal grasrótarinnar í flokknum fyrir hreinskiptni sína og tryggð við sí- gilda vinstristefnu. Má því segja að vera hans í ríkisstjórn tryggi ákveðið jafnvægi milli vinstri vængs fiokks- ins annars vegar, og fylgjenda stefnu Blairs hins vegar. Prescott hefur að vísu reynst trúr fylgismaður þeirra breytinga sem Blair hefur staðið fyrir í Verka- mannaflokknum frá því hann komst til valda árið 1994. Hann var raunar í fyrstu mótfallinn tillögum Blairs um að leggja af hina sögufrægu „klásúlu fjögur" í lögum flokksins, en hún sagði til um að stefnt skyldi að þjóð- nýtingu. Eftir nokkra umhugsun snerist Prescott hins vegar á sveif með Blair og honum var launaður stuðningurinn þegar hann var skip- aður aðstoðarforsætisráðherra eftir stórsigur flokksins í bresku þing- kosningunum í maí 1997. Er Prescott jafnframt ráðherra umhverfismála, samgöngumála og málefna bresku héraðanna. Afdrifarík ræða Prescotts á flokksþingi 1993 Vert er að muna að það var í raun John Smith, forveri Blairs í leiðtoga- sætinu, sem steig fyrstu skrefin í þá átt að „nútímavæða" breska Verka- mannaflokkinn þegar hann lagði til að verulega væri losað um tengsl flokksins og verkalýðshreyfingarinn- ar á flokksþingi í Brighton í septem- ber 1993. Smith lagði allt að veði í þessu máli og um tíma leit út fyrir að hann yrði undir, og að flokksmenn myndu hafna breytingunum, sem meðal ann- ars fólu í sér að teknir yrðu upp lýð- ræðislegri hættir við val á frambjóð- endum flokksins. Það var einungis eftir að John Prescott steig í pontu rétt fyrir atkvæðagreiðsluna og lýsti yfir stuðningi við tillögur Smiths sem björninn var unninn. Prescott, sem þá var talsmaður Verkamannaflokksins í samgöngu- málum, benti flokksmönnum á hvað í húfi væri; breytingarnar væru bráð- nauðsynlegar ætti flokkurinn nokkum tíma að komast í stjóm. Er það samdóma álit allra að ræða Prescotts hafi á elleftu stundu tryggt stuðning þeirra sem ekki vissu í hvom fótinn þeir ættu að stíga. Var í forystusveit samtaka breskra sjómanna Prescott fæddist í Norður-Wales í maí árið 1938 og er af verkafólki kominn en flutti að heiman fimmtán ára gamall til að vinna fyrir sér. Hann starfaði við veitingamennsku en fór síðan til sjós og starfaði m.a. sem barþjónn á skemmtiferðaskipi. Á þeim tíma vann hann einnig að fé- lagsstörfum sjómanna og var um tíma forystumaður í stéttarfélagi þeirra. Prescott gekk að eiga Pauline 1961 og eiga þau tvö böm, David og Jon- athon Prescott. Hann ákvað á svip- uðum tíma að afla sér frekari mennt- unar, þótt hann hefði aldrei verið mikill námsmaður sem barn, og inn- ritaðist í Ruskin College í Oxford. Hefur verið haft eftir honum að þar hafi hann öðlast trú á sjálfan sig. Hann náði sér síðan í háskólagráðu í hagfræði og hagsögu við háskólann í Hull, á Norður-Englandi. Prescott hefur verið virkur félagi í Verkamannaflokknum allt frá árinu 1956. Hann fór fyrst í framboð fyrir flokkinn í þingkosningunum árið 1966 en náði ekki kjöri. Hann komst hins vegar á þing árið 1970 fyrir kjördæmið í Austur-Hull og fjórum áram síðar, þegar Verkamannaflokk- urinn komst til valda í Bretiandi á Reuters HELSTU leiðtogar bresku ríkissljóraarinnar, Tony Blair, John Prescott og Gordon Brown á fiokksþingi Verka- mannafiokksins í september á síðasta ári. Fulltrúi vinstri gilda í stjórn Blairs John Prescott, aðstoðarfor- sætisráðherra Bretlands, er aðalræðumaður sjómanna- dagsins í Reykjavík og jafn- framt sérstakur gestur á Hátíð hafsins sem haldin er í fyrsta skipti um helgina. Davíð Logi Sigurðsson rifjaði upp feril Prescotts í breskum stjórnmálum. John Prescott nýjan leik, varð hann aðstoðarmaður Peters Shores viðskiptaráðherra (1974-1976). Jafnframt var Prescott fulltrúi Bretlands hjá Evrópuráðinu 1971-1975 og eftir það hjá Evrópu- þinginu. Hann var leiðtogi fulltrúa breska Verkamannaflokksins á Evr- ópuþinginu 1976-1979 en neitaði þá boði James Callaghans forsætisráð- herra um að taka sæti Bretlands í framkvæmdastjóm Evrópusam- bandsins, kaus í staðinn að hefja aft- ur bein afskipti af breskum stjóm- málum og eftir að Margaret Thatcher og íhaldsmenn komust til valda 1979 varð Prescott talsmaður stjómarand- stöðunnar í samgöngumálum 1979-1981. Árin 1981-1983 var hann síðan talsmaður stjómarandstöðunn- ar í málefnum bresku héraðanna. Prescott komst fyrst í skuggaráðu- neyti Verkamannaflokksins 1983 og sá í fyrstu um samgöngumál en var síðan atvinnumálaráðherra í skugga- ráðuneyti Verkamannaflokksins 1984-1987, orkumálaráðherra 1987-1988, aftur samgöngumálaráð- herra 1988-1993 og loks atvinnumála- ráðherra á ný 1993-1994. Hann þótti afar öflugur í stjórnar- andstöðu og lét ráðherra íhalds- stjórnarinnar oft finna til tevatnsins með málflutningi sínum. Prescott þykir skorinortur og fylginn sér og þótt andstæðingar hafi stundum reynt að gera sér mat úr alþýðlegum ræðutilburðum hans er Ijóst að Prescott hittir oftar en ekki beint í mark með vafningalausum skilaboð- um sínum. Prescott bauð sig fram sem vara- leiðtogi Verkamannaflokksins á flokksþingum 1988 og 1992 en beið í bæði skiptin ósigur. Eftir andlát Johns Smiths, leiðtoga Verkamanna- flokksins 1992-1994, fór Prescott loks með sigur af hólmi og tók sér stöðu John Prescott kom til íslands undir lok landhelgisdeilunnar 1976 Kallaður á teppið hjá Callaghan eftir Islandsförina JOHN Prescott kom til íslands undir lok landhelgisdeilu íslendinga og Breta árið 1976 í því augnamiði að leggja sitt af mörkum svo leysa mætti deiluna, sem vitaskuld snerti mjög hagsmuni sjómanna í kjör- dæmi Prescotts í Hull. Landhelgisdeilumar höfðu blossað upp að nýju þegar Islendingar færðu efnahagslögsögu sína út í 50 mflur 1972, og síðan út í 200 mflur árið 1975, og þótt Prescott væri á þessum ámm ekki framarlega í forystusveit breska Verkamannaflokksins reyndi hann að gæta hagsmuna umbjóð- enda sinna í Hull eftir bestu getu. Var hann aukinheldur fyn-verandi leiðtogi stéttarsamtaka sjómanna. Margrét Jónasdóttir sagnfræð- ingur hefur að undanförau unnið að gerð sjónvarpsþátta um þorska- stríðin og veiðar breskra sjómanna frá Hull og Grimsby á Islandsmið- um, í samvinnu við fyrirtækið Magus. Hún hefur m.a. rætt við sjó- menn, flotaforingja og ýmsa stjórn- málamenn breska sem tóku þátt í deilunum með einum eða öðmm hætti. Margrét sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa rætt við Prescott í febrúar siðastliðnum vegna þáttanna, en þeir verða sýnd- ir síðla árs á Stöð 2. Prescott mun hafa komið til ís- lands þegar leið að lokum landhelg- isdeilunnar 1976 og hitti hann þá t.a.m. Guðmund Kjærnested skip- herra og ýmsa aðra menn tengda sjávarútvegi, að sögn Margrétar. Gat Margrét sér þess einnig til að Prescott hefði hitt að máli Einar Ágústsson, þáverandi utanríkisráð- herra. Markmið Prescotts segir hún hafa verið að reyna að stuðla að sáttum í málinu, því þingmanninum frá sjávarbænum Hull hefði vita- skuld ekkert litist á blikuna. „Prescott vildi auðvitað bara Ijúka þessu máli, á einhvem svipaðan hátt og síðar var samið um,“ sagði Mar- grét. Margrét gat þess að Prescott hefði ákveðið upp á sitt einsdæmi að koma til íslands. „Hann tók þetta bara upp hjá sjálfum sér og breska ríkisstjóm- in varð víst ekkert allt of hrífin af þessari ferð hans enda hafði hann ekkert leyfi til að semja fyrir hennar hönd,“ sagði Margrét. Mun James Callaghan forsætisráðherra hafa tekið Prescott á teppið eftir að hann kom úr íslandsförínni og skammað hann fyrir að blanda sér í mál sem hann hafði ekki umboð til að semja um. „En ég efast ekkert um að ferð hans hafði jákvæð áhrif, fremur en hitt,“ bætti Margrét við. „Mönnum líkaði nefnilega vel við hann á ís- landi sem var ekki hægt að segja um Roy Hattersley, sem farið hafði fyrir samninganefnd Bretanna.11 4- við hlið Tonys Blairs í nýrri forystu breska Verkamannaflokksins. Hefur hann sem slíkur m.a. einbeitt sér að innra starfi flokksins og honum er framar öðrum þökkuð sú gífurlega aukning sem orðið hefur á skráðum meðlimum Verkamannaflokksins á undanfömum árum. Leiðtogaefni vinstri vængsins komi til uppgjörs? Eins og áður kom fram hafði John Smith hug á því að efna til breytinga á stofnunum og stefnu breska Verka- mannaflokksins þótt honum entist ekki aldur til að hrinda þeim í fram- kvæmd. Tony Blair tók í þeim skiln- ingi til við þar sem frá var horfið, þótt að vísu sé ljóst að Blair hefur gengið hraðar til verks, og jafnframt gengið talsvert lengra en Smith sennilega hefði gert. Smith varð bráðkvaddur vorið 1994 og í leiðtogakjöri þá um sumarið buðu þrír sig fram; Margaret Beckett, Tony Blair og John Preseott. Blair vann yfirburðasigur, fékk 57% at- kvæða en Prescott tókst hins vegar að tryggja sér annað sætið, og þar með varaleiðtogastarfið, með 24% á meðan Beckett fékk 19%. I raun má hins vegar segja að bar- áttan um völdin í flokknum hafi farið fram á bak við tjöldin og þar tókust á þeir Blair og Gordon Brown, núver- andi fjármálaráðherra. Blair hafði betur í slagnum milli hófsömu vinstri- mannanna tveggja og það féll því í hans hlut að feta í fótspor Smiths. Brown mun hafa átt erfitt með að sætta sig við þessa niðurstöðu og samskipti þeirra Browns og Blairs eru sögð hafa verið erfið í ríkisstjóm. The Economist metur stöðuna hins vegar þannig strax um haustið 1997 að Brown geti ekki efnt til uppgjörs við Blair, ætli hann sér einhvem tíma að feta í fótspor hans á forsætisráð- herrastóli. Staðreyndin sé nefnilega sú að mistakist Blair ætlunai*verk sitt, að feta veg „þriðju leiðarinnar", sem svo hefur verið kölluð af félags- fræðingnum Anthony Giddens, og færi svo að Verkamannaflokkurinn ákvæði að breyta til, þá kæmi nýr leiðtogi flokksins að öÚum líkindum úr vinstri væng flokksins. Þar væri vart um nema tvo menn að ræða, Robin Cook utanríkisráðherra eða John Prescott, aðstoðarforsætisráð- herra. Betri andi á stjómarheimilinu eftir áramót Það telst varla líklegt að til þessa muni koma enda nýtur Blair fá- heyrðra vinsælda, miðað við að hann hefur nú setið rúm tvö ár í embætti forsætisráðherra. Prescott gefur auk- inheldur lítið fyrir fregnir af erfið- leikum í samskiptum þeirra Blairs og sjálfur hefur Blair notað hvert tæki- færi til að hrósa næstráðanda sínum vel unnin störf. Fréttaskýrendur full- yrða jafnframt að samskipti á stjóm- arheimilinu hafi verið mun betri á þessu ári eftir að viðskiptaráðherr- ann umdeildi, Peter Mandelson, neyddist til að segja af sér embætti í desember. Mandelson var mikill bandamaður Blairs en óvinsæll meðal annarra samráðherra sinna, ekki síst þeirra Prescotts og Browns og ör- uggt þykir að þeir hafi ekki grátið brotthvarf hans. Eftir sem áður er Ijóst að Prescott hefur aðrar skoðanir en Blair í ýms- um málum. Prescott er t.a.m. sagður mótfallinn hugmyndum Blairs um að efla samstarf Verkamannaflokks og Fijálslyndra demókrata. „Ég er ekki mikið gefinn fyrir samsteypustjóm- ir,“ lét hann hafa eftir sér í samtali við Sir David Frost á BBC seint á síð- asta ári. Jafnframt er fullyrt að Prescott vilji þrátt fyrir allt að flokkur sinn sé til vinstri í stjómmálum og staðhæft er að hann sé lítill aðdáandi hugtaks- ins „þriðja leiðin". Mun hann telja „þriðju leiðina“ innihaldslítinn frasa og á flokksþingi í fyrra gerði hann góðlátlegt grín að bæklingi Blairs um efnið, sagði Prescott að í söluhillum bókaverslana væri bæklinginn eink- um að finna við hlið reyfara um óráðnar gátur. •Heimildir: The Economist, 18. okt. 1997 og 9. janúar 1999. Netslða breska Verkamanna- flokksins, www.labour.org.uk. Press Associ- ation og The Daily Telegraph. Málþing Dómarafélags Islands og Lögmannafélags Islands Morgimblaðið/Jim Smart HREINN Loftsson, Oddný Mjöll Arnardóttir, Páll Hreinsson, Björg Thorarensen í pontu og fundarsljórinn Friðgeir Bjömsson. Evkur iafnræðis- reglan dómsvald? „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúar- bragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþátt- ar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna,“ segir í 65. grein stj órnarskrárinnar. Ragnhildur Sverrisdótt- ir fylgdist með málþingi dómara og lög- manna, þar sem fjallað var um greinina. AMÁLÞINGI Dómarafélags íslands og Lögmannafélags íslands í gær vora skiptar skoðanir um jafnræðis- reglu 65. greinar stjómarskrárinn- ar. Þar kom m.a. fram, að svo af- dráttarlaus grein væri öðrum þjóð- um til fyrirmyndar, en þau sjónar- mið heyrðust einnig, að greinin drægi úr valdi löggjafans og færði það til dómstóla. Frummælendur vora Páll Hreins- son dósent, Björg Thorarensen skrifstofustjóri, Oddný Mjöll Amar- dóttir lögfræðingur og Hreinn Loftsson, hæstaréttarlögmaður. Páll reið á vaðið og benti m.a. á, að jafnræði gæti verið eitt í huga lögfræðinga og annað í huga stjóm- málamanna. Hann sagði að stundum væri vikið frá almennri jafnræðis- reglu. Þótt stjómarskráin segði t.d. að kynferði mætti ekki hafa áhrif á ráðningu í stöður kvæðu jafnrétt- islög á um að jafna skyldi hlut karla og kvenna í nefndum, stjómum og ráðum. Þar væri mismunun, sem byggði á lögmætum sjónarmiðum þar sem markmiðið væri að auka jafnræði. Páll fjallaði nokkuð um hvort jafn- ræðisreglan fæli í sér jákvæðar eða neikvæðar skyldur fyrir stjómvöld, þ.e. gerði þeim annaðhvort að aðhaf- ast í ákveðnum málum eða láta það ógert og vék aftur að því síðar. Vandmeðfarin regla I máli Bjargar Thorarensen kom fram að helstu fyrirmyndir 65. greinarinnar, sem kom inn í stjórn- arskrána með stjómlagabreyting- unni 1995, væra 2. og 26. grein Al- þjóðasamnings um borgaraleg og stjómmálaleg réttindi og 14. grein Mannréttindasáttmála Evrópu, en skyldleiki við síðastnefndu greinina væri þó minni en vænta mætti, þar sem hún næði aðeins til þeirra rétt- inda sem tíunduð væra í samningn- um. Björg, sem hefur tekið þátt í að semja viðauka við Mannréttinda- sáttmálann, sagði að þar væri tekist á um tvær útgáfur. Önnur er nær samhljóða 65. grein, en hin setur þann vamagla að hún nái aðeins til mismununar af hálfu opinberra stjómvalda. Björg sagði að þótt ýmsir teldu nauðsynlegt að rýmka ramma 14. greinarinnar hefðu menn um leið áhyggjur af því að rýmra lagaákvæði stórauki vinnuálag dóm- stólsins og leggi ófyrirséðar skyldur á aðildarríkin, með tilheyrandi kostnaði. Og getur dómstóll haft slík völd? Oddný Mjöll Arnardóttir sagði jafnræðisregluna vandmeðfama. Niðurstaða væri fengin með því að meta tvær eða fleiri aðstæður sam- an, til að finna einhvem sameigin- legan mælikvarða, án þess að geta í raun sagt til um hver hann væri. „Gildismat ræður þeim mælikvarða sem jafnræði miðast við,“ sagði Odd- ný. Hún vísaði til orða Aristótelesar um jafnræði, en hann sagði að miða ætti við þá verðleika sem skiptu máli hverju sinni. Oddný sagði að kenn- ingin væri þó ekki haldbær, því gild- ismat hlyti að ráða hvað skipti máli. Hún varpaði fram þeirri staðhæf- ingu, að með beitingu reglu sem byggði á gildismati væri Hæstirétt- ur í raun æðsta pólitíska vald í land- inu. Varasamt að taka of bókstaflega Hreinn Loftsson sagði að í stjóra- málakerfi eins og því sem Islending- ar búa við sé keppt að réttinum til að hafa sömu tækifæri og aðrir. „Niðurstaðan úr þessum leik, þar sem byggt er á jöfnum tækifæram, verður ójöfn. Á því er stjórnkerfi okkar byggt. í stjórnarskránni er ákvæði um vemd eignarréttarins. Við verðum líka að hafa það sjónar- mið í huga og gæta að öðram megin- reglum, sem geta leitt til þess að fullkominn jöfnuður er kannski ekki það sem við stefnum að.“ Hreinn vísaði til greinargerðar með framvarpi til stjómlaga, þar sem sagði að regla 65. greinar væri öðram þræði stefnuyfirlýsing sem varasamt væri að taka of bókstaf- lega. Hann sagði nýlega dómafram- kvæmd benda til að hægt væri að efna til tilbúins ágreinings, vísa í ákveðna framkvæmd og fullyrða að hún stæðist ekki 65. grein. „Þróunin hlýtur að verða sú að auknar kröfur séu gerðar að þessu leyti af hálfu dómstóla.“. Páll Hreinsson benti á að hér væri ekld sérstakur stjómlagadómstóll, en dómstólar hefðu vikið til hliðar almennum lögum sem gengju gegn stjómarskrá. Ef dómstólar fjölluðu um valdmörk löggjafans yrði rök- stuðningur dóma að vera skýr. „Eft- ir uppkvaðningu hins svonefnda kvótadóms Hæstaréttar hefur verið óvissa um hvernig skýra eigi vald- mörk löggjafans með tilliti til 65. greinarinnar,“ sagði Páll og benti á að slík óvissa gæti torveldað löggjaf- anum að rækja hlutverk sitt. Páll sagði að ef 65. grein teldist fela í sér jákvæðar skyldur stjórn- valda gætu allir sótt sér rétt til dóm- stóla, ef þeir teldu sig ekki njóta jafnræðis að einhverju leyti, með eftirfarandi viðbrögðum og kostnaði fyrir ríkisvaldið. Þá væra dómstólar famir að taka sér vald, sem áður var hjá löggjafa, fjárveitingavaldið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.