Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
MYNDIN er tekin þegar fjölskyldum barna sem dáið hafa úr krabbameini var boðið í siglingu með Eyjaferð-
um, en fjölskyldurnar hittust í Stykkishóimi um síðustu helgi.
Fjölskyldur barna sem dáið
hafa úr krabbameini hittast
Stykkishófmi - Angi er stuðnings-
hópur foreldra innan Styrktarfélags
krabbameinssjúkra barna, sem hafa
misst bam úr krabbameini. Hópur-
inn starfar eftir fyrirmynd frá Sví-
þjóð og Danmörku og einnig hefur
verið leitað ráða hjá Nýrri dögun.
Markmið með starfínu er að veita að-
standendum allan þann stuðning sem
þarf til að viðkomandi finni nauðsyn-
legt þrek tO að öðlast aftur trúna á
lífið. Hópurinn kemur saman tvisvar
á ári og er þá leitast við að vinna úr
sorginni og finna henni farveg.
Eftir 5 ára starf var ákveðið að
koma saman í Stykkishólmi og eiga
saman eina helgi. Ýmislegt var gert
sér til skemmtunar. Farið var með
Eyjaferðum í siglingu. Leikfélagið
Grímnir sá um skemmtistund fyrir
börnin. Sameiginleg bænastund var
í gömlu kirkjunni sem sóknarprest-
urinn Gunnar Eiríkur Hauksson
annaðist. Þá var farið í heimsókn í
Bjarnarhöfn.
Jóhanna Guðbrandsdóttir í
Stykkishólmi er formaður Anga.
Hún segir að það sé dýrmætt að
geta deilt sorginni með öðrum með
sömu og svipaða reynslu. „Sumir
halda því fram að ekki sé rétt að
velta sér alltof mikið upp úr þessum
hlutum og rifja upp minningar sem
valda sársauka, en staðreyndin er
nú einu sinni sú að það veldur jafn-
vel ennþá meiri sársauka að loka
þessar tilfinningar inni,“ sagði Jó-
hanna. Jóhanna vildi að lokum koma
þökkum á framfæri til þeirra sem
tóku á móti þeim í Stykkishólmi um
helgina.
Höfðaskóla
á Skaga-
strönd slitið
Skagaströnd - Höfðaskóla var slitið
fyrir fullu húsi í félagsheimilinu
Fellsborg sunnudaginn 30. maí. Við
skólaslitin var flutt tónlist, nemend-
ur lásu ljóð og sögukafla og fengu
síðan afhent prófskírteini sín að lok-
inni skólaslitaræðu Ingibergs Guð-
mundssonar skólastjóra.
I ræðu Ingibergs kom m.a. fram
að fast skólahald á Skagaströnd á 60
ára afmæli næsta haust. Einnig
sagði hann að skólinn væri nú reyk-
laus annað árið í röð og að árangur í
samræmdum prófum væri góður að
þessu sinni því meðaltal skólans
væri yfir landsmeðaltali í öllum
greinum.
Að loknum skólaslitunum var opn-
uð stórskemmtileg sýning í skólan-
um. Sú nýbreytni var að þessu sinni
að auk verka nemenda skólans voru
sýnd ýmis verk eftir eftirlaunaþega
sem þeir hafa unnið í vetur. Mátti
því á sýningunni sjá smíðisgripi,
málverk og ýmiss konar hannyrðir
eftir fólk á aldrinum 6 til 80 ára.
Talið er að milli 3-400 manns hafi
komið á sýninguna á þeim þremur
tímum sem hún var opin.
Meðan sýningin stóð yfir var selt
kaffi tO ágóða fyrir kaup á leir-
brennsluofni sem nota á í félags-
starfi aldraðra. I eldhúsinu stóðu
þrjár fullorðnar konur sem greini-
lega kunnu vel til verka því örtröð
var við kaffibarinn hjá þeim allan
tímann. Þegar fréttaritari spurði um
aldur þeirra gerðu þær honum snöf-
urmannlega grein fyrir því að það
teldist ekki kurteisi að spyrja um
aldur kvenna. Til gamans létu þær
þess þó getið að samtals væru þær
þrjár orðnar 232 ára gamlar.
Umferðaröryggis-
nefnd endurvakin
Borgarnesi - Umferðaröryggis-
nefnd Mýra- og Borgarfjarðar-
sýslu og Akraness, UMBA, var
endurvakin með fundi á Hótel
Borgarnesi á dögunum. A
fundinum hélt Guðmundur
Þorsteinsson, deildarstjóri hjá
Umferðarráði, erindi um vanda
ökumanna sem farnir eru að
eldast og Sumarliði Guðbjörns-
son, fulltrúi Sjóvár-Almennra,
greindi frá könnun sem gerð
var vegna umferðarslysa af
völdum lausagöngu búfjár.
I þeirri könnun kom í Ijós að
umferðaróhöpp þar sem ekið
er á sauðfé verða langflest á
þjóðveginum sem liggur í
gegnum Borgarfjörðinn eða
samtals 27 tilvik árið 1998.
Fram kom á fundinum að lög-
reglan í Borgarnesi er með yfir
100 bókanir um lausagöngu bú-
fjár í umdæminu á síðasta ári.
Lögreglan vinnur eftir sér-
stakri framkvæmdaáætlun
þegar tilkynnt er um lausa-
göngu búfjár í umdæminu.
Brugðið er hart við og skepn-
unum komið af veginum og inn
fyrir girðingar með öllum ráð-
um, sérstaklega ef um hross er
að ræða.
Fundarmenn ræddu um
nauðsyn þess að girðingar með
fram þjóðveginum yrðu gerðar
skepnuheldar, viðhald þeirra
bætt og komið yrði á mark-
vissu eftirliti með Iausagöngu
búfjár í héraðinu.
Af öðrum málum kom fram
að lögreglan í Borgarnesi hef-
ur verið í sérstöku hraðagæslu-
átaki vegna þjóðvegarins sem
liggur í gegnum Borgarnes og
til stendur að halda því áfram
þar tíl ökuhraðinn þar verður
kominn niður fyrir leyfð mörk.
Morgunblaðið/Theodór
UMFERÐARÖRYGGISNEFND Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og
Akraness stillti sér upp á tröppum Hótels Borgarness ásamt fyr-
irlesurum og gestum.
Skólaslit Grunn-
skóla Þorlákshafnar
Þorlákshöfn - Grunn-
skóla Þorlákshafnar
var slitið við hátíðlega
athöfn í íþróttamiðstöð
Þorlákshafnar 27. maí
sl.
í skólanum voru 260
nemendur og 18 þeirra
voru útskrifaðir úr 10.
bekk. Það hefur verið
siður í nokkur ár að
yngstu nemendur skól-
ans kveðji þá elstu með
því að færa þeim rós.
Halldór Sigurðsson
skólastjóri sagði að
starfið í vetur hefði
gengið vel og þakkaði
hann kennurum,
starfsfólki og foreldrum gott sam-
starf. I máli skólastjóra kom fram
að nokkur kennaraskipti verði í
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
YNGSTU nemendumir færa 10. bekkingum
rós við útskriftina.
skólanum en vel hafi gengið að fá
nýja kennara til starfa fyrir næsta
ár.
Lista-
verk til
margra
nota
Egilsstöðum - Nemendur Egils-
staðaskóla luku starfsári sínu
með því að sýna lista- og nytja-
verk sem þeir hafa unnið yfir
veturinn í hand- og myndmennt.
Kenndi þar ýmissa grasa bæði í
listaverkum og svo nytjahlutum.
Nemendumir unnu þessa hluti
undir leiðsögn kennara en fengu
að mörgu leyti frjálsar hendur
um hugmynda- og verkefnaval.
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
SKÚLPTÚRAR vom verkefni
stúlkna í 10. bekk.
Útskrift
hjá Leik-
skólanum
Kærabæ
Fáskrúðsfirði - í tilefni af útskrift
hjá Leikskólanum Kærabæ á Fá-
skrúðsfirði var íbúum staðarins
boðið á sýningu á myndum og mun-
um sem voru til sölu. Öllum ágóða á
að verja til kaupa á videóupptöku-
vél.
Krakkarnir á leikskólanum sungu
og léku fyrir viðstadda og foreldra-
félag leikskólans stóð fyrir grill-
veislu þar sem öllum var boðið upp
á grillaðar pylsur.
Forstöðukona leikskólans er Að-
albjörg Friðbjamardóttir
Morgunblaðið/Albert Kemp