Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 BEKKJARMYNDIN Fengum góða menntun í Kvennaskólan- um í Reykjavík Veturinn 1972-73 var Ásta Möller í landsprófsbekk í Kvennaskólanum í Reykjavík. Með gömlu bekkjarmyndinni rifjar hún upp liðna tíma í samtali við Olaf Ormsson. MYNDIN var tekin í Kvennaskólanum í Reykjavík vorið 1973. Eldd man ég nú hver tók myndina. Pað voru tveir landsprófsbekkir í Kvenna- skólanum og þetta er þriðji bekkur L. A þessum árum voru eingöngu stúlk- ur í skólanum og skólinn var gagn- fræðaskóli. Þetta var áður en Kvennaskólinn varð að framhalds- skóla. Nemendur komu í skólann eftir barnaskólapróf. Það voru fjórir ár- gangar, fjórii- bekkir í skólanum, fyrsti bekkur, annar bekkur, þriðji bekkur og fjórði bekkur og úr fjórða bekk var tekið hið eiginlega Kvenna- skólapróf. Sumir fóru í þriðja bekk, aðrir í landsprófsbekk. Þeir sem fóru í landsprófsbekk luku þá námi í skól- anum og fóru yfir í menntaskóla. Ur þessum bekk fóru allar stúlkumar yf- ir í menntaskóla og flestar í háskóla- nám. Þetta var mjög skemmtilegur tími og ég á margar góðar minningar frá þessum árum í Kvennaskólanum," segir Asta Möller, fyrrverandi for- maður Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga og nýkjörinn alþingismaður Reykvíkinga, og brosir þegar hún virðir fyrir sér bekkjarmyndina af 3. bekk L í Kvennaskólanum í Reykja- vík veturinn 1972-73. Ásta Möller hefur gaman af að rifja upp löngu liðna daga á skrifstofu sinni á Suður- landsbraut 22 í Reykjavík. Margir minnisstæðir kennarar „Guðrún P. Helgadóttir var skóla- stjóri og hafði verið skólastjóri Kvennaskólans frá 1959. Hún hélt vel utan um skólastarfið og var virki- lega góður kennari. Ef einhver úr bekknum var að slaka á í námi þá var hún kölluð inn á skrifstofu skóla- stjóra. Það var fylgst með námsár- angri og við nutum þess allar og fengum góðar einkunnir á lands- prófi. Flestar bekkjarsystur mínar voru góðir námsmenn." Voru ekki margir minnisstæðir kennarar við skólann? Ásta Möller flettir bók með mynd- um af kennurum í Kvennaskólanum veturinn 1972-73 „Jú, þeir voru margir. Hér er t.d. mynd af Þorbjörgu Halldórs frá Hlöðum, sem var enskukennarinn okkar. Hún kenndi okkur mjög fina Oxford-ensku og var nákvæmur kennari." Og Ásta Möller flettir áfram bók- inni og segir frá minnisstæðum kennurum. „Þá er hér mynd af Krístínu Bjarnadóttur. Hún kenndi okkur stærðfræði og var ágætur kennari. Hún er ennþá að kenna. Aðalsteinn Eiríksson er hér á mynd. Hann er núverandi skólastjóri Kvennaskól- ans og kenndi okkur íslensku og landafræði. Hann er einn skemmti- legasti kennari sem ég hef haft. Hann hafði einstakt lag á að glæða áhuga nemenda fyrir náminu, sér- staklega landafræðinni. Þá er hér Ingólfur Þorkelsson sem var sögu- jgiX i -f W ímI a 1 í mmrnr- ir,jfc, f m Á peysuíatadaginn, vorið 1973. Ásta Möller rifjar upp minningar frá Kvennaskólaárunum. kennari. Hann var skemmtilegur kennari, en mjög sérstakur. Ingólfur kenndi okkur sögu með sér- stökum hætti. Hann lét okkur læra sögubókina ut- an að, alveg frá orði til orðs. Mannkynssögu eitt í fyrsta bekk, mannkynssögu tvö í öðrum bekk og svo þuldum við þær báðar í þriðja bekk. Það sem ég man kannski helst eftir varðandi Ingólf Þorkelsson er að ég á hon: um ýmislegt að þakka. í þriðja bekk þegar við vor- um búnar að læra mann- kynssögu eitt og tvö í þaula þá tók hann það upp að halda málstofu eða rökræð- ur um tiltekin efni. Hann tók upp jafnréttismál, t.d. tók hann upp pólítískar um- ræður þar sem hann kynnti ákveðin mál og fékk okkur til að rökræða um málefnin. Eg man að við María Ma- ack, bekkjarsystir mín, tók- um mikinn þátt í þessum umræðmn. María segir hér í stuttri orðsendingu til mín frá þessum vetri, sem er hér í bókinni. „Þakka þér fyrir góðar samverustundir síð- astliðin ár og sérstaklega heilbrigða heilaleikfími í sögutímum.“ Við María höfðum okkur mikið í frammi í þessum pólitísku um- ræðum. Þetta voru nefnilega pólitísk- ar umræður og Ingólfur fékk okkur til þess að rökstyðja okkar mál. Þótt ég hafi ekki verið sátt við kennsluaðferð- ir hans í fyrsta og öðrum bekk, þá man ég sérstaklega eftir þessu í þriðja bekk; hvemig hann fékk okkur til að taka þátt í umræðum.“ Voru það þá t.d. umræður um þjóðmálin? „Já, um þjóðmálin. Ingólfur var sjálfur áhugamaður um stjórnmál og var hér fyrr á árum í framboði fyrir Samtök ^ frjálslyndra og vinstri manna. Ég var stundum svolítið frek við Ingólf af því að ég vissi að hann var svo pólitískur. „Máttu segja þetta svona við okkur, máttu þetta?“ spurði ég. „Já, já, ég var að fá ykkur til að hugsa,“ sagði Ingólfur og brosti. Þá má ég til með að geta tveggja manna sem kenndu okkur. Þórarinn Þórarinsson frá Eiðum var hættur kennslu og skólastjóm á Eið- um og kominn suður og kenndi okk- ur líffræði. Hann var alveg sérstakur maður, góður kennari og mjög eftir- minnilegur. Stundakennari hjá okk- ur var núverandi biskup, séra Karl Sigurbjömsson. Hann kom í afleys- ingum og sagði okkur brandara mestallan tímann og var mjög skemmtilegur og vinsæll og góður kennari og hafði góðan húmor.“ Árshátíð Kvennaskól- ans alveg sér á parti Hvað með félagslíf í skólæium? „Ég man ekki eftir miklu félagslífi. Við stelpurnar vorum mikið saman. Ég man sérstaklega eftir böll- unum. Það voru eingöngu stelpur í skólanum og árs- hátíðarnaj' vom alveg sér á parti. Á árshátíðamar þurftum við að bjóða strák- um utan úr bæ og það var alltaf töluvert í kringum það, hvaða strák við ættum að bjóða, allar þurftum við að hafa fylgdarmann og það gekk á ýmsu. Það var farið í hefðbundin skólaferðalög. Mér er það minnisstætt að þegar við vomm að koma úr Þórsmörk, úr síðasta skólaferðalaginu, til Reykjavikur vorið 1973 vom Nixon og Pompidou að koma til landsins. Við kom- um þarna á Fríkirkjuveg- inn fyrir framan Kvenna- skólann og ég hafði teldð með mér lurk úr Þórsmörk. Við voram að fylgjast með komu þjóðhöfðingjanna þegar lurkurinn var tekinn af mér! Það átti nú ekki að eiga það á hættu að ég færi að berja á bílum forsetanna! Við sem fórum í gegnum Kvenna- skólann fengum mjög góða menntun sem við búum lengi að. Skólinn var auðvitað kvennaskóli og við vorum á viðkvæmum aldri og ekki í daglegum samskiptum við stráka. Ég hef löng- um haft ákveðnar efasemdir um þessa skiptingu milli karla og kvenna. í dag er Kvennaskólinn menntaskóli, og einn þriðji af nem- endum er strákar. Við hittumst um daginn, þingkon- ur úr Sjálfstæðisflokknum, og við er- um átta. Að ég best veit emm við þrjár úr Kvennaskólanum, ég, Sól- veig Pétursdóttir og Þorgerður K. ÞRIÐJI bekkur L, landsprófsbekkur í Kvennaskólanum 1972-73. Efr! röð frá vinstri. 1. Helga Jónsdóttir. 2. María Hildur Maack. 3. Kristín Sverrisdóttir. 4. Þórunn Jónsdóttir. 5. Sigurbjörg Elva Bergsteinsdóttir. 6. Rún Torfadóttir. 7. Steinunn Bima Ragnarsdóttir. 8. Jóhanna Hulda Jónsdóttir. 9. Anna Sesselía Þórisdóttir. 10. Guðrún Ólafsdóttir. 11. Kristín Lilja Steinsen. 12. Dóróthea Jóhannsdóttir. 13. Björg Jóna Birgisdóttir. 14. Hrund Scheving Thorsteinsson. | Neðrí röð frá vinstrí. 1. Edda Lilja Sveinsdóttir. 2. Steinunn Agla Gunnarsdóttir. 3. Guðrún Guðmundsdóttir. 4. Anna Theódóra Gunnarsdóttir. 5. Guðrún Gunnarsdóttir. 6. Helga Pálsdóttir. 7. Helga Ottósdóttir. 8. Ásta Möller. j 9. Jónína Hreinsdóttir. 10. Anna Gulla Rúnarsdóttir. Gunnarsdóttir. Mér fmnst það skemmtileg tilviljun og er kannski merki um það hvað Kvennaskólinn hefur veitt okkur góðan gmnn.“ Ásta Möller horfir yfir bekkjar- myndina og lítur yfir hópinn. „Hér í efstu röð frá vinstri er Helga Jónsdóttir. Helga er banka- starfsmaður. Við hlið hennar er Mar- ía Hildur Maack. María er líffræð- ingur. Sigurbjörg Elva Bergsteins- dóttir er hér fimmta frá vinstri. Hún er táknmálstúlkur. Dökkhærða stúlkan hér fyrir miðri myndinni í efri röð er Steinunn Birna Ragnars- dóttir píanóleikari. Steinunn Birna var með mér í barnaskóla í Breiða- gerðisskóla. Dóróthea Jóhannsdóttir er hér þriðja frá hægri. Dóróthea er matvælafræðingur og haffræðingur og vinnur hjá sjávarútvegsráðuneyt- inu. Hún er mikil vinkona mín. Við hlið hennar er Björg Jóna Birgis- dóttir. Björg Jóna er sérkennari og hún er námsráðgjafi í Tækniskólan- um. Hún er dóttir Birgis ísleifs Gunnarssonar seðlabankastjóra. Hér lengst til hægri í efri röð er Hmnd Scheving Thorsteinsson. Hrund er hjúkranarfræðingur. Hún er hjúkr- unarframkvæmdastjóri á Landspít- alanum og ég hef unnið mikið með henni. Hún er dóttir Davíðs Schevings Thorsteinssonar. I fremri röð frá vinstri er Edda Lilja Sveinsdóttir. Hún er jarðfræð- ingur. Við hlið hennar er Steinunn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.