Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ
^ 42 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999
>
Undarleg-
ur húmor
„Menntun er kjarni þrenningarinnar
friður, þróun og lýðræði.
Almenn menntun alla ævi. “
Federico Mayor, framkvæmdastjóri UNESCO
Er yfírleitt eitthvað
að marka fagurgala
í alþjóðlegum emb-
ættismönnum á
borð við Federico
Mayor? Það er ekki einusinni ör-
uggt að hann hafi skrifað þetta
sjálfur - eins víst að einhver til-
þessgerður ræðusmiður hafi ver-
ið að verki og haft það markmið
eitt í huga að móðga engan,
nema þá sem leyfilegt er að
móðga (Milosevic og kannski
Kínverja).
Það er almennt viðurkennt
núorðið sem sjálfsagður hlutur,
að í mannlegum samskiptum
tíðkist tvískinnungur orða og
gjörða. Orðin skulu hljóma vel,
en um leið er þegjandi sam-
komulag um
að til sé það
sem kallað er
„kaldur raun-
veruleikinn"
sem sé ekki
endilega í
samræmi við fegurð orðanna.
Kannski eiga orðin að gera veru-
leikann bærilegri.
Þessi skoðun á að líkindum
greiða leið að íslendingum, því
fyrir þeim er orðasmíð fyrst og
fremst tengd skáldskap, og því
liggur í hlutarins eðli að orðin
séu ekki í samræmi við veruleik-
ann. (Island er sennilega eina
landið í heiminum þar sem „rit-
höfundur“ merkir eiginlega ekk-
ert annað en „skáldsagnahöf-
undur“).
A þessum síðustu og póst-
módemískustu tímum er tvö-
feldnin orðin meðvituð og er tek-
in með í reikninginn þannig að
menn eru beinlínis famir að
gera ráð fyrir því að orð þeirra
þurfi ekki að hafa skírskotun til
neins nema orðaheimsins sjálfs.
Út úr þeirri kreppu sem þetta
hefur leitt til em menn enn að
rembast við að redda sér með
því að vera kaldhæðnir, en sú
hula verður sífellt þynnri og fel-
ur alltaf ver og ver raunverulega
angist, sem enginn vill þó gang-
ast við vegna þess að svoleiðis er
svo gamaldags.
En það em ekki bara staðlaðir
skáldsagnahöfundar sem iðka
skáldskap á íslandi. Ráðherrar
em líka iðnir við þann kola. En
kannski er þeim vorkunn; því
skyldu þeir ekki fara eftir fyrr-
nefndri reglu um tvískiptingu
vemleikans í orð og gjörðir?
Það er lítið réttlæti í því, að
krefjast þess af íslenskum ráð-
hermm að þeir meini það sem
þeir segja, ef maður gerir ekki
ráð fyrir því að alþjóðlegir emb-
ættismenn séu annað en froðu-
snakkar.
Að minnsta kosti er ljóst að ís-
lenskir ráðamenn em ekki á
þeim buxunum að fara þurfi að
orðum framkvæmdastjóra
UNESCO. (Ef maður gefur sér
að þetta séu hans orð). Sú ofurá-
hersla sem hann lagði á mikil-
vægi menntunar, og ítrekuð
krafa hans um aukna fjárfest-
ingu í menntun, er að engu höfð
af menntamálayfirvöldum á Is-
landi, sem em að mylgra smott-
eríi í Lánasjóð íslenskra náms-
manna, en fylgja svo reglunni
um tvískiptingu orða og gjörða
og tala hátt um aukna fjárveit-
ingu til námsmanna.
Kannski á þetta að vera kald-
hæðni hjá ráðamönnum.
Kannski hafa þeir bara svona
húmor.
Bjöm Bjarnason menntamála-
ráðherra vitnaði nýlega í Ant-
hony Giddens, rektor The
London School of Economics, á
heimasíðu sinni (www.centr-
um.is/bb), um viðhorf til skóla-
gjalda. Að því er Bjöm segir lít-
ur Giddens svo á, að nauðsynlegt
sé að háskólar fái að afla sér
tekna með því að innheimta
skólagjöld. (Kannski mætti kalla
þetta „amerísku leiðina" í
menntamálum).
Skólagjaldaumræða skýtur
stöku sinnum upp kollinum á ís-
landi, en er yfirleitt vængstýfð
að því leyti að aldrei er minnst á
nema helminginn af henni -
þann er snýr að skólunum sjálf-
um. Ef háskólar fá að innheimta
skólagjöld hlýtur um leið að
verða að koma upp öflugu
styrkjakerfi ef framfylgja á
þeirri „stefnu ríkisstjómarinnar
að tryggja öllum jöfn tækifæri
til náms án tillits til búsetu og
efnahags", svo vitnað sé í Gunn-
ar I. Birgisson, stjómarformann
Lánasjóðs íslenskra náms-
manna. (Morgunblaðið, 4. júní
bls. 55).
En kannski má á endanum
segja það Bimi Bjamasyni til
hróss að hann skuli ekki tala um
nauðsyn styrkjakerfis um leið og
hann vekur máls á skólagjöldum.
Því að kannski hefur hann alls
engan hug á því, að námsmönn-
um skuli boðið upp á styrki til að
standa straum af skólagjöldum,
hafi þeir ekki efni á því sjálfir.
Bjöm er kannski bara lítið
hrifinn af innantómum fagurgala
og vill ekki tala um nauðsyn ein-
hvers sem hann álítur í rauninni
ekki mikilvægt. Og þótt maður
sé kannski fyllilega ósammála
honum ber samt að hrósa honum
fyrir að fela ekki viðhorf sín í
fagurgala.
Það er án efa rétt hjá Gidd-
ens, að háskólar þurfi nauðsyn-
lega á því að halda að geta inn-
heimt skólagjöld til að standa
undir öflugri starfsemi. Grand-
völlur þessa viðhorfs er sú skoð-
un að háskólar séu einfaldlega
framleiðslufyrirtæki sem verði
að geta selt vöra sína - það er
að segja menntun.
Skólar í Norður-Ameríku,
sem innheimta skólagjöld, era
öflugri skólar en niðumíddir,
evrópskir ríkishítarháskólar.
Það era því beinharðar vísbend-
ingar um að Giddens hafi rétt
fyrir sér. Og það er ekkert í
sjálfu sér rangt við það viðhorf.
Frá sjónarhóli skólanna sjálfra,
það er að segja. Nemendunum
hefur þarna verið þægilega
gleymt.
Miðað við gerðir menntamála-
yfirvalda í málefnum LÍN virð-
ast þau ekki gera sér fyllilega
grein fyrir því hversu mikilvæg-
ur þáttur styrkjakerfi er í
menntakerfinu. Að minnsta
kosti ef tryggja á jöfnuð, eins og
Gunnar talaði um.
Og ef skólagjöld verða að
veruleika eykst mikilvægi
styrkjakerfisins um allan helm-
ing. Að minnsta kosti ef trygg-
ing jöfnuðar er eitthvað annað
og meira en froðusnakk.
VIÐHORF
Eftir Kristján G.
Arngrímsson
ÍSÉIriMHiÉÉÉiHHMKIÉÍMnilÉÉHlMiMHÉÉiM
MENNTUN
Evrópumerkið Nýlega tóku íslendingar þátt í ráðstefnu um
snjallar aðferðir í tungumálakennslu. Gunnar Hersveinn segir
hér að góð verkefni í tungumálanám geti fengíð viðurkenninguna
Evrópumerkið. Islenskir vinningshafar verða kynntir síðar.
M. DOMENICO Lenarduzzi stjórnaði ráðstefnunni og bar Iof á verkefnin. Hann sagðist vera mjög
bjartsýnn um árangur í tungumálanámi þegna Evrópusamstarfsins.
Hátt skrifuð
tungumála-
kennsla
Hagnýtar nýjungar í tungumála-
kennslu fá sérstaka athygli yfirvalda
Tungumálanám felst ekki lengur í því
að sitja við borð yfír málfræði
T:
:
IUNGUMALANAM er hátt
•skrifað hjá Evrópusam-
bandinu og þar er slagorð-
inu „Öll getum við lært
þrjú tungumál" haldið hátt
lofti. Þegnar ESB með vald á
þremur tungumálum eru
sagðir standa vel að vígi á
sameiginlegum markaði þjóð-
anna. Þeir eiga betri mögu-
leika á vinnu og námi í hinum
ýmsu löndum bandalagsins
vegna tungumálakunnáttu
sinnar.
Framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins segist stefna að því
að allir þegnar ESB eigi kost á að
ráða yfir a.m.k. þremur tungumál-
um og hugmyndafræði þess um
námssamfélagið (Teaching and
Leaming: towards the leaming
society, 1995) er áætlun um að gera
alla þegna leikna á þremur tungu-
málum.
Tungumálanám allra aldurshópa
er í brennidepli hjá ESB og er sér-
staklega stutt við hagnýtar nýjung-
ar. Evrópusambandið hefur af því
tilefni sett á laggirnar viðurkenn-
inguna European Label sem á ís-
lensku kallast Evrópumerkið.
Markmiðið er að vekja athygli á
mikilvægi tungumálakunnáttu og
stuðla að aukinni færni í tungumál-
um, vekja athygli á nýbreytni á
sviði tungumálanáms og -kennslu
EVRÓFUMERKIÐ.
og hvetja til þess að aðferðir sem
þar er beitt nýtist sem flestum. I
marsmánuði síðastliðnum var hald-
in ráðstefna um Evrópumerkið þar
sem viðurkenningin var einnig veitt
og áhugaverð tungumálaverkefni
kynnt. Islendingar eru með í þessu
verkefni Evrópusambandsins
vegna ESS-samningsins og tóku
þátt í ráðstefnunni. Þangað fóra
fyrir hönd íslands Ragnhildur
Zoéga hjá Alþjóðaskrifstofu há-
skólastigsins, Jórann Tómasdóttir,
formaður STÍL, og Eyjólfur Már
Sigurðsson, forstöðumaður Tungu-
málamiðstöðvar Háskóla íslands,
sem fulltrúi þeirra sem sóttu um
Evrópumerkið á íslandi, og sýndi
hann gestum á ráðstefnunni
Tungumálamiðstöðina.
Menntamálaráðuneytið
og Evrópumerkið
Tungumálanám felst ekki lengur í
því að sitja við borð og glíma við
málfræðiæfingar, að mati spor-
göngumanna Evrópumerkisins. Nú-
tímaaðferðir eiga að vera bæði
áhrifameiri og skemmtilegri. Litrík-
ar nýjungar í tungumálanámi jafnt
fyrir böm sem fullorðna njóta sér-
stakrar velþóknunar vegna þess að
það er líklegra til að örva áhuga
fólks á að læra málin.
Evrópumerkið er starfrækt af
framkvæmdastjóm Evrópusam-
bandsins og stjómað af aðildarþjóð-
unum ásamt Noregi og Islandi.
Framkvæmdastjórnin er með sjóði
til að auglýsa keppnina í hverju
landi og einnig skipuleggur það ráð-
stefnu með kynningu á verkefnum
sem hlotið hefur Evrópumerkið.
Menntamálaráðuneytið tekur
þátt í samstarfinu um Evrópumerk-
ið og fól Alþjóðaskrifstofu háskóla-
stigsins, sem jafnframt er lands-
skrifstofa Sókratesáætlunar
ESB, framkvæmd verkefnisins.
Dómnefndir í hverju landi velja
verkefni sem fá Evrópumerkið
eftir sérstökum mælikvarða:
Verkefnið: 1) sé heildstætt, 2)
auki gæði kennslu og náms, 3) sé
þátttakendum hvatning til tungu-
málanáms, 4) feli í sér vitund um
Evrópusambandið og tungumál
innan þess og efli skilning á menn-
ingu viðkomandi landa, 5) feli í sér
nýjungar í tungumálakennslu sem
unnt er að yfirfæra á aðrar aðstæð-
ur. íslenska dómnefndin er skipuð
Jórunni Tómasdóttur formanni,
Auði Hauksdóttur, tilnefndri af Há-
skóla íslands, Auði Torfadóttur frá
Kennaraháskóla íslands, Guðmundi
Viðari Karlssyni frá menntamála-
ráðuneyti, og nefndarmanni frá
Evrópusambandinu.
Notagildi Evrópumerkisins felst
m.a. í leyfi til að nota merkið verk-
efninu til framdráttar.
Tungumálanám hefst
snemma í Lúxemborg
Ráðstefnan um Evrópumerkið
var haldin 25. mars í Brassel en á
henni kynntu sambandsþjóðimar