Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 65 ,
í DAG
BRIDS
Uinsjon Guilmundur
l’áll Arnarson
EFTIR kunnuglegar
sagnir situr þú í austur í
vörn gegn þremur grönd-
um.
Suður gefur; allir á
hættu.
Norður
A 5
¥ 1087
♦ KDG96
* Á432
Austur
* KG3
¥ D965
* 532
* 1087
Vestur Norður Auslur Suður
- - 1 grand*
Pass 3 grönd Pass
Fgssl7 JfRs
Makker spilar út spaða-
fjai’ka, fjórða hæsta. Sagn-
hafi biðm' strax um einspil
blinds og þú átt leikinn.
Fyrsta hugsunin er að
láta spaðakóng og spila svo
gosanum ef kóngurinn held-
ur. En ef farið er dýpra ofan
í spilið sést að sagnhafi á
fjórlit í spaða (makker á að-
eins eitt spil undir fjarkan-
um) og því er hætt við að
makker geti ekki sótt að
spaðanum í þriðja slag án
þess að gefa slag. Ef þú læt-
ur gosann, hins vegar, gæti
kóngurinn orðið innkoma
síðar til að spila í gegnum
gaffal sagnhafa.
Staðan gæti verið eitt-
hvað þessu lík:
Norður ♦ 5 ¥ 1087
♦ KÐG96 *Á432
Vestur Austur
♦ Á9742 A KG3
¥ G432 ¥ D965
♦ Á8 ♦ 532
*65 * 1087
Suður
A D1086
¥ ÁK
♦ 1074
*KDG9
Það kostar ekkert að láta
gosann ef útspil makkers er
frá ADxxx. Það er aðeins í
því óliklega tilfelh að makker
sé að koma smátt út frá
Á10942 að þú tapar á að láta
gosann. Þetta er ólíklegt, því
oftast er best að spila út
millispili - tíu eða níu - frá
slíkumlit.
En að ýmsu er að hyggja,
því vörninni er alls ekki lokið
þótt þú hittir á að láta gos-
ann. Makker þarf að finna þá
vörn að spila spaða áfram
þegar hann kemst inn á
tígulás. Ef grandkallið (odd-
ball) er í vopnabúrinu, þá
geturðu lýst yfir ánægju
þinni með útspilið með því að
láta hæsta tígulinn þinn þeg-
ar sagnhafi spilar litnum
(talning hefur enga þýðingu
þegar laufásinn blasir við í
blindum). Makker gæti hins
vegar túlkað „oddballinn"
þinn sem fimmlit í spaða og
lagt niður ásinn! Að minnsta
kosti er það röklegur val-
kostur. Og þá fyrst erum við
komin að kjama málsins:
Hvað varstu lengi að láta
gosann í upphafi? Ef þú hef-
ur gefið þér góðan tíma í
fyrsta slaginn, þá bendir það
óneitanlega tii að þú hafir
haft um eitthvað að hugsa.
Og það eni upplýsingar, sem
makker á enga heimtingu á.
Þetta er flókið lagalegt at-
riði, sem sumir vilja leysa á
þann hátt að þriðja hönd
megi (og eigi) að gefa sér
tíma í fyrsta slag, án þess að
það sé túlkað sem vísbending
um vanda. En þetta er nokk-
uð sem menn gera ekki í
reynd. Hins vegar er ágæt
siðferðisregla, að sagnhafi
bíði með fyrsta slaginn í um
það bil tíu sekúndur og jafn-
vel spyrji austur hvort hann
sé viðbúinn. En hver gerir
það? Á löngum ferli hefui-
dálkhöfundm- aðeins einu
sinni orðið vitni að því.
Árnað heilla
rj J^ÁRA afmæli. í dag,
I Olaugardaginn 5. júní,
verður sjötíu og fimm ára
Jóel Ó. Þdrðarson, verslun-
armaður, Bláhömrum 2-4.
Eiginkona hans er Kristín
Bryndís Björnsddttir,
sjúkraliði og listakona. Þau
eiga 6 uppkomin börn. Jóel
og Kristín verða að heiman í
dag.
ryrvÁRA afmæli. í dag,
I Ulaugardaginn 5. júní,
verður sjötug Guðbjörg
María Sigfúsdóttir, Sdl-
vangsvegi 3, Hafnarfirði.
Eiginmaður hennar er
Gunnbjörn Jdnsson. Guð-
björg tekur á móti ættingj-
um og vinum í Slysavarnar-
húsinu, Hjallahrauni 9,
Hafnarfii'ði, frá kl. 15-20 á
afmælisdaginn.
Með morgunkaffinu
NÚ ertu aftur orðin
hlutdræg mamma mín
HOGNI HREKKVISI
LJOÐABROT
EGILL SKALLAGRÍ MSSON
(UM 900-983)
Þat mælti mín móðir,
at mér skyldi kaupa
fley ok fagrar árar,
fara á braut með víkingum,
standa upp í stafni,
stýra dýrum knerri,
halda svá til hafnar,
höggva mann ok annan.
Þel höggr stórt fyr stáli
stafnkvigs á veg jafnan
út með éla meitli
andærr jötunn vandar,
en svalbúinn selju
sverfr eirar vanr þeiin
Gestils álft með gustum
gandr of stáli ok brandi.
STJÖRIVUSPl
eftir Frances Drake
TVÍBURARNIR
Afmælisbarn dagsins: Þú ert
framsýnn og fyrirhyggjusam-
ur og átt auðvelt með að
kynda undir öðrum svo þeir
hefjist framkvæmda.
Hrútur (21. mars -19. apríl) Hafðu alla hluti í röð og reglu því þannig ertu fljótastur að finna þær upplýsingar sem þú þarft á að halda hverju sinni. Þetta tryggir góðan ái-angur.
Naut (20. apríl - 20. maí) Það getur reynst nauðsynlegt að vera með smá flugeldasýn- ingu til þess að ná athygli áheyrenda en mundu að halda þig við efnið þegar að stað- reyndum málsins kemur.
Tvíburar (21. maí - 20. júní) W Einhver sem þú hélst að væri horfinn úr lífi þínu fyrir fullt og fast kemur fyrirvaraiaust inn í það aftur. Það er ástæða til þess að fagna þessum at- burðum.
Krabbi (21. júm - 22. júlí) Það er allt fullt af tækifærum í kringum þig og segja má að iú hafir ekki við að notfæra )ér þau sem þér hentar. 'Ijóttu þessa því ekkert varir að eilífu.
Ljón (23. júlí - 22. ágúst) ÍW Lausn mála er nær en þú heldur. Leitaðu því ekki langt yfir skammt heldur slakaðu á og þegar ró er komin yfir þig þá blasir lausnin við.
Meyja (23. ágúst - 22. september) VUfL Allt er breytingum undirorpið og þótt þú sért búinn að halda í pitt verklag lengi skaltu vera reiðubúinn að breyta til þegar aðrir starfshættir ryðja sér til rúms.
Vog m (23. sept. - 22. október) íL Það ríður á miklu að þú komir jafnvægi á líf þitt og til þess parft þú að huga bæði að lík- ama og sál. Þegar iafnvægi er náð munu aðrir hlutir í lífi þínu snúast á betri veg.
Sþorðdreki ~ (23. okt. - 21. nóvember) 'rtK Það kallar á heilmikið skipu- lag þegar margt liggur fyrir bæði í starfi og utan pess. En með elju og ástundun eru þér allir vegir færir.
Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. desember) Mundu að fyrstu kynni geta skipt máli fyrir það mat sem aðrir leggja á þig. Það er þó engin ástæða til þess að fara á taugum eða gera sér eitthvað upp.
Steingeit (22. des. -19. janúar) <mð Það er engu líkara en að sam- starfsmenn þínir vilji halda þér utan við ákveðið verkefni. Haltu ró þinni þvi fyrr eða síðar munu þeir leita til þín.
Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) Wfinl Tryggð þín gagnvart öðrum er aðdáunarverð en mundu að láta engan telja þig á hluti sem eru andstæðir siðferði þínu og sjálfstæði.
Fiskar (19. febniar - 20. mars) >%■» Ki-öfuharka þín við sjálfan þig getur gengið út í öfgar. Þér er nauðsynlegt að slá aðeins af og gefa sjálfum þér stundar- frið.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
10 rósir /cr. 900 .
— Enskt postulín
— Italskur kristall
— Itölsk og portúgölsk húsgögn
— Vandaðar, grískar íkonamyndir
Opið til kl. 10 öll kvöld ^
Fákafeni 1 1, sími 568 9120.
I-----'-'ry ■
Kaffihlaðbori
MATARHLAÐBORÐ
Á SUNNUDÖGUM í SUMj
Sunnudagar fyrir fjölskyiduna
Við tileinkum fjölskyldunni alla sunnudaga í sumar,
með kaffi- og matarhlaðborði. LIFANDI TÚNLIST.
KAFFIHLAÐBORÐ FRÁ KL. 14-17.
MATARHLAÐBORÐ FRÁ KL. 18:30
Afmæli á sunnudögum
Kaffihlaðborðið á sunnudögum
er tilvaiiö fyrir afmælisveislUr. i
TILB0Ð FYRIR HÚPA.
LIFANDITÚNLIST. . íiitur B ðlafiion
leikur á píanó og
harmónikku fyrir gesti.
Skíðaskálinn Hveradölum
Veitingahús og veisluþjónusta frá 1935
Hveradölum, 110 Reykjavík, horðapantanir 567-2020
.. ..
TILBOÐ I
ÁLÖNGUM LAUGARDEGI
Litir: Svartir, brúnir • Stærðir: 36-41
Tegund: Mary Boston
S-
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
DOMUS MEDICA við Snombraut • Reykjavík Sími 551 8519
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS