Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 27 ERLENT Vaxandi ótti í Belgíu vegna eiturefnamengaðra matvæla og nánast öll matvara sögð varasöm Brussel. Reuters. Banna sölu á kjöti og mjólkurvörum BANN var lagt við sölu á svína- kjöti, nautakjöti og mjólkurvörum í Belgíu í gær, vegna gruns um dí- oxínmengun. Nánast öll matvara í landinu hefur verið lýst varasöm eða jafnvel óhæf til neyslu. Jean- Luc Dehaene, forsætisráðherra Belgíu, flýtti heimför sinni af leið- togafundi Evrópusambandsins í gær til að halda neyðarfund með landbúnaðar- og heilbrigðisráð- herrum landsins. Sala á eggjum og kjúklingum var bönnuð í Belgíu fyrir viku, en í gær var svo lagt bann við sölu hverskyns afurða sem innihalda mjólk, svínakjöt og nautakjöt, eftir að í ljós kom að eiturefnið díoxín, sem er krabbameinsvaldandi, fannst einnig í þessum afurðum. Bannið nær meðal annars til sölu á pasta, majónesi, kæfum og ýmis konar kexi og kökum. Grikkir og Hollendingar bættust í gær í hóp landa sem lýst hafa yfír banni á allan innflutning á belgísk- um landbúnaðarafurðum. Austur- ríki hyggst banna innflutning á kjöti og mjólkurvörum frá Belgíu og Bretar ætla að eyða öllum svína- og nautakjötsafurðum það- an. I Hong Kong hefur einnig verið fyrirskipað að belgískar vörur verði teknar úr hillum verslana. Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins hefur lýst yfir banni á sölu kjúklinga, svínakjöts og mjólkurvara frá um það bil eitt þúsund belgískum framleiðendum, sem notuðu mengað fóður. Útflytj- endur munu þurfa að framvísa skírteini um að afurðir þeirra inni- haldi ekki díoxín. ESB gagnrýnir viðbrögð Bandaríkjastjórnar Bandaríkjastjóm tilkynnti á fimmtudag um bann á innflutningi svínakjöts og kjúklinga frá Evr- ópusambandinu. Landbúnaðar- ráðuneyti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað rannsókn á öllum inn- flutningi þessara afurða frá því í janúar, til að unnt verði að meta hvort frekari aðgerða sé þörf. Framkvæmdastjórn ESB hefur gagnrýnt viðbrögð Bandaríkja- stjómar, og segir þau harðari en efni standi til. Þá hafa Bandaríkja- menn verið sakaðir um að nota máhð sem átyllu í viðskiptastríðinu við Evrópusambandið. Talsmaður framkvæmdastjómar ESB varði í gær matvælalöggjöf sambandsins, en lagði áherslu áað væri reglunum ekki framíylgt væm lögin einskis virði. Eykur á vantraust neytenda Sérfræðingar telja að erfitt sé að meta áhrif málsins, en fjármálaráð- herra Belgíu sagðist í gær telja að það muni valda miklu efna- hagstjóni. Sagði hann að málið væri mjög viðkvæmt, bæði frá heil- ANC nálægt markinu Jóhannesarborg. Reuters. AFRÍSKA þjóðarráðið (ANC) fékk u.þ.b. tvo þriðju atkvæð- anna í kosningunum í Suður- Afríku á miðvikudag, sam- kvæmt síðustu bráðabirgða- tölum í gærkvöldi. Enn var óljóst hvort hann fengi tvo þriðju þingsætanna, sem myndi gera honum kleift að breyta stjórnarskránni án stuðnings annarra flokka. Þegar 97% atkvæðanna höfðu verið talin var ANC með 66,5% fylgi. Sérfræðing- ar sögðu að ANC myndi þurfa allt að 70% atkvæðanna til að fá tvo þriðju þingsætanna. Lýðræðisflokkurinn var næststærstur með 9,64% fylgi, þá Inkatha-frelsisflokk- urinn með 8,3% og Nýi þjóð- arflokkurinn með 6,93%. brigðissjónarmiði og af efnahagsá- stæðum. Belgískir fjölmiðlar leiddu í gær getum að því að tjónið myndi nema um 30 milljörðum belgískra franka, eða tæplega 60 milljörðum íslenskra króna. Nokkrir tugir nautakjötsfram- leiðenda í Frakklandi voru látnir einangra bú sín í gær, vegna ótta um að þar hafi verið notað mengað fóður frá Belgíu. Fyrr í vikunni voru að minnsta kosti 80 kjúklinga- bú einangruð, og er málið til rann- sóknar í franska landbúnaðarráðu- neytinu. Dagblöð í Evrópu sögðu í gær að málið hefði enn aukið á vantraust neytenda á hollustu matvæla, eftir umræðurnar undanfarin ár um kúariðu og notkun hormóna og fúkkalyfja við kjötframleiðslu. Mörg blöð sökuðu Evrópusam- bandið um slælegt eftirlit og hæg viðbrögð. Málið kom upp fyrir rúmri viku, þegar belgísk sjónvarpsstöð skýrði frá því að notuð væri feiti sem inni- héldi eiturefnið díoxín við fram- leiðslu kjúklingafóðurs. Díoxín myndast við framleiðslu skordýra og arfaeiturs, og er talið vera krabbameinsvaldandi. Heilbrigðisráðherra og landbún- aðarráðherra Belgíu sögðu af sér á þriðjudag, eftir að í ljós kom að þeir höfðu vitað af vandanum í mánuð án þess að gera ráðstafanir til að banna sölu mengaðra mat- væla og vara neytendur við. Tveir starfsmenn fyrirtækisins sem framleiddi fóðrið hafa verið hand- teknir og eiga yfir höfði sér ákæru um svik. Alvöru Suzuki jeppi á verði smábíls! Flottur í bæ, seigur á fjöllum Suzuki Jimny er sterkbyggöur og öflugur sportjeppi, byggður á sjálfstæðri grind og með hátt og lágt drif. Það er sama hvort þú ætlar með vinina í fjallaferð eða á rúntinn niður í bæ, Jimny er rétti bíllinn! 1.399.000,- beinskiptur 1.519.000,- sjálfskiptur $ SUZUKI SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sfmi 462 63 00. Egilsstaðir: Bfla- og búvélasalan hf., Miðási 19, sfmi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Ellasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Isafjörður: Bflagarður ehf., Grænagarði, slmi 456 30 95. Keflavík: BG bllakringlan, Grófinni 8, slmi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrfsmýri 5, simi 482 37 00. Hvammstanga: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 2617. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasída: www.suzukibilar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.