Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Annar ársfundur spilliefnanefndar Nýtt kerfí Morgunblaðið/Jim Smart SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra setti ársfund spilliefnanefndar. lofar NYTT kerfi sem komið hefur verið á varðandi eyðingu spilliefna virð- ist ætla að reynast vel að því er fram kom á öðrum ársfundi spilli- efnanefndar sem haldinn var í vik- unni. Kerlið felur í sér að lagt er þjón- ustugjald á þá vöruflokka sem telj- ast til spilliefna og það gjald er síð- an notað til að standa straum af kostnaði við að eyða þeim úrgangi sem til verður við notkun á þessum vörum og getur haft mjög skaðleg áhrif á náttúruna, t.d. ef úrgangur- inn kemst í grunnvatn og fæðu- keðju manna og dýra. 77 milljóna spilliefnagjald Siv Friðleifsdóttir, nýskipaður umhverfisráðherra, setti fundinn og mun þetta hafa verið fyrsta op- inbera verk hennar í nýju embætti. Hún taldi árangur af störfum spill- efnanefndar lofa góðu og áleit það mikilvægt að menn litu á spilliefna- gjald sem gjaldtöku fyrir þjónustu en ekki sem skatt. Siv taldi mikil- vægt að lagt yrði meira fé í um- hverfisvemd á næstu árum og í máli hennar kom fram að ýmsar hugmyndir hafi verið reifaðar varðandi umhverfisskatt, en engar góðu ákvarðanir hafi verið teknar um slíkt. Guðmundur G. Þórarinsson, for- maður nefndarinnar, fylgdi árs- skýrslu spOlefnanefndar úr hlaði. Þar kom fram að árið 1998 var fyrsta hefla árið sem spilliefnagjald var lagt á og námu gjöldin næm 77 milljónum króna, en af því vora innheimtar tæpar 37 milljónir króna vegna innflutnings á raf- geymum. Alls era gjaldskyldir vöruflokkar nú 11 og er þar um að ræða vöra- tegundir sem skflja eftir sig úr- gang á borð við olíu, lífræn leysi- efni, notaða rafgeyma og vissar tegundir rafhlaðna, olíumálningu, ósoneyðandi efni og efni sem notuð era í framköllun, kvikasilfur o.fl. Samningur við ohufélögin um flutning og eyðingu smurolíu í máli Guðmundar kom fram að þessi úrgangur nemur um 4% af heildarúrgangi í landinu og er álit- inn hættulegasti mengunarvaldur- inn. Haldið er utan um hvern vöra- flokk fyrir sig þannig að gjöld vegna innflutnings á rafgeymum eru t.d. eingöngu notuð til þess að farga rafgeymum. Þetta fyrir- komulag byggir á mengunarbóta- reglunni sem felur einfaldlega í sér að sá borgar sem mengar, og með því að greiða spilliefnagjaldið öðl- ast spilliefnahafi rétt til að skila efnunum til fórgunar sér að kostn- aðarlausu. I ársskýrslu spilliefnanefndar kemur fram að í árslok 1998 var gerður samningur við olíufélögin um flutning og eyðingu smurolíu og tók sá samningur gildi 15. mars á þessu ári. Á síðasta ári var greitt fyrir fórgun á 1.250 tonnum af spilliefnum, en á næstu árum er reiknað með að til fórgunar komi um 7.000 tonn efna á hverju ári. Munar þar mestu um smurolíu og er reiknað með að spilliefnagjald muni nema um 150 milljónum króna á ári. Á ársfundinum kom fram að þetta fyrirkomulag á förgun spilli- efna sem hér hefur verið komið á í góðri samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda er líklega einstakt í sinni röð og mun kerfið hafa vakið athygli í nágrannalöndunum. Spilliefnanefnd vonast til að fyrir- komlagið geti allt eins orðið fyrir- mynd að meðferð annars úrgangs í landinu. Borgaryfírvöld skora á ríkisstjórn Starfsemi Hegning- arhússins verði flutt BORGARSTJÓRN Reykja- víkur samþykkti í fyrradag áskoran á ríkisstjórnina að flytja starfsemi Hegningar- hússins við Skólavörðustíg í annað og hentugra húsnæði. Jafnframt var skorað á hana að finna húsinu nýtt framtíð- arhlutverk. Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, bar fram tillöguna sem var á dagskrá fundarins en á síðasta borgarstjórnar- fundi var því hafnað að sam- þykkja afbrigði við samþykkt- ir borgarstjómar að taka hana á dagskrá þar sem hún hafði ekki verið lögð fram með næg- um fyrirvara til að komast á dagskrá þá. I tillögu Guðlaugs var jafnframt gert ráð fyrir að borgin óskaði eftir viðræðum við ríkisstjórn um framtíðar- hlutverk „þessa sögufræga húss í miðborg Reykjavíkur", eins og segir í tillögunni. Hegningarhúsið hentar engan veginn sem fangelsi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði að Hegn- ingarhúsið hentaði engan veg- inn sem fangelsi og ekki væri sæmandi á árinu 1999 að vista þar gæsluvarðhaldsfanga. Minnti hún á að nefnd á veg- um Evrópuráðsins hefði gert athugasemdir við þessa að- stöðu fanga. Borgarstjóri kvaðst hafa átt fund með nýj- um dómsmálaráðherra, Sól- veigu Pétursdóttur, og meðal annars greint henni frá þess- ari tillögu og að líklegt væri að borgin myndi skora á ríkis- stjóm að taka á málinu. Brýnt væri að ríkið tæki ákvörðun um að byggja nýtt hús eða finna starfsemi Hegningar- hússins annað húsnæði. Borg- arstjóri lagði fram breytingar- tillögu við síðari hluta tillögu Guðlaugs sem var samþykkt en hún hljóðar þannig: „Jafn- framt skorar borgarstjóm á ríkisstjórnina að finna húsinu nýtt framtíðarhlutverk, í sam- ráði við borgaryfirvöld, sem falli vel að sögu þess og taki mið af mikilvægi þess fyrir miðborg Reykjavíkur." Viðhorf til einkarekinna ffrunnskóla rædd í borginni Framlög á nemanda verði þau öðrum grunnskólum sömu og í GUÐRÚN Pétursdóttir, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, gagnrýndi framlag Reykjavík- urborgar til Skóla Isaks Jónssonar á fundi borgarstjómar í fyrradag og taldi það of lágt. Kvaðst hún telja eðlilegt að það væri 240 þús- und krónur á hvern nemanda eins og í öðram grunnskólum borgarinnar en framlagið til Isaksskóla er nú 140 þúsund krónur. Borgarfulltrúinn taldi einkaskóla í Reykjavík ekki sitja við sama borð og aðrir grannskólar í borginni og spurði af hverju reka ætti þá fyrir hálfu minna framlag en hina grannskólana. Sagði hún að jafnræði ætti að ríkja milli skól- anna að þessu leyti og ásakaði hún borgarfull- trúa Reykjavíkurlistans um að líta ekki einka- rekna grannskóla sömu augum og almennu grunnskólana. Þá sagði hún að 3.500 króna framlag á mánuði sem borgin hyggst veita Isaksskóla vegna kennslu 5 ára barna, of lágt og væri nær að hafa það um 9.000 krónur sem væri kostnaður borgarinnar fyrir barn í fjög- urra tíma vistun á einkareknum leikskóla. Kristín Blöndal, borgarfulltrúi Reykjavíkur- listans, sagði þennan samanburð milli leikskóla og grannskóla ekki raunhæfan. Gerðar væra ákveðnar kröfur til leikskóla varðandi lág- marksfjölda barna á hvern starfsmann og leik- svæði utan dyra sem innan. Sigrún Magnús- dóttir, formaður fræðsluráðs, sagði það rangt að Reykjavíkurlistinn vildi hlut einkareknu skólanna sem minnstan og hældi bæði Landa- kotsskóla og ísaksskóla fyrir áratuga starf- semi. Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, sagði í umræðu um skólamálin að dæmi um viðhorf Reykjavíkurlistans til einkaskóla mætti sjá í þeirri ákvörðun hans að hrekja á sínum tíma Miðskólann í Reykjavík úr húsnæði sínu og gera honum ókleift að starfa áfram. Guðrún Pétursdóttir lagði til að borgarráði yrði falið að endurskoða ákvarðanir um greiðsl- ur til skóla Isaks Jónssonar og að þær tækju mið af þeim meðalgreiðslum sem greiddar væra á nemanda í grunnskólum borgarinnar. Einnig að endurskoðuð yrði ákvörðun um greiðslur til kennslu 5 ára bama, að þar yrði tekið mið af kostnaði sem greiddur er með hverju barni á einkareknum leikskólum. Tillaga Guðrúnar var felld með 8 atkvæðum Reykjavík- urlistans gegn 7 atkvæðum sjálfstæðismanna. Borgarstjóri um ársreikning Reykjavíkur 1998 við fyrri umræðu í borgarstjórn Aldrei jafnmikið samræmi milli ársreiknings og fjárhagsáætlunar „ÞEGAR niðurstaða ársreiknings er borin saman við fjárhagsáætlun fyrir tímabilið 1991-1998 kemur í ljós að aldrei hefur verið jafnmikið samræmi milli ársreiknings og fjárhagsáætlunar og nú,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri er hún kynnti ársreikning Reykjavíkurborgar 1998 sem var tekinn til fyrri umræðu í borgar- stjóm í.fyrradag. Inga Jóna Þórð- ardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjóm, sagði ársreikninginn sýna alvarlega stöðu og fyrst og fremst ylli stöðug skuldasöfnun borgarinnar áhyggjum. Ingibjörg Sóliún Gísladóttir sagði það nýjum vinnubrögðum að þakka að betra samræmi væri milli ársreikninga og fjárhagsáætlunar og að þau gerðu stjómendur sjálf- stæðari og ábyrgari fyrir rekstri málaflokks síns. „Það er afar mik- ilsverður árangur, en með góðri framkvæmd rammafjárhagsáætl- ana má koma í veg fyrir að kostn- aður af nýjum verkefnum bætist sí- fellt við þann kostnað sem fyrir er. Reynslan sýnir okkur að hægt er að úthluta fjárhagsrömmum, og haga framkvæmd og stjórnun í samræmi við það svigrúm sem rammarnir veita. Það hlýtur að vera viðfangsefni okkar stjóm- málamanna að úthluta römmunum í samræmi við þá fjármuni sem til ráðstöfunar era á hverjum tíma,“ sagði borgarstjóri meðal annars. Skatttekjur borgarinnar era samkvæmt fjárhagsáætlun 16.350 milljónir króna en urðu 16.371 samkvæmt ársreikningi eða 0,13% umfram áætlun. Útgjöld vegna reksturs málaflokka vora 13.949 milljónir en í áætlun áttu þau að vera 3.925 milljónir og era frávikin þar 0,17% „I megindráttum má segja að málaflokkamir séu allir nánast samkvæmt áætlun. í þessu felst staðfesting á því hversu vel stjórnendur og starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa sinnt verkefni sínu,“ sagði borgarstjóri ennfremur og lagði hún til að árs- reikningnum yrði vísað til síðari umræðu í borgarstjóm sem ráð- gerð er 1. júlí. Stöðug skuldasöfnun veldur áhyggjum Inga Jóna Þórðardóttir sagði skuldasöfnun borgarinnar halda áfram, skuldir borgarsjóðs hefðu hækkað um milljarð á síðasta ári. Væri litið á skuldir borgarinnar í heild hefðu þær hækkað um 6,1 milljarð, úr 19,7 í 25,8 og mætti rekja 3,2 milljarða til Nesjavalla- virkjunar. Þetta sagði hun gerast á sama tíma og góðæri ríkti og mikil aukning væri í tekjum borgarinnar. Þá sagði oddviti sjálfstæðis- manna að skatttekjur borgarsjóðs hefðu aukist um 3% en þær hefðu aukist um 8,5% á hvern íbúa frá ár- inu 1997 til 1998. Frá árinu 1994 hefðu skatttekjur á hvern íbúa hækkað um rám 40%. Einnig sagði Inga Jóna rekstrargjöld vaxa og þjónustugjöld hækka. í niðurstöðu ársreiknings 1998 kæmi í ljós að rekstrargjöld málaflokka hefðu aukist um 6,2% en vísitala neyslu- verðs hefði hækkað um 1,2% frá upphafi til loka ársins. „Það sem fyrst og fremst hlýtur að valda áhyggjum er hin stöðuga skuldasöfnun borgarinnar. Hvern- ig sem á það er litið er ljóst að skatttekjur borgarinnar duga ekki lengur til að standa undir rekstrin- um,“ sagði Inga Jóna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.