Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 35 Reuters Sífellt fleiri vísbendiagar koma fram um ágæti vatnsdrykkju. Þvagblöðrukrabbamein Mælt með mikilli vatnsdrykkju Fimmta algengasta krabbamein í Bandaríkjunum Medical Tribune News Service. MIKIL drykkja, einkum vatns- drykkja, getur dregið úr líkunum á því að menn fái þvagblöðrukrabba- mein, ef marka má niðurstöður bandarískrar rannsóknar, sem birt- ar voru í The New England Journal of Medicine. Könnunin náði til tæplega 48.000 karlmanna, sem fylgst var með í tíu ár, og leiddi í ljós að líkumar á krabbameini í þvagblöðra eru 49% minni meðal þeirra sem drukku mest af vökva á hverjum degi (2,5 lítra eða meira) en þeirra sem drukku minnst (1,3 Mtra eða minna). Þegar vísindamennimir mátu áhrif vatnsdrykkjunnar einnar komust þeir að því að þeir sem drekka að minnsta kosti sex bolla (1,4 Mtra) af vatni á dag eru í helmingi minni hættu en aðrir. Þegar vísindamennimir reiknuðu tengslin milM vökvadrykkju og þvagblöðrukrabbameins tóku þeir tillit til þátta sem gátu skekkt nið- urstöðuna, svo sem reykinga og ald- urs. Sérfræðingar telja að krabba- mein hefjist í mörgum tilvikum þeg- ar efni í þvaginu, til að mynda frá tóbaksreyk, erta þvagblöðruna. Með mikilli vökvadrykkju þynnist þvagið og það kann að stuðla að minni hættu á krabbameini, að sögn greinarhöfundarins, Dominiques S. Michaud við Harvard-háskóla. Mikil drykkja er einnig Hkleg til að valda tíðari þvaglátum, sem kann að verða til þess að skaðlegu efnin haldist skemur í blöðmnni. Þvagblöðrakrabbamein er fimmta algengasta krabbamein í Bandaríkjunum og Bandaríska krabbameinsfélagið (ACS) áætlar að reykingamenn séu helmingi lík- legri til að fá sjúkdóminn. Vísinda- mennimir lögðu áherslu á að þeir hefðu ekki getað metið gæði vatns- ins sem drakkið var, en þau gætu haft áhrif á tíðni krabbameinsins. Mikið magn af ákveðnum efnum í vatninu kann að auka hættuna á þvagblöðrakrabbameini. Þegar vísindamennimir reyndu að einangra áhrif annarra drykkja en vatns, svo sem mjólkur, ávaxta- safa og gosdrykkja, vora þau ekki töMræðilega marktæk. Og þótt kaffin geti orðið til þess að menn kasti oftar vatni fundu vísinda- mennimir enga fylgni milli kaffinn- eyslu og hættu á krabbameini. Urvinda unglæknar The Daily Telegraph. FRAMMÁMENN breskra lækna- samtaka óttast að mannsMf kunni að vera í hættu vegna þess að félags- málaráðherrar Evrópusambands- ríkjanna hafa ákveðið, að unglækn- um verði ekki tryggð 48 stunda vinnuvika fyrr en eftir þrettán ár. Engar takmarkanir I maímánuði samþykktu ráðherr- amir að evrópskar reglugerðir um vinnutíma skuli ekki gilda að fullu um vinnutíma unglækna fyrr en 2012. Auk þess ákváðu ráðherramir að engar takmarkanir skuH vera á vinnutíma læknanna næstu fjögur árin. Breska læknafélagið brást ókvæða við og sakaði stjómvöld um baktjaldamakk sem myndi stofna lífi sjúklinga í hættu vegna þess að úrvinda læknar væra að sinna þeim. Breskir unglæknar hafa undanfarið krafist bættra vinnuskilyrða, styttri vinnutíma og hærri launa. Þeir era foxiUir vegna ákvörðunar ráðherr- anna. Framkvæmdastjóm Evrópusam- bandsins hafði lagt til að reglugerð- ir um vinnutíma tækju gildi á næstu sjö áram, en ráðherramir sam- þykktu hins vegar tillögu Breta um lengri tíma. Breski heilbrigðismála- ráðherrann, Frank Dobson, sagði samþykktina „raunhæfa" og „góðar fréttir fyrir unglækna11. Reuters Læknar hafa áhyggjur af stórauknum vindlareykingum. Vindlarnir eru vondir í munni Medical Tribune News Service. VINDLAR virðast vera komnir í tísku í Bandaríkjun- um og samtök bandarískra tannlækna hafa varað við því að jafnvel þótt. menn reyki aðeins endrum og eins geti það haft alvarlegar afleiðing- ar fyrir munnheilsu þeirra. Nýleg rannsókn, sem birt var í túnariti samtakanna, bendir til þess að vindlareyk- ingar auki líkumar á tann- missi og rýmun á kjálka- beini. Þær kunni einnig að auka hættuna á krabbameini i munni og hálsi og vindla- reykingamenn séu sennilega jafn líklegir til að fá lungna- krabbamein, lungnaþembu, heilablóðfall og hjartaáfall og þeir sem reykja sígarettur. Stóraukin sala Að sögn bandarískra heil- brigðisyfirvalda hefur salan á vindlum aukist um 50% 1 Banda- ríkjunum frá árinu 1993. Vindia- reykingar em nú ekki aðeins vinsælar meðal eldri karla, held- ur einnig íþróttainanna, kvik- myndastjarna og ungs fólks af báðum kynjum. Könnun hefur Ieitt í ljós að rúmur fjórðungur bandarískra framhaldsskóla- nema reykti að minnsta kosti einn vindil á árinu 1996. k NETINU • NÚ era sumarleyfi á næsta leiti og margir era vafalaust þeg- ar teknir að undirbúa ferðalög til útlanda. Margir láta nægja að taka einungis með sér sólarolíu en aðrir vilja undirbúa ferðina vandlega. Þegar leiðin liggur til framandi landa kann að vera hyggilegt að kynna sér hvort skæðir sjúkdómar hafi gert vart við sig þar og hvaða varúðarráð- stafanir beri þá að gera. Hér fara á eftir nokkrar vefslóðir sem kunna að nýtast þeim er hyggja á ferðalög í sumar og vilja vera við öllu búnir. http://www.cdc.gov/travel /index.htm • Þessi vefur er rekinn af Centers for Disease Control and Prevention (CDC) í Atlanta í Bandaríkjunum en það er stofnun sem alríkisstjómin bandaríska rekur. Þama geta menn nálgast gríð- armikið af upplýsingum um þann ótölulega fjölda sjúkdóma sem spilla kunna ánægju ferðamanns- ins. Jafnframt er fylgst grannt með ef faraldur brýst út einhvers staðar í heiminum. • Ráðlegt er að byrja á að tiltaka áfangastaðinn og kynna sér þær ráðleggingar sem stofnunin hefur birt. Þegar ferðast er til framandi landa má nálgast upplýsingar um þær bólusetningar sem mælt er með. • Vert er að vekja athygU á því að unnt er að fara beint inn á vef bandaríska utanríkisráðuneytisins en þar má nálgast upplýsingar um pólitískt ástand í flestum ríkjum heims og viðvaranir vegna þess hafi þær verið gefnar út. Frá upphafssíðunni komast menn beint inn á „Grænu síðurn- ar“ („Green Sheets“) en þar geta þeir sem hyggja á ferð með skemmtiferðaskipi kynnt sér nið- urstöður heilbrigðisskoðunar um borð í tilteknum skipum. A „Bláu síðunni“ („Blue Sheet“) er hins vegar að finna nákvæman lista yf- ir þá sjúkdóma sem herja á fólk í tilteknum löndum og CDC hefur verið skýrt frá. http://www.travelhealth.com • Þetta er notendavænn vefur sem Dr. Stephen Blythe í Melbo- ume í Florida-ríki í Bandaríkjun- um heldur úti en hann mun vera sérfróður á þessu sviði. Þama er að finna urmul gagnlegra upplýs- inga og ráðlegginga þegar leiðin Mggur á ókunnar slóðir. Jafnframt er hægt að nálgast mat læknisins á þeirri raunvera- legu hættu er kunni að fylgja ferðalögum til landa þar sem skæðir sjúkdómar hafa skotið upp kollinum. Þama er og að finna at- hygHsverðar myndir t.a.m. af því afskipta og vanmetna dýri tapírn- um auk mynda af frambyggjum á Amazon-svæðinu. Vefurinn geymir einnig ýmsar ráðleggingar er varða öryggi á ferðalögum og munu vanir ferða- menn telja ýmsar þeirra nokkuð sérkennilegar. • Þeir sem hafa andúð og ógeð á skordýram finna og þama ýmis- legt við sitt hæfi m.a. lista yfir við- urstyggileg og hættuleg kvikindi og sjúkdóma sem þau valda. A þessum vef er einnig unnt að nálgast upplýsingar frá CDC- stofnuninni sem greint var frá að framan. http://www.travelsafely.com • Þetta er einnig gagnlegur vef- ur en hafa ber í huga að hann er rekinn af SmithKline Beecham- fyrirtækinu sem framleiðir bólu- efni gegn lifrarbólgu af A-stofni. Fer því ansi mikið fyrir þeim sjúkdómi og bóluefninu. Á hinn bóginn herjar lifrarbólga af A- stofni víða á menn og viturlegt kann að vera hvort mælt er með bólusetningu í því landi sem í ráði er að heimsækja. Þarna er og að finna upplýsingar um sjúkdóm- inn. I Molta gefur garðinum líf _____________ Nú færðu hana í Blómavali og Fossvogsstöðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.