Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 45, Samningar vegna einvígis Kasparovs og Anands undirritaðir SKÁK KASPAROV - ANAND Október 1999 KASPAROV og Anand hafa nú undirritað samning um að tefla skák- einvígi sem hefjast á í október. Eftir margra mánaða þóf hefur tekist að ná samkomulagi um öll ági'einings- mál. Upphafíð að þessu einvígi má rekja til tilboðs sem þeir Bessel Kok, Serge Grimaux, Friðrik Ólafsson og William Wirth lögðu fyrir þá Anand og Kasparov. Samkvæmt tilboðinu er verðlaunasjóðurinn þrjár milljónir dollara, eða á þriðja hundrað milljón- ir íslenskra króna. Sigurvegarinn fær 2/3 þeirrar upphæðar en 1/3 rennur til þess sem tapar. Tefldar verða 16 skákir. Ekki hefur enn verið ákveðið hvar einvígið fer fram, en Prag, New York og London koma helst til greina. Heyrst hefur að samhliða samn- ingnum um einvígið hafí einnig verið unnið að því að koma keppninni um heimsmeistaratitilinn í fastan farveg í samvinnu við annan styrktaraðila. Stefnt er að því að haldið verði áskorendamót árið 2001 þar sem tíu sterkustu skákmenn heims tefla um réttinn til að skora á heimsmeistar- ann. Eins og staðan er núna þá virðist þetta vera vænlegasta leiðin til að leysa úr þeim vanda sem kominn er upp varðandi keppnina um heims- meistaratitilinn. Pað er nú deginum ljósara að FIDE undirritaði eigin dauðadóm með því að kjósa Campomanes sem forseta sam- Gary Viswanathan Kasparov Anand bandsins í stað Friðriks Ólafssonar á sínum tíma. Anatoly Karpov, heims- meistari FIDE, hefur nýlega skrifað 15 blaðsíðna grein í þýskt skáktíma- rit þar sem hann gerir upp samskipti sín við Kirsan Ilyumzhinov, núver- andi forseta FIDE, og hans nánustu samstarfsmenn og vandar þeim ekki kveðjurnar. Hann segir að FIDE hafi brotið þá samninga sem gerðir voru við hann og í stað þess að taka þátt í heimsmeistarakeppninni í Las Vegas í sumar er hann nú að undir- búa lögsókn gegn FIDE. Anand hélt tryggð við FIDE í síðustu heims- meistarakeppni, þrátt fyrir boð um einvígi við Kasparov, en hyggst ekki taka þátt í henni að þessu sinni. Það er sama hvar litið er á málið, alls staðar virðast miklir erfiðleikar steðja að FIDE. Samtökunum hefur ekki einu sinni tekist að koma skák- stigalistanum skammlaust frá sér og vefsíða þeirra hefur ekki verið upp- færð frá því í fyrra. Islensk atskákstig 1. júní Skákstiganefnd Skáksambands íslands hefur nú reiknað út ný ís- lensk atskákstig. Að þessu sinni eru þau reiknuð með nýju forriti sem Halldór Grétar Einarsson hefur skrifað. Það leysir af hólmi kerfí sem hefur verið í notkun í um það bil 20 ár og var skrifað af Daða Erni Jóns- syni. Stigahæstir á hinum nýja at- skáklista eru: 1. Margeir Pétursson 2.590 2. Helgi Ólafsson 2.580 3. Hannes H. Stefánsson 2.580 4. Jóhann Hjartarson 2.570 5. Þröstur Þórhallsson 2.565 6. Karl Þorsteins 2.550 7. Helgi Áss Grétarsson 2.520 8. Friðrik Ólafsson 2.505 9. Jón Loftur Árnason 2.495 10. Elvar Guðmundsson 2.395 o.s.frv. Stigin ná til allra atskákmóta fram til 1. júní, að því undanskildu að úr- slit atskákmóts Grand-Rokks og helgarskákmótsins í Viðey höfðu ekki borist skákstiganefnd. Atkvöld hjá Helli á mánudag Taflfélagið Hellir heldur eitt af sínum vinsælu atkvöldum mánudag- inn 7. júní og hefst mótið kl. 20. Mót- ið er haldið í Hellisheimilinu, Þöngla- bakka 1 í Mjódd. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með tuttugu mínútna um- hugsun. Sigurvegarinn fær verðlaun, mat fyrir tvo fí’á Pizzahúsinu. Þá hefur einnig verið tekinn upp sá siður að draga út af handahófi annan kepp- anda sem einnig fær máltíð fyrir tvo hjá Pizzahúsinu. Þar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu. Þátttökugjald er kr. 300 fyrir fé- lagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri). Allir era vel- komnir. Síðasta atkvöld Hellis var haldið í maí, en þá sigruðu Þorvarður Fann- ar Ólafsson, Sigurbjörn Bjömsson og Rolf Stavnem. Þorvarður Fannar varð efstur að stigum. Þátttakendur voru 20. Boðsmót TR 1999 Boðsmót Taflfélags Reykjavíkur hefst miðvikudaginn 9. júní kl. 19:30. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfí með umhugsunartím- anum 1% klst. á 30 leiki og síðan V4 klst. til að ljúka skákinni. Umferðir verða á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum og hefjast ávallt kl. 19:30. Mótinu lýkur miðvikudaginn 23. júní. Veitt verða peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin, en auk þess gefur mótið stig í bikarkeppninni í skák sem taflfélög á höfuðborgarsvæðinu standa að. Þátttökugjald er kr. 2.000 fyrir 16 ára og eldri en kr. 1.400 fyrir 15 ára og yngri. Hægt er að skrá sig í boðsmótið í síma 568 2990. Amar Gunnarsson sigraði á mótinu í fyrra. Skákmót á næstunni Tilkynningar um skákmót og aðra viðburði sendist til umsjónarmanna skákþáttar Morgunblaðsins. Tölvu- póstfangið er dadi@vks.is. Einnig má senda annað efni og athugasemd- ir við skákþættina á sama póstfang. 7.6. Hellir. Atkvöld. 9.6. Boðsmót TR. 16.6. Guðmundar Arnlaugss. mótið. 25.6. Hellir. Jónsmessumót (kl. 22). Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson BRIDS l iusjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag eldri borgara í Kópavogi Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss. 259 Lárus Hermannsson - Fróði Pálsson 249 Alfreð Kristjánss. - Sæmundur Bjömss. 244 Lokastaða efstu para í A/V: AlbertÞorsteinss. - Auðunn Guðmundss. 273 Halla Ólafsd. - Sigurður Pálsson 255 Jón Andrésson - Þórður Jörundsson 247 @texti: Þriðjudaginn 1. júní spilaði 21 par og þá urðu úrslit þessi í _N/S: Helga Helgadóttir - Ólafur Lárusson 262 Magnús Oddsson - Magnús Halldórsson 259 BragiSalomonsson-ValdimarLárusson 236 Lokastaðan í A/V: Alfreð Kristjánss. - Sæmundur Bjömss. 255 Ólafur Ingvarsson - Þórarinn Arnason 232 , Guðmundur Magnússon - Kristinn Guðm. 229 Félag eldri borgara í Reykjavfk og nágrenni Fimmtudaginn 27. maí spiluðu 23 pör Mitchell-tvímenning. Úrslit urðu þessi: N/S Þorsteinn Laufdal - Magnús Halldórsson 263 Ingunn Bemburg - Elín Jónsdóttir 249 Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss. 242 A/V Ólafur Ingvarsson - Jóhann Lúthersson 249 Auðunn Guðmundss. - Albert Þorsteinss. 246 Jón Andréss. - Guðm. Á Guðmundss. 243 Meðalskor 216 Ekki var spilað annan í hvíta-«w sunnu. Aðsendar greinar á Netinu vg> mbl.is _ALLTA/= e!TTH\SAÐ NÝTT Styrkir til námsmanna! Aukin menntun er þín framtíð — og okkar Neðangreind fyrirtæki, sem mynda með sér samstarfshóp, vilja styrkja námsmenn á sviði byggingarverkfræði, byggingartæknifræði, tölvunarfræði (kerfisfræði) og viðskiptafræði. Styrkurinn gæti verið til nemenda á viðkom- andi námsstigi sem lokið hafa næstsíðasta námsári eða til brautskráðra aðila sem hyggja á framhaldsnám eða stunda það. Einnig kemur til greina að styrkja rannsóknir og þróun á ákveðnum verkefnum á áðurtöldum sviðum. Veittir verða 2—3 styrkir að upphæð 100.000— 150.000 kr. hver og er umsóknarfrestur til 10. júní 1999. (ath. breytt dagsetning) Vinsamlega sendu skriflega umsókn þína til afgreiðslu fyrirtækjanna fjögurra á Suðurlands- braut 4A, 4. hæð. Nánari upplýsingar fást í afgreiðslu fyrirtækj- anna eða á vefsíðum þeirra: http://www.lh.is. Umsóknirnar skal merkja: LÍNUHÖNNUN VERKFRÆÐISTOFA E LHtœkni ehf i/Tw&mmkK* 3 Rekstur og Ráðgjöf ehf. Suðurlandsbraut 4A, umsókn um námsstyrk, 108 Reykjavík. Árgangur '54 úr Hlíðaskóla Nú eru liðin 30 ár síðan við kvöddum Hlíða- skóla. Það er kominn tími til þess að hittast aftur og gleyma okkur í Ijúfum minningum frá Hlíða- skólaárunum. Hvernig væri að við hittumst á Sólon íslandus (uppi) kl. 20.00 þann 11. júní? Mætum sem flest, hress og kát! Mæja Sif 565 3831, Mæja K. 861 9293, Gullý 565 3863, Gurra 565 7175. Frábært tækifæri Góð heilsa og peningar, það sem við þráum mest. Gríptu tækifærið núna. Takmarkaður fjöldi. Símar 564 1734 og 698 1734. Símatími milli kl. 10 — 12 og 18—20. Sigurbjörg. Átaks- og stuðningshópar! Vilt þú taka þátt í megrunarátaki með skemmti- legu fólki og frábærum vörum. Vertu ekki að glíma við vandann ein eða einn, heldur leyfðu öðrum að veita þér stuðning og hjálp. Upplýsingar í síma 588 0809. TIL SÖLU Lagerútsala Laugardaginn 5. júní 1999 verður lagerútsala haldin að Vatnagörðum 26,104 Reykjavík, frá kl. 13.00 — 16.00 síðdegis. Fjölbreytt úrval vara verður á boðstólum, svo sem raftæki: Hárþurrkur, rafmagnsofnar, tvö- faldar kaffivélar á frábæru verði, ryksugur, ryksuga, vatnssuga og teppahreinsivél allt í einu tæki, rafmagnstannburstar, rakvélar, ásamt sýnishornum afýmsum raftækjum. Leikföng: Dúkkur, litabækur, pússluspil, Disn- eylest, hjólaskautar fyrir 3ja—6 ára á frábæru verði, Billiard- og Pool-borð fyrir unga menn og margtfleira í leikföngum. Veiðarfæri: Sjó- stangir, stangir, hjól, spúnar, flugulínur, flugu- box, spúnabox, veiðitöskur, önglar, nælur, ódýrar vöðlur og stígvél, garðljós með spennu- breyti og tveim Ijósum í setti, hagstætt verð. Servíettur, borðdúkar, plasthnífapör, vínkælar, kaffibrúsar, nestistöskur með hitabrúsa fyrir unga fólkið í skólann, leikskólann og útileguna. Tungumálatölva. Vogir. Þó nokkuð af sýnis- hornum af ýmsum vörum s.s. útvörp o.fl. o.fl. Missið ekki af þessu tækifæri og komið og gerið góð kaup. Við tökum Euro- og Visa-kredit og -debetkort. FÉLAGSLÍF Dagsferðir sunnudaginn 6. júní: Frá BSl kl. 10.30 sunnudaginn 6. júní: Fjallasyrpan. Gengið á Botnssúlur. Verð kr. 1700/1900. Frá BSl kl. 10.30 sunnudaginn 6. júnl: Árganga. Gengið með Brynjadalsá. Verð kr. 1700/1900. Næstu dagsferðir: Föstudaginn 11. júní: Nætur- ganga um Leggjarbrjót. Brottför kl. 21.00. Sunnudaginn 13. júní: Bakaleiðin 3. áfangi: Flúðir-Syðra Langholt. Brottför kl. 10.30. Helgarferðir: 11. -13. júní: Básar. Gönguferðir, varðeldur og góð stemming. Tilvalin fjölskylduferð. 12. -13. júní: Fimmvörðuháls. Gengið frá Skógum á laugar- dagsmorgni. Gist í Fimmvörðu- skála. Á sunnudegi er gengið í Bása við Þórsmörk. 11.-13. júni: TindfjaMajökull. Gengið á jökulinn. Gist í skálum. 18.-20. júní: Skjaldbreiður — Hlöðufell — Úthlíð. Gengið að Skjaldbreið. Næsta dag er gengið að Hlöðufelli og á sunnu- degi er gengið um Brúarskörð niður í Úthlíð. Gist í skálum. Tjaldstæðin opin i Básum. í Básum er frábær aðstaða til úti- veru. Göngukort af svæðinu fæst hjá skálavörðum og á skrifstofu Útivistar. Heimasíða: centrum.is/utivist. FERÐAFÉLAG <S> ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Laugardagur 5. júní kl. 10.30 Gönguferð i Brennisteinsfjöll. Ekið að Kristjánsdalahorni, gengið að Þríhnúkum og þaðan j brennisteinsnámur. Til baka um Grindarskörð. Áætlaður tími: 6 klst. Verð 1.500. Bröttför frá BS( ^ austanmegin og Mörkinni 6. (stansað við kirkjug. Hafnarfirði) Sunnudagur 6. júní kl. 11.00 Esjudagur F.í. og Spron. Brottför frá bílastæði við Mó- gilsá. Leiðsögn á Þverfellshorn og um skógræktarsvæði Mó- gilsár í boði rannsóknarstöðvar- innar. Ekkert þátttökugjald. Boðið upp á hressingu. Allir velkomnir. fomhjólp Opið hús í Þríbúðum, Hverfis- götu 42, í dag kl. 14.00—17.00. Dorkas-konur sjá um veitingar. Allir velkomnir. Samhjálp. KRISTU, SAMFtLAG Dalvegi 24, Kópavogi. Vitnisburðarsamkoma kl. 14 í höndum Ingigerðar og Egils. Allir veikomnir. Halla Sigurgeirsdóttir, andlegur læknir. Huglækningar, sjálfsuppbygg- ing, áruteiknun/2 form. Uppl. f síma 562 2429 f.h. Fréttir á Netinu v^mbl.is ALLTAf= G/TTH\SAT> NÝTT ? Jltó jéékrk £ K. * u 'ÍtdSt * 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.